Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 16

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 16
 VINKONA ÞÍN SEGIR ÞÉR LEYNDARMÁL, ÞÚ... a) segir ekki sálu frá því. b) segir einni annarri vinkonu þinni frá því. c) segir frá því, nema hún taki sértaklega fram að hún vilji ekki að þú segir neinum frá því. d) segir öllum frá því. VINKONA ÞÍN ÆTLAR í BOL ÚT Á DJAMMIÐ SEM KLÆÐIR HANA ENGAN VEGINN. HVAÐ GERIR þÚ? a) Segir henni að fara í annan bol. b) Segir ekkert því þú þorir því ekki. c) Segir henni það ekki því þú vilt líta betur út en hún. d) Reynir að fara pent í hlutina en ef hún fattar það ekki þá er þetta jú hennar ákvörðun... BESTI KOSTUR GÓÐRAR VINÁTTU ER... a) traust. b) að ég verð ekki einmana og það er alltaf einhver til staðar þegar ÉG þarf að tala. c) meiri séns í sæta stráka, ég get ekki haldið utan um allan bæinn ein. Þær ná þeim og svo veiði ég þá. d) heiðarleiki. SKÝTUR ÞÚ Á VINKONUR ÞÍNAR UM VIÐKVÆM MÁLEFNI FYRIR FRAMAN AÐRA? a) Nei ég myndi aldrei gera það. b) Já ég er alltaf að reyna að klekkja á henni. c) Stundum. d) Það kemur fyrir, en það er bara á þeim tímapunktum sem við báðar erum að fara yfir strikið. ÞÚ SÉRÐ KÆRASTA VINKONU þlNNAR KYSSA AÐRA STELPU Á SKEMMTISTAÐ, ÞÚ... a) segir vinkonu þinni strax frá þessu. b) segir ekki neitt... þetta kemur þér ekkert við. c) ferð að stráknum og segir honum að segja vinkonu þinni frá þessu annars gerir þú það. d) verður ánægð, þig hefur alltaf langað í hann og núna veistu að hann er líklegur til að halda framhjá. ÞEGAR VINKONA ÞÍN HEFUR ÁTT HRIKALEGAN DAG í HVERN HRINGIR HÚN í FYRST? a) Mömmu sína. b) Þig.. auðvitað. c) Kærastan sinn. d) Ekki þig heldur aðra vinkonu sína. VINKONA ÞÍN SEGIR ÞÉR AÐ HÚN SÉ SKOTIN í STRÁK SEM ÞÉR FINNST SÆTUR, ÞÚ... a) reynir að tala hana ofan af því með því að segja henni hvað hann sé ömurlegur. b) reynir við strákinn eins og þú getur... það er ekkert skemmtilegra en að fá samkeppni. c) ferð á bakvið hana með því að baktala hana við strákinn. d) ert ánægð fyrir hennar hönd, gleymir stráknum og reynir að hjálpa henni. KÆRASTINN ÞINN OG VINKONA ÞÍN HAFA HALDIÐ SAMAN OG ÞÚ KEMST AÐ ÞVÍ, HVORUM ER LÍKLEGRA AÐ ÞÚ FYRIRGEFIR? a) Kærastanum. b) Vinkonu þinni. VINKONA þÍN VAR AÐ HÆTTA MEÐ KÆRASTANUM SÍNUM TIL MARGRA ÁRA, ÞAÐ ER LAUGARDAGSKVÖLD OG ÞÚ... a) ferð til hennar með video og nammi, þannig að þú þurfir ekki að hlusta á hennar vandamál en ert samt til staðar og ferð síðan út. b) ert hjá henni allt kvöldið, þetta er nú bara eitt lásí djamm. c) tekur ekki í mál að sleppa djammi á laugardagskvöldi! Nei, ég er einhleyp. d) hangir heima með kærastanum þínum. EF VINKONU ÞINNI GENGUR BETUR EN ÞÉR í EINHVERJU... a) þá samgleðstu henni. b) þá öfundarðu hana. Þú ert nú Ijóta vinkonan, ég vona að þú sért ekki í mínum vinahópi... Þú átt ekki skilið að eiga vinkonur þar sem þú berð enga virðingu fyrir þeim og ert annaðhvort að reyna að stinga undan þeim eða gera lítið úr þeim daginn út og daginn inn. Ég myndi endurskoða hegðan þína, fara til sálfræðings og athuga hvort það sé allt í lagi með þig. Þú ert ekkert "fabulous" en það eru fæstir. Auðvitað erum við misgóðar vinkonur og erum kannski betri í einu og verri í öðru. Þess vegna á maður nú líka margar vinkonur og deilir hlutunum með þeirri sem manni finnst henta í það og það skiptið. Haltu áfram á þessari braut en þú veist að þú getur altaf bætt þig og það er um að gera. Reyndu að koma vinkonu/m þínum á óvart með því að gera eitthvað sem gerir þær ánægðar og þú myndir vanalega ekki gera. Þú færð það margfalt til baka. Það ættu að vera til fleiri manneskjur eins og þú. Ég vona að vinir þínir séu að koma fram við þig eins og þú við þá því annað væri alger synd. Þú ert alger gullmoli. SVÖR: Þ Z e (p Z (3 L z (P £ (> Þ i (p V (3 E £ (P Þ (3 L L (P V (3 E fr (P l (3 E Z (P Þ (3 £ t? (P E (3 Z
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.