Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 20

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 20
Fyrstu ár sjöunda áratugarins voru mikill umbrotatími eftir velmegunarár eftirstríösáranna. Allt virtist skyndilega fara til fjandans, Kennedy var skotinn, Kalda stríðið stóð sem hæst og blökkumönnum voru tryggð mannréttindi og kosningarréttur en voru þó enn hengdir í stórum stíl í aðskilnaðarsinnuðum suðurríkjum Bandaríkjanna. Áratugurinn sem endaði með manni á tunglinu byrjaði ekki vel. I öllu þessu volæði byrjaði fólk að mótmæla með tónlist. Ungir menn og konur tóku sér kassagítar í hönd og sungu Folk-tónlist, alþýðutónlist á gamla mátan. Textarnir voru um allt frá réttindabaráttu litla mannsins til angurværra ballaða. Á kaffihúsum mátti oftar en ekki heyra í Folk tónlistarmönnum með kassagítar og munnhörpu syngja gegn stríðsbrölti og spillingu. Pete Seeger, Joan Baez og Phil Ochs og seinnameir Richie Flavens, Donovan og Simon&Garfunkel voru öll í fremstu víglínu mótmælasöngvara. Framlag þessa tónlistarfólks er ómetanlegt. Skyndilega hafði ungt fólk í senn rödd sem talaði til sín og talaði fyrir þau. Vitundarvakning mótmælasöngvaranna meðal ungsfólks voru undanfari friðarhreyfingarinnar og mótmæla gegn Víetnamstríðinu sem hófst um miðjan sjöunda áratuginn. Það er ómögulegt að útskýra með orðum þau gríðarlegu áhrif sem Bob Dylan hafði á heiminn í kringum sig. Hann kom sem stormsveipur til New York frá sveitahéruðum Minnesota og gjörsamlega sparkaði í magann á heiminum með annarri plötu sinni, "The freewheelin' Bob Dylan", árið 1963. Það er erfitt að ímynda sér hvernig það hefur verið að heyra lag einsog "A hard rain's a-gonna fall" í fyrsta skiptið, í miðri Kúbudeilunni, á meðan heimurinn var virkilega á barmi kjarnorkustyrjaldar. Flugbeitt, blóðug gagnrýni á ráðandi aðila ("Masters of war"), stórbrotin textagerð og heimsendaspá (fyrrnefnt Hard rain), og undurfagrar, brothættar baliöður ("Girl from the north country") gerðu "The freewheelin'..." að instant klassík og Dylan, réttu nafni Robert Zimmerman, var samstundis hylltur sem guð og gerðist talsmaður heillar kynslóðar sem lét ekki ráðskast með sig lengur. Þrátt fyrir að lög einsog opnunarlagið "Blowin' in the wind" séu í dag klisja fyrir allt það sem var hallærislegt við hippana foreldra okkar, er þessi plata stikla í tónlistarsögunni og ber að virða sem eina allra bestu plötu sem hefur komið út. Hlustið á lagið "Masters of war". Það hefur aldrei átt jafn vel við og í dag. Bob Dylan, höfundur þessa þjáða, veraldarþreytta meistaraverks var aðeins 22 ára gamall þegar platan kom út. England í upphafi 60's var allt öðruvísl staður en Bandaríkin. Stór hluti Englands var auðvitað í rúst eftir stríðið og unga fólkið sem var að nálgast tvítugt hafði alist upp við bágan kost og erfiðleika. Það var því ekki skrftið að tónlistin sem kom frá ungum Bretum þessa tíma var hrá, hávær og hættuleg. Þeir sem ólust upp á þessum tíma voru annaðhvort Mods eða Rokkarar. Mods voru jakkafataklæddir spítthausar sem óku um á vespum og stigu trylltan dans við for-pönk tónlist The Who. Rokkarar klæddust leðri, drukku sig fulla og slógust (oftast við mods). Þeirra tónlist var flutt af hörðum nöglum frá Liverpool, The Beatles. Á meðan kanarnir voru að hlusta á sólskinsrokkið frá Beach Boys og tvistuðu við stelpupopp Phil Spectors, voru ungir breskir strákar að hlusta á gamlar blúsplötur. Bo Diddley