Bændablaðið - 05.07.2005, Page 20

Bændablaðið - 05.07.2005, Page 20
20 Þriðjudagur 5. júlí 2005 Tilnefning í fagnefnd búfræðibrautar LBHÍ Á síðasta stjórnarfundi Bændasamtaka Íslands var lagt fram bréf Landbúnaðarháskóla Íslands þar sem óskað er tilnefningar Bændasamtaka Íslands á einum fulltrúa til setu í fagnefnd fyrir búfræðibraut skólans. Stjórnin samþykkti að tilnefna Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóra ráðgjafarsviðs, sem fulltrúa Bændasamtaka Íslands í fagnefndina. Skipan samninganefndar sauðfjárbænda Á síðasta stjórnarfundi stjórnar BÍ var lagt fram bréf Landssamtaka sauðfjárbænda, dags. 11. maí sl., þar sem óskað er eftir því að Bændasamtök Íslands hefji undirbúning að skipan samninganefndar fyrir nýjan sauðfjársamning með það að leiðarljósi að hægt verði að hefja samningagerð strax á þessu ári. Framkvæmdastjóra var falið að óska eftir því við landbúnaðarráðherra að hafin verði undirbúningur að gerð nýs sauðfjársamnings þannig að samningaviðræður geti hafist þegar næstkomandi haust. Jafnframt var samþykkt samhljóða að þeir Haraldur Benediktsson og Gunnar Sæmundsson sitji í samninga- nefndinni fyrir hönd Bændasam- takanna. Ennfremur var sam- þykkt að leita eftir tilnefningum Landssamtaka sauðfjárbænda á tveimur fulltrúum í nefndina, auk þess sem formönnum BÍ og LS var falið að gera tillögu um skipan eins sameiginlegs fulltrúa beggja aðila í nefndina. Í nútímanum er Mosdalur í Arnarfirði ein af yfirskyggðum byggðum þessa lands. Tilheyrði Auðkúluhreppi, síðar Þingeyr- arhreppi og loks Ísafjarðarbæ og er vestust byggð í Ísafjarð- arsýslu. Aðalsteinn Guðmunds- son bjó á Laugabóli gegnt Hrafnseyri til hárrar elli en þá keypti jörðina fólk að sunnan og byggði upp myndarlega. Þar er einkum búið með hross. Ós er næstur bær innan Laugabóls og þar býr einbúi með fjárhóp sinn, Þorbjörn Pétursson, fæddur á Ósi. Pétur faðir hans er enn á lífi og einnig talinn bóndi á Ósi. Þorbjörn Pétursson býr með eitt hundrað og áttatíu fjár á Ósi og er mjög elskur að bústofni sín- um. Samband hans við fé sitt minnir á fjárhirðinn á Jesúmynd- unum og þar ber hver skepna ákveðinn persónuleika og fullt traust til eiganda síns. Flest fé á Ósi er ættað norðan úr Árnes- hreppi og kom þaðan í fjárskipt- um eftir að riða var talin finnast í Mosdal fyrir um aldarfjórðungi. Frítt fé, kollótt og gáfulegt. Þor- björn Pétursson er fæddur árið 1953, ólst upp í systrahópi og hefur alið allan sinn aldur á Ósi. Í seinni tíð hefur hann búið einn á Ósi og fer lítt af bæ. Hann ekur þá um á dráttarvél sinni því eng- an á hann bílinn. ,,Því hvað á maður sem aldrei fer neitt að gera við bíl,“ segir Pétur með sinni heimspeki. Vor var kalt og þurrt á Vestfjörðum, lítið gróið og fé á gjöf í maímánuði. Svartagengið á sérbýli Svartagengið er tiltekinn fjárhóp- ur á Ósi og bar gengið í endaðan apríl og var haft sér í húsi. Aðrar skepnur báru á hefðbundnum tíma og voru lömb sem óðast að koma í heiminn þegar blaðamann bar að garði á Ósi í ofanverðum maímán- uði. Guðmunda, systir Péturs, kom þá vestur til að aðstoða bróð- ur sinn í sauðburðinum. Og ánum umbunaði Pétur með