Bændablaðið - 24.05.2005, Page 29
Þriðjudagur 24. maí 2005 29
Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400
Original varahlutir þurfa ekki
endilega að vera svo dýrir
jotunn.is
Hráolíusíur
Vörunúmer 26566602 verð: 564 m/VSK
Vörunúmer 26561117 verð: 378 m/VSK
Algengar í MF 300-3000-4000 ofl.
Smursíur
Vörunúmer 2654403 verð: 656 m/VSK
Vörunúmer 2654407 verð: 748 m/VSK
Algengustu smursíur í Perkins
Vatnsdæla
Vörunúmer U5MW0108 verð: 11.595 m/VSK
Algeng í 4 cyl. MF
Startari
Vörunúmer 3763362 verð: 23.746 m/VSK
Í flesta 4 og 6 cyl MF
Stýrisendar
Vörunúmer 3427168m2 verð: 8.754 m/VSK
Vörunúmer 3426773m3 verð: 4.352 m/VSK
Eru t.d. í MF 300 4X4
Yfirtengi Cat II/Cat II
Vörunúmer 1894762m91 verð: 5.775 m/VSK
Dæmi úr verðskrá 20/5/2005.
!"#$%&'()*+++,-.$-/-,%
0123 4
5013 Atlantsolía hefur nú í tæp tvö ár
selt dísilolíu til bænda. Ólafur
Baldursson, sölustjóri Atlantsol-
íu, segir fjölmarga bændur hafa
fagnað innkomu fyrirtækisins og
að unnið sé að útvíkkun dreifing-
arkerfis. En hvað fer Atlantsolía
langt með dísilolíuna? „Í austur-
átt förum við allt að Skógum
austur undir Eyjafjöllum en þó
höfum við stöku sinnum farið
langleiðina til Klausturs. Í vest-
urátt er Borgarfjörður allur
okkar markaðssvæði, Snæfells-
nes og allt að Svínadal í Dala-
sýslu. Við höfum að jafnaði farið
vikulega austur fyrir fjall, og
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga vesturleiðina upp á
Akranes og Borgarfjörð.“
Sveitakallar í dreifingu
„Það eru fjórir bílstjórar sem sjá
um dreifinguna sem allir hafa
meira eða minna alist upp í sveit
auk þess sem einn þeirra starfaði
sem bóndi til margra ára. Það er
þessi þekking sem okkar bílstjórar
búa yfir sem stuðlar að góðum
tengslum við landbúnaðinn.“ En
hvaðan kemur olían? „Við fáum
alla okkar olíu frá Hollandi og hafa
þær milljónir lítra sem fluttar hafa
verið til landsins staðist fullkom-
lega væntingar. Við höfum frekar
fengið hól fyrir okkar olíu enda
hefði okkur fljótlega verið útskúfað
af markaðnum ef olían okkar væri
eitthvert glundur. Sem dæmi höfð-
um við flutt inn í tæp tvö ár 50PPM
olíu löngu áður en slíkar kröfur
voru gerðar á Íslandi. Slík olía er
hreinni og með lægra brennistein-
sinnihald og mengar því minna.“
Ekki með eigin borholu
Nú þegar olíuútgjöld eru stór hluti í
rekstri búa hljóta bændur að spyrja
hvort að olían komi til með að
hækka enn frekar? „Við þessu er
ekkert einhlítt svar og það sem er
rétt fyrir hádegi getur verið tóm
steypa skömmu síðar. Það sem við
höfum hins vegar reynt að standa
okkur í er að halda aftur af þeim
hækkunum sem dunið hafa yfir og
kappkostað að skipuleggja starf
okkar vel. Að sinni er fátt sem
bendir til hækkana en meðan Atl-
antsolía hefur ekki yfir eigin bor-
holu að ráða þá verður innkaups-
verð frá Hollandi alltaf ráðandi í
útsöluverði,“ segir Ólafur að lok-
um.
Atlantsolía
á faraldsfæti
Hér má sjá olíufursta Atlantsolíu. F.v. Skarphéðinn, Sigurjón, Rósar og
Rögnvaldur sjá um bændadreifinguna. Þeir Rósar og Sigurjón þekkja vel
til landbúnaðar en Rósar rak í sjö ár kúabú í Dalasýslu en Sigurjón átti
heima í Hrútatungu í Vestur Húnavatnssýslu þar til fyrir rúmu ári að hann
flutti á mölina.