Bændablaðið - 05.07.2005, Qupperneq 24

Bændablaðið - 05.07.2005, Qupperneq 24
24 Þriðjudagur 5. júlí 2005 Reikna má með að allt að tíu þúsundir gestir sæki Unglinga- landsmót UMFÍ sem verður haldið í Vík í Mýrdal um kom- andi verslunarmannahelgi. Framkvæmdir eystra standa nú sem hæst, þar sem lagt verður tartanefni á hlaupabrautir og manir settar um völlinn. Þær skapa betri möguleika til að horfa á keppni og mynda skjól. „Ég var sannfærður áður en við færðum unglingalandsmótin á þessa alræmdu djammhelgi að slíkt væri mögulegt. Íslendingar eru upp til hópa vel hugsandi. Þeim er annt um að börnin okkar hafi góða fyrirmynd og fái heil- brigt uppeldi,“ sagði Björn Bj. Jónsson, formaður Ungmennafé- lags Íslands, í samtali við Bænda- blaðið. Gefa öllum tækifæri Sú íþróttaðastaða sem fyrir var í Vík í Mýrdal, segir Björn vera með ágætum og til fyrirmyndar. Þar eru nýtt íþróttahús, sundlaug, sparkvöllur auk þess sem önnur aðstaða til mótshalds sé með mikl- um ágætum. „Til viðbótar við að- stöðu á hverjum landsmótsstað þá hefur stjórn UMFÍ ákveðið að kaupa risatjald sem verður notað á mótunum undir kvöldvökur, alls konar íþróttasýningar, kappleiki og fleira. Ég vonast til þess að sú við- bót geri unglingalandsmótin enn skemmtilegri og þá um leið örugg- ari með tilliti til veðráttu,“ sagði Björn þegar blaðið ræddi við hann á dögunum. Keppt verður í ýmsum nýjum greinum í Vík í sumar. Þannig verður nú keppt í fitness í fyrsta sinn sem á síðustu landsmótum hefur verið kynnt sem jaðaríþrótt. Almennur áhugi réð því að nú var sú íþrótt tekin inn sem keppnis- grein. Fleiri nýjar greinar sem ekki hafa verið mikið stundaðar verða sömuleiðis kynntar á unglinga- landsmótinu, þá í þeim tilgangi að gefa öllum tækifæri til þátttöku. Það kemur heim og saman við al- menna stefnu ungmennafélaganna að leggja fremur áherslu á virka þátttöku en keppni. „Við höfum haldið því á lofti að fá sem flesta til að taka þátt í heilbrigðum leik og sigra sjálfan sig. Að vinna keppni er sætt. Enn sætara er þó að vera með í keppni og ná að kynnast nýjum vinum sem hafa sömu áhugmál,“ segir Björn. Hann segir ungmennafélög- um kappsmál að fá fjöldann til þátttöku í hollri hreyfingu. Megi þar nefna verkefnið Fjölskyldan á fjallið, þar sem fólk hefur verið hvatt til að ganga á fjöll og reyna þannig á sig. Fá súrefni í lungun og blóðið á hreyfingu, rétt eins og allir þurfi á að halda. Sýnilegri en áður „Margir samverkandi þættir hafa gert ungmennafélögin sýnilegri en áður. En fyrst og fremst er það hugsjónin sem við störfum sam- kvæmt sem skilar árangri. Hún er full af orku til athafna,“ segir Björn. Hann segir ýmis þau verk- efni sem félagið starfar að nú hafa náð í gegn í umræðunni „Lykillinn að öfluga starfi okk- ar eru mörg þúsund sjálfboðaliðar um allt land. Verkefnin hafa vissu- lega hjálpað okkur í að komast á kortið en það er fyrst og fremst okkar öfluga fólki að þakka. Án sjálfboðastarfsins værum við ekk- ert. Eitt af þeim verkefnum sem við vinnum að nú er Blátt áfram, sem er ætlað að vinna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börnum. Við stöndum vörð um fjölskylduna og látum ekkert sem snertir hana vera okkur óviðkomandi. Kynferð- islegt ofbeldi er viðkvæmur mála- flokkur sem löngu tímabært var að hreyfa við.“ Lag að tengjast höfuðborgarsvæðinu Á síðasta ári hóf Ungmennafélag Ís- lands starfsemi ungmennabúða að Laugum í Sælingsdal í Dölum. Björn segir starfsemina fara vel af stað og pantanir fyrir næsta ár rigni inn. „Umsögn þeirra sem hafa kynnst ungmennabúðunum á Laugum er öll á þá lund að þar sé gaman að vera og gagnlegt. Frá síðustu áramótum hafa á áttunda hundrað ungmenni komið í búð- irnar. Það sýnir að mikil þörf var á svona starfsemi. Ungmennafé- lagshreyfingin hefur alla tíð átt sterkar rætur á landsbyggðinni og þar hefur verið unnið ötullega að hvers konar þjóðlegri menningu. Höfuðborgin hefur verið í hraðri uppbyggingu síðustu áratugi og þróun borgarmenningarinnar oft verið lituð utankomandi áhrifum. Nú eru allir að nálgast uppruna sinn og hann er að hluta að finna í ungmennafélagshreyfingunni. Það er því lag fyrir okkur að tengjast höfuðborginni meira í ná- inni framtíð,“ segir Björn Bj. Jónsson, formaður Ungmennafé- lags Íslands, að