Orðlaus - 01.04.2005, Síða 24
h
ISLENDINGUR - ,
ARÐRÆNDUR, DAINN
OG GRAFINN
Mér duttu allar dauðar lýs úr höfði þegar ég hlustaði á útvarpsfréttir fyrir skömmu.
Bandarískt fyrirtæki hefur keypt einkarétt á öllu drykkjarvatni í Perú. Það blóðmjólkar
þjóðina með þvingunum og okri þannig að vart er hægt að halda annað en að andskotinn
sjálfur sé höfundur þessa ómannúðlega harmleiks. Þjóðin fagnar aldrei svo Ijósi dags að
hún þurfi ekki að sjá af bróðurparti ráðstöfunarfjár síns til velmegunarfeitra forstjóra þessa
bandaríska risafyrirtækis, sem meira að segja telur sig hafa keypt einkarétt á regnvatninu,
því almenningi er óheimilt að safna vatni sem fellur af himnum. Hverjum öðrum en
andstyggilegustu durtum sögunnar hefði dottið í hug að svipta fólki réttinum til að opna
munn mót himni til að svala þorsta sínum. Hversu ótrúlegt sem það kann að virðast þá
er hægt að kaupa rigningu! -og markaðshyggjupostularnir hrópa: „Loksins loksins, allt
er falt!" - Þetta er það sem Nietzsche átti við með orðunum „Guð er dauður", virðingin
fyrir almættinu er fallin í skugga einstaklings- og fjármagnsdýrkunar, ekkert er manninum
lengur heilagt.
ÍSLENDINGNUM
EÐLISLÆGT
íslendingar hafa þekkt kæfandi
faðmlag arðránsins alla sína
aumu tíð. Svo virðist sem
arðrán sé svo mergsmogið
í þjóðarv i tundina að
íslendingnum sé orðið eðlislægt
að vera arðrændir. Auðmýkingin
hefur fylgt honum sem
hundspott í gegnum söguna,
frá því að höfðingjar kúguðu
HVAÐ HEFURIRAUNINNIBREYST
FRÁ ÞVÍ MENN REISTU SÉR HALLIR OG
KEYRÐU UM í GULLVÖGNUM FRAMHJÁ
BLÁSNAUÐRIALÞÝÐUNNI?
verið náð þrátt fyrir örlítið
bakslag",-hugsaþeirísigurvímu
en (slendingurinn heldur áfram
að dæla bensíni.
SAGAN
ENDURTEKUR SIG
Hvað hefur í rauninni breyst
frá því menn reistu sér hallir
og keyrðu um í gullvögnum
framhjá blásnauðri alþýðunni?
vinntil að borga þértil æviloka."
Síðan hækkar verð á íbúðum,
þá þarftu að taka hærri lán
og bankinn mokgræðir, sendir
svo fulltrúa sína í fjölmiðla
þar sem þeir lýsa því yfir að
ástandið á húsnæðismarkaði
sé fullkomlega yndislegt og að
engu skuli kvíða. Þessu trúir fólk
og heldur áfram að togast á um
hverja einustu fasteign líkt og
hrafnar um sjálfdauðan hrút.
búalið sitt, frá því að danskir
einokunarkaupmenn seldu
úldin og ormétin matvæli, allt
þar til skítugar lúkur erlendra
olíurisa voru í vösum hvers
einasta íslendings. Hvernig
eigum við nokkurn tíma að
geta treyst olíuforstjórunum
aftur? Fyrirtækin voru dæmd
til að greiða sekt (sem reyndar
er aðeins brot af þýfinu)
en glæpamennirnir labba á
brott með sigurbros á vör
og ekki vottar fyrir eftirsjá,
„markaðshlutdeild hefur
styrkst, hagnaður snarhækkað,
grundvallarmarkmiðinu hefur
Eðalvagnar eru ennþá til. Tug
milljóna króna glæsibifreiðar
hafa leyst af hólmi gullslegna
hestvagna, í stað kastala eða
óðalssetra eru einbýlishús
sem kosta hundruð milljónir.
Þetta eru upphæðir sem meðal
íslendingur skilur ekki. Hann
skilur bara svipuhöggin frá
böðlinum. Bankinnlæturhöggin
dynja á breiðu baki alþýðunnar.
