Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 24.05.2005, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 24. maí 2005 25 Vöxtur er alhli›a fjármálafljónusta sem samanstendur af bankafljónustu KB banka, tryggingafljónustu frá VÍS, Lífís og Alfljó›a líftryggingarfélaginu og bílafjármögnun frá L‡singu. Vöxtur færir flér ekki a›eins aukna fljónustu heldur n‡tur flú hagræ›isins í beinhör›um peningum. fiú fær› meira me› Vexti! • Endurgreiddir vextir af skuldabréfalánum • Frítt kreditkort • Afsláttur af debetkortafærslum • Frí innbúskaskótrygging • Afsláttur af grunntryggingum • Afsláttur af líf- og sjúkdómatryggingum • Afsláttur af bílafjármögnun E N N E M M / S ÍA / N M 15 10 8 Veiðifélag Reykjadalsár og Ey- vindarlækjar er þessa dagana að reisa nýtt veiðihús sem á að verða tilbúið 10. júní nk. Um er að ræða 126 fermetra timburein- ingahús frá Finnlandi. Það er staðsett rétt sunnan við þéttbýlið að Laugum. Haraldur Bóasson, formaður veiðifélagsins, sagði í samtali við Bændablaðið að aldrei fyrr hefði verið veiðihús við Reykjadalsá og Eyvindarlæk. Ástæðan er sú að Húsvíkingar voru alltaf með árnar á leigu og þurfti því ekkert veiði- hús því þeir keyrðu bara á milli. En fyrir tveimur árum tók Pétur Pét- ursson árnar á leigu en hann er líka með Vatnsdalsá á leigu og helstu viðskiptavinir hans eru útlending- ar, Frakkar mest, og þá varð ekki hjá því komist að byggja veiðihús. Haraldur segir að Reykjadalsá hafi farið mikið niður í laxveið- inni. Á árum áður var veiðin á milli 200 og 400 laxar á sumri en hún var komin niður fyrir 100 laxa. Síðastliðin fimm ár hefur öllum laxi sem veiðst hefur verið sleppt og eingöngu veitt á flugu. Við þetta hefur laxinn aukist í ánni sem og seiðabúskapur hennar að sögn Haraldar. Hann segir að leigutakinn leggi jafnvel meiri áherslu á silungsveiði í ánni en mikið er af silungi í henni. Reykjadalsá sé því eiginlega leigð sem silungsá með laxa von. Reykjadalsá er um 20 km löng og rennur í Vestmannsvatn en Ey- vindarlækur rennur úr því niður í Laxá í Aðaldal. Eyvindarlækur er ekki nema um einn km að lengd og ekki margir veiðistaðir í honum. Laxinn fer því upp í Vestmanns- vatn og þaðan upp í Reykjadalsá. Veiðifélag Reykjadals- ár og Eyvindarlækjar reisir veiðihús Vesturbyggð Verið að skoða möguleika á vatnsútflutningi Á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar fyrir skömmu var skipuð nefnd til að skoða möguleika á vatnsútflutningi. Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri á sæti í nefndinni. Hann sagði að Vesturbyggð ætti borholu með mjög góðu vatni og því hefðu menn ákveðið að skoða málið sem væri á algeru frumstigi. Til er skýrsla sem gerð var á sínum tíma þegar menn voru að skoða sama mál og segir Guðmundur að hún hafi aftur verið dregin fram. Hann sagði að ákveðinn aðili væri að skoða markaðsþáttinn og þar hefði engin ákvörðun verið tekin en meiri líkur væru taldar á að reynt yrði að markaðssetja vatnið í Evrópu en Ameríku. Guðmundur segist vona að málið geti gengið hratt fyrir sig en sagðist ekki geta gert sér grein fyrir því hve langan tíma viðræðurnar og skoðun á málinu tæki. Fjör í Flóanum Kynningarhátíð ferðaþjónustu í Austur-Flóa 27.-29. maí Mjólkurkvótakerfið í ESB Frá 1984 hefur verið kvótakerfi í mjólk í aðildarlöndum ESB. Lönd sem hafa gerst aðilar að ESB síð- ar hafa gengið inn í það fyrir- komulag sem hluta af landbúnað- arstefnu ESB. Þannig var það eitt af samningamálunum við Austur- Evrópulöndin hver mjólkurkvóti hvers og eins þeirra ætti að vera og skapaði það sérstök vandamál að hluti framleiðslunnar (misstór eftir löndum) hafði fram að því verið seldur beint frá bændum til neytenda og skýrslur um það af skornum skammti. Herluf Dose Christensen hjá Markaðsráði mjólkur í Danmörku (Danske Mejeriers Mælkeudvalg) segir að til að framleiða og markaðssetja mjólk í Danmörku verði viðkom- andi bóndi að búa á jörð sem mjólkurkvóti er skráður á. Mjólk- urframleiðsla hvers framleiðenda má síðan ekki fara umfram kvóta og er skattur að fjárhæð 2,50 dkr. lagður á hvert kg sem lagt er inn umfram hann. Eftirlit með því að aðeins bændur með kvóta leggi inn mjólk í afurðastöð fer meðal annars fram með tilviljanakennd- um heimsóknum eftirlitsaðila til bænda. Fulltrúi eftirlitsaðilans fer þá með mjólkurbílnum og fylgist með því að aðeins sé sótt mjólk til búa með mjólkurkvóta. Einnig hafa Samtök danska mjólkuriðn- aðarins með höndum eftirlit með að skýrslum mjólkurbúa og ein- stakra framleiðenda beri saman. /EB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.