Bændablaðið - 24.05.2005, Side 23
Þriðjudagur 24. maí 2005 23
Veldu náttúruliti
frá Íslandsmálningu
Allar Teknos vörur framleiddar
skv. ISO 9001 gæðastaðli.
ÍSLANDS MÁLNING
akrýlHágæða
málning
Íslandsmálning
Sætúni 4
Sími 517 1500
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Woodex löngu landsþekkt fyrir endingu og gæði
Bændaafsláttur af hágæða
Teknos þakmá ningu.
Landsbyggðarþjónusta.
Póstsendum litaspjöld.
Haustið 2004 var haldin ráð-
stefna í Þorlákshöfn um mögu-
leika þess að koma upp orku-
frekum iðnaði á Suðurlandi.
Skömmu síðar var haldinn aðal-
fundur Samtaka sunnlenskra
sveitarfélaga (SASS) út í Vest-
mannaeyjum. Þar var borin upp
og samþykkt tillaga þess efnis að
skipuð yrði nefnd á vegum SASS
sem skoða ætti möguleika á að
koma upp orkufrekum iðnaði.
Var nefndin skipuð í kjölfar að-
alfundarins. Kjartan Ólafsson
alþingismaður er formaður þess-
arar nefndar. Hann sagði í sam-
tali við Bændablaðið að þeir
væru ekki bara að tala um stór-
iðju heldur líka ýmsan annan
orkufrekan iðnað.
,,Nú er verið að framkvæma
gagngerar endurbætur á höfninni í
Þorlákshöfn en hafnaraðstaðan á
Suðurlandi hefur alltaf verið dálít-
ill dragbítur. Miðað við þær hafn-
arbætur sem nú er verið að ljúka
við verður hægt að koma inn stærri
skipum en frá því sem nú er auk
þess sem hafnarrými eykst. Hins
vegar er höfnin eftir breytingarnar
ekki fyrir stærstu álver. Ef slík
stóriðja kæmi á Suðurlandi yrði að
gera enn stærri höfn í Þorlákshöfn
en stórt og gott hafnarrými er for-
senda fyrir stóriðju,“ sagði Kjart-
an.
Hann segir að hjá Siglinga-
málastofnun sé til líkan af núver-
andi höfn í Þorlákshöfn. Í sumar
stendur til að setja miklu stærri
höfn inn í það líkan og enginn efist
um að það sé hægt heldur sé
spurningin hver kostnaðurinn yrði.
,,Ef til slíkrar stækkunar á
höfninni kæmi getum við tala um
hvaða orkufrekan iðnað eða stór-
iðju sem er. Ég tel varasamt að
einblína bara á álver og ekkert
annað. Það kemur svo margt til
greina,“ sagði Kjartan Ólafsson.
Hann segir að nefndin hafi
haldið nokkra fundi og farið yfir
þær aðstæður sem fyrir hendi eru á
Suðurlandi; hvar eru tækifærin og
hverjir eru veikleikarnir? Kjartan
segir að eins og allir sjái sé hér um
langtímaverkefni að ræða en ekki
skorpuvinnu sem skilar afrakstri
strax. Á fundi sem haldinn var í
Þorlákshöfn var Smári Geirsson,
sveitarstjórnarmaður í Fjarða-
byggð, fenginn til að skýra frá 30
ára reynslu þeirra Austfirðinga við
að fá til sín stóriðju. Smári brýndi
fyrir mönnum að standa saman og
sýna þolinmæði.
Auk Kjartans eiga sæti í stór-
iðjunefndinni: Einar Njálsson,
bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ár-
borgar, Ólafur Áki Ragnarsson,
bæjarstjóri Sveitarfélagsins Öl-
fuss, Valtýr Valtýsson frá Meiri
Tungu í Rangárvallasýslu og Berg-
steinn Einarsson, iðnrekandi á Sel-
fossi.
Stóriðjunefnd Suðurlands
Stefnan sett á stór-
iðju eða orkufrekan
iðnað í framtíðinni
Skógræktar-
lög sameinuð í
einn lagabálk
Í landinu eru til þrenn lög um
skógrækt. Það eru lög um Hér-
aðsskóga sem sett voru árið
1991. Verkefnið fór af stað og
gekk vel. Sunnlendingar óskuðu
síðan eftir því að stofna Suður-
landsskóga og voru sett sérlög
um þá árið 1997. Í kjölfarið var
óskað eftir því að setja á stofn
landshlutabundin skógræktar-
verkefni og sérlög um þau voru
samþykkt árið 2000. Á grund-
velli þeirra laga voru svo stofn-
uð verkefnin Norðurlandsskóg-
ar, Skjólskógar á Vestfjörðum
og Vesturlandsskógar.
Níels Árni Lund, skrifstofu-
stjóri í landbúnaðarráðuneytinu,
sagði í samtali við Bændablaðið
að í þessum lögum öllum hefði
legið fyrir að endurskoða þau og
samræma og gera að einum lög-
um. Drög að þeim lögum eru til-
búin og hafa verið send út til um-
sagnar til þeirra aðila sem málið
varðar. Þegar búið verður að end-
urskoða og sameina þessi lög er
verið að skoða hvort ekki sé hægt
að bæta þeim við gömlu skógrækt-
arlögin frá 1955.
Níels Árni sagði að þetta mál
verði ekki afgreitt á vorþinginu.
Unnið verði í málinu enn frekar í
sumar. Meðal þess sem verður
endurskoðað er ákvæðið um að
bændur greiði ríkinu til baka þann
styrk sem þeir fá til skógræktar-
verkefna þegar þeir fara að fella
skóginn sem nytjaskóg. Gera má
ráð fyrir að nýtt lagafrumvarp um
skógrækt verði lagt fram næsta
vetur.
Það er
styrkur
að vita!
Vélaver hf kynnir
nýjung frá DeLaval
DCC frumumælirinn er
nú fáanlegur á Íslandi.
Leitaðu upplýsinga hjá
sölumönnum
Lágmúli Reykjavik
Sími 5882600
www.velaver.is