Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 56

Orðlaus - 01.12.2003, Blaðsíða 56
er aldrei réttlætanlei ofbeldi! Ofbeldi í samböndum er þegar annar aðilinn beitir hinn andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. Til ofbeldis telst allt það sem annar aðilinn gerir til að meiða, stjórna, drottna eða niðurlægja hinn aðilann. Yfirleitt er um að ræða karlmann sem beitir konu ofbeldi þar sem líkamlegir yfirburðir eru notaðir sem ógn eða beitt gegn fórnarlambi. Þetta er þó ekki algilt og í sumum tilvikum er um að ræða maka af sama kyni eða konur sem beita karla ofbeldi. Gerir kærasti/kærasta þinn/þín eitthvað af eftirfarandi: Hefur þig undir eftirliti? Kemur í veg fyrir að þú hittir vini þína? Segir þér hvernig þú átt að klæðast? Virðir ekki skoðanir þínar og tilfinningar? Sakar þig um svik eða framhjáhald án ástæðu? Gagnrýnir þig fyrir minnstu hluti? Niðurlægir þig á almannafæri? Eyðileggur persónulegar eigur þínar? Lemur, kýlir, slær, sparkar, bítur eða grípur í þig? Neyðir þig til samfara? Hótar sjálfsmorði? Hótar þér lífláti? Hótar að hætta með þér? Þessi saga er dæmi um það hvernig ofbeldissambönd geta byrjað og þróast. Magnús gengur á Snæfríði og það er ávallt hún sem færir fórnir fyrir sambandið. Hún er farin að bera ábyrgð á hans velliðan og allt snýst um að halda honum góðum. Hann getur ekki lifað án hennar og hún trúir því að hún sé ómöguleg og ef aðeins hún lagast og hættir að gera vitlausa hluti verði allt gott. Snæfriður gengur því lengra og lengra í því að afsala sér sinni persónuí hendur Magnúsar og hann tekur meira Ofbeldissambönd byrja eins og flest önnur sambönd. Fólk hittist og verður ástfangið og má varla af hvort öðru sjá. Það getur verið mjög erfitt að koma auga á merki þess að sambandið sé að þróast í óæskilega átt. Ofbeldið byrjar ekki á fyrsta degi sambandsins og jafnvel geta liðið mörg ár áður en likamlegu ofbeldi er beitt i fyrsta sinn. Þá hefur fórnarlambið verið brotið niður í langan tíma en líkamlegu ofbeldi fylgir alltaf andlegt ofbeldi og oft einnig kynferðislegt ofbeldi. boðið upp í dans og þiggur það að sjálfsögðu. Þegar hún kemur aftur til Magnúsar er hann eins og þrumuský án þess að gefa nokkrar skýringar á því. Hún spyr hvað sé í gangi en hann svarar ekki og það er ekki fyrr en daginn eftir sem hún fær að vita að hann er fúll af því hún dansaði við annan strák. Næst þegar þau fara að dansa passar hún sig á því að dansa bara við Magnús svo hann verði ekki afbrýðisamur. Þegar Magnús og Snæfríður eru búin að vera saman í tvö ár byrja þau að búa. Mannréttindayfirlýsing stefnumóta Ég hef réttinn... ...til að bjóða á eða neita stefnumóti ...til að stinga upp á athöfnum ...til að neita athöfnum þó svo hinn aðilinn sé spenntur fyrir þeim ...til að hafa tilfinningar og tjá þær ...til að neita kynlífi ...til að eiga vini og rými sem er mitt eigið ...til að segja nei ...til að segja já ...til að stjórna eigin Sagan af Magnúsi og Snæfríði Snæfríður er í framhaldsskóla og er á fullu í félagslífinu. Hún situr í ritnefnd skólablaðsins, hittir vinkonurnar á kaffihúsi að minnsta kosti einu sinni í viku og er í dansskóla að læra Salsa- dansa ásamt vinahópnum öll miðvikudagskvöld. Auk þess er oft farið í bíó og á tónleika. Á balli kynnist Snæfríður Magnúsi og ástin blómstrar. Magnús er kominn í háskóla og er mjög upptekinn maður. Leikur fótbolta og badminton og á stóran vinahóp, auk þess sem hann sinnir náminu vel. Þar sem þau hafa bæði mikið að gera og geta sjaldan hist finnst Magnúsi að Snæfríður eigi að hætta í dansinum þarsem miðvikudagskvöld eru einu virku kvöldin sem hann er laus og hann langar svo að verja tímanum með henni. Snæfríður er upp með sér og túlkar þetta sem svo að hann sé svona hrifinn af henni. Hún hættir í dansinum til að verja miðvikudagskvöldum með ástinni sinni. Skömmu seinna er Snæfríður gerð að ritstjóra skólablaðsins og er að sjálfsögðu ánægð með að vera treyst fyrir þessari ábyrgð. Henni finnst fátt eins skemmtilegt og að starfa við skólablaðið, en þetta krefst mikils tíma. Magnúsi er ekki skemmt þar sem honum finnst gengið á tíma þeirra saman. Fljótlega hættir hún alveg í skólablaðinu þar sem Magnúsi þykir svo vænt um hana að honum finnst ómögulegt að skera enn frekar niður samverustundirnar. Magnús talar oft um hvað þau séu hamingjusöm og þurfi ekki á öðru fólki að halda. Hann sé ónýtur maður ef Snæfríðar njóti ekki við og geti hreint ekki hugsað sér lífið án hennar. Hún er ástfangin og finnst það sætt