Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 51

Orðlaus - 01.04.2005, Blaðsíða 51
Þaö vakti athygli mína á dögunum aö á tónleikum í Klink og Bank voru allar hljómsveitirnar sem léku fyrir fullum sal fólks stelpusveitir. Þarna spiluðu meðal annarra hið hvítklædda Brúðarband sem hefur vakið mikla athygli að undanförnu. Minna hefur þó borið á sveit sem lék einnig umrætt kvöld og hreif með sér salinn með magnaðri sviðframkomu og nýstárlegri tölvutónlist. Donna Mess minnir í raun ekki á neitt sem maður hefur áður heyrt og enn síður á eitthvað sem maður hefur áður séð. Tryllingsleg „strobe" Ijós og reykur ásamt seiðandi dansi meðlimanna þriggja; Bjargar, Iðunnar og Söru; gerði flutninginn ógleymanlegan. Mér virtist því kjörið að fá þær stöllur til að segja mér aðeins frá þessari Donnu Mess sem heillaði mig svo um munaði þetta stillta vorkvöld. Eftir ítarlega leit hafði ég loks uppá konunum á bak við Donnu og þrátt fyrir miklar annir hjá þeim stöllum fékk ég loks viðtal með því skilyrði að viðtalið færi fram í húsnæði Listaháskólans við Skipholt, en þar var Iðunn að leggja lokahönd á útskriftarverkefni sitt í fatahönnun og ætlaði svo sannarlega ekki að taka sér langa pásu fyrir einhvern pésa úti í bæ sem var að gera hosur sínar grænar fyrir Donnu Mess. Ég brunaði því á bílskrjóðnum mínum og sótti annan meðlim sveitarinnar; Björgu, nema í félags- og kynjafræði í HÍ; og tók stefnuna beint upp í Skipholt. Stebbi gamli Hilmars ómaði í útvarpinu og heyrðist mér á öllu að honum hefði aldrei liðið betur. „Endalaus snilld sem kemur frá þessum manni." sagði ég til að rjúfa þögnina. „Já, það er nú meira." svaraði Björg að bragði og hélt áfram. „Hann hældi einu sinni hárgreiðslunni minni. Hitti hann í Akraborginni og ég var með drengjakoll alveg eins og hann og honum fannst það mjög kúl." „ Vá! The Stebbi Hilmars???" „Aha." Eftir stutta upprifjun á helstu slögurum kallsins með drengsfésið staðnæmdist kagginn beint utan við LHÍ. Þar var önnur yngismær sem þekkti til hinnar dularfullu Donnu. Það var Sara en hún er einnig nemi í hinum háa listaskóla. Við skokkuðum upp tröppurnar til funds við þriðja hluta tríósins hana Iðunni. Mér var boðið til sætis í forlátum sófa sem virtist hafa drukkið álíka mikið kaffi og ég yfir ævina. „ Áttu kannski kaffi handa mér?" spurði ég og skartaði nú hvolpsaugunum mínum sem aldrei fyrr. „Nei. En þú getur keypt það á tvöhundruð kall niðri." Ég lét það eiga sig og leit með óttablandinni virðingu á sófann sem hlaut að vera verðmætasta húsgagnið Reykjavík, allavega það ríkasta. Ég kom mér í spyrilsstellingar og vatt mér beint að efninu: „Hvenær byrjuðuð þið að koma fram saman og hvernig kom það til?" S: „Við stofnuðum bandið í nóvember á seinasta ári." I: „Byrjaði eiginlega sem svona djók." B: „Það var Sara sem kom allt í einu með þessa biluðu hugmynd um að stofna útgáfufyrirtækið ,,l LOVE MONEY productions" og hún vildi gera myndbönd við tónlistina sem ég var búin að semja siðan 2002. Uppúr því stofnuðum við bandið." S: „Ég hef rosalegan áhuga á svona myndbandagerð. Það er svo auðvelt að fá innblástur frá tónlist til að gera videóverk. Þegar tónlistin er komin er grunnurinn kominn og svo vinnur maður bara uppúr því." B: „Við erum samt ótrúlega einlægar í okkar flutningi og erum búnar að leggja svo mikið í þetta að þetta er ekkert djók lengur. Ég sem tónlist fyrir sjálfa mig en ég vil samt að fólk heyri hana. Það er ekkert til sem heitir skúffutónlist." I: „Þetta er bara svo ógeðslega skemmtilegt að gera eitthvað sem maður fær útrás í. Gera eitthvað sem maður hefði einhverntíma aldrei þorað að gera. Allt í einu er maður kominn í einhverja hringiðu og það er ekki hægt að segja bara stopp. Maður vill það ekki." Ég ákvað að daðra við Donnu strax: „Nú fékk ég ekki annað heyrt en að talsverður kynferðislegur undirtónn sé í þessum lögum. Er