Bændablaðið - 05.07.2005, Side 11

Bændablaðið - 05.07.2005, Side 11
Þriðjudagur 5. júlí 2005 11 Þórhallur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda, segist ánægður með það hvernig þessi mál þróuðust þar sem útlitið hafi verið fremur svart í byrjun. Hann segir sér- staklega gaman að sjá að virk samkeppni skuli vera komin á raforku- markaði. Þórhallur vill ekki ræða á þessari stundu um nákvæmar tölur eða hlutfallslegan sparnað en segir ljóst að þessi nýju tilboð gefi lýs- ingarbændum mikil sóknarfæri. Til- boðsleiðin hefur að hans mati virk- að mjög vel og þeir bændur sem hann hefur talað við eru almennt ánægðir með að sú leið skuli hafa verið valin. Um er að ræða fimm ára samn- ing sem mun gilda frá 1. febrúar í ár og munu fyrirtækin semja við hvern og einn bónda fyrir sig. Gengið hef- ur verið úr skugga um það að menn munu ekki fá hækkanir á sig á með- an þessi samningur er í gildi. Jón Vilhjálmsson er sérfræðingur Sambands garðyrkjubænda í þessum málum og á fundi sem sambandið hélt í Garð- yrkjuskólanum á dögun- um skrifuðu margir bændur undir umboð þess efnis að Jón fái að- gang að tölum fyrirtækj- anna hjá raforkufyrirtækjunum þannig að hann geti gert samanburð á rafmagnskostnaði hvers og eins miðað við nýju tilboðin. Þeir sem ekki sáu sér fært að mæta á fundinn en óska samt aðstoðar Jóns geta haft samband við hann á verkfræðistof- unni Afli eða við Helgu Hauksdóttur hjá Sambandi garðyrkjubænda. Tilboð komin í raforku- kaup garðyrkjubænda Gefur bændum mikil sóknarfæri Komin er lausn í raforkukaupum lýsingarbænda. Eftir að tilboð hafa verið skoðuð kemur í ljós að afltaxti mun henta stórnotendum sem lýsa mikið allan ársins hring og þar kemur tilboð RARIK best út. Hins vegar mun tilboð Orkuveitu Reykjavíkur henta þeim sem not- ast við tímaháðan taxta en það eru bændur sem lýsa mikið á nóttunni og á veturna, en minna yfir daginn og yfir sumartímann.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.