Bændablaðið - 05.07.2005, Side 34
34 Þriðjudagur 5. júlí 2005
I Inngangur
Miklar breytingar hafa orðið á bú-
fjáreign landsmanna, nýtingu beiti-
landa og búskaparháttum síðustu
áratugina. Vetrarbeit sauðfjár er
aflögð að mestu, er enn töluvert
nýtt fyrir hross en mikið gefið
með, og úthaginn er nýttur til
sauðfjárbeitar í tengslum við rækt-
að land vor og haust með hag-
kvæmum hætti. Nú er fjárfjöldinn
rúmlega 455.000 vetrarfóðraðar
kindur og hrossin rúmlega 72.000.
Þróunin hefur verið sú að eftir
mikla fækkun sauðfjár á tveimur
síðustu áratugum liðinnar aldar,
eða úr 896.000 árið 1978, hafa litl-
ar breytingar orðið á fjártölunni
undanfarin ár, þó heldur fækki.
Hrossin voru orðin rúmlega 80.000
á síðasta áratug liðinnar aldar og
hefur því fækkað nokkuð. Í heild-
ina nýtir hrossastofninn meiri út-
hagabeit en sauðfjárstofninn nú á
dögum, þó aðallega í heimalönd-
um.
II Lög og reglur:
Þegar fjallað er um lausagöngu og
vörslu búfjár skal minnt á lagaum-
hverfið sem unnið er innan. Um er
að ræða lög um búfjárhald, afrétt-
arlög, girðingarlög og vegalög,
reglugerðir um vörslu búfjár, um
girðingar, um gæðastýringu í sauð-
fjárframleiðslu, samþykktir sveit-
arfélaga um búfjárhald svo og
fjallskilasamþykktir. Að mestu
leyti er byggt á nýlega endurskoð-
uðum eða nýjum reglum sem hafa
mótast með tilliti til aðstæðna og
hefða. Allt heyrir þetta undir Land-
búnaðarráðuneytið nema vegalög-
in.
III Staðan
Staðan um þessar mundir er
breytileg eftir sveitum og héruð-
um, þéttbýli og dreifbýli, víðast
hvar kemur sauðfé við sögu, hross
einnig á ýmsum stöðum og jafnvel
nautgripir. Jörðum með búfé fækk-
ar, en búin stækka að meðaltali.
Aukin þörf er fyrir girðingar, eink-
um í heimalöndum, en afkoman
leyfir ekki nokkurn kostnaðarauka.
Góð þátttaka er í gæðastýringu,
þar sem miklar kröfur eru gerðar
til góðra beitarhátta og gróður-
verndar. Þá er þátttaka sauðfjár- og
hrossabænda í uppgræðslu lands
og öðrum landbótum veruleg og
vaxandi. Ógirtir eða illa girtir vegir
með aukinni og hraðari umferð í
gegn um lönd bænda valda vax-
andi vandamálum. Brýnt er að
endurskoða girðingarákvæði vega-
laga með hliðsjón af áliti veg-
svæðanefndar frá 2001 þannig að
Vegagerðin beri ábyrgð á friðun
vega, að minnsta kosti hinna fjöl-
farnari líkt og til dæmis hefur verið
samið um í Húnaþingi vestra, í
Mýrdalshreppi, í Ölfusi og víðar í
Landnámi Ingólfs Arnarsonar.
Sauðfjárrækt er sú búgreinanna
sem er veigamesta undirstaða bú-
setu og byggðar í dreifbýli, breyti-
legt þó eftir svæðum, og þá sér-
stöðu hennar þarf að virða.
IV Skipulagning - framtíðarsýn
Sveitarfélögin í landinu ættu að
huga að gerð úttektar á stöðu
lausagöngu og vörslu búfjár ,
bæði í heimalöndum og afréttum.
