Bændablaðið - 05.07.2005, Side 21
Þriðjudagur 5. júlí 2005 21
Grasmaðkur er búin að leggja undir sig stór
landsvæði í Skaftárhreppi nú í vor. Gras-
maðkurinn hefur klárað úthagagróður á
þúsundum hektara, bæði á láglendi í Meðal-
landi og Álftaveri og á afréttum. Í fyrra olli
maðkurinn miklu tjóni á gróðri á afréttum og í
heiðarlöndum, nú er hann á sömu stöðum á
afréttunum og jafnframt búin að hreinsa um
úthagagróður á láglendinu.
Þessar myndir eru teknar í Álftaveri - en þar er
jörðin sviðin jörð eftir grasmaðkinn Myndirnar
tók Elín Heiða Valsdóttir, héraðsfulltrúi
Landgræðslunnar
Grasmaðkur veldur miklum skaða
Í nýju tölublaði Freys
er m.a. fjallað um
hjálparefni við hey-
verkun, afurðahæstu
kýr á Íslandi, afkvæma-
rannsóknir á Hesti, nýj-
ar reglur ESB um mat-
vælaframleiðslu, ferða-
þjónustu og umhverfis-
vottun. Ítarleg umfjöll-
un er um svínabúið á
Melum í Leirár- og
Melasveit en þar er
uppeldisbú fyrir 8.000
grísi og fullkomin fóðurstöð.
Rætt er við Geir Gunnar Geirs-
son, framkæmdastjóra Stjörnu-
gríss, um stöðu svínaræktarinnar
og búið á Melum. Þá er viðtal við
Ingimar Einarsson á Hvanneyri
sem nú lætur af störfum eftir 33
ár við Nautastöðina. Nýr greina-
flokkur um steinsmíði lítur einn-
ig dagsins ljós en í fyrsta þætti er
fjallað um það hvernig á að
kljúfa stein.
Þriðja tölublaði hef-
ur verið dreift til kynn-
ingar til allra bænda og
segir Tjörvi Bjarnason,
ritstjóri Freys, að breyt-
ingum hafi verið vel tek-
ið hjá lesendum og
áskrifendum fjölgað.
„Með því að stækka
blaðið í A4 og prenta í
lit hefur Freyr fengið
nýtt yfirbragð. Við höf-
um líka breytt skipulagi
blaðsins með því að
hætta með búgreinaskiptingu á
tölublöðum. Viðtökur hafa almennt
verið jákvæðar en lesendur, ekki
síður en auglýsendur, þurfa að
venjast breyttum áherslum. Ég hef
fulla trú á því að áskrifendum eigi
eftir að fjölga verulega enda er
þarna margvíslegt efni að finna sem
á erindi við bændur. Freyr hefur
markað sér stöðu sem fagtímarit
landbúnaðarins og henni ætlum við
að viðhalda og efla,“ sagði Tjörvi.
Áskrifendum Freys fjölgar