Bændablaðið - 25.02.2010, Side 2

Bændablaðið - 25.02.2010, Side 2
2 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 Reka ætti svínarækt á sömu for- sendum og aðrar greinar íslensks landbúnaðar og sú samþjöpp- un sem orðið hefur í svínarækt á Íslandi er varhugaverð m.a. í ljósi sjúkdómahættu, fæðu- öryggis og efnahagslegra þátta. Umhugsunarefni er hvort ekki er rétt að stuðla að fjölgun smærri svínabúa á landinu og færa svínaræktina í átt til fjölskyldu- reksturs á nýjan leik, líkt og meðal annars hefur verið reynt í Noregi, í stað hinna stóru ein- inga sem nú eru ráðandi. Hætta er fólgin í stórum rekstrarein- ingum vegna sjúkdómahættu sem gæti ef illa færi kostað hið opinbera háar fjárhæðir í formi greiðslu skaðabóta ef til niður- skurðar kæmi vegna sjúkdóma. Þetta eru meðal annars nið- urstöður starfshóps sem skipaður var til að vinna tillögur um hvern- ig efla megi innlenda svínarækt með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna hvað varðar fæðuröryggi, fóðuröflun og umhverfissjónarmið. Starfshópurinn sem var skip- aður í október á síðasta ári af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra skilaði á dögunum niðurstöðum vinnu sinnar. Sjúkdómar gætu kostað gríðarlega fjármuni Í niðurstöðum starfshópsins er meðal annars bent á að ef til nið- urskurðar á svínabúum kæmi til að sporna við útbreiðslu svokallaðra A-sjúkdóma gæti það kostað hið opinbera gríðarlegar fjárhæðir en slíkur niðurskurður er skaðabóta- skyldur. A-sjúkdómar eru bráð- smitandi sjúkdómar sem ráðast þarf gegn með öllum ráðum. Með stækkun svínabúa og samþjöpp- un svínaræktarinnar á undan- förnum áratug hefur þessi hætta aukist mjög enda eru mjög stórar rekstrareiningar vandamálasæknari en minni og tjón meira ef til nið- urskurðar kæmi. Þá er bent á að í Noregi sé unnið að því með stuðningi hins opinbera að hamla gegn því að svínabú verði mjög stór. Umhugsunarefni sé því hvort að ekki eigi með einhverjum slíkum hætti að stuðla að fjölg- un smærri svínabúa. Eftirlit með heilbrigði og aðbúnaði yrði mun öruggara og auðveldara hjá smærri einingum. Í skýrslunni er einnig bent á að líkur séu á að hægt sé að stórauka hlutdeild byggs og íslensks korns í fóðri svína. Því sé mikilvægt að svínarækt og akuryrkja þróist sam- hliða með það að markmiði að stuðla að hagkvæmni í báðum grein- um. Ekki síst sé þetta mikilvægt í ljósi mikillar hlutdeildar svínakjöts á innlendum kjötmarkaði. Starfshópurinn leggur einnig til að ríkisvaldið og svínabændur geri með sér samning um stuðning, starfsskilyrði og samfélagslegar skyld ur búgreinarinnar, á svipuðum nót um og búvörusamningar við mjólk ur framleiðendur, sauðfjár- bændur og garðyrkjubændur eru gerðir. Ósammála ýmsu í skýrslunni Geir Gunnar Geirsson svínabóndi á Vallá er ósammála ýmsum þeim ályktunum sem dregnar eru um stór svínabú í skýrslu starfshópsins. Geir Gunnar er framkvæmdastjóri Stjörnugríss sem á og rekur mjög stór svínabú á Vallá og á Melum. „Það eru nokkrir punktar í þessari skýrslu sem ég hef athugasemdir við. Það er meðal annars fullyrt að meiri sýkingarhætta sé á stórum búum en smærri og ég tel það engan