Hann ginnir til sín glórulausa
fjölskyldumenn og býður þeim
gull og græna skóga svo lengi
sem þeir heita honum ævilangri
þjónustu sinni. ,,Já takk, eitt
stykki 100% húsnæðislán og ég
HVAÐA FÍFL SEM ER
Ef augað er spegill sálarinnar
má lesa ýmislegt vafasamt í
glyrnum bankastjóranna. Verstir
virðast þeir þó vera sem braska
með lífeyri alþýðunnar. Einn
ævintýramaðurinn var rekinn
úr stöðu forstjóra lífeyrissjóðs
og er leystur út með 45 milljón
króna eftirlaunasamningi. Eftir
nokkurra mánaða gagnslausa
starfssetu er maðurinn
verðlaunaður með lífsbjörg
launafólksins, margfalda þá
upphæð sem margir geta gert
sér vonir að vinna sér inn um
alla ævina. Á meðan þetta
viðgengst getur varla verið
talað um íslenskt efnahagslíf
án þess að minnast á arðrán i
sömu setningu. Á íslandi getur
hvaða fífl sem er orðið ráðherra,
forstjóri, sjónvarpsmaður eða
borgarstjóri. Þar er smæðinni
fyrir að kenna. Það væri
óskhyggja að vonast til þess
að færir einstaklingar finnist
sem hafi vilja og getu til að
sinna hverju einasta starfi. í
stað þess þurfum við að sætta
okkur við skástu einstaklingana,
það er áreiðanlega til hæfari
einstaklingur til að gegna
stöðu landbúnaðarráðherra en
Guðni Ágústsson -maðurinn
virðist ekki skilja sjálfan sig,
það hefði örugglega verið
hægt að finna borgarstjóra sem
ekki var viðriðinn eitt stærsta
hneykslismál seinni tíma - en
Þórólfur Árnason varð fyrir
valinu. Hvaða íslendingur sem er
gæti gengið upp að valdamesta
manni þjóðarinnar og sagt við
hann: „Þér eruð smáborgari
herra minn" - dapurlegt, en satt
þegar vel er að gáð.
DEPURÐ ALÞÝÐU-
MENNIN GARINNAR
Vilji íslendingsins til að láta
arðræna sig endurspeglast
líklegahvaðbestíSpaugstofunni,
þætti sem hefur sett heimsmet
í árafjölda og er orðinn svo
úldinn að lyktin nánast fylgir
með í útsendingunni. Fimm eða
sex meintir grínistar, sem eru
einfaldlega hættir að reyna,
koma fram í viku hverri án þess
að nokkrum heilvita manni
stökkvi bros á vör. Brandararnir
hafa engan lokahnykk svo
ómögulegt er annað en að
brosa dapurlega og af vorkunn
við þessum fulltrúum íslenskrar
lágmenningar. íslendingurinn
lætur bjóða sér hvað sem
er, dag eftir dag, ár eftir ár,
einvörðungu vegna þess að hann
er vanur viðbjóðnum. Að borða
þorramat er hliðstætt dæmi.
Hið súra bragð þorramatarins
er undirtónn raunagöngu
íslensku þjóðarinnar, alþýðan
lap dauðann úr skel og þess
minnumst við með því að
endurupplifa þann ófögnuð
sem fólk lagði sér til munns -
álíka fáránlegt væri ef gyðingar
minntust helfararinnar á ári
hverju með því að anda að sér
baneitruðu gasi.
Hættum að láta ræna okkur,
hættum að láta bankaforstjóra,
bensínrisa, kvótakónga og
stjórnmálamenn hafa okkur
að fíflum. Væri undirgefni
meðfæddur eiginleiki
íslendingsins væri honum
fátt skynsamlegra en að
farga sér. Förgum heldur
ódæðismönnunum, segjum nei
við arðráni.
Magnús Björn
DAÐI REYNIR
KRISTLEIFSSON
Lifestream Spirulina gefur
mér mjög mikla orku en ég
finn ótrúlega mikinn mun
þegar ég tek það inn. Þó svo
að ég borði mjög hollt fæði
er það Spirulina sem gerir
mér kleyft að hafa orku í allt
sem ég þarf að gera en ég er
í skóla, vinnu, líkamsrækt og
æfi fótbolta. Ég tek alltaf inn
Spirulina fyrir æfingar og finn
að ég hef miklu meira úthald
og er hressari á morgnana.
Áður en ég fer í próf, tek ég
inn Spirulina en stundum
hef ég þurft að fara í tvö
próf sama daginn og ég finn
greinilegan mun að hugsunin
er skýrari, ég man mikið
betur, geri færri klaufavillur
og gengur betur í prófunum.