Bændablaðið - 24.05.2005, Side 4
4 Þriðjudagur 24. maí 2005
Þverpólitísk sam-
staða um fram-
haldsskóla við utan-
verðan Eyjafjörð
Birkir J. Jónsson er fyrsti flutn-
ingsmaður að þingsályktunartil-
lögu um að reistur verði fram-
haldsskóli við utanverðan Eyja-
fjörð. Þingmennirnir sem
standa að tillögunni eru úr öll-
um þingflokkum og því er um
þverpólitíska samstöðu að ræða.
Í greinargerð með tillögunni
segir m.a.: Við utanverðan Eyja-
fjörð búa um 4.500 manns en þar
er enginn framhaldsskóli. Ljóst er,
samkvæmt skýrslu Hermanns
Tómassonar frá árinu 2001, að af-
gerandi meirihluti foreldra á
svæðinu kysi að hafa þar fram-
haldsskóla og samkvæmt könnun
sem gerð var á sama tíma hefði
meirihluti nemenda áhuga á fram-
haldsskólanámi á svæðinu. Kann-
anir sýna einnig að brottfall nem-
enda þaðan í framhaldsskólum á
Akureyri er meira en gengur og
gerist.
Sérhæfing skólans, auk náms
til stúdentsprófs, væri á sviði sjáv-
arútvegs. Vagga útgerðar og fisk-
vinnslu í landinu er við Eyjafjörð
og því eðlilegt að þar fari fram
menntun skipstjórnarmanna og
fiskvinnslufólks.
Við fyrri umræðu um tillöguna
sagði Halldór Blöndal m.a.
,,Þessi þingsályktunartillaga er
þörf. Hér er hreyft brýnu máli...“
Sigurjón Þórðarson sagði:
,,Ég tel að þetta mál sé mikið
framfaramál fyrir byggðirnar við
utanverðan Eyjafjörð...“
Dagný Jónsdóttir sagði m.a.
,, Ég vildi bara lýsa ánægju minni
með þetta mál, enda tel ég að þetta
sé mikilvægt fyrir framhaldsskóla-
flóruna...“
Kristján L. Möller sagði m.a.
,,Þá þingsályktunartillögu sem hér
er verið að ræða flytja þingmenn
Norðausturkjördæmis, fyrir utan
þá sem gegna ráðherraembætti.
Því má eiginlega segja að þetta sé
kjördæmamál...“
Össur Skarphéðinsson sagði
m.a. ,, Ég hef á mörgum fundum á
þessu svæði orðið þess áskynja að
hugur heimamanna stendur ákaf-
lega til þess að stofna framhalds-
skóla við utanverðan Eyjafjörð...“
Starfs- og endurmenntunar-
deild Landbúnaðarháskóla Ís-
lands á Reykjum í Ölfusi býður
upp á eitt námskeið í vor fyrir
sumarbústaðaeigendur. Nám-
skeiðið verður haldið á Reykj-
um í Ölfusi, þar sem Garð-
yrkjuskólinn var áður, laugar-
daginn 4. júní frá kl. 10 til 16.
Leiðbeinendur verða þau Krist-
inn H. Þorsteinsson, garðyrkju-
stjóri Orkuveitu Reykjavíkur,
og Guðríður Helgadóttir, for-
stöðumaður starfs- og endur-
menntunardeildar Landbúnað-
arháskólans.
Guðríður sagði í samtali við
Bændablaðið að þau Kristinn hafi
verið með sams konar námskeið í
fyrravor sem haldið var að Reykj-
um. Þátttakendur voru á milli 30
og 40 og sagði hún að það hefði
verið mikið spurt um svona nám-
skeið undanfarin vor. Hún sagði að
þau færu í flesta þætti er varða
sumarbústaðalandið eins og áburð-
argjöf og áburðarþörf plantna,
gróðursetningu, umhirðu og val á
plöntum, upptöku og flutning
trjáa, meindýr og sjúkdóma á
gróðri, klippingar á trjám, ræktun
og umhirða skjólbelta og fjölær-
inga og þekjuplöntur í sumarbú-
staðalandinu og hvernig fólk á að
skipuleggja sumarbústaðalandið.
,,Við reynum að fara yfir starf-
ið í sumarbústaðalandinu frá vori
og fram á haust og leiðbeinum
fólki um hvernig hægt er að gera
sér þetta starf auðvelt þannig að
fólk sé ekki dauðuppgefið á þeim
stað þar sem það ætlar að vera í
fríi,“ sagði Guðríður.
Þátttökugjald á námskeiðið er
7.000 krónur en 10.000 krónur ef
hjón skrá sig saman. Skráning á
námskeiðið fer fram í gegnum net-
fangið, mhh@lbhi.is eða í síma
433-5305 (Magnús Hlynur).
