Bændablaðið - 24.05.2005, Side 7

Bændablaðið - 24.05.2005, Side 7
Þriðjudagur 24. maí 2005 7 Kristján frá Gilhaga orti meðan á páfakjörinu stóð í vor. Meðan ennþá rýkur svart í Róm rísa af vetrardvala sumarblóm. Grænir ungar gala í Reykjavík, gefa nýjan tón í pólitík. En svo var valinn páfi og þá orti séra Hjálmar Jónsson Dómkirkju- prestur. Andans fursti einn og hver atkvæðaseðla taldi. Rómarkirkjan Ratzinger rétt í þessu valdi. Ef maðurinn vildi þegja Hákon Aðalsteinsson orti þessar vísur um íslenskan stórsöngvara: Flestir þekkja mátt þess manns og mikið vald á hljóði eflaust kosta öskur hans æði digra sjóði Lítils met ég þetta þref það ég verð að segja, en myndi borga meira ef maður vildi þegja. Dansa sprundir Þessi vísa er sögð vera eftir Bjarna Jónsson frá Gröf, úrsmið á Akureyri. Dansa sprundir dátt í nótt dilla lund með sanni. Langar stundir líða fljótt, lifnar undir manni. Farsíminn Hjálmar Freysteinsson setti þetta á Leirinn: Var spurður hvort far- símanotkun væri hættuleg og gerði þá þessa afhendingu. Sér- fræðingar eru beðnir að segja mér ef hún er ekki rétt gerð. Einn því fylgir ókostur að eiga sí- mann; hættan á að hringt sé í mann. Símasalan Hermann Jóhannesson, verk- efnastjóri í menntamálaráðuneyt- inu, orti um söluna á Símanum. Nú ætla þeir að selja símann og sitt hvað meira ef færi býðst. Það getur nú farið aðeins í mann hvað einkavinum hans Dabba líðst. Siglufjarðargöng Þórarinn Eldjárn orti þessa limru á hagyrðingamóti á Siglufirði um Siglufjarðargöngin Göngin hér umhverfis yður eru í austur og vestur, því miður. Ágætis göng en áttin kolröng. Best væri norður og niður. Bóksalafélag Suðurlands Séra Hjálmar Jónsson sendi mér þessa sögu og vísu: Sagan geymir umræður presta á Suður- landi þegar verið var að stofna Prestafélag Suðurlands fyrir um 80 árum. Nafnið var samþykkt með litlum mun. Svo mörgum fannst nafnið háskalega líkt Slát- urfélag Suðurlands. Þegar þetta ágæta félag varð 60 ára var þess minnst af hálfu fé- lagsins með útgáfu bókar. Á prestastefnunni það ár, sem haldin var í Borgarnesi, gengu prestar allhart fram við kvöld- verðarboð í Borgarnesi að selja prestum landsins bókina. Um þetta orti sr. Jón Ragnarsson (nú prestur í Hveragerði): Signuðum lýði sat ég hjá, sælan var full í hjarta manns undan borðunum birtist þá Bóksalafélag Suðurlands. Mælt af munni fram Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Guðni sagðist ekki hafa séð neina málefnalega gagnrýni á stofnun Landbúnaðarstofnunar. ,,Ég hef heyrt menn segja að frumvarp um Landbúnaðarstofnun hafi komið of seint fram. Í frumvarpinu var gerð krafa um að forstjórinn skyldi vera dýralæknir en það var tekið út í meðförum Al- þingis og sett í staðinn háskólamenntun. Við þetta gerðu dýralæknar athugasemd vegna þess að þeir hafa áhyggjur af yfirdýralæknisembætt- inu sem slíku í meðferð málsins. Yfirdýralæknir og héraðsdýralæknar sem heyra undir hann er stærsta sviðið í Land- búnaðarstofnun. Ég tel hins vegar að það sé þar vel varðað enda skipar landbúnaðarráðherra yf- irdýralækni inn á þetta svið og hann verður staðgengill forstjóra stofnunarinnar. Þess vegna tel ég að gagn- rýni dýralækna hafi ekki verið á rökum reist. Jákvætt skref Ég er ekki í neinum vafa um að stofnun Landbúnaðarstofnunar með öllum þessum stjórnsýsluverkefnum og eftirlitsþáttum er jákvætt skref. Stofnunin mun veita íslenskum landbúnaði meira öryggi og ekki síður neytendum því stofnunin snýr líka að innflutningi bæði hvað aðfangaeftirlitið varðar og yfir- dýralæknisembættið. Því tel ég þetta verða gríðarlega stórt og mikilvægt skref í breytingum á kerfi landbúnaðarins sem ég hef verið að vinna að síðustu árin. Í því sambandi má nefna stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands sem var afar mikilvæg ákvörðun og markar tímamót.