hvað hann passar vel upp á hana. Hann keyrir hana alltaf í skólann og sækir hana líka og hún er nánast hætt að fara á kaffihús með vinkonunum þar sem Magnúsi finnst það taka tíma frá þeirra sambandi. Þau ákveða að gera eitthvað saman og byrja að dansa Salsa-dansa. Magnúsi finnst það gaman en fyrir Snæfríði er það nánast ástríða og hún er énægð að taka upp þráðinn í dansinum. Henni er Ef þú svaraðir fleiri en einni spurningu hér að ofan játandi er mögulegt að þú sért í ofbeldissambandi. Hvað skal taka til bragðs? Því miður eru ekki til mörg úrræði fyrir þá sem beita maka sinn ofbeldi þó að viljinn til að bæta sig sé fyrir hendi. Þó hafa sálfræðingar, geðlæknar og ýmsir ráðgjafar unnið með fólki sem vill hætta að beita ofbeldi. Konur og stelpur sem beittar eru ofbeldi geta leitað til Kvennaathvarfsins um stuðning og upplýsingar, þær geta komið í ókeypis viðtöl, í dvöl, eða bara hringt hvenær sem er sólarhringsins. Oft er gott að tala við einhvern sem maður treystir - vin, fjölskyldumeðlim eða ráðgjafa til að fá stuðning og aðstoð. Til eru stuðningshópar og ókeypis ráðgjöf hvort sem er á lagalegu eða félagslegu sviði, þar má nefna Kvennaráðgjöfina sem er ávallt reiðubúin að veita góð ráð. Ef einhver sem þú þekkir er beitt/beittur ofbeldi er mikilvægt að sýna stuðning. Það er hægt að gera með því einfaldlega að vera til staðar og hlusta af einlægni. Það getur oft tekið fólk langan tíma að losa sig út úr ofbeldissambandi og þó að það sé sárt að horfa upp á manneskju sem manni þykir vænt um í ómögulegum aðstæðum verður hver að fá að vinna úr sínum málum á sinum hraða. Ef manneskjan er ekki tilbúin til að brjótast út úr ofbeldissambandi getur þú hjálpað til við að tryggja öryggi hennar. Mikilvægt er að tala EKKI við gerandann nema fórnarlambið hafi samþykkt það fyrst. Þú gætir verið í hættu og sömuleiðis manneskjan sem þú reynir að hjálpa. Umfram allt skal hafa það í huga að ofbeldið er eingöngu á ábyrgð gerandans en aldrei fórnarlambsins eða annarra. Það er mín ábyrgð... ...að virða mörk annarra ...að setja mín eigin mörk og gildi ...að tjá mig skýrt og og hreinskilnislega ...að biðja um hjálp þegar mig vantar hana ...að sýna tillitssemi Snæfríður var vön að tala um allt við mömmu sína þegar hún bjó í heimahúsum og nú tala þær oft og lengi saman í síma. í hvert sinn sem Magnús heyrir hana tala í síma verður hann fúll. Hann vill verja tíma sínum með henni en þess í stað hangir hún alltaf í símanum á tali við mömmu sína eða vinkonur. Þetta verður til þess að Snæfríður talar stutt í símann og flýtir sér alltaf að Ijúka símtölum þegar Magnús kemur heim. Snæfríður er alveg hætt að umgangast vini sína en eitt kvöldið kemur systir hennar í heimsókn og dregur hana út með sér. Þær skemmta sér hið besta en þegar heim er komið verður hávaðarifrildi um hvað hún sé að þvælast úti í staðinn fyrir að vera heima með honum. Snæfríður skilur ekki þennan æsing og þá kemur fyrsta höggið. Magnús slær hana svo illa utan undir að hana sársvíður á eftir. Þau fá bæði áfall yfir því sem gerðist og Magnús þrábiður hana um fyrirgefningu - þetta muni aldrei endurtaka sig. Hún fyrirgefur honum og í kjölfarið fylgja góðir dagar þar sem þau eru ástfangin upp fyrir haus og hann er Ijúfur sem lamb. Fljótlega byrjar þó að magnast upp spenna á ný. og meira af henni þangað til hún hefur ekkert rými fyrir sjálfa sig lengur. Snæfríður trúir því að kinnhesturinn sé einangrað tilvik en svo er yfirleitt ekki. Ofbeldissambönd eru hringrás þar sem þau byrja eins og öll önnur sambönd með tilhugalífi. Aðilar eru saman öllum stundum, gefa gjafir, eru ástrikir og veita athygli. Þá byrjar að myndast spenna. Sá sem ofbeldinu beitir einangrar, kvartar yfir srnámunum, gagnrýnir og hótar. Þegar spennan hefur byggst upp í nokkurn tíma verður sprenging sem brýst út í andlegu-, líkamlegu- eða kynferðislegu ofbeldi. Oft er um allt þrennt að ræða. Eftir sprenginguna kemur tímabil iðrunar og tilhugalífs aftur þar sem ofbeldismaðurinn er Ijúfur sem lamb og ætlar svo sannarlega ekki að gera neitt þessu líkt aftur. Smám saman fækkar góðu timabilunum en timabil spennu og ofbeldis lengist að sama skapi. En hvað er hægt að gera til að forðast ofbeldissambönd? i fyrsta lagi skal það tekið fram að ofbeldið er ALDREI sök þess sem verður fyrir því. í öðru lagi er mikilvægt að þekkja vísbendingar um að þú sért í ofbeldissambandi. i því skyni skalt þú spyrja þig eftir farandi spurninga:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.