Bændablaðið - 25.02.2010, Side 20

Bændablaðið - 25.02.2010, Side 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 25. febrúar 2010 Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borg arfirði Eystri hlaut Eyrar- rós ina 2010 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Áskell Heiðar Ásgeirsson og Magni Ásgeirsson, forsvarsmenn Bræðslunnar, veittu verðlaununum viðtöku úr hendi frú Dorritar Moussaieff, sem er verndari Eyrarrósarinnar. Árlega eru þrjú verkefni til- nefnd til verðlaunanna, sem ætlað er að efla fagmennsku og færni við skipulagningu menningarlífs og listviðburða á landsbyggðinni. Auk Bræðslunnar voru Eiríksstaðir í Haukadal og Skjaldborg, heim- ildarmyndahátíð á Patreksfirði, til- nefnd. Aðstandendur Bræðslunnar voru að vonum ánægðir með verðlaunin en viðurkenningin er fjárstyrkur að upphæð 1,5 millj- ónir króna og verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur auk flug- miða frá Flugfélagi Íslands. „Við erum afar stoltir yfir þess- um verðlaunum og það ber mörg- um að þakka fyrir, enda margir sem koma að þessu verkefni. Í okkar huga sýnir þetta að það er margt hægt að gera á litlum stöð- um með gamla síldarbræðslu sem í byrjun var full af drasli. Nú hefur hátíðin fest sig í sessi og eflir ekki eingöngu menningu staðarins og mannlíf heldur einnig ferðaþjón- ustu, þannig að þetta hefur mikil samlegðaráhrif,“ sagði Áskell Heið ar Ásgeirsson. Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra er haldin árlega í húsi gamallar síldarbræðslu Kaup- félags Héraðsbúa, sem breytt hefur verið í tónleikahús. Hátíðin hefur vaxið jafnt og þétt allt frá upp- hafi hennar árið 2004 og á síðasta ári voru gestir Bræðslunnar um tvö þúsund talsins. Aðalsmerki Bræðslunnar er hin einstaka stemmning sem myndast í síld- arbræðslunni á tónleikakvöldinu sjálfu. Með alúð við skipulagn- ingu hátíðarinnar og metnaði stjórnenda hefur Bræðslunni tekist að efla menningarlíf, mannlíf og ferðaþjónustu svæðisins og virkja sköpunargleði og samtakamátt íbúa Borgarfjarðar eystra. Þannig hefur þessu samstarfsverkefni nokk- urra heimamanna tekist að skapa Borgarfirði eystra fastan sess í tón- leikaflóru sumarsins og varanlegt sóknarfæri á sviði menningar- tengdrar ferðaþjónustu. ehg Það er fátt sem lýtur að stáli sem við og okkar samstarfsaðilar getum ekki klárað okkur af! Hýsi Merkúr ehf - Völuteigur 7 - 270 Mosfellsbær - Sími: 534 6050 - Fax: 534 6051 - www.hysi.is Reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ. 30 X 81m. 2.430m2 Íþróttahús á Borgarfirði eystra, 16 X 30m. 480m2 Bogahús við Hól 2 í Eyjafirði, 5 X 6m. 30m2 Gróðurhús fyrir ávaxtatré í Heklubyggð. 5 X 6m. 30m2 Gaflinn á fjölnota gripahúsi að Egilsstaðakoti í Flóa. 16 X 39m. 624m2 Bræðslan hlaut Eyrarrósina 2010 Dorrit forsetafrú afhendir bræðrunum Magna (t.v.) og Ásgeiri Heiðari Ás geirssonum Eyrarrósina 2010 á Bessastöðum. Garðyrkjufélag Akureyrar Grænir fimmtudagar fram á vor Nú þegar daginn er farið að lengja hefur Garðyrkjufélag Akureyrar starfsárið með stutt- um, opnum fundum næstu fimmtu dagskvöld. Hið fyrsta í röð inni er í kvöld, fimmtudags- kvöldið 25. febrúar og verður þá fjallað um sáningu og undirbún- ing fyrir sumarið. Fundurinn verður í Ræktunarstöð Akur eyr- arbæjar. Hallur Gunnarsson, formaður Garðyrkjufélags Akureyrar, segir að félagið hafi legið í dvala um nokkurra ára skeið, en starfsemi þess endurvakin í fyrravetur og nú eigi að endurtaka leikinn. „Við ætlum að vera með græna fimmtu- daga fram á vorið, þetta verða stuttir fundir og allir velkomnir. Við verðum með stutta fyrirlestra eða fræðslu um ákveðið efni á hverjum fundi, jafnvel sýningu og ræðum um margvíslega hluti sem tengjast garðrækt,“ segir Hallur, en alls verða haldnir sjö fundir. Hann segir að mikill áhugi sé fyrir garðrækt, góð viðbrögð við opnun matjurtagarða Akureyringa sýni það best, þannig að Hallur telur að fólk verði duglegt að mæta á fundina og fræðast um þessi mál- efni. Annan fimmtudag verður ein- mitt fjallað um matjurtagarðana, einnig í ræktunarstöðinnni. Næstu fundir verða síðan haldnir í Gömlu gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri, þar verður fjallað um tré í görðum, því næst um klippingar trjáa og runna, þá um klifurjurtir og kartöfluræktun. Hlé verður gert í kringum páskana en síðasti fund- urinn í röðinni verður um blóma- beð, þann 8. apríl næstkomandi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.