Bændablaðið - 24.05.2005, Qupperneq 26
26 Þriðjudagur 24. maí 2005
Landgræðsla ríkisins úthlutaði 15 milljónum króna úr
Landbótasjóði til 34 landbótaverkefna víðsvegar um
land. Alls bárust 64 umsóknir um margfalda þá upphæð
sem var til ráðstöfunar úr sjóðnum. Hæstu styrkina, að
upphæð 1 milljón króna hver, fengu Landgræðslufélag
Biskupstungna til uppgræðslu á Biskupstungnaafrétti,
Upprekstrar- og landbótafélag Vopnfirðinga til upp-
græðslu á Vopnafjarðarheiði, Landgræðslufélag Öxar-
fjarðarhrepps til stöðvunar jarðvegseyðingar og upp-
græðslu á Öxarfjarðarheiði og Búnaðarfélag Álftavers til
uppgræðslu á Atleyjarmelum og Atleyjarmoldum.
Sótt var um styrki til fjölbreyttra verkefna. Mörg verk-
efni tengjast beint úrbótum í landnýtingu vegna gæðastýring-
ar í sauðfjárrækt og er ljóst að þörf er á mun meira fjármagni
í sjóðinn vegna þessara umfangsmiklu verkefna. Fjárveiting-
ar í landbótasjóð eru mun lægri en ráð var fyrir gert í núgild-
andi landgræðsluáætlun. Það er ánægjulegt að sjá af um-
sóknum hversu margir landsmenn eru tilbúnir að leggja á sig
mikla vinnu og erfiði til að bæta land sem þeim er af ein-
hverjum ástæðum umhugað um.
Björn H. Barkarson
Sviðsstjóri landverndarsviðs
Landgræðslu ríksins
Matra náði þeim árangri að
verða sigurvegari í veggspjalda-
gerð á Fræðaþingi landbúnaðar-
ins 2005. Veggspjaldið var
hannað í tengslum við verkefnið
,,Sýrustig í íslensku lambakjöti“.
Höfundar þess eru Ásbjörn
Jónsson og Óli Þór Hilmarsson.
Verkefnið var styrkt af Fram-
kvæmdanefnd búvörusamninga
og unnið af starfsmönnum
Matra.
Megin markmið verkefnisins
var að kanna og kortleggja orsakir
og umfang þess vanda er hlýst af
háu sýrustigi í íslensku lambakjöti
og áhrif þess á kjötgæðin. Talað er
um hátt sýrustig þegar pH í vöðva
er 5.8 og hærra u.þ.b. hálfum sól-
arhring eftir slátrun. Þekkt er að
röng meðferð sauðfjár fyrir slátrun
getur valdið því streitu og þannig
haft áhrif á kjötgæðin. Ef sauðfé
verður fyrir miklu álagi fyrir slátr-
un eða er svelt í of langan tíma
getur gengið svo á orkuforða þess
að sýrustig í vöðvunum fellur
ekki nægilega eftir slátrun. Áhrif á
kjötgæðin eru þau að kjötið verður
dökkt, stíft og þurrt og hefur skert
geymsluþol.Ásbjörn Jónsson var
spurður um helstu niðurstöður
verkefnisins og hvað þær hefðu
leitt í ljós varðandi streitu í sauðfé.
Hæfileg hvíld og
hæfilegt svelti
fyrir slátrun nauðsynleg
,,Helstu niðurstöður bentu til
þess að flutningsvegalengd í slát-
urhús sé ekki afgerandi orsaka-
valdur streitu í sauðfé eins og al-
mennt hefur verið talið. Margt
bendir til þess að samspil margra
þátta eins og veðráttu fyrir flutn-
inga, langur sveltitími og ónóg
hvíld sláturdýra fyrir slátrun hafi
veruleg áhrif á streitu í sauðfé. Úr
mælingum okkar kom í ljós að
hærra hlutfall dilkaskrokka mæld-
ist með hátt sýrustig þegar dýrun-
um var slátrað á flutningsdegi. Því
er nauðsynlegt að sauðféð fái
hæfilega hvíld eftir komu í rétt
sláturhúss. Svelti hefur sömuleiðis
áhrif á kjötgæðin, þ.e. sauðfé sem
hafði verið án heys eða fóðurs í 48
klst. og lengur mældist með of
hátt sýrustig,“ segir Ásbjörn.
