Bændablaðið - 05.07.2005, Page 40
40 Þriðjudagur 5. júlí 2005
Samtökin Landsbyggðin lifi hélt
árlegan aðalfund sinn að Húna-
völlum, A- Húnavatnssýslu helg-
ina 4.-5. júní. Fundinn sóttu
fulltrúar frá aðildarfélögum
samtakanna um allt land.
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á fundinum:
Aðalfundur LBL haldinn á
Húnavöllum, A-Húnavatnssýslu
4.-5. júní 2005 ályktar:
Landsbyggðin á stöðugt í vök
að verjast gegn óblíðum lögmálum
efnahagslífsins. Fyrirtæki eru lögð
niður og fjárfest er í nýjum út frá
hagsmunum fárra sem ráða yfir
fjármagni, en ekki út frá vilja eða
óskum íbúanna í hinum dreifðu
byggðum. Alþingismenn og ríkis-
stjórn hafa ekki megnað að efla at-
vinnutækifæri til að vega á móti
vaxandi misvægi, og í raun hafa
aðgerðir þeirra leitt til þess að
fækka atvinnutækifærum á lands-
byggðinni.
Í umræðum um samgöngumál
verða þær raddir nú háværari að
veita eigi fjármunum úr sameigin-
legum sjóðum þjóðarinnar út frá
höfðatölu. Í stað þess að meginat-
riðið þarf að vera að tengja byggð-
irnar saman til að skapa betri lífs-
skilyrði um allt land.
Svar okkar er:
Það er sameiginlegt markmið
okkar allra, í þéttbýli og dreifbýli,
að okkur sé kleift að búa þar sem
okkur fýsir að búa og trúum við
því að til þess megi skapa efna-
hagslegar og félagslegar forsend-
ur.
Landsbyggðarfólk á þá sam-
eiginlegu hagsmuni með íbúum
þéttbýlis að öll viljum við búa í líf-
vænlegu samfélagi þar sem vilji
okkar er virtur.
Slík markmið tryggir enginn
fyrir okkur, við verðum að vinna
að þeim sjálf með eigin frumkvæði
og samstöðu.
Fólk í hinum dreifðu byggðum
þarf
·að sameina krafta sína og hafa
frumkvæði um uppbyggingu nýrra
atvinnutækifæra, út frá þekkingu,
reynslu og auðlindum sem eru fyr-
ir hendi í hverri byggð.
·að hækka menntunarstigið svo
að hinar dreifðu byggðir breytist
ekki í láglaunasvæði.
·að efla félagslega samstöðu
fólks og eigin sköpun í listum,
tækni og skemmtanalífi.
·að lyfta umræðunni um
byggðamál á hærra plan og láta
rödd landsbyggðarinnar heyrast
betur á opinberum vettvagni og
glæða hana nýrri bjartsýni. Jafn-
framt að vinna að því að efla sam-
stöðu með almenningi í þéttbýli,
sem á þá sameiginlegu ósk með
landsbyggðinni að efla og bæta
byggð og lífsskilyrði um allt land.
Landsbyggðin lifi hvetur til
þess að fólk gangi til liðs við sam-
tök í sínu heimahéraði, samtök
sem með frumkvæði og sköpunar-
krafti stefna að eflingu eigin
byggðarlags. Jafnframt þarf að
taka höndum saman þvert á
byggðamörk og þvert á stjórn-
málaflokka, til að efla byggð og
nýta gæði landsins í sátt við íbúa
og umhverfi.
Ný stjórn var kjörin og skipa hana:
Ragnar Stefánsson, Laugasteini,
Svarfaðardal, formaður
Sveinn Jónsson, Kálfskinni
Árskógsströnd, varaformaður
Þórarinn Lárusson, Egilsstöðum,
ritari
Stefán Á. Jónsson, bóndi Kagaðar-
hóli, A-Húnavatnssýslu, gjaldkeri
Meðstjórnendur:
Þórunn Egilsdóttir, Hauksstöðum,
Vopnafirði
Fríða Vala Ásbjörnsdóttir,
Reykjavík
Jóhannes Erlendsson,
Hvammstanga
Guðjón Gunnarsson, Reykhólum
Varamenn:
Sigríður Svavarsdóttir, Blönduósi
Snær Karlsson, Reykjavík
Guðjón Gunnarsson, Reykhólum
Sigurjón Jónasson, Egilsstöðum
Árni Gunnarsson, Reykjavík
Landsbyggðin á stöðugt í
vök að verjast gegn óblíðum
lögmálum efnahagslífsins
„Við fylgjumst náið með fram-
vindunni þó enn hafi ekki komið
til þess að fólk hafi óskað eftir
því að skrá sig til lögheimilis í
einhverjum af þeim þúsund
sumarhúsum sem hér eru í sveit-
arfélaginu,“ segir Páll Snævar
Brynjarsson, bæjarstjóri í Borg-
arbyggð, í samtali við Bænda-
blaðið. Samkvæmt niðurstöðu
Hæstaréttar er nú heimilt að
skrá búsetu sína í sumarbústöð-
um, en dómur þess efnis var
kveðinn upp í máli fólks sem
setti sig niður í sumarhúsi undir
Vörðufelli í Bláskógabyggð.
Héraðsdómur hafði áður komist
að öndverðri niðurstöðu.
Í Bláskógabyggð hefur orðið
vart við hreyfingu í samræmi við
niðurstöðu dómsins - og sveitar-
stjórnarmenn víða um land fylgjast
náið með framvindunni. „Við er-
um illa undir það búin að bregðast
við því ef fólk fer í stórum stíl að
skrá lögheimili sitt í sumarhúsum.
Það kallar á gjörbreyttar áherslur í
lögboðinni þjónustu; svo sem á
sviði félags- og fræðslumála, að
ekki sé talað um skólaakstur og
sorphirðu á vegslóðum sem eru
ekki búnir undir þunga umferð og
svona mætti áfram telja. Vissulega
gætu þó viss atriði í þessu sam-
bandi verið sveitarfélögunum til
hagsbóta. Ætla má að eigendur
sumarhúsa, og þar með þeir sem
skrá sig til heimilis þar, séu þokka-
lega bjargálna fólk með nokkuð
háar meðaltekjur sem myndu þá
greiða nokkuð hátt útsvar til síns
sveitarfélags. Hér þurfum við að
taka alla þætti inn í myndina,“ seg-
ir bæjarstjórinn.
Hagfelld þróun
Um 1.900 sumarhús eru í Borgar-
firði öllum, þar af um 1.400 í nýju
sameinuðu sveitarfélagi sem til
verður á næstunni með sameiningu
Borgarbyggðar, Borgarfjarðar-
sveitar og Þverárhlíðar- og Kol-
beinsstaðahreppa.
Íbúar í Borgarbyggð eru nú í
kringum 2.600 talsins. „Þessi tala
rokkar svolítið til frá einu tíma árs
til annars. Margir nemendur í Við-
skipaháskólanum á Bifröst skrá sig
til heimilis þar, en flytja síðan lög-
heimili sitt þegar skóla lýkur á
vorin. Oft er þetta útfall um 30 til
50 manns og síðan kemur sam-
svarandi fjöldi aftur inn á haustin.
Heilt yfir er þó íbúum hér að fjölga
og sérstaklega hefur þróunin að
því leyti verið okkur hagfelld á líð-
andi kjörtímabili,“ segir Páll
Snævar.
Íbúum fjölgar í Borgarbyggð
þar sem eru 1.400 sumarhús
Lögheimili í sumar-
húsum hefði sína kosti
segir bæjarstjórinn
Framundan eru 40 kílómetrar af
grófum og hlykkjóttum malar-
vegi. Átta einbreiðar brýr eru á
þessum vegi. Fjöldi krappra
beygja og blindhæða. Líkurnar
á að sauðfé sé að sleikja salt á
veginum, handan næstu blind-
hæðar, eru miklar. Skilningarvit
bílstjórans eru þanin. Margt
óvænt getur gerst.
Upphafsorð þessarar greinar
eru ekki byrjun á spennusögu þar
sem lýst er för ferðalangs til
hættulegs staðar fjarri alfara leið.
Staðar þar sem skuggalegir at-
burðir gætu gerst.
Nei! Lýsingin hér að ofan er
næsta raunsönn lýsing á lengsta
ómalbikaða kafla íslenska hring-
vegarins. Þess hluta þjóðvegar nr.
1 sem liggur milli Ásunnarstaða í
Breiðdal og Litla-Sandfells í
Skriðdal.
Vegarkaflinn sem hér um ræð-
ir er sá langlengsti á hringvegin-
um sem enn er ómalbikaður. Um
þennan veg fer mikill fjöldi fólks,
ekki síst ferðamann bæði
innlendir og erlendir.Víða er veg-
urinn bæði grófur og hlykkjóttur,
einkum innst í Skriðdalnum. Lík-
urnar á að sprengja dekk og þeyt-
ast út af veginum eru því nokkrar.
En sleppi maður við það skapar
fjöldi sauðfjár við og á veginum
einnig slysahættu. Sauðféð sækir í
að sleikja saltið sem notað er til
að rykbinda veginn. Í vætutíð hef-
ur saltið síðan einnig miður góð
áhrif á lakk og undirvagna bílanna
sem um veginn fara.
Að stytta sér leið milli Egils-
staða og Djúpavogs með því að
fara veginn um Öxi fríar vegfar-
endur frá þeim hluta fyrrgreinds
vegar sem liggur um Breiðdal og
Breiðdalsheiði. Eftir stendur að
þeir sem fara Öxi verða samt sem
áður að keyra Skriðdalinn en innst
í honum er vegurinn hvað verstur.
Hlykkjóttur, hæðóttur og grófur.
Úrbætur á þessum hluta hring-
vegarins munu vera á dagskrá
vegaáætlunar í fyrsta lagi árið
2009. Fram að því geta vegfar-
endur notið þess að sviga um
hann í öllum sínum fjölbreyti-
leika, með öndina í hálsinum yfir
því hvað kunni að gerast handan
næstu blindhæðar.
Eða er kannski vert að varð-
veita þennan veg í núverandi
mynd? Það hefur raunar verið gert
- alllengi! Þessi hluti hringvegar-
ins hefur jú fleiri en eina merk-
ingu. Til dæmis er tilvist hans lif-
andi minnismerki um vegagerð á
síðustu öld. Tilvist þessa vegar
geymir einnig minningu um sér-
kennilega forgangsröðun í vega-
málum landsins.
/Dreifbýlingur.
Ekki fyrir viðkvæma!
Þjóðvegur nr. 1 við Skriðuvatn í Skriðdal. Vafalítið meðal hlykkjóttustu vegkafla á landinu.
"
8
6
>*
?66>
&
1DEFFF *
G
1?
*?8
A& *+
+
A
A
B
+
6C
6
*
1D
.
86
(*.2!GH*+,(-.!
>
;
*
8
FFF *
4&
;?
)
% '"#$#
'H*
+,(-*&*6I)%&'*(-&
'*(-&&*6+*(-)/*+,(-*