Bændablaðið - 24.05.2005, Qupperneq 16
16 Þriðjudagur 24. maí 2005
Undirritaður fór ásamt for-
manni Félags skógarbænda á
Suðurlandi til Póllands síðastlið-
ið haust. Fékk ég styrk til farar-
innar frá Vesturlandsskógum.
Erindið var að sækja fund eða
ráðstefnu á vegum Skógarstofn-
unar Evrópu (EFI). Upphaf
málsins má rekja til þess að
haldnar hafa verið nokkrar ráð-
herrastefnur um verndun skóga
í Evrópu. Stefnur þessar ganga
undir hinu sameiginlega heiti:
the Ministerial Conferences on
the Protection of Forests in Eur-
ope, skammstafað MCPFE. Út
frá MCPFE hafa sprottið ýmis
rannsóknaverkefni. Ráðstefnan í
Póllandi var síðasti sameiginlegi
fundur vinnuhóps sem meta átti
leiðir, sem farnar hafa verið af
hálfu hins opinbera, til að örva
skógrækt í Evrópu og möguleika
á að gera leiðir þessar skilvirk-
ari. Hér verður gerð grein fyrir
þeirri gerjun sem nú er í Evrópu
varðandi aðkomu hins opinbera
að skógrækt og rökunum fyrir
því að Evrópumenn vilja við-
halda og helst auka útbreiðslu
skóga í löndum sínum. Auk þess
leitast ég við að draga ályktanir
af stöðu skógarmála í Evrópu og
set fram hugleiðingar byggðar á
þekkingu sem er öllum aðgengi-
leg um þýðingu aukinnar út-
breiðslu skóga fyrir íslenskt
samfélag, bæði sveitafólk og
íbúa þéttbýlis.
Mikilvæg auðlind
Skógur hefur á undanförnum ára-
tugum verið vaxandi auðlind í Evr-
ópu, bæði að umfangi og þýðingu.
Efnahagsleg þýðing skóganna er
óumdeild. Þó hefur á allra síðustu
árum hallað undan fæti hvað varð-
ar tekjur af timbri pr. hektara skóg-
ar. Þessu valda tímabundnar að-
stæður, einkum mjög aukið skóg-
arhögg í Eystrasaltslöndunum eftir
hrun járntjaldsins. Aukning skóg-
arhöggsins í nefndum ríkjum er
ekki sjálfbær þar sem meira hefur
verið höggvið en nemur heildar-
viðarvexti í skógum þeirra. Þessu
veldur m.a. einkavæðing skóga, án
þess að byggt hafi verið upp réttar-
og lagaumhverfi, sem tryggir sjálf-
bæra nýtingu auðlindarinnar. Því
er ljóst, að fljótlega mun draga úr
timburframleiðslu á grundvelli
skóganna í Eystrasaltsríkjunum.
Jafnframt vex eftirspurn eftir við-
arafurðum ár frá ári. Einkum mun-
ar þar um risann í austri, Kína.
Skógur þekur nokkra tugi pró-
senta af yfirborði flestra landa Evr-
ópu. Einna lægst er hlutfallið í
löndum, þar sem fátækt hefur ver-
ið landlæg, svo sem á Írlandi og í
Moldavíu eða tæp tíu prósent.
Hlutfall skóga er raunar langlægst
á Íslandi, eða 0,3%, sé miðað við
alþjóðlega skilgreiningu á skóg-
lendi. Írland var í okkar sporum
fyrir nokkrum áratugum, en hefur
náð sér vel á strik í skógrækt á síð-
ustu tuttugu árum og notið til þess
verulegra styrkja úr þróunarsjóð-
um Evrópusambandsins (sem Ís-
lendingar greiða meðal annars í).
Íslendingar vilja framsæknari
markmið í skógrækt
Nýleg Gallupkönnun leiddi í ljós
að mikill meirihluti landsmanna
vill aukinn skóg á Íslandi.
Því miður gera lög ráð fyrir að
aðeins verði ræktaður skógur á 5%
láglendis Íslands á næstu fjórum
áratugum. Eins og fram kom í
skýrslu Ríkisendurskoðunar í lok
síðasta árs duga fjárveitingar eng-
an veginn til þess að þetta hógværa
markmið náist. Veita þarf miklu
meiru fé til skógræktar og setja sér
metnaðarfyllri markmið.
Tryggja þarf skógrækt mark-
aða tekjustofna með mengunar-
gjöldum á jarðefnaeldsneyti og á
þá stóriðju sem gefur frá sér gróð-
urhúsalofttegundir, sbr. hina gull-
vægu mengunarbótareglu: að láta
mengunarvaldinn borga.
Meta þarf útivistargildi skóg-
anna að fullu og þann sparnað í
heilbrigðisútgjöldum, sem aukin
útivist mun hafa í för með sér.
Með aukinni skógarþekju
verður Ísland byggilegra og slepp-
ur við þá blóðtöku, sem fylgir
stöðugum brottflutningi fólks, sem
flýr land væntanlega ekki af efna-
hagslegum ástæðum, en e.t.v. af
því að það vill búa við meiri skjól-
sæld og að mörgu leyti vænna um-
hverfi en hinar manngerðu auðnir
Íslands bjóða upp á.
