Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 24

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 24
frægustu P®L Einar Björgvin Davíðsson - 22 ára. Hver var fyrsti forseti (slands ? Sveinn Björnsson. Hvað eru margar sýslur á íslandi? Nokkrar! Hvað heitir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna? Collin Powell ... nei hann er utanríkisráðherra ... Donald Rumsfeld Hvaðan er Che Cuevara? Kúbu. Hver var Anna Lindh? Pían í Svfþjóð.. hún var baráttukona ... eitthvað með mannréttindi Eiín Eva Karlsdóttir - 18 ára. Hver var fyrsti forseti Islands ? Guð ég veit það ekki.....ég er ekki að kveikja á þessu. Hvað eru margar sýslur á Islandi? Ertu að grínast.... sýslur, segjum bara sex. Hvað heitir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna? Ég veit það ekki. Hvaðan er Che Guevara? Kúbu. Hver var Anna Lindh? Ég veit ekki ... ég veit ekki neitt I Sigurður Örn Aðalgeirsson - 19 ára. Hver var fyrsti forseti íslands ? Jón Sigurðsson. Hvað eru margar sýslur á Islandi? Þær eru átta. Hvað heitir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna? Donald Rumsfield. Hvaðan er Che Guevara? Hann er frá Kúbu. Hvað getur þú sagt mér um Önnu Lindh? Hún er kynskiptingur.... nei hún var ráðherra í Svíþjóð og var myrt. ■ij? nssacj 9 jaqujajdas j eueq ||) UjBunjs jba uqq |!) Jecj jev9fcj)AS ejjaqQ^jsijqjuejn jeA qpu)q euuv '8Í61 junftn jecj jsippæ; uueq ua 'nujjua6jv ?Ji Ja ejeAan^ ólq piajsainy H Pieuoa Jjj.iaij euue[)|]jepueo ejjaqQ^je|?uueuje/\ -e|sÁssaujy 'e|sÁse||eAJ96uey 'e|sAss||ajejje)|s -A 'e|SÍss||UíeJíej(S-V 'e|sAse|nw-s 'B|S<tse|riw -N 'e|sÁsje[Áa6uici-N 'e|s/isjeíÁa6uj<i-s 'e|sÁsjeQjefje[Á3 'e|sÁsjegje[je6e>|s 'e|sÁssujeAeunH-v 'eisÁssujeAeunn -A 'e|SÁsepuejjs 'e|SÁsjeQje[jesj-N 'e|sÁsjeQje[jesj-A 'e|sÁsjepuejjseQjeg-A 'e|sÁsjepuejjseQjeg-v 'e|sÁse|ea 'e|SÁssaus||ajæus 'e|SÁsejÁ^ 'e|sÁsjeQjefjje6jog 'e|sÁsn6uijq||nc) 'e|sÁsjes9[)| un|sÁs £Z nja ipue|Sj y uossujgfg uujoas jba spue|S) ijasjoj ijsjáj :joas uay Fjöldamorðingjar eru vandamál hvar sem er í heiminum og er áætlað að á hverjum tíma séu um 20-50 aktívir fjölamorðingjar sem flestir koma frá Bandaríkjunum. Þeir eru yfirleitt hvítir karlmenn á þrítugsaldri sem eru kynferðislega brenglaðir með lélegt sjálfsálit. Morðin eru yfirleitt hluti af stærri og flóknari fantasíu sem nær hámarki við sjálfan verknaðinn. Þeir myrða yfirleitt gjörsamlega ókunnugt fólk sem eru bara svo óheppin að vera á röngum stað á röngum tíma. Sumir drepa til að öðlast völd, aðrir eru að reyna að upplifa kynferðislegar fantasíur eða tilfinningu drottnunar, stjórnunar, eða spennu. Á heimasíðunni crimelibrary.com eru taldir upp alræmdustu fjöldamorðingjar sögunnar, meðal annars Jack the Ripper sem drap vændiskonur, Jeffrey Dahmer sem drap og misþyrmti unga karlmenn, mannætan Albert Fish og John Wayne Gacy ásamt mörgum fleiri og hægt er að kynna sér sögu þeirra og fórnarlambanna. Sumt af þessu er virkilega viðbjóðslegt og því ekki fyrir viðkvæmar sálir, en fyrir þá sem áhuga hafa geta þeir kynnt sér hér stutta sögu fjögurra frægustu fjöldamorðingja sögunnar. Flestir þekkja hann undir nafninu Son of Sam en hann gerði íbúum New York borgar lifið leitt á seinni hluta sjöunda áratugarins Hann drap sex manns og særði sjö aðra á þrettán mánaða tímabili með 44. kalíbera byssu. Ungar konur voru skotmark hans en kærastarnir þeirra voru stundum fyrir og féllu í kjölfarið. Berkowitz átti ósköp venjulega barnæsku hjá fósturforeldrum í Bronx en hann var alltaf frekar mikill einverumaður. Þegar fósturmamma hans dó úr krabbameini var hann alveg eyðilagður og reiður og þá sérstaklega við konur. Hann varð ofsóknarbrjálaður og sjálfsálit hans var varla neitt lengur. Hann framdi fyrstu árásina að morgni 29. júlí 1976 en fórnarlömbin voru tvær ungar stúlkur, Donna 18 ára og Jody 19 ára. Þær sátu i bíl þegar Berkowitz gekk að þeim, dró upp byssu og byrjaði að skjóta á þær. Þremur mánuðum seinna fremur hann aðra árás og skýtur inn í bíl á tvö ungmenni. Árásirnar héldu áfram og mánuði seinna voru fórnarlömbin tvær vinkonur, 16 og 18 ára. Lögreglan var ráðþrota og var farin að gruna að um fjöldamorðingja væri að ræða. Árásarmaðurinn gekk laus og hélt áfram að finna sér fórnarlömb sem yfirleitt voru ungar konur. Lögreglan gerði sér grein fyrir því að hann myndi drepa aftur en vissi ekkert hvernig hún ætti að koma í veg fyrir það. Eina vísbendingin