“ -Annað stórmál sem kom fyrir þingið í vetur og varð að lögum er ákvörðunin um að leggja niður Lánasjóð landbúnaðarins. Það voru ekki allir sammála um ágæti þess og óttuðust að þetta muni hafa áhrif á lánamöguleika bænda í jaðarbyggðum. Þetta kom m.a. fram á Búnaðarþingi í vetur. Var óhjákvæmilegt að leggja sjóðinn niður? ,,Allar tilfinningar og áhyggjur eiga rétt á sér og það er gott að fá að heyra þær. Ég vil strax taka fram að Lánasjóðurinn er mér kær því ég hef bæði verið formaður hans og stjórnarmaður. Sjóðurinn hefur gert mikið gagn í gegnum áratugina með sinni félagslegu hugsun og er síðasti atvinnuvega- sjóðurinn. Hinir atvinnuvegirnir misstu sína sjóði inn í banka fyrir nokkuð mörgum árum. Þá var það gæfa landbúnaðarins að Lánasjóð- urinn var gerður að sérstöku fyrir- tæki. Þótt mér sé sjóðurinn kær verður maður að vera raunsær. Á síðasta ári átti sér stað þessi mikla breyting á íslenskum pen- ingamarkaði sem hafði ekkert síð- ur áhrif í sveitunum en annars staðar. Það er mikil bjartsýni og líf í íslenskum landbúnaði og þarf þar af leiðandi miklar fjárfestingar. Bankarnir voru komnir með sína vexti niður að vöxtum Lánasjóðs- ins. Við sáum líka fyrir okkur að sjóðurinn var farinn að éta upp eig- ið fé og hefði á næstu 10 árum hreinlega horfið ef ekkert hefði verið að gert. Sú félagshyggja sem var er horfin Félagshyggjan í þessum sjóði hef- ur byggst á því að bændurnir sjálf- ir hafa greitt af tekjum sínum inn í sjóðinn um og yfir 140 milljónir króna á ári. Sauðfjárbændur sem ekki ætla að byggja vilja ekki greiða niður vexti fyrir kúabændur sem taka stór lán úr Lánasjóðnum. Sú félagshyggja sem var er horfin en auðvitað má segja að það sé ósanngjarnt að leggja gjöld á menn sem ekkert hafa framkvæmt á bú- um sínum árum saman til að greiða niður fyrir þá sem eru að fram- kvæma. Allar búgreinar hafa ályktað um málið og vilja fella niður þessar um það bil 140 millj- ónir króna sem fóru árleg til sjóðs- ins.“ Guðni segir að þegar þessi fjár- upphæð er hætt að koma inn í sjóð- inn sé dagljóst að sjóðurinn standi mjög höllum færi gagnvart banka- kerfinu. Þess vegna segist hann hafa orðið að setjast yfir það hvað væri skynsamlegt að gera við þess- ar aðstæður. ,,Ríkisstjórnin viðurkenndi að bændurnir hefðu byggt upp þennan sjóð með því að greiða til hans af launum sínum og því fyndist henni sanngjarnt að ef sjóðurinn yrði seldur rynni söluverð eignanna til Lífeyrissjóðs bænda. Ég hef líka látið mér detta í hug að sá bankinn sem kaupir Lánasjóðinn láti hann starfa áfram sem jarðadeild í fyrir- tækinu. Við þessar aðstæður hafa bændur þá sterku stöðu að vera með lánin á 1. veðrétti og geta því samið við nýjan eiganda sjóðsins um lánið eða sinn banka um skuldaskil. Því finnst mér að þetta eigi allt að ganga upp. Við þurfum vissulega að huga að því sem nefnt hefur verið að bændur á jaðarsvæðum verði af- skiptir á lánasviðinu. Ég hef hins vegar fulla trú á því að bændur verði í góðri stöðu hvað fjármála- stofnanir varða við þessar aðstæð- ur og þá ekki síður fyrir það að þeir eru þekktir sem einhverjir skilvísustu menn landsins.“ Rétt hugsun í útflutningi -Greint hefur verið frá því að möguleiki á að selja mjólkurvörur til Bandaríkjanna sé að opnast. Telurðu að þetta sé raunhæfur möguleiki? ,,Ég hef hrifist mjög af baráttu Baldvins Jónssonar hjá Áformi við að reyna að selja íslenskar land- búnaðarafurðir sem hágæða afurð- ir í dýrustu verslunum heimsins sem Whole Foods Markets í Bandaríkjunum eru. Nú liggur það fyrir að þessar metnaðarfullu WFM verslanir, sem eru 170 í Bandaríkjunum og 50 til viðbótar í burðarliðnum, gefa íslenskum landbúnaði alveg sér einkunn. Þeir virða landbúnaðinn hér á landi sem fjölskyldubúskap því þeir berjast gegn verksmiðjubúum. Þeir þekkja orðið vel íslenska lambakjötið og vilja meira af því og nú er komið að mjólkurvörunum. Þeir vilja ísinn og ostana og jafnvel Nóa/Sír- íus súkkulaði af því að það er búið til úr íslensku mjólkurdufti. Með þessu erum við komnir með rétta hugsun í útflutningi á landbúnað- arvörum í Bandaríkjunum, Ítalíu, Danmörku og víðar, að reyna að fá sem hæst verð fyrir þessi lífsgæði sem við bjóðum neytendum. Þetta eru því tímamót og geta í framtíð- inni gefið landbúnaðinum mikla möguleika. Hvað lambakjötið varðar blasir við að það sem út er flutt fer núorðið inn á dýrustu markaði. Sem minnst af magninu fer fyrir lítið sem ekkert eins og stundum hefur verið meðan flutt var út meira af kjöti en þessar dýru verslanir tóku við og það voru verðlausar afurðir. Þá bætist það við að Íslendingar eru aftur farnir að borða meira af okkar góða lambakjöti og salan hefur aukist innanlands um 13 til 14%.