Margir hafa haldið því fram að
lengri flutningsleiðir við fækkun
sláturhúsanna hafi áhrif á kjöt-
gæðin. Ásbjörn segir niðurstöður
benda til þess að flutningsvega-
lengdin ein og sér hafi ekki mark-
tæk áhrif á orsakir streitu í sauðfé,
ef slátrað er daginn eftir. Hins
vegar eru áhrifin marktæk ef slátr-
að er samdægurs, en þá eru aðrir
þættir að hafa áhrif, eins og slæm
veðrátta.
„Það má nefna að við skoðuð-
um lömb sem höfðu verið flutt
400 km leið í sláturhús og mæld-
ust með eðlilegt sýrustig eftir
slátrun. Einnig mældum við lömb
sem höfðu verið flutt um 50 km til
sláturhúss, með hátt sýrustig. Í
mörgum af þeim tilvikum var
veðráttan mjög slæm. Ekki er búið
að vinna úr öllum niðurstöðum en
ljóst er að veðrátta, ónóg hvíld og
of langt svelti fyrir slátrun hefur
veruleg áhrif á sýrustig í skrokk-
um og þar með áhrif á kjötgæðin,“
sagði Ásbjörn Jónsson.
Sýrustig í íslensku lambakjöti
Flutningsvegalengd í
sláturhús er ekki afger-
andi orsakavaldur
streitu í lambakjöti
Landbótasjóður Landgræðslu ríkisins - úthlutun til verkefna 2005
Uppgræðsla og stöðvun jarðvegseyðingar á Biskups-
tungnaafrétti, við Sandvatnshlíð og Rótarmannatorfur,
norðan Sandár-Fremstaver og í Tjarnheiðarbrún.
Stöðva gróður- og jarðvegseyðingar og skapa möguleika
til beitar á svæði með Rauðá á Gnúpverjaafrétti.
Stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðsla á Hrunamannaa-
frétti.
Uppgræðsla, stöðva fok og jarðvegsrof á vikrum í Þjórs-
árdal og neðarlega á Flóamannaafrétti vestanverðum.
Stöðva gróður- og jarðvegseyðingu og græða upp land á
Hlöðuvöllum á Laugardalsafrétti.
Uppgræðsla á Vopnafjarðarheiði við Kálffell.
Stöðva jarðvegsrof og bæta ásýnd lands með rúlludreif-
ingu og áburðardreifingu í Sænautaseli, Jökuldalsheiði og
Hjarðarhagaaurum.
Bæta ásýnd landsins, friðun og síðan beit á afgirtu landi í
Teigi milli Staðarár og Skakkalækjar ofan þjóðvegar.
Styrkja staðargróður og bæta ásýnd lands milli Kinna og
Húshólsfells í landi Möðrudals.
Stöðva jarðvegseyðingu og uppgræðsla í Öxarfjarðar-
heiði.
Uppgræðsla með fræi og áburði í Öxarfjarðarheiði, Háls-
um, Hvammsheiði og Dalsheiði.
Endurheimt lands til nota fyrir Sveinungsvík á svæði aust-
ur og suður frá bænum. Friðun fyrir beit.
Uppgræðsla rofabarða og mela á svæði austan túna, liggur
austur á Öxarfjarðarheiði meðfram veginum yfir heiðina.
Uppgræðsla illa gróins lands norðan slóðar sem liggur að
girðingu við Grjótfjöll og að merkjum Valþjófsstaðar.
Uppgræðsla mela vestan Tröllagjár á Fljótshlíðarafrétti.
Uppgræðsla og stöðvun jarðvegsrofs vestan Valafells á
Landmannaafrétti.
Áburðardreifing á sáningar undanfarinna ára á Almenn-
ingum.