veginn standast. Þróunin í allri Evrópu og um allan heim hefur verið í átt að stærri búum og ég hef ekki orðið var við að það séu meiri vandamál en voru til staðar fyrir áratug. Ég tel að menn geti ekki stöðvað þá þróun sem er í landbún- aði í dag, í svínarækt, kjúklingarækt, eggjaframleiðslu, mjólkurfram- leiðslu og líka fjárbúskap. Búin eru að stækka og verða hagkvæmari og það af fullri nauðsyn. Það þarf líka stór bú og stærðarhagkvæmni í kornframleiðslu sem er nú hinn hluti skýrslunnar. Ég er sammála því að það eru vaxtartækifæri í kornrækt fyrir svínaræktina en þá þarf að koma til hagkvæmni í því líka.“ Geir Gunnar segist jafnframt vera þeirrar skoðunar að ekki sé þörf á ríkisstyrkjum í svínarækt- inni. „Ég held hins vegar að ef menn ætla að fara að hella sér út í mikla kornrækt þá mætti koma til einhver aðstoð við slíkt. Það ætti þá að mínu mati bara að eiga við um kornræktina, ekki á öðrum sviðum í svínaræktinni.“ fr Fréttir Svo virðist sem opinbert eftir- lit með kjötvörum fari eingöngu fram í eftirliti með vörumerking- um. Stefán Vilhjálmsson, fags- viðsstjóri hjá Matvælastofnun (MAST) segir að hann viti ekki til þess að kjötvörusýni hafi verið send til kjöttegundagreiningar af hálfu MAST. „Slíkum aðferðum verður varla beitt, einkum vegna kostnaðar, nema fyrir liggi rök- studdur grunur um vörusvik.“ Þann 8. október sl. birtist frétta- skýring í Bændablaðinu undir yfir- skriftinni Er eftirliti með kjötvörum ábótavant? og átti hún að varpa ljósi á stöðu mála hér á landi. Kom sú umfjöllun til vegna ummæla Þórarins Jónssonar, bónda á Hálsi í Kjós, í viðtali á sjónvarpi mbl. is, en þar sagði hann að það væri opinbert leyndarmál að víða í kjöt- vinnslum á landinu væri blönd- uðu kjöthakki og öðru tilfallandi hráefni, s.s. hrossakjöti, svínafitu og kartöflumjöli, blandað saman við nautahakk. Var gefið í skyn að svo væri varan seld sem nautahakk, án þess að íblöndunarefnanna væri getið. Reglugerðir skýrar Reglugerðir eru skýrar varðandi merkingar og innihaldslýsingar á matvörum. Óli Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmeistari og sérfræð- ingur á nýsköpunar- og neyt- endasviði Matís, sagði í fréttaskýr- ingunni í Bændablaðinu þann 8. október sl.: „Sum matvæli hafa nafnvernd sem þýðir að ekki má blanda öðrum kjöttegundum eða aukefnum við þær eigi nafngiftin að haldast – samanber hamborg- ari sem eingöngu skal unninn úr ungnautakjöti. Ef öðrum efnum er blandað saman við verður að hafa annað forskeyti framan við nafnið borgari.“ Enn fremur sagði hann: „Hvorki fagmenntaðir sérfræðing- ar né almennur neytandi geta séð á vörunni hvort lögum og reglum hafi verið framfylgt, til þess þarf ítarlegri skoðun, annað hvort með skoðun á starfsemi viðkomandi kjötvinnslu og/eða mælingum og greiningu á sjálfri vörunni.