mjólkurkexi eftir hvern burð, sem þær þágu með miklu þakklæti. Landpóstur sinnir byggðinni í Mosdal og kemur hann á báti sín- um frá Bíldudal yfir vetrartímann en ekur þegar heiðar opnast. Póst- urinn færir Mosdælingum mat- föng og aðrar nauðsynjar sam- kvæmt gamalli hefð. Lengi þjón- aði Halldór Jónsson á Bíldudal byggðinni, en í seinni tíð sonur hans Jón Halldórsson. Talsími er á Ósi en ekki veiturafmagn. Rafmagnið sýnd veiði en ekki gefin Þó er Mjólkárvirkjun innan seil- ingar við botn Arnarfjarðar við innfjörð sem heitir Borgarfjörður. Hafið er þó lengra frá Mjólká að Ósi en staðlar rafmagnsmanna miða við og mundi kosta bóndann milljónir króna að fá heimtaug til sín þar sem styst er; yfir Arnar- fjörð. Hundrað og áttatíu kinda fjárhópur dregur ekki svo dýr- mæta taug. Ekki eru salir hátimbraðir á Ósi og dyr lágar, en öll umgengni ber vott um snyrtimennsku í hví- vetna. Að fornu mati var Ós met- inn á tólf hundruð. Jörðin var ekki talin góð heyskaparjörð, en þeir Ósmenn eiga einnig Kirkjuból í Mosdal sem var tuttugu og fjögur hundruð að fornu mati. Þar er einnig leitað slægna. Pétur J. Sig- urðsson og bústýra hans, Þuríður Jónsdóttir, hófu búskap á Ósi árið 1949, en Þorbjörn tekur við búi ásamt föður sínum árið 1977. Hann segist una sér vel á Ósi í umgengni við blessaðar kindurn- ar, en hefur mótast nokkuð af ein- verunni og einföldum lífsháttum eins og gerist. Það mundi vera kallað lífsstíll nú á dögum og mætti sá lífsstíll vera ýmsum til eftirbreytni í þeirri miklu eftir- sókn eftir vindi sem mjög tíðkast um þessar mundir. Lýkur hér heimsókn og hug- leiðingu um lífið á Ósi við Arnar- fjörð vestra. Heimildir: Firðir og fólk 1900-1999, útg. Búnaðarsamband Vestfjarða 1999. Texti og myndir: Finnbogi Hermannsson Lífið á Ósi er ekki skekið af vindum nútímans Nýfætt lamb borið á hús. Móðirin fylgir á eftir og ef til vill amma lambsins einnig eins og ömmum er lagið við barnsfæðingar. Pétur á Ósi lætur vel að Klettu sinni, sem fætt hafði tvö hraustleg lömb í heiminn um morguninn. Hann óttaðist að Kletta yrði feimin við komumann, sem ekki reyndist. Jón Halldórsson, landpóstur í ann- an lið, ásamt Pétri, að færa varn- inginn heim. Ós í Mosdal í Arnarfirði. Ketildal- ir í fjarsýn. Vinnusam- festingarnir eru vinsælastir „Bændur eru mjög jákvæðir gagnvart þessu framtaki og það hefur verið mikil sala á síðustu vikum, enda er verðið á fatnaðinum lægra en gengur og gerist. Sem dæmi má nefna þá kostar flott flíspeysa úr þykku og endingargóðu flísi með kvensniði 5.500. Vinnusam- festingarnir eru á mjög við- ráðanlegu verði og þeir eru vin- sælastir,“ sagði Vilborg Stefáns- dóttir, starfsmaður á Útgáfu- og kynningarsviði hjá Bænda- samtökunum, en hún hefur umsjón með sölu á þessum vörum. Það eru 66° N sem framleiða þennan fatnað, en boðið er upp á flíspeysur, vinnusamfestinga, stuttermaboli og derhúfur. Fatnaður er merktur með merki íslensks landbúnaðar og á honum stendur skýrum stöfum: Ég er bóndi. „Það er bara von okkar að sem flestir bændur nýti sér að kaupa fatnaðinn á þessu góða verði,“ sagði Vilborg.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.