Landgræðslufélag
Biskupstungna
Skeiða- og Gnúpverja-
hreppur
Hrunamannahreppur
Afréttamálafélag Flóa-
og Skeiða
Búnaðarfélag Laug-
dæla
Upprekstrar- og land-
bótafélag Vopnfirðinga
Landgræðslufélag
Héraðsbúa
Hofteigur ehf
Vernharður Vilhjálms-
son
Landgræðslufélag Öx-
arfjarðarhrepps
Landgræðslufélag
Svalbarðshrepps
Gunnar Guðmundsson
Félagsbúið
Sandfellshaga 2
Gunnar Einarsson
Uppgræðslufélag
Fljótshlíðar
Fjallskilanefnd Land-
mannaafréttar
Fjallskilanefnd V-Ey-
fellinga
Bláskógabyggð
Skeiða- og Gnúp-
verjahreppur
Hrunamannahreppur
Árborg
Bláskógabyggð
Vopnafjarðarhreppur
Norður Héraði
Norður Héraði
Norður Héraði
Öxarfjarðarhreppi
Svalbarðshreppi
Svalbarðshreppi
Öxarfjarðarhreppi
Öxarfjarðarhreppi
Rangárþing eystra
Rangárþing ytra
Rangárþing eystra
Árnessýsla
Árnessýsla
Árnessýsla
Árnessýsla
Árnessýsla
N-Múlasýsla
N-Múlasýsla
N-Múlasýsla
N-Múlasýsla
N-Þingeyjar-
sýsla
N-Þingeyjar-
sýsla
N-Þingeyjar-
sýsla
N-Þingeyjar-
sýsla
N-Þingeyjar-
sýsla
Rangárvalla-
sýsla
Rangárvalla-
sýsla
Rangárvalla-
sýsla
1.000.000
400.000
330.000
300.000
100.000
1.000.000
750.000
200.000
115.000
1.000.000
750.000
650.000
500.000
110.000
300.000
250.000
210.000
Stöðva jarðvegsfok úr hvítavikursflákum austast í Bol-
holti.
Endurheimt Brimesskóga og uppgræðsla rofsvæða. Girð-
ingar til friðunar svæðis.
Stöðvun landrofs og uppgræðsla örfoka lands ofan
Grensborgar á Goðdalafjalli.
Almennar landbætur og uppfylling skilyrða v. gæðastýr-
ingar í sauðfjárrækt í heimalöndum í Bárðardal og
Fnjóskadal og á afréttum.
Uppgræðsla, stöðvun jarðvegsrofs og styrking á gróðri
austan Jörundar og þar áfram norður.
Stöðvun jarðvegseyðingar og endurheimt landgæða á
Reykjaheiði.
Stöðva jarðvegseyðingu á Leirdalsheiði með uppgræðslu.
Ýta niður rofabörðum og græða þau upp á heiðinni milli
Svartárkots og Víðikers.
Stöðva jarðvegsrof og endurheimta fyrri landgæði upp af
Máná á Tjörnesi.
Endurbætur á vegi við Suðurá þar sem gróður er að eyð-
ast.
Ýta niður rofabörðum og græða þau upp eftir Sandfellinu
milli Stangar og Engidals.
Uppgræðsla og hefting sandfoks á sandsvæði í Breiðu-
vík. Friðun þar til viðunandi árangur næst.
Uppgræðsla á Atleyjarmelum og Atleyjarmoldum á Álfta-
versafrétti.
Uppgræðsla molda og styrking gróðurs í moldum við
Leiðólfsfell og í Geldingadölum, rofsvæði við Eintúnaháls
á Síðumannaafrétti.
Uppgræðsla molda í Búlands- og Ljótarstaðaheiði.
Uppgræðsla molda og gróðurrýrra svæða við Miklafell á
Austursíðuafrétti.
Stöðva jarðvegsrof og auka við beitiland í Kletteyjarmold-
um.
Skógræktarfélag Ran-
gæinga
Kolkuós ses.