“ Þurfa ekki að kvíða framtíðinni - Eru íslenskir mjólkurframleið- endur tilbúnir til framleiðsluaukn- ingar ef mjólkurvörusala til Bandaríkjanna heppnast vel? ,,Við þurfum ekkert að kvíða framtíðinni þótt það verði umtals- verð söluaukning á mjólkurvörum því ef verðið er viðunandi auka bændur bara mjólkurframleiðsl- una. Ég vona því að þessi sala á mjólkurvörum til Bandaríkjanna verði til þess að auka verkefni ís- lenskra bænda. Ég held að þetta muni ekkert raska mjólkurkvóta- kerfinu en bendi á að við þurfum alltaf að vera með þessi kerfi okkar og búvörusamninga í skoðun og breytingum. Það er alveg ljóst að WTO samningar sem nú eru á fullri ferð munu að einhverju leyti breyta búvörusamningum okkar, hjá því verður ekki komist. „ - Ræktun á erfða- breyttu byggi er um- deild í landinu. Hver er þín skoðun á því máli? ,,Ef það er mögulegt að breyta erfðabreyttu byggi í prótín sem notað er í lyf til þess að lækna fólk þá er það auðvitað gott. Og ef það er svo að möguleikarnir á þessari ræktun séu meiri og betri á Íslandi en annars staðar og engin hætt á að erfðabreytta byggið blandist því íslenska eða skaði á engan hátt íslenska náttúru, eins og vísindamenn segja, þá er þetta hrein bylting fyrir ræktun á Íslandi sem mun hafa mikil áhrif. Ég legg hins veg- ar áherslu á að engin áhætta verði tekin í þessum efnum. Nú er þetta bara á tilraunar- stigi í gróðurhúsi og ég vil ekki bregða fæti fyr- ir þessa tilraun á meðan hún er á þróunarstigi.“ - Þú nefndir áðan WTO samn- ingana og að þeir muni koma fyrr eða síðar. Þeir mun breyta miklu varðandi landbúnaðarsamninga, styrkjakerfi, beingreiðslur og fleira. Heldur þú að íslenskir kúa- bændur séu nægilega vel undir það búnir að WTO samningarnir verði að veruleika? ,,Eins og fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands hafa íslenskir kúabændur af miklu afli verið að undirbúa sig fyrir framtíðina síðustu árin. Hins vegar voru þeir ef til vill full upp- teknir í því við gerð síðasta samn- ings að helst ætti að ljósrita gamla samninginn og hafa hann óbreyttan og aðilar vinnumarkað- arins tóku þar undir. Samningur- inn við kúabændur gerir ráð fyrir að þegar WTO samningarnir taka gildi verði að taka samninginn við kúabændur upp og breyta honum. Það sem verið hefur áhyggjuefni og er raunar enn er þetta háa mjólkurkvótaverð og má segja að það sé undarlegt hvernig verðið á kvótanum hefur þróast. Ég tel þróunina bændun- um hættulega því verði þeir of skuldugir þegar WTO samning- arnir taka við þá geti það verið þeim afar hættulegt. Ég tel því mjög heppilegt fyrir bændur að fara að þróa allan landbúnaðinn þannig, ekki bara mjólkurfram- leiðendur, að hann standist fram- tíðina. Menn verða að hugsa um nautakjötið, ræktunina og fleira,“ segir Guðni Ágústsson. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra Íslenskir bændur þurfa ekki að kvíða framtíðinni Á Alþingi í vetur hafa verið til umfjöllunar stórmál sem snerta land- búnaðinn. Þar má nefna sem dæmi tilurð Landbúnaðarstofnunar, ákvörðun um að selja Lánasjóð landbúnaðarins og því fé sem fyrir hann fæst varið í að efla Lífeyrissjóð bænda. Mörg fleiri áhugaverð mál tengd landbúnaðinum hafa verið og eru í gangi. Bændablaðið leitaði því til Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra með nokkrar spurningar um þessi mál en fyrst af öllu Landbúnaðarstofnunina en nokkur gagnrýni kom fram á stofnun hennar. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra með afastelpurnar Sölku Margréti og Freyju ásamt lömbunum hennar Jóru. Þriðja barnabarnið Guðni Valur var fjarri góðu gamni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.