og aðrir rafmagnsblúsmenn voru goð í augum drengjanna sem spiluðu í rokkhljómsveitum þessa tíma. The Rolling Stones, Them, Yardbirds og The Animals. Hvítur blús varð allt f einu heitasta sándið. Það leið ekki á löngu þar til kanarnir uppgvötuðu þessar hljómsveitir, og eftir að The Beatles stormuöu inn á Bandaríkjamarkað hófst Breska innrásin. Skyndilega þótti allt frá Englandi flott í Bandaríkjunum og bítilæði rann á kanann eins og alla heimsbyggðina. Þeim sem finnst drasl-varningurinn í kringum poppbönd í dag vera slæmur, hafa ekki séð skranið sem var markaðssett með nafni Bítlana (Ringo Starr herðartré, einhver?). Hinir amerísku Bítlar voru búnir til, The Monkees. Þeirfluttu nokkur skemmtileg lög, en voru í raun bara leikarar. Helstu keppinautar Bítlanna voru The Rolling Stones (keppinautar á yfirborðinu, Bítlar ^iottiiix ihi^iW'i r 1. Árið 1975 skapaðist neyðarástand þegar skoska popp bandið Bay City Rollers voru bókaðir til að koma fram á báti fyrir Radio 1 Fun Day. Margir af þeim 47.000 áhangendum hljómsveitarinnar æddu út í vatnið og stefndu í átt að bátnum með þeim afleiðingum að 35 manns þurftu á læknisaðstoð að halda. Hljómsveitin þeyttist í burtu á fleyinu án þess að koma fram. 2. Sean Fitzgerald frá Pennsylavaníu hefur sína eigin Cher húðflúðraða á lærið á sér. Hans heitasta ósk er að fá „idoiið" sitt til að tattúvera nafnið sitt fyrir neðan myndina. 3. Á fyrri árum Bítlaæðisins voru Bítlarnir fastir inni í London Palladium (Hljómleikahöll) í 13 klukkustundir vegna þess að lögreglan gat ekki tryggt öryggi þeirra fyrir brjáluðum áhangendum sem neituðu að fara frá bygginguni. 4. Hinn 41 árs gamli Steven Hindley, aðdáandi Tinu Barrett fyrrum S Club 7 sönkonu, eyddi þúsundum dollara í það að senda henni blóm, súkkulaði og tuskudýr. Síðan sagði hann henni að hann væri með heilaæxli og ætti aðeins þrjár vikur eftir en hótaði því síöan að hakka hana til dauða! Hann var dæmdur í sex mánaða fangelsi. 5. Árið 1986 kærðu foreldrar unglingsins Jack McCollum, Ozzy Osbourne og CBS því þau héldu því fram að lagið Suicide Solution hefði sannfært son þeirra um að svifta sig lífi. Þrátt fyrir margar áfríanir foreldra drengsins vildu engir dómarar samþykkja það að söngvarar bæru ábyrgð á gjörðum aðdáenda sinna. 6. Aðdáendur sumra banda hafa fengið sín eigin nöfn : Juggalos ( Insane Clown Posse), Maggots (Slipknot), Candy Cane Children (The White Stripes), Bobcats (Bob Dylan), Gutter Hearts (Marc Almond) og Kiss Army (Kiss). 7. í mars árið 2003 var hin 23 ára Sean Davies frá Wales ákærð og dæmd til að greiða 600 punda sekt ásamt 364 punda kostnaði. Þá voru tveir geislaspilarar, hljóðkerfi, plötuspilari, tvö kasettutæki, fimm hátalarar, 80 geisladiskar og 155 kasettur teknar eignarnámi. Ástæðan var sú að hún hafði spilað plötur með Cliff Richard aftur og aftur og svo hátt að nágranarnir kvörtuðu og gátu ekki meir. 8. Borgarstjóri Feneyja neyddist til að segja af sér eftir að borgin var löggð í rúst þagar 200.000 Pink Floyd aðdáendur mættu þangað árið 1989 til að fara á fría tónleika. Bara kostnaðurinn af viðgerðum tveggja súlna frá endurreisnartímabilinu kostaði 46.000 dollara eða aðeins littlar 3,5 milljónir. 9. Þann 11 maí 2002 mættu 500 aðdáendur Michael Jackson til Berlinar til að mótmæla Sony fyrir að kynna plötuna hans Invincible ekki nógu vel. Svipuð mótmæli áttu sér síðan stað í Paris.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.