Skóg- og trjárækt fyrir
sumarbústaðaeigendur
Til stendur að höfuðstöðvar Slökkviliðs
Borgarfjarðarsveitar í Reykholti verði
færðar í stærra húsnæði. Pétur Jónsson
slökkviliðsstjóri sagði í samtali við Bænda-
blaðið að slökkviliðið muni ekki færa sig
langt heldur í næsta hús við núverandi að-
setur. Þar hefur fram að þessu verið rekið
bílaverkstæði.
Björgunarsveitin Ok hefur verið í sama
húsi og slökkviliðið og er það húsnæði orðið
of lítið fyrir sveitina enda tæki og tól björgun-
arsveitanna alltaf að stækka. Björgunarsveitin
fær því til viðbótar húsnæðið sem losnar þegar
slökkviliðið flytur.
Slökkvilið Borgarfjarðarsveitar er með
slökkviliðsbíla á Hvanneyri, Bæ í Bæjarsveit,
höfuðstöðvarnar eru í Reykholti og síðan er ein
dæla í Hvammi í Skorradal. Pétur segir að bún-
aður slökkviliðsins mætti vera meiri og betri
en þetta snúist um peninga eins og allt annað.
Slökkviliðsmannahópurinn telur 19 menn
og eru þeir dreifður um sveitarfélagið. Það vilj-
andi gert til þess að einhverjir úr liðinu geti
ávallt verið sem sneggstir á staðinn ef kviknar
í.
Pétur segir að sem betur fer sé ekki mikið
að gera hjá slökkviliðinu. Á síðasta ári voru
aðeins 3 útköll. Hann segir að þetta hafi snar-
breyst eftir að hitaveitan kom og hætt var að
kynda með olíu og svo tilkoma rúllubagganna.
Hann segir rúllubaggana hafa valdið gjörbylt-
ingu. Áður en þeir komu til sögunnar hafi
brunaútköll verið mörg á hverju hausti þegar
hitnaði í heyi í hlöðunum. Nú sé það algerlega
úr sögunni.
Slökkvilið Borgarfjarðarsveitar fær
stærra húsnæði í Reykholti
Hitaveitan og rúllu-
baggarnir fækkuðu útköllum
Gullfoss á sólríkum vordegi
Ólafur Magnússon, fram-
kvæmdastjóri mjólkurstöðvar-
innar Mjólku, sagði í útvarps-
viðtali á dögunum að Mjólka
væri tilbúin að kaupa umfram-
mjólk af bændum til osta-
gerðar og sölu innan-
lands. Bændasamtökin
telja ólöglegt að selja
mjólk innanlands sem
framleidd er umfram
greiðslumark án leyfis
Framkvæmdanefndar
búvörusamninga.
Sigurgeir Þorgeirsson,
framkvæmdastjóri BÍ,
sagði í samtali við Bænda-
blaðið að það hefði verið talið
álitamál, þegar tilkynnt var um
starfsemi Mjólku, hvort löglegt
væri að taka við mjólk af búum,
sem ekkert greiðslumark hefðu, og
selja á innanlandsmarkaði. Álit
landbúnaðarráðuneytisins var á þá
leið að það væri löglegt enda var
ekkert aðhafst gegn þeim áform-
um.
,,Hitt hef ég ekki heyrt nokk-
urn mann efast um í alvöru að það
sé ólöglegt að taka við umfram-
mjólk af bændum sem hafa
greiðslumark, vinna úr henni og
selja á innlendum markaði. Það
segir sig sjálft að það stenst ekkert
kvótakerfi slíka aðferða-
fræði. Það þýðir ekki fyrir
Ólaf Magnússon að halda
því fram að hann spili frítt
frá öllum stuðningi ríkis-
ins ef hann ætlar að taka
umframmjólk frá bændum
sem njóta beingreiðslna.
Dæmið gengur ekki upp
og furðulegt að nokkrum
detti í hug að þetta sé lög-
legt. Menn geta svo haft sín-
ar skoðanir á kerfinu," segir Sigur-
geir.
Hann segir að Mjólka geti
samið við bændur um kaup á
mjólk af bændum innan kvótakerf-
isins. "Það er ekkert sem stendur í
vegi fyrir því eða bannar að stofn-
setja mjólkurstöð sem getur unnið
hvaða vörur sem er og selt á innan-
landsmarkaði, ef hún uppfyllir sett
skilyrði." sagði Sigurgeir Þorgeirs-
son.
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Bændasamtakanna
Ólöglegt að taka við umframmjólk
af bændum sem hafa greiðslumark