Sigþór Smári Borgars-
son
Þingeyjarsveit
Landgræðslufélag
Reykjahlíðar
Sigurður Þórarinsson
Grýtubakkahreppur
Páll Kjartansson
Búnaðarfélag Tjörnes-
inga
Tryggvi Harðarson
Sigurður Kristjánsson
Keran Stueland Ólason
Búnaðarfélag Álftavers
Fjallskiladeild Land-
brots- og Miðafréttar
Búnaðarfélag Skaftár-
tungu og fjallskiladeild
Skaftártunguafréttar
Búnaðarfélag Hörgs-
landshrepps og
Fjallskiladeild Austur-
síðuafréttar
Jóhannes Siggeirsson
Rangárþing ytra
Skagafjörður
Skagafjörður
Þingeyjarsveit
Skútustaðahreppi
Reykjahreppi
Grýtubakkahreppur
Þingeyjarsveit
Tjörneshreppur
Þingeyjarsveit
Skútustaðahreppi
Vesturbyggð
Skaftárhreppi
Skaftárhreppi
Skaftárhreppi
Skaftárhreppi
Skaftárhreppi
Rangárvalla-
sýsla
Skagafjarðar-
sýsla
Skagafjarðar-
sýsla
S-Þingeyjar-
sýsla
S-Þingeyjar-
sýsla
S-Þingeyjar-
sýsla
S-Þingeyjar-
sýsla
S-Þingeyjar-
sýsla
S-Þingeyjar-
sýsla
S-Þingeyjar-
sýsla
S-Þingeyjar-
sýsla
V-Barðastrand-
arsýsla
V-Skaftafells-
sýsla
V-Skaftafells-
sýsla
V-Skaftafells-
sýsla
V-Skaftafells-
sýsla
V-Skaftafells-
sýsla
250.000
300.000
100.000
750.000
500.000
450.000
400.000
300.000
200.000
130.000
100.000
750.000
1.000.000
650.000
530.000
430.000
190.000
Verkefni Umsækjandi Sveitarfélag Sýsla Upphæð Verkefni Umsækjandi Sveitarfélag Sýsla Upphæð
Yfirlit yfir verkefni sem styrkt eru af Landbótasjóði 2005
Ljóst er að menningarsamning-
ur við Samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi verður ekki gerður
á næstunni samkvæmt svari
menntamálaráðherra við fyrir-
spurn Önnu Kristínar Gunnars-
dóttur um hvað liði gerð menn-
ingarsamningsins.
Menntamálaráðherra sagði for-
sendur breyttar frá því að þáver-
andi menntamálaráðherra féllst á
viðræður við Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi árið 2001. Hann
svaraði ósk Vestlendinga á eftir-
farandi hátt.
„Menntamálaráðuneytið er
reiðubúið til viðræðna við yður um
samstarf á grundvelli sérstaks
samnings sem byggist á sömu
grundvallarsjónarmiðum og samn-
ingur ráðuneytisins við sveitarfé-
lög á Austurlandi.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir sagði að Fjórðungssamband
Vestfjarða hefði óskað eftir sam-
starfi við ríkið um menningarmál
og menningartengda ferðaþjón-
ustu. Ráðherra sagðist vilja að
samstarf yrði í þessum málum
milli Vestlendinga og Vestfirðinga
þrátt fyrir að Vestlendingar hefðu
hafnað slíku samstarfi fyrir 4 ár-
um. Þá sagði ráðherra að ekki væri
gert ráð fyrir neinum nýjum menn-
ingarsamningum á fjárlögum árs-
ins 2005. Hún sagði ennfremur í
svari sínu að sveitarfélögin yrðu
að taka meiri fjárhaglegan þátt í
menningarsamningum en verið
hefur til þessa.
Anna Kristín Gunnarsdóttir
sagði í samtali við Bændablaðið að
það væri hrein og klár hneisa
hvernig búið væri að fara með
Vestlendinga í þessu máli og ljóst
væri af svari menntamálaráðherra
en enn ætti að draga málið á lang-
inn. Hún sagðist líta á tillögu
menntamálaráðherra um samstarf
Vestlendinga og Vestfirðinga, sem
þegar hefur verið hafnað, sem leið
til að tefja málið enn frekar. Anna
Kristín segir menntamálaráðherra
bera fyrir sig að ekki séu til pen-
ingar á fjárlögum til að gera þenn-
an samning en Anna Kristín bendir
á að það komi ekkert fjármagn inn
á fjárlög nema barist sé fyrir því
og það hafi menntamálaráðherra
ekki gert. Það sé því alveg óljóst
hvenær þessi menningarsamningur
verður gerður.
Menningarsamningur við
Vestlendinga dregst enn
Fjárflutningur
3
!" ""0
& 0 %
5
&
' 0()*+'
6 ' 1
'
#
$