Lausaganga hrossa (stórgripa) er
bönnuð víða um land, bæði í þétt-
býli og dreifbýli, en sauðfjár víð-
ast hvar í þéttbýli. Skoða þarf sam-
býli sauðfjárbúskapar, og í sumum
tilvikum hrossahalds, við aðrar bú-
greinar. Þar sem aðstæður eru
mjög breytilegar innan sama sveit-
arfélags er eðlilegt að huga að mis-
munandi reglum með tilliti til að-
stæðna. Einnig gætu aðliggjandi
sveitarfélög þurft að vinna saman
að þessum málum eins og gert hef-
ur verið í Landnámi Ingólfs Arnar-
sonar og víðar. Þá er ljóst að ríkis-
stofnanir verða að koma að málun-
um, svo sem Landgræðslan, Skóg-
ræktin og Vegagerðin. Athugandi
væri að sveitarstjórnir skipti öllu
sínu landsvæði eða hlutum þess í
tvo megin flokka með tilliti til
skógræktar og sauðfjárræktar,
einnig hrossaræktar ef þurfa þykir.
1) Svæði þar sem sauðfjárhaldið er
lagað að skógræktarsjónarmið-
um, þ.e. möguleikar eru á að af-
marka beitarsvæðin, jafnvel
hafa féð í vörslu í girðingarhólf-
um allt sumarið. Slíkt kæmi trú-
lega helst til grein þar sem fjár-
búskapur er orðinn lítill og skil-
yrði til skógræktar eru góð.
Einnig væri hægt að tengja sam-
an skógrækt og skipulega fjár-
beit í skóg (agroforestry-bú-
skógrækt). Lausaganga yrði
bönnuð utan beitarsvæða, þar
með á ógirtum vegsvæðum, og
beitarsvæðin skilgreind í sam-
þykktum um búfjárhald eins og
sums staðar er farið að gera.
Fordæmi eru í Landnámi Ingólfs
Arnarsonar og slíkt gæti hugs-
anlega hentað annars staðar á
suðvestanverðu landinu og jafn-
vel víðar.
2) Svæði þar sem skógræktarsjón-
armiðin eru löguð að sauðfjár-
haldinu, þ.e. fjárbúskapur út-
breiddur og veigamikill vegna
afkomu bænda og viðhalds
byggðar. Skógræktin yrði afgirt,
tengsl við beit eftir aðstæðum
(búskógrækt). Lausaganga sauð-
fjár yrði ekki bönnuð, nema á
afgirtum vegsvæðum, enda mest
af landinu nýtt til fjárbeitar. Í
þessum sveitarfélögum ætti líka
að huga að setningu samþykkta
um búfjárhald. Þetta gæti átt við
víða um land, til dæmis í
Strandasýslu og Norður- Þing-
eyjarsýslu. Erfiðast er um vik
þar sem fjalllendi er mikið , líkt
og á Vestfjörðum og Austfjörð-
um. Á slíkum stöðum er óraun-
hæft að banna lausagöngu sauð-
fjár nema unnt sé halda fénu á
afmörkuðum svæðum með girð-
ingum og náttúrulegum hindr-
unum.
Hafa skal í huga að réttarstaða
vegna búfjár sem lendir í slysum
á vegum úti breytist um leið og
lausaganga hefur verið bönnuð
og þar með kostnaður við bú-
fjárhaldið ef bændur verða bóta-
skyldir vegna tjóna á ökutækj-
um. Þá er brýnt að hafa trygg-
ingar í lagi.
V Lokaorð
Búfjárbeit í úthaga er í vaxandi
mæli stunduð í sátt við landið og í
anda sjálfbærrar þróunar, m.a.
vegna gæðastýringar í sauðfjár-
rækt og hrossarækt. Við teljum úr-
elt það sjónarmið að líta á skóg-
rækt og sauðfjárrækt sem andstæð-
ur.
Báðar þessar búgreinar geta og
eiga að gegna veigamiklu hlut-
verki í viðhaldi sveitabyggðar.
Aukið frumkvæði sveitarfélaga
þarf til að gera úttekt á stöðunni
og skipuleggja til framtíðar.
