Bændablaðið - 05.07.2005, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 5. júlí 2005
Þann 17. júní sæmdi forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Gríms-
son 12 einstaklinga heiðurs-
merki hinnar íslensku fálka-
orðu, við hátíðlega
athöfn á Bessastöð-
um. Þeirra á meðal
var dr. Bjarni Guð-
mundsson, prófess-
or við LBHÍ, sem
fékk riddarakross,
fyrir landbúnaðar-
rannsóknir.
Bjarni lauk bú-
fræðikandídatspróif
(B.Sc.) frá Hvanneyri
árið 1965. Fjallaði
B.Sc ritgerð hans um
kalí og fosfór í blöð-
um og stönglum túngrasa. Árið
1971 lauk hann doktorsnámi frá
norska landbúnaðarháskólanum.
Heiti doktorsritgerðarinnar var;
Tørking av høy og muligheter
for denne metoden under Is-
landske værforhold.
Bjarni var fastráðinn við
Bændaskólann á Hvanneyri
haustið 1973 en hafði áður verið
stundakennari þar frá
1971. Hann er nú að-
alkennari í bútækni
við Landbúnaðarhá-
skólann og stundar
rannsóknir á verkun
fóðurs (heys, korns)
og tækni við fóður-
öflun. Þá hefur Bjarni
verið afar ötull við
uppbyggingu Búvéla-
safnins á Hvanneyri.
Á árunum 1983 –
1988 starfaði Bjarni
sem aðstoðarmaður
landbúnaðarráðherra.
Eiginkona Bjarna er Ásdís B.
Geirdal starfsmaður Hagþjón-
ustu Landbúnaðarins. Eiga þau
þrjár dætur Ásdísi Helgu, Þór-
unni Eddu og Sólrúnu Höllu.
Dr. Bjarni Guðmundsson pró-
fessor við LBHÍ heiðraður
Gert er ráð fyrir jarðgöngum
undir Reynisfjall og breyttri
legu hringvegar samkvæmt til-
lögum að nýju aðalskipulagi
Mýrdalshrepps sem unnið er að
um þessar mundir. Starfshópur
sem sveitarstjórn skipaði á sl.
ári fékk það hlutverk að koma
með tillögur um samgöngumál í
Mýrdalnum og telur hópurinn
nauðsynlegt að ákveða nú þegar
hvar framtíðarvegur muni
liggja.
Núverandi vegur vestan Víkur
um Reynisfjall og Gatnabrún er
eini fjallvegurinn með suður-
ströndinni og þarfnast hann veru-
legra endurbóta til að geta talist
fullnægjandi. Áður en ráðist er í
kostnaðarsamar endurbætur á
þeim vegi er rétt, segja Mýrdæ-
lingar, að gera sér grein fyrir
hvort hann geti þjónað hlutverki
sínu til framtíðar eða hvort horfa
beri á aðrar leiðir. Í framhaldi af
ályktum hópsins ákvað sveitar-
stjórn að gera ráð fyrir nýrri veg-
línu í aðalskipulagi sveitarfélags-
ins.
Vegur við Dyrhólaós
að Reynisfjalli
„Í síðustu sveitarstjórnarkosn-
ingunum hér bar jarðgangamál að-
eins á góma, en þá þótti mörgum
þetta algjör framtíðarmúsík og
varla taka því að ræða málið. Síð-
an þá hafa verið grafin göng undir
Almannaskarð sem senn verða tek-
in í gagnið. Jarðgöng eru því ekki
jafn fjarlægur möguleiki og áður
var talið,“ sagði Sveinn Pálsson,
sveitarstjóri Mýrdalshrepps í sam-
tali við blaðið.
Samkvæmt tillögunni verður
vegurinn talsvert sunnar en nú er.
Farið verði um svipaðar slóðir og
núverandi vegur fram í Dyrhólaey
og síðan verði norðanverðum ósn-
um fylgt upp að rótum Reynis-
fjalls. Þar tækju við tæplega 1.000
metra löng göng í gegnum fjallið
og austan þess komi síðan nýr veg-
ur, sunnan byggðarinnar í Vík,
sem tengjast myndi núverandi
þjóðvegi austan við kauptúnið.
Vegagerð og þingmenn ráða
„Með þessu væri mesti um-
ferðarþunginn hér í gegnum þorpið
úr sögunni, en hér hefur umferð til
dæmis þungaflutningabíla aukist
gífurlega mikið á síðustu árum,“
segir Sveinn, sem ítrekar að vita-
skuld sé ekki sveitarstjórnar í Mýr-
dal að taka neina ákvörðun um
jarðgöng. Því ráði Vegagerðin og
alþingismenn Suðurkjördæmis,
það er fjárveitingavaldið. „Hins
vegar er það sveitarstjórnar að hafa
skoðun á hvar vegurinn liggi og
gera grein fyrir því í aðalskipu-
lagi.“
Síðustu misseri hefur verið
unnið að gerð aðalskipulags Mýr-
dalshrepps og segir Sveinn Pálsson
að nú sjái fyrir endann á því starfi.
„Tillaga um breytt vegastæði og
jarðgöng er hins vegar það um-
fangsmikil að við þurfum væntan-
lega að auglýsa tillöguna á ný og
slíkt tekur allt sinn tíma. En ég
vonast til að við getum lokið verk-
efninu nú á árinu,“ segir sveitar-
stjórinn.
Séð yfir Vík í Mýrdal. Nýtt aðalskipulag gerir ráð fyrir að eystri munni jarð-
ganga undir Reynisfjall verði sunnanvert við byggðina - og nýr vegur
komi sunnan við byggðina.