sem hún hafði var að árásarmaðurinn væri hvítur maður á þrítugsaldri, dökkhærður og meðalstór. Þessi lýsing gat átt við milljónir manna. Eftir eitt morðið skildi Berkowitz eftir bréf á morðstaðnum sem hann stílaði á lögregluforingjann Borrelli. Þar gaf hann lögreglunni „nafnið" sitt, það er „Son of Sam" og sagði að raddir í höfðinu á honum skipuðu honum að drepa. Mikil hræðsla greip almenning í borginni sem var óþreyjufullur eftir að lögreglan fyndí morðingjann. Hundruðir lögreglumanna tóku þátt í leitinni sem varð sú mesta í sögu New York borgar. Þegar loks náðist að hafa uppi á honum var hann algjörlega samvinnufús og sagði brosandi: "Ég er Sam, David Berkowitz." Hann játaði á sig öll morðin og vissi öll smáatriði sem aðeins morðinginn gæti vitað. Það fór þvi ekki á milli mála að hann væri sá seki. Hann virtist ánægður með alla athyglina og sýndi enga eftirsjá. Hann viðurkenndi að ástæða þess að hann drap konurnar væri út af reiði sinni við móður sína sem gaf hann frá sér sem ungabarn og einnig vegna þess hversu erfitt hann ætti með að stofna til sambands við konur. Hann sagðist fá fullnægingu við það að ofsækja og skjóta konur. Hann var dæmdur I 364 ár í fangelsi og getur sótt um reynslulausn í júní 2004. Hann var myndarlegur og vel menntaður geðsjúklingur sem ofsótti og myrti ungar skólatelpur á sjöunda áratugnum. Hann játaði á sig 28 morð en hann er grunaður um að hafa drepið allt upp í 100 konur. Sem unglingur var Bundy mjög feiminn og varð oft fyrir barðinu á strákunum í skólanum. Hann stóð sig þó vel og fékk háar einkunnir. Vinsældir hans jukust í framhaldsskóla og þótti hann kurteis og vel til hafður. Bundy lærði lögfræði við háskólann í Washington og vann fyrir Repúblikanaflokkinn I kosningabaráttunni árið 1973. Engan grunaði að hann væri fjöldamorðingi. Hann kynntist stúlku sem var falleg, gáfuð og kom frá ríkri fjölskyldu og hann trúði ekki að einhver úr hennar klassa hefði áhuga á sér. Kærastan hætti svo með honum þegar hún útskrifaðist og Bundy náði aldrei að jafna sig á því. Hann fékk þráhyggju sem átti eftir að hafa gífurleg áhrif á líf hans og leiða til atburða sem áttu eftir að hrylla heiminn. Fyrsta fórnarlambið var Joni Lenz, 18 ára. Hún var ein af fáum sem lifði af árás frá Ted Bundy. Næstu fórnarlömb voru ekki svo heppin. Kvenkyns háskólanemar fóru að hverfa sporlaust i Washington og enginn vissi hver stæði á baki. Þær voru allar hvítar, grannar, einhleypar og með sitt hár og þær hurfu allar að kvöldlagi. Lögreglan talaði við skólafólk sem sagði þeim að þau höfðu séð undarlegan mann með gifs annað hvort um hendina eða fótinn sem bað ungar konur um að hjálpa sér með bækur sem hann burðaðist með eða hjálp við bílinn sinn sem var VW bjalla. En á meðan lögreglan hélt áfram árangurslausri leitinni fundust fleiri og fleiri fórnarlömb. Bundy náði þó ekki að hylja slóð sína alveg og sönnunargögnin hrönnuðust upp, en það var ekki fyrr en umferðarlögreglumaður stoppaði hann af handahófi að hann náðist. Lögreglumaðurinn bað unga manninn um að stoppa og sýna sér skilríki en tók eftir því að það vantaði farþegasætið í bjölluna og bað þá um að fá að leita í bilnum. Bundy leyfði það en í bilnum fannst kúbein, skiðahúfa, reipi, handjárn og fleira. Lögreglumennirnir handtóku hann vegna gruns um innbrot en fljótt fór grunurinn að beinast að öðru. Bundy hélt fram sakleysi sínu en lögreglan var nánast fullviss að hann væri morðinginn sem leitað væri að. Frekari rannsóknir leiddu til frekari vísbendinga sem tengdu hann við fleiri fórnarlömb. Rannsóknin hélt þó áfram og hár sem fannst i bjöllunni var tengt við eitt af fórnarlömbunum, Caryn Campbell og gefin var út ákæra vegna morðsins á henni. Bundy, sem hafði reynslu af lögfræði, ákvað að verja sig sjálfur. Hann fékk að fara úr fangelsinu til að vinna á bókasafninu í Aspen, en þar náði Bundy að flýja. Hann náðist þó fljótt aftur en gafst Álfrún Pálsdóttir -20 ára. Hvert var fyrsti forseti Islands ? Ó guð ... ég trúi ekki aö ég viti þaö ekki.... svei eitthvað nei ég veit þaö ekki. Hvað eru margar sýslur á Islandi? Þaer eru sjö. Hvaö heitir varnarmálaráöherra Bandaríkjanna? Hann er svartur... ég man hvernig hann lítur út en ég man ekki hvað hann heitir. Hvaðan er Che Guevara? Kúbu Hvað getur þú sagt mér um Önnu Lindh? Hún var utanríkisráðherra sviþjóðar og var myrt. r\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.