mín eigin sjúka sái að skynja það eða er þetta með vilja gert?" B:„Nei, ég held nú að þú sért eitthvað að misskilja. Sjitt. Nú var ég kominn í bobba: „Er ekki eitt lag allavega eitthvað svona sexý, eitthvað?" B:„Ja, fyrsta lagið sem ég samdi var lagið „ICE KUNT" fannst þér það kannski sexý?" Mér leið eins og fávita. Ég breytti um umræðuefni í hvelli: „Ahum. Jæja, næsta spurning. Eigið þið einhverja áhrifavalda sem þið teljið að hafi litað tónlist ykkar með einhverjum hætti?" B: „Mér dettur helst í hug að segja „The Knife" og „Private Sprout" þó að tónlist þeirra sé ekkert lík okkar." S: „Hvað er „Private Sprout"? B: „Æji, þarna „Hot dogs, jumping frogs" lagið til dæmis. S: „Já það. Erum við undir áhrifum frá því?” B:„Ekki því lagi kannski en bandinu þú veist..eða eitthvað. Forvitni minni um framtíðaráform Donnu varð að svala þegar í stað: „Hvað er framundan hjá sveitinni, einhverjir tónleikar eða útgáfa á döfinni?" B:„Við stefnum að því að gefa út disk í sumar og verðum eflaust með fullt af tónleikum. S: „Við erum til dæmis að hita upp fyrir Trabant..er það ekki örugglega staðfest eða...? B:„Jú, það er „on"! 15. apríl á Nasa á útgáfutónleikum Trabant. Það er frábært að fá að hita upp fyrir þá." Ég hélt áfram að hnýsast: „Nú eruð þið frekar ungt band, það er allt í gangi hjá ykkur, kæmi til greina að gera tónlistina að aðaldæmi ef svo má segja?" S:,,Það fer nú svolítið eftir því hvað Björg ætlar að taka þetta alvarlega og hvað hún er tilbúin að semja mikið." B:„Ég hef aldrei haft áhuga á að gera tónlist að atvinnu minni. Ég myndi mikið frekar starfa í einhverju sem tengist menntun minni, einhverju félagsfræðitengdu. Tónlistin er meira hobbí til að hverfa í frá öllu þessu daglega." Það var kominn tími á að hleypa af stóru spurningunni: „Hver er Donna Mess eiginlega." S:„Svona alter-ego... I: „NEI, ég þoli ekki þetta orð, alter-ego. Minnir mig alltaf á Freysa eða eitthvað rugl. B:„Donna Mess er konan sem er að flytja tónlistina. I: „Samnefnari okkar þriggja á sviðinu." S:„Við höfum allar okkar eigin leiðir til að túlka og skilja Donnu Mess." „Ég var svo heppinn að fá að sjá eitt myndbanda Donnu Mess á dögunum. Það var við lagið FUCKED og státaði af meiri hárblæstri en í svæsnustu Duran Duran myndböndum? Getið þið sagt mér eitthvað frá þessu myndbandi?" S: „Mér fannst svo fyndið að setja þessa nútímalegu tónlist í nútímalegan búning en skírskota samt til tímabils eins og 8o's. Mér finnst svo fúlt að það sé ekki eitthvað svona augljóst tímabil núna, þetta er allt hrærigrautur af fyrri tímabilum. Ég held að við séum kannski að reyna að ná því fram í þessu myndbandi." l:„Það er náttúrulega sjúklega „tacky" en það er eitthvað kúl við það." B:„Tíðarandinn er það sem gerir tímabil að tímabili. Ég held til dæmis að pönkararnir hafi ekki ætlað að vera eitthvað sjúklega pönkaðir. Þeir voru bara svona og þetta var tískan þeirra." S:„Það er líka sorglegt eins og með hip-hoppið að gullöld hip-hoppsins var eitthvað um 1990. Þá var hip-hopp kúl og fullt af góðum röppurum í gangi, svo eftir að Puff-Daddy tókst að selja það fylltist allt af ömurlegu rappi eins og 50-cent og svona gaurum sem treysta á að halda vinsældum sínum með því að gera myndbönd með strippurum. Gott hip-hopp lifir samt ennþá góðu lífi „underground" I:,,Allt rapp er betra en bandarískt háskólarokk samt." Það gátum við öli verið sammála um og fljótlega snérist umræðan upp í almenna tónlistarumræðu þar sem undirritaður fékk útrás og úthúðaði vel völdum tónlistarmönnum sem þjóðin er tilneydd að hlusta á í sífellu sökum andleysis þáttastjórnenda í útvarpi og mikillar spilunar í sjónvarpi. Ætla ég ekki að fara nánar út í þá upptalningu hér. Ég þakkaði að lokum píunum í Donnu Mess fyrir að gefa sér tíma til að spjalla við mig í annríkinu og kvaddi. Helgi Hard
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.