síðustu. Formaðurinn. „Lykillinn að öfluga starfi okkar eru mörg þúsund sjálf- boðaliðar um allt land,“ segir Björn Bj. Jónsson, formaður Ung- mennafélags Íslands. Á ungmennalandsmótinu á Ísafirði 1993. Síðustu ár hafa þessi mót verið haldin um verslunarmannahelgi, sem hefur gefið afar góða raun. Öflugt starf hjá UMFÍ. Ungmennalandsmót í Vík í Mýrdal í sumar Viljum sem flesta í heil- brigðan leik - segir formaðurinn Björn Bj. Jónsson Laugar í Sælingsdal. Mannlíf í Flatey á Breiðafirði má muna sinn fífil fegri, en nú búa þar aðeins fjórar til fimm manneskjur allt árið, á tveimur bændabýlum. Á sumrin fjölgar íbúum þar talsvert og sumardvöl í Flatey er ýmsum ómissandi þáttur í tilverunni. Mörgum húsanna í Flatey er vel við haldið og þar má sjá elstu heillegu þorpsmynd á landinu. Bændurnir í Flatey búa á Flatey I og II, fyrrnefnda húsið kallast Læknishús, en það síð- arnefnda Krákuvör. Í Krákuvör búa Svanhildur Jónsdóttir og Magnús Arnar Jónsson. „Ég á ekki ættir að rekja í eyjarnar,“ segir Svanhildur, „en fluttist hingað 1970 og Magnús fyrir 15 árum. Við erum með 60 fjár á vetrarfóðrum, en heldur fleira fé er á hinum bænum. Hlunn- indin gefa mest af sér hérna, æðardúnninn er okkar aðal tekjulind og gefur ríflega helm- ing teknanna. Ég sendi allan æðardúninn óhreinsaðan til Jóns Sveinssonar í Miðhúsum, það er sérlega gott að eiga við hann. Svo erum við á báðum bæjunum með sitthvað annað líka, eins og gengur. Hér erum við með nokkrar íslenskar hæn- ur sem liggja á og fjölga sér sjálfar. Karlinn er með trillu og fer svolítið á skak og svo erum við að byggja hér upp ferða- þjónustu. Við erum þátttakend- ur í ferðaþjónustu bænda og bjóðum gistingu og veitingar hér í Krákuvör.“ Flatey tilheyrir A-Barða- strandarsýslu, sem nú hefur verið sameinuð í eitt sveitarfé- lag, Reykhólahrepp. Svanhildur segir að nær hefði verið að láta eyna tilheyra sama sveitarfélagi og Stykkishólmur, því þangað sæki íbúarnir alla sína þjónustu og verslun. Presturinn og sveit- arstjórinn sitja á Reykhólum, sýslumaðurinn á Patreksfirði og skattstjórinn á Ísafirði, en ann- ars eiga Flateyingar ekki erindi norður yfir fjörðinn. Í Flatey er fjölskrúðugt fuglalíf, en enginn köttur og heldur engar mýs. Þar voru mýs áður fyrr, síðan komu rottur og útrýmdu músunum og loks út- rýmdi maðurinn rottunum. Minkur hefur heldur ekki kom- ist í eyna. Það eru því aðeins vargfuglar sem ógna æðarvarp- inu eitthvað og örn hefur gerst ágengari þar í seinni tíð. Stór hluti Flateyjar er friðaður á varptíma, en þangað má hleypa fé um mitt sumar og svo er því líka haldið á sumarbeit í öðrum eyjum. Bændurnir í Læknishús- inu hafa hagagöngu í Svefneyj- um, en Krákuvör í Hergilsey og flytja bændur fé á milli með bátum. -fía. Búskapur í Flatey á Breiðafirði „Hér ryðga allar vélar af saltaustri, svo þessi er komin með krossvið- arhús,“ segir Svanhildur og klapp- ar Massanum sínum. Nú um mánaðamótin verður haldinn í Árósum í Danmörku árlegur fundur norrænna mat- vælaráðherra. Til fundarins koma - auk þeirra ráðherra er fjalla um matvælaframleiðslu landa sinna - embættismenn og starfsmenn fagfélaga frá Norð- urlöndunum, sem daglega sýsla með þennan málaflokk. Fundur- inn er haldinn til skiptis á Norð- urlöndunum og sækja hann um 150 manns. Í fyrra var fundur- inn haldinn á Akureyri og tókst þá með miklum ágætum. Yfirskrift fundarins í ár er Al- heimsvæðing og nýsköpun (Glob- alisering og innovation). Síðan er fundinum skipt í fjórar málstofur, sem hver fyrir sig fjallar um af- markað efni. 1. Líftækni og erfðabreyttar líf verur í umhverfinu (Bioteknologi og GMO sameksistens) 2. Alþjóðavæðing, innflutnings- hindranir og matvælaöryggi (Internationalisering, grænse- hindringer og födevaresikker- het). 3. Byggðaþróun (Landdistriktsut- vikling). 4. Óveðrið í skógunum í janúar 2005 (Stormfaldet i skovene i januar 2005). Fyrir liggja drög að ályktunum hverrar málstofu, sem gengið verður frá á fundunum. Þessar ályktanir eru svo sameiginleg stefna Norðurlandanna í viðkom- andi máli og málaflokk á milli þessara árlegu funda. Í næsta Bændablaði, að loknu sumarleyfi, verður nánar sagt frá fundinum og niðurstöðum hans. Fundur norrænna matvælaráðherra

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.