Vantar Ísland
fleiri auðlindir?
Í þjóðmálaumræðu hérlendis er
gjarnan vísað til auðlinda þjóðar-
innar, þ.e. fiskimiðanna og orku-
lindanna. Má segja það einkenna
þessa umræðu að aldrei er minnst á
jarðveginn sem auðlind. Samt er
jarðvegur ennþá til staðar víða á
Íslandi og er sem slíkur auðvitað
verðmæt auðlind. Bændastéttin
hefur, þrátt fyrir hina óupplýstu
þjóðfélagsumræðu ýmissa forystu-
manna í samfélaginu, alla tíð vitað
um tilvist jarðvegsauðlindarinnar
enda byggt afkomu sína á henni.
Jarðvegur hefur mjög eyðst síðan
land byggðist, bæði runnið með
straumvötnum til sjávar og fokið
út í hafsauga. Eins og í Evrópu
mætti stuðla að varðveislu jarð-
vegs á Íslandi með aukinni skógar-
þekju, þ.e. með því að rækta skóg
á grónu landi. Jafnframt væri til-
tölulega fljótt hægt að byggja upp
jarðveg á auðnum landsins á sjálf-
bæran hátt með skógrækt í kjölfar
eða samtímis uppgræðslu. Land-
græðsluaðgerðum þarf helst að
fylgja eftir með öflugri skógrækt.
Þar sem land hallar mikið þolir það
betur húsdýrabeit, án hættu á upp-
blæstri eða vatnsrofi, ef á því vex
skógur. Með því að efla úthaga-
gróður verða landið og bændurnir í
stakk búin til að stórauka kjötfram-
leiðsluna, þegar 1.300 milljónir
Kínverjar, sem hingað til hafa að-
allega lifað á hrísgrjónum sökum
fátæktar, taka upp kjötát í vaxandi
mæli. Í þeim samanburði verða
fyrri draumar um útflutning á
kindakjöti hjóm eitt. Hæglega má
ná viðundandi árangri í skógrækt á
örfoka landi með því að notast við
niturbindandi tegundir eins og lú-
pínu og elri til að flýta uppbygg-
ingu jarðvegs, enda frá umhverfis-
verndarsjónarmiði mikilvægt að
lágmarka óþarfan áburðaraustur.
Með því að stórauka útbreiðslu
skóga, og þá ekki síst með tegund-
um sem nýta má til timburfram-
leiðslu, myndi þjóðin eignast enn
eina náttúruauðlindina, að vísu af-
leidda af jarðveginum, nýja auð-
lind sem gæti orðið undirstaða
mikils iðnaðar í framtíðinni. Benda
má á að í Finnlandi hefur skógur-
inn álíka þýðingu fyrir efnahagslíf-
ið eins og fiskimiðin fyrir Íslend-
inga.
Samfélagsleg þjónusta
íslenskra skóga
Nokkuð vantar upp á að sumar
stofnanir eftirlitsiðnaðarins séu
nógu vel upplýstar um samfélags-
legt gildi skóga. Hafa starfsmenn
þeirra oftar en ekki leitast við að
afflytja samfélagslega þýðingu
skóganna. Þetta hefur því miður
skilað sér inní skipulagsgeirann,
sumpart í gegnum lagasetningu.
Þannig hefur við gerð aðalskipu-
lags fyrir sveitarfélög víðs vegar
um land verið fjallað um skógrækt
sem hálfgerða vá, einkum vegna
áhrifa hennar á vatnsauðlindina.
Hafa starfsmenn landshlutaverk-
efna í skógrækt og Skógræktar rík-
isins reynt eftir mætti að leiðrétta
slíkan misskilning áður en hann
festist í sessi í staðfestu aðalskipu-
lagi. Nær væri t.d. að hvetja sveit-
arfélög til að rækta skóg á vatns-
verndarsvæðum en að vara við
slíku.
Á vatnasviðum bergvatnsánna
eru miklir hagsmunir í húfi. Í upp-
hafi sl. árs beittu Vesturlandsskóg-
ar sér fyrir því að haldin var ráð-
stefna að Laugum í Sælingsdal þar
sem fjallað var um áhrif aukinnar
skógarþekju á lífið í ferskvatni.
Þótt margt sé enn órannsakað hér á
landi, hvað þessi áhrif varðar,
benda rannsóknir, sem gerðar hafa
verið hérlendis sem og erlendis, til
þess að aukin skógarþekja muni
bæta árnar sem búsvæði laxfiska.
Bændur, sem búa við slíkar ár,
ættu því að taka sig saman um að
efna til stórfelldrar skógræktar á
vatnasviðum ánna til að auka fisk-
gengd í þær. Hið sama á vitanlega
við um fiskivötn á láglendi. Í því
ljósi er óskiljanleg sú afstaða, sem
tekin var í aðalskipulagstillögu
fyrir Þingvallasvæðið, að banna
skógrækt á 100 m breiðu svæði
meðfram Þingvallavatni, en tak-
marka hana annars staðar á vatna-
sviði vatnsins (sem er meira en
130.000 ha!) við tegundir sem val-
inkunnur einstaklingur telur „ís-
lenskar“.