Mýrdælingar breyta aðalskipulagi
vegna samgöngumála:
Vilja nýjan þjóðveg og göng undir Reynisfjall
- ekki fjarlægur möguleiki, segir sveitarstjórinn
„Þeir sem hafa reynslu af raf-
girðingum til að verja svæði fyr-
ir ref segja þær áhrifamiklar.
Refur sem verður fyrir raf-
magnsstuði hendist til baka og
forðar sér hið bráðasta,“ sagði
Indriði Aðalsteinsson, bóndi á
Skjaldfönn, en hann vill að
menn skoði alvarlega þá hug-
mynd að reyna að koma í veg
fyrir að refir úr friðlandinu á
Ströndum fari þaðan. Indriði
segir að rannsóknir sýni að
hundruð refa yfirgefi frið-
landið árlega og leiti suður
á bóginn. Að mati Indriða
væri heppilegast að leggja
girðinguna um Skorarheiði
- á milli Hrafnsfjarðar og
Furufjarðar. Mesta hæð
y.s. er um 200 m. Lengd
girðingar yrði um 6-8 km.
Til eru öflugir rafgeymar
sem hægt er að nýta í girð-
ingar af þessu tagi.
„Við viljum losna við þessa
plágu en hvað friðlandið varðar þá
má segja að það sé ekki mikill
skaði skeður þótt tófan sé lokuð
af. Segja má að friðlandið sé orðið
aldauða nema í björgunum þar
sem tófan kemst ekki að fugli.
Stórar spildur í þeim eru raunar
orðnar alauða enda heldur refurinn
til í og við björgin,“
sagði Indriði.
Svo dæmi sé
tekið um ágang refs
þá má geta þess að ábúendur á
Dröngum í Árneshreppi hafa tekið
eftir því að fugl sækir að húsum
og heldur sig þar. Ástæðan er sú
að hundar heimamanna og skot-
menn halda refnum í ákveðinni
fjarlægð. Athygli vekur að Drang-
ar eru langt frá friðlandinu sem
segir sitt um útrás refsins. „Utan
þessa hrings er ördeyða,“ seg-
ir Indriði. „Við óttumst og vit-
um að þessi plága kemur nær
og nær. Smám saman verður
náttúran þögul og
ekkert heyrist
nema tófugaggið
allan fjallahring-
inn,“ sagði bónd-
inn á Skjaldfönn
sem ásamt félaga
sínum, Konráð
Magnússyni úr
Hafnarfirði, skaut
tíu tófur á tveimur
sólarhringum og sá
ekki högg á vatni.
Indriði sagði að það væri vel
þess virði að reisa þessa girðingu -
sem yrði með rafstrengjum efst og
neðst en gaddavír á milli. „Þetta
gæti verið kjörin lausn til að sætta
ólík sjónarmið. Annars vegar
þeirra sem telja framtíð í að sýna
ferðafólki ref og hins vegar okkar
sem viljum halda í æðar- og kríu-
varp, rjúpu og mófugl - ásamt
lömbunum.“
Hrafnsfjörður
Lóna
fjö
rðu
r
Fur
ufj
ör
ðu
r
Drangajökull
Skorardalur
Jökulfirðir
Ve
iðil
ey
sufjör
ður
Getur rafgirðing stöðvað útrás refs-
ins úr friðlandinu á Ströndum?
Refur á Ströndum.
Með haustinu munu væntanlega
hefjast í Borgarnesi fram-
kvæmdir við nýja reiðhöll sem
áformað er að verði rösklega
1.600 fermetrar að flatarmáli.
Settur hefur verið á laggirnar
sérstakur starfshópur sem fer
fyrir þessu verkefni en í honum
eiga sæti fulltrúar hestamanna-
félaganna Faxa og Skugga í
Borgarfirði, Hrossaræktarsam-
bands Vesturlands og Borgar-
byggðar, sem hefur heitið því að
leggja til framkvæmdanna þrjár
milljónir króna á ári næstu tíu
árin.
„Okkar helsta og erfiðasta
verkefni þessa dagana snýr í raun-
inni að því að tryggja fjármögnun.
Draumurinn er að hafa lokið því
máli fyrir haustið þannig að þá
getum við hafist handa um fram-
kvæmdir, en okkur sýnist þetta
vera pakki upp á um sextíu millj-
ónir króna,“ segir Kristján Gísla-
son, formaður Hestamannafélags-
ins Skugga, sem jafnframt fer fyrir
áðurnefndum starfshópi.
Ákveðið hefur verið að reið-
höllin nýja rísi á keppnissvæði
Skugga, sem er rétt ofan við Borg-
arnes á vinstri hönd þegar ekið er
um Norðurlandsveg. Samkvæmt
þeim hugmyndum að nýju bygg-
ingunni sem nú liggja fyrir yrði
hún 27 x 60 metrar að flatarmáli -
eða 1.620 fermetrar, að meðtöldu
hesthúsi þannig að verið er að tala
um allstórt hús en þó ekki stærra
en önnur sambærileg sem risið
hafa víða um land á undanförnum
árum. Nýlega boðaði landbúnaðar-
ráðherra að stjónvöld hygðust á
næstu árum veita umtalsverðum
fjármunum í uppbyggingu reið-
húsa víða um land, í þeim tilgangi
að efla hestamennsku. Horfa Bor-
firðingar til þess að geta fengið fé
úr þeim potti, en Kristján Gíslason
segir reiðhöllina koma til með að
verða hestamennsku í héraðinu
mikil lyftistöng, líkt og raunin hafi
orðið hvarvetna um land þar sem
slíkar byggingar hafa risið á und-
anförnum árum.
Risastór reiðhöll í
Borgarnesi á teikniborðinu