Bændum, sauðfjárbændum sem
öðrum, ber að kosta landamerkja-
girðingar að hálfu á móti aðliggj-
andi jörðum en leita þarf hag-
kvæmustu leiða til að draga úr
slíkum kostnaði. Leita þarf sam-
vinnu og samkomulags við opin-
bera aðila, m.a. vegna friðunar
vegsvæða. Bætt tengsl á milli
skógræktar og sauðfjárræktar falla
vel að æskilegri stefnu í landbún-
aðarmálum og geta fallið vel að
ríkjandi sjónarmiðum varðandi
breyttar áherslur í opinberum
stuðningsgreiðslum. Sauðfjárrækt-
in er að styrkja stöðu sína, bæði á
innlendum og erlendum mörkuð-
um, ekki síst vegna hinnar góðu
ímyndar afurðanna en þar skipta
fjölbreyttur úthagagróður og frelsi
í sumarhögum miklu máli. Göngur
og réttir eru víða að verða liðir í
ferðaþjónustu, við eigum merki-
lega búfjárstofna í landinu, svo
sem forystufé. Fornar hefðir eru
enn í heiðri hafðar svo sem notkun
og skráning marka.
Gera má ráð fyrir að nú sé að
komast á meiri stöðugleiki í þess-
ari búgrein en verið hefur um ára-
bil og bændur eru að sjálfsögðu
reiðubúnir til að ræða allar raun-
hæfar leiðir til að bæta vörslu og
þar með draga úr lausagöngu
sauða sinna eftir því sem aðstæður
leyfa.
Góðir ráðstefnugestir. Skóg-
rækt og sauðfjárrækt eru í raun
tvær greinar af sama stofni ef vel
er að gáð. Báðar byggja þær fram-
tíð sína á að við umgöngumst
landið okkar af virðingu og nær-
gætni og nýtum það skynsamlega.
Stillum þeim ekki upp sem and-
stæðum, heldur samherjum til
vaxtar og eflingar dreifbýli á Ís-
landi. Báðar eiga þær rætur sínar í
íslenskri gróðurmold.
(Grein þessi er að stofni til
handrit erindis sem flutt var á ráð-
stefnunni „“Nýja bújörðin“ að
Núpi í Dýrafirði 16. mars 2005)
Jóhannes Sigfússon, Lands-
samtökum sauðfjárbænda, og
Ólafur R. Dýrmundsson,
Bændasamtökum Íslands.
Lausaganga og varsla búfjár - lög, hefðir
og hagsmunir; framtíðarsýn bænda
Síðasta sumar var í Reynihlíð við
Mývatn opnuð glæsileg baðað-
staða með 5.000 fermetra hvera-
lóni, náttúrulegum gufuböðum
og öllu tilheyrandi, sem fékk
heitið Jarðböðin við Mývatn. Það
voru þeir Pétur Snæbjörnsson og
Jóhann Friðrik Kristjánsson sem
fengu þessa hugmynd fyrir all-
mörgum árum.
Tilgangurinn með starfseminni
er að efla ferðamannastrauminn í
Mývatnssveit ásamt því að halda
fornum sið við. „Við opnuðum hér
hjá okkur 30. júní í fyrra og fyrstu
sex mánuðina fengum við 36 þús-
und gesti hingað til okkar.“
Gestafjöldinn er kominn upp í
15 þúsund það sem af er þessu ári
og stefnir í að hingað komi á bilinu
50 til 60 þúsund manns á þessu ári.
„Þetta hefur auðvitað verið mikil
lyftistöng fyrir svæðið, hvort sem
er að vetri eða sumri,“ segir Stefán
Gunnarsson framkvæmdastjóri.
Hjá fyrirtækinu starfa 13 manns
yfir sumartímann en fimm á vet-
urna.
Eftir uppsagnir hjá Kísiliðjunni
sl. vetur og lokun hennar horfði
ekki vel í atvinnumálum Mývetn-
inga en fjórir fyrrverandi starfs-
menn verksmiðjunnar starfa nú við
jarðböðin, þar af eru tveir fastráðn-
ir. Nú er unnið að frekari fram-
kvæmdum á svæðinu. Verið er að
stækka búningsaðstöðuna en
snemma kom í ljós að hún annaði
ekki þeim fjölda sem vill heim-
sækja staðinn. Þá vinnur Vega-
gerðin að vegabótum á spottanum
frá þjóðvegi eitt að jarðböðunum,
en það er um einn kílómetri. „Jarð-
böðin við Mývatn hafa fengið frá-
bærar viðtökur og við höfum
tröllatrú á þessu fyrirtæki,“ segir
Stefán Gunnarsson. Hægt er að
kynna sér starfsemina nánar á vef-
setrinu www.jardbodin.is.
Jarðböðin í Mývatnssveit
hljóta frábærar viðtökur