Íslendingar hafa bæði undirrit-
að og staðfest Kyotosamninginn
um ráðstafanir til að draga úr losun
gróðurhúsalofttegunda. Í samningi
þessum er gert ráð fyrir að binding
koltvísýrings sé jafnmikilvæg að-
gerð eins og samdráttur í losun
hans, enda áhrifin á loftslagið hin
sömu, hvor leiðin sem farin er. Ís-
lendingar eru svo heppnir að búa í
víðfemu landi, sem býður upp á
mikla möguleika á að rækta nýja
skóga, en nýræktun skóga er skv.
Kyotosamningnum helsta leið
mannkynsins til að binda koltví-
sýring. Má því segja að á okkur Ís-
lendingum hvíli nánast sú siðferði-
lega skylda að stórauka skógrækt í
því augnarmiði að binda koltvísýr-
ing. Svo vel vill til að með slíkri
aðgerð værum við ekki aðeins að
gera allri heimbyggðinni greiða
heldur fengjum við líka greitt fyrir
vikið, enda losunarkvóti fyrir kol-
tvísýring nýlega orðinn verslunar-
vara!
Lokaorð
Skógrækt er greinilega einhver
hagkvæmasta leið sem hugsast
getur til að viðhalda búsetu í dreif-
býli og mun jafnframt skapa þjóð-
inni ótrúlega mikla auðlegð til
framtíðar, sé hún unnin á vísinda-
legum grunni. Búist er við að
WTO-viðræðurnar og samningar í
kjölfar þeirra leiði til þess að svo-
kallaðar grænar greiðslur leysi af
hólmi hinar, sem eru framleiðslu-
tengdar. Þegar vélað verður um
fyrirkomulag hinna grænu
greiðslna, bera Bændasamtökin
vonandi gæfu til að meta að verð-
leikum þá möguleika sem aukin
skógrækt færir - ekki aðeins bænd-
um, heldur þjóðinni allri.
Sigvaldi Ásgeirsson,
skógarbóndi og fram-
kvæmdastjóri
Vesturlandsskóga.
Mikilvægi skóga í Evrópu
Talið er að raunverð á timbur-
afurðum muni hækka á næstu
áratugum vegna aukinnar eft-
irspurnar jafnhliða minna
framboði. Hið lága verð hin
allra síðustu ár hefur þó orðið
til þess, að auðlindahagfræð-
ingar hafa í ríkari mæli en áð-
ur beint sjónum sínum að
samfélagslegri þjónustu skóg-
anna. Þjónusta þessi er af
ýmsu tagi og kannast margir
hér á landi við hugtökin sem
þar um ræðir:
1. Jarðvegsvernd. Jarðveg-
urinn er mikilvægasta auðlind
jarðarinnar, enda undirstaða
fæðuöflunar. Skógur er talinn
gegna lykilhlutverki við
verndun jarðvegsauðlindar-
innar.
2. Vatnsvernd. Drykkjarvatn er jafnnauð-
synlegt mannkyni og matur. Í Evrópu er leitast
við að rækta skóg á vatnsverndarsvæðum. Skóg-
urinn veldur því að stærri hluti regnvatnsins
leitar niður í jörðina og myndar grunnvatn í
stað þess að renna til sjávar á yfirborði. Skógur-
inn síar um leið mengunarefni (sem sum eru
mikilvæg næringarefni trjáa, svo sem ýmis nit-
ur- og brennisteinssambönd) úr regninu og
bindur þau í trjánum, þannig að þau skila sér
síður í vatnsból og vatnsföll.
Einnig stuðlar skógurinn að
betri lífsskilyrðum fyrir fisk í
ferskvatni og eykur frjósemi
strandsjávar. Þannig leitast
Japanir við að viðhalda og
helst auka skógarþekju á
Hokkaídó, hinni nyrstu af
stóru eyjunum í japanska
eyjaklasanum, beinlínis í þeim
tilgangi að stuðla að vexti og
viðgangi fiskistofna í sjónum.
3. Hreinsun andrúmslofts-
ins. Skógur bindur kolefni.
Aukin skógrækt vinnur því
gegn hinum svokölluðu gróð-
urhúsaáhrifum.
4. Bætir skilyrði til útivist-
ar. Offita er orðin faraldur.
Besta ráðið gegn offitu og
sjúkdómum, sem henni tengjast, er aukin hreyf-
ing og útivist. Hægt er að milda vetrarveðrin
með ræktun skóga. Fólk sækir í skógana til
skíðagöngu, gönguferða og útreiða. Aukin útivist
og þar með hreyfing er mikilvægt ráð við öðru
vaxandi heilbrigðisvandamáli - þunglyndi.
5. Skógur verndar lífbreytileika. Almenning-
ur mun upplifa meiri fjölbreytni í landslagi og
gróðurfari ef skógar vaxa upp á stórum hluta
láglendis á Íslandi. Nóg verður samt víðáttan á
heiðum uppi! /SÁ
Samfélagsleg þjónusta skóganna
Göngufólk í skógi í Skotlandi.