“ Læsi neytenda á merkingar matvæla Það virðist vera kappsmál hjá ýmsum aðilum og stofnunum sem bera hag neytenda fyrir brjósti að skjólstæðingar þeirra séu vel upp- lýstir um reglugerðir sem snúa að innihaldslýsingum á matvöru. Til marks um það má nefna að reglu- lega eru í boði fyrir neytendur ein- hvers konar námskeið þar sem þeim er leiðbeint um læsi á merkingar matvæla. Í einu námskeiði á dög- unum á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands, sem haldið var í samstarfi við Matvæla- og næring- arfræðafélag Íslands, kom fram í námskeiðslýsingu að „Merkingar á matvælum eru oft einu upplýsing- arnar sem við höfum í höndunum til þess að velja matinn okkar á upplýstan hátt. Merkingarnar þurfa að fylgja ákveðnum reglum, sem segja til um hvað þarf að koma fram. Þær eiga að vera skýrar og ekki villa um fyrir okkur.“ Er verið að blekkja neytendur? En hvernig geta neytendur verið vissir um að það sé ekki verið að villa um fyrir þeim í sjálfri framleið slunni? Stefán segir að opinbert eftirlit hafi að stærstum hluta falist í eftirliti með vöru- merkingum; að vöruheiti séu í samræmi við ákvæði reglugerðar um kjöt og kjötvörur (R331/2005) og innihaldslýsing öll samkvæmt ákvæðum gildandi reglugerða. „Sameiginlegt verkefni um sam- anburð uppskrifta fyrirtækja við innihaldslýsingar á tilteknum vörum var fyrirhugað 2009, en var af ýmsum ástæðum frestað til 2010. Bendi niðurstöð- ur slíks verkefni til þess að í ein- hverjum tilfellum sé ekki allt sem skyldi, verður það rannsakað nánar með við- eigandi hætti.“ Stefán segir að ekki hafi verið fylgt þeirri stefnu hér á landi að til- greina um útkomu einstakra fyrir- tækja úr opinberu matvælaeftir liti, líkt og gert er t.a.m. í Danmörku með hinu svokallaða „Smiley- kerfi“. Þar sér vefurinn www.find- smiley.dk neytendum fyrir greinar- góðum upplýsingum um tíðni eftir lits heimsókna og niðurstöður þeirra, sem eru svo uppfærðar jafn- óðum og breytingar eiga sér stað. Hann segir að vel sé látið af þessu kerfi og vissulega þurfi Íslendingar að vera vakandi gagnvart möguleg- um stefnubreytingum á þessu sviði. Þegar Stefán er spurður að því hvort honum finnist í lagi að eingöngu sé haft eftirlit með inni- haldslýsingum á kjötvörum en ekki innihaldinu sjálfu segir hann: „Nauðsynlegt er að merkingar matvæla séu samkvæmt gildandi reglum og vel úr garði gerðar. Að sama skapi er mjög gott fyrir neyt- endur að kunna á þeim skil og geta lesið úr þeim þær upplýsingar sem þar er að finna.“ Ábyrgðin hjá stjórnendum matvælafyrirtækja Stefán er að lokum spurð- ur um lagalegar skyldur MAST og hver eigi að sjá um að neytendur séu ekki blekktir af kjötvinnslum t.a.m.; hvort fjármagn úr vösum skattgreiðenda eigi ekki að nýt- ast til þess að koma í veg fyrir það. „Stofnanir sem sinna opinberu eftir- liti með matvælaframleiðslu og mat- vælum (Heilbrigðiseftirlit sveitar- félaga og MAST) hafa úr ákveðnu fjármagni að spila. Það er yfirleitt ekki sérmerkt ákveðnum eftirlits- þáttum. Stofnanirnar verða því að forgangsraða verkefnum þannig að fjármagn nýtist sem best. Þættir sem varða heilnæmi og öryggi mat- væla sitja að jafnaði í fyrirrúmi. Stjórnendur matvælafyrirtækja bera ábyrgð á því að öll starfsemi fyr- irtækjanna sé í samræmi við lög og reglugerðir. Þessi ábyrgð stjórnenda er gerð enn skýrari en áður í nýrri matvælalöggjöf sem tekur gildi í áföngum næstu misseri.“ -smh Fréttaskýring: Matvælaeftirlit Hvaða tilgangi þjónar eftirlit með innihaldslýsingum? – ef ekkert eftirlit er með innihaldinu sjálfu Nautahakk? Engin leið virðist vera fyrir neytendur að átta sig á því hvort inni- haldslýsingar eru réttar. Landsmót hestamanna 2010 Forsala að- göngumiða hafin Forsala aðgöngumiða er hafin á Landsmót hestamanna 2010, sem fer fram á Vind heima- melum í Skaga firði dagana 27. júní-4. júlí. Forsalan fer fram rafrænt á slóðinni www.lands- mot.is. Söluferlið er einfalt og er væntanlegur landsmótsgest- ur leiddur í gegnum það skref fyrir skref. Frábær vildarkjör eru í boði fyrir félaga í aðildarfélögum Landssambands hestamanna- félaga og Bændasamtökum Íslands. Afsláttur er verulegur sé miði keyptur í forsölu, allt að 25%, og að auki fá félagar í LH og BÍ 25% afslátt. Unnt er að kaupa vikupassa og helgarpassa í forsölu. Lægra gjald er greitt fyrir unglinga 14-17 ára og ekkert fyrir börn 13 ára og yngri. Einnig er hægt að kaupa stúkusæti og hjól- hýsa stæði með aðgangi að raf- magni í forsölu. Með því að kaupa miða fyrirfram er hægt að spara bæði fé og fyrirhöfn. Forsölunni lýkur 1. maí 2010 og eftir það hækkar miða- verð. Hver miði sem keyptur er í forsölu gildir einnig sem miði í happdrættispotti lands- mótsins og samstarfsaðila. Um hver mánaðamót verður dregið um veglega vinninga sem eru til að mynda tveir vikupassar á Landsmót, leikhúsmiðar fyrir tvo í boði VÍS, beisli og DVD diskar frá versluninni Líflandi. Frá Landsmótinu 2004. Blómaval býður nú upp á ókeypis fræðslunámskeið tengd garðyrkju öll fimmtudagskvöld fram í lok maí og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Um hundrað manns komast á hvert námskeið og er uppbókað á helming þeirra 11 námskeiða sem ætlunin er að halda. Segjast námskeiðshaldarar finna fyrir auknum áhuga á garðyrkju og jarðrækt eftir að kreppan skall á svo líkja megi við hugarfarsbreytingu. Samþjöppun í svínarækt sögð varhugaverð Starfshópur leggur til að stuðlað verði að fjölgun smærri svínabúa. Svína bóndi              Ríkisstjórnin fjallaði nýverið um til lög ur iðnaðarráðherra um marg- vís legar aðgerðir í atvinnu- og ný- sköp unar málum. Meðal þess sem ríkis stjórnin hefur sam þykkt að hrinda í framkvæmd er að vinnu- hópur um aðkomu lífeyris sjóða að stórframkvæmd um útfæri stofnun sérstaks ferða mála sjóðs. Í hann renni þau gjöld sem lögð verða á ferðamenn og eiga að standa undir uppbyggingu fjöl- sóttra ferðamannastaða á Íslandi, auk annarra brýnna verkefna í þágu ferðaþjónustu. Markmiðið er að þegar á þessu ári verði tiltækar á bilinu 500 til 750 milljónir króna til slíkra uppbyggingarstyrkja. Hugmyndin er sú að tryggja grein- inni þannig nýjan tekjustofn, ferða- málagjald, en nefnd á vegum fjár- málaráðuneytis með aðkomu aðila í ferðaþjónustu hefur það verkefni að vinna að nánari útfærslu þess. Stefnt er að því að iðnaðarráðherra leggi fram frumvarp um nýja ferða- málasjóðinn strax í vor. Fram hefur komið að sjóðurinn verður að lík- indum vistaður hjá Ferðamálastofu, sem hafi umsjón með samninga- gerð og eftirfylgni, en fjölskipuð nefnd fagfólks meti umsóknir. Nýr sjóður til uppbyggingar ferðamannastaða

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.