Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011 Víða um heim eru mjólkurlömb álitin herramannsmatur og er kjötið af þeim selt dýru verði. Á dögunum stóð Þorsteinn Hjaltested, matreiðslumeistari og bóndi á Vatnsenda í Kópavogi, fyrir kynningu þar sem boðið var upp á nýslátrað tæplega 6 vikna lamb. Veislan var haldin í Turninum í Kópavogi en það sem vakti fyrir Þorsteini og hans samstarfsmönn- um var að kynna þennan mögu- leika fyrir gestum, bæði þyrfti að efla sauðaostaframleiðslu í landinu og koma kjöti af fráfærulömbum á markað. „Ég fullyrði að veitinga- menn myndu kaupa þessa vöru í þónokkru magni. Það verður auð- vitað að finna rétt verð á kjötið en við myndum selja þetta sem lúxus- vöru,“ segir Þorsteinn. Kjötið af svo ungum lömbum er einstaklega meyrt og liturinn er örlítið ljósari en á kjöti af haustlömbum. Gæti aukið nýsköpun í sauðfjárræktinni Þegar ær eru mjólkaðar þarf að sjálf- sögðu að taka lömbin undan þeim. Á þeim örfáu sauðfjárbúum hér á landi þar sem mjólkin er nýtt til ostafram- leiðslu er lömbunum komið á beit en þeim ekki slátrað strax. Þorsteinn segir að það sé nauð- synlegt að efla alla nýsköpun í sauð- fjárræktinni og þessi framleiðsla gæti hjálpað til við það. Á boðstólum var einnig innmatur úr mjólkurlambinu, hjörtu, lifur og nýru sem smökkuðust vel. Lítið framboð er af sauðaosti á Íslandi en um nokkurt skeið hefur mjólkurbúið í Búðardal framleitt osta þar sem mjólkinni er safnað frá nokkrum bændum. Þá hafa atorku- samir bændur í Akurnesi í Hornafirði stundað sauðaostaframleiðslu og komið sér upp glæsilegri aðstöðu til að fullvinna vörurnar. Mjólkina má frysta Sauðamjólkin hefur þann eiginleika, eins og raunar geita- og kaplamjólkin, að unnt er að frysta hana. Það gerir það að verkum að hægt er að safna henni saman og framleiða ostinn þegar hentar. Þorsteinn benti jafnframt á að unglambaskinn séu eftirsótt vara og nefndi tilraunir Eggerts Jóhannssonar feldskera í þeim efnum en hann hefur m.a. útbúið jakka og hanska úr lambaskinnum. Bændur, sem hafa safnað skinnum af lömbum sem fæðast andvana, hafa fengið allt upp í 1.250 krónur fyrir skinnið að sögn Þorsteins. Þekking er fyrir hendi Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi í tengslum við nýtingu sauðamjólkur til manneldis. Athuganir voru m.a. gerðar upp úr 1982 á bænum Kastalabrekku í Ásahreppi þar sem kannað var mjólkurmagn, mjöltun og ysting úr íslenskri sauðamjólk. Sveinn Hallgrímsson, fyrrum skólastjóri á Hvanneyri, hefur í rúm 30 ár verið áhugamaður um efnið. Hann ásamt öðrum hefur gert ýmsar tilraunir sem hafa að hans sögn reynst vel og aflað nauðsynlegrar þekkingar sem til þarf svo hægt sé að framleiða sauðamjólk hér á landi. Suður-Evrópumenn vilja kjötið Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, fram- kvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjár- bænda, hafa komið fyrirspurnir bæði frá Spáni og Portúgal hvort íslenskir bændur geti selt þangað kjöt af ung- lömbum. Að hans sögn hefur ekki verið unnt að verða við því en þetta sé siður sem vart þekkist hér á landi. /TB Fréttir Matreiðslumenn vilja kaupa unglömb af bændum - gæti ýtt undir sauðaostaframleiðslu segir Þorsteinn bóndi á Vatnsenda Matreiðslumenn í Turninum í Kópavogi standa hér við nýeldað unglamb. Frá - Mynd / TB „Við höfum nú oft verið með vindinn í fangið,“ segir Aðalsteinn Jónsson bóndi á Klausturseli í Jökuldal. Þar hefur hann búið frá árinu 1971 eða í 40 ár og segir að í sinni búskapartíð hafi veðurfar ekki alltaf verið hagstætt. Það sem sé sérstakt nú sé hversu lengi kuldakaflinn hafi staðið yfir, komið fram yfir sumarsólstöður og enn kalt í lofti. Aðalsteinn nefnir að vorið 1979 hafi verið mjög erfitt og allt á kafi í snjó síðari hluta maímánaðar, en hann tók þá allan upp á skömmum tíma þegar fór að hlýna og þegar komið var fram í júní var veður orðið þokkalegt. „Það sem pirrar mann mest núna er að komið er langt fram í júní og enn er kalt, það lætur nærri að hér sé næturfrost,“ segir hann, en Klaustursel liggur um 280 metra yfir sjávarmáli. Um 40% túna á jörðinni eru kalin og því gefur auga leið að heyskapur verður minni en vant er. „Ljósi punkturinn í þessu er kannski sá að maður þarf að kaupa minna af rúllu- plasti en vant er,“ segir Aðalsteinn. Fé var lengi á húsi vegna tíðar- farsins, sem hafði í för með sér aukna vinnu og meiri útgjöld, „og svo er viðbúið að afurðir verði eitthvað minni í haust vegna þessa, þannig að allt spilar þetta saman og ekki undarlegt að margir hafi áhyggjur yfir stöðunni,“ segir Aðalsteinn. Það sé þó ekki háttur Jökuldælinga að væla yfir hlutunum, þeir taki lífinu bara eins og það er hverju sinni. „Menn læra ekki að meta lífið nema upplifa bæði góða og slæma daga,“ segir hann. „Það getur allt breyst á skömmum tíma ef aðeins fer að hlýna, þá tekur sprettan við sér og menn verða bjartsýnni.“ /MÞÞ Aðalsteinn Jónsson bóndi í Klausturseli í Jökuldal: „Ljósi punkturinn að kaupa þarf minna af rúlluplasti“ Garðyrkjustöðin Kvistar í Reykholti í Biskupstungum er staðsett við afleggjara skammt frá þjóðveginum við Reykholt. Hefur aðkoman verið þægileg bæði fyrir rekstararaðila og viðskiptavini stöðvarinnar. Allt bendir til að þetta breytist í næsta mánuði því Vegagerðin áformar að loka heim- reiðinni fyrir fullt og allt, þrátt fyrir að það muni fyrirsjáanlega valda stöðinni tjóni. Raunar var heimreiðin grafin í sundur fyrir skömmu en eigendur Kvista fengu bráðabirgðaleyfi hjá Vegagerðinni til að hafa opið fram í miðjan júlí. Hjónin Steinar Á. Jensen raf- vélavirki og Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur eiga og reka Garðyrkjustöðina Kvista. Segir Steinar málið allt hið furðulegasta og einkennilegt að opinberir aðilar skuli með þessum hætti vera að bregða fæti fyrir starfsemi af þessu tagi. „Þeir lokuðu hér innkeyrslunni fyrir skömmu og grófu veginn í sundur. Það hefur verið stefnan hjá Vegagerðinni að fækka öllum inn- keyrslum inn á þjóðveginn eða úr tíu í tvær. Í staðinn átti að setja upp tvö hringtorg. Málið er hinsvegar það að það hafa ekki allir möguleika á að nýta sér þessi hringtorg og á það m.a. við um nágranna minn í Friðheimum. Hann á enga aðra aðkomu en þennan veg hér þó ég hafi möguleika á að komast um krókaleiðir út úr hverfinu en þarf þá að fara í stóran hring. Ég er mjög hissa á þessum aðgerð- um og ekki síst miðað við stöðuna í þjóðfélaginu. Það er ekkert tekið tillit til aðstæðna.” Fleiri opinberar aðgerðir hafa valdið tjóni Þetta er þó ekki eini vandi stöðv- arinnar því sparnaður ríkisins með niðurskurði á framlögum til Landshlutabundnu skógræktar- verkefnanna hefur þegar stórskaðað stöðina sem hefur framleitt plöntur fyrir skógabændur víða um land. Þar með hefur tapast fjöldi starfa enda er vinnan við gróðrarstöðvarnar mjög mannfrek og nánast eingöngu handavinna. „Það er spurning um líf eða dauða fyrir okkur að reyna að auka heima- söluna. Það er eins og mönnum sé þó alveg sama eða að þeir hreinlega skilji þetta ekki, ” segir Steinar. Hólmfríður bendir líka á að skