Bændablaðið - 05.07.2005, Page 33
Þriðjudagur 5. júlí 2005 33
og/eða annarra framkvæmdaaðila
jafnframt til kostnaðar vegna
hagsmunagæslu jarðeigenda
vegna mats á umhverfisáhrifum,
framkvæmdaleyfis og svo fram-
vegis. Þar má nefna sem dæmi til-
tölulega nýlegan úrskurð Mats-
nefndar eignarnámsbóta í máli
Vegagerðarinnar gegn eigendum
Hrauns í Grindavík, en þar var
fallist að fullu á kröfur jarðeig-
enda og annarra um allan kostnað
af hagsmunagæslu frá upphafi,
þ.m.t. vegna umhverfismats,
framkvæmdaleyfis og bóta-
ákvörðunar. Karl segir að þessi
niðurstaða sé raunar í góðu sam-
ræmi við niðurstöður umboðs-
manns Alþingis í málunum nr.
2960/2000 og 3541/2002.
Málrekstur við
Vegagerðina
Framhald af bls. 1
Æðarbændur
Tökum á móti
æðardúni til
hreinsunar og
sölu.
Hafið samband í síma 892-8080
Dúnhreinsunin ehf.
Digranesvegi 70 - 200 Kópavogur
Flagheflar
Vinnslubreidd 2,5 m
Verð kr. 188.000 m. vsk.
H. Hauksson ehf
Suðurlandsbraut 48
108 Reykjavík
Sími 588 1130
Æðarbændur
Móttaka æðardúns, hreinsun og sala er komin á fulla ferð.
Hæsta mögulega verð. Fullkomin þjónusta. Margra
áratuga reynsla. Frír flutningskostnaður. Munið bleiku
miðana á afgreiðslustöðum.
Móttaka æðardúns er á Skarði í Dalasýslu.
Í Reykjavík, Skógarási 3, 110 Reykjavík.
Geymið ekki dúninn.
Forðist óþarfa rýrnun vegna geymslu. Vönduð vinnubrögð,
skjót afgreiðsla við hreinsun og uppgjör.
Margra áratuga reynsla í meðferð æðardúns.
Einungis það besta er nógu gott fyrir þinn dún.
Verið óhrædd við að leita eftir upplýsingum hjá
Þórunni í Skarði í s. 434-1430 eða 434-1429 og
Hilmari í s. 434-1588 eða 893-6745.
HIMINN SF - Hreinsun og sala
Greiðslu-
mark mjólkur
111 millj.
lítra á næsta
verðlagsári
Landbúnaðarráðherra hefur
ákveðið að heildargreiðslumark
mjólkur verði 111 millj. lítra á
næsta verðlagsári. Fyrir liggur
að beingreiðslur til mjólkur-
framleiðenda eru föst upphæð
og miðað við að vísitala til fram-
reiknings á heildarupphæð skv.
mjólkursamningnum verði 246
stig 1. september n.k. verður
beingreiðsla á lítra 37,58 kr en
er nú 39,32 kr/l.
Á yfirstandandi verðlagsári er
greiðslumarki 106 millj. lítra en
að auki hafa afurðastöðvar í
mjólkuriðnaði tilkynnt framleið-
endum að þær muni kaupa pró-
teinhluta úr 6,5 millj. lítra mjólkur
og greiða fyrir það 75% af afurða-
verði. Þess má geta að framleiðsla
síðustu 12 mánuði miðað við maí
lok var 112,2 millj. lítra. Þessi
hækkun greiðslumarks tryggir
mjólkurframleiðendum fullt af-
urðastöðvaverð fyrir 5 millj. lítra
meira en á yfirstandandi verðlags-
ári en á móti kemur að framleið-
endur fá nú greitt fyrir prótein eins
og áður segir. Raunveruleg tekju-
aukning kúabænda vegna þessa
lætur því nærri að vera 55 millj.
kr, þ.e. 25% af afurðaverði fyrir 5
millj. lítra. Verðmæti próteinhluta
úr þeim 1,5 millj. lítra sem afurða-
stöðvarnar kaupa enn fremur á
þessu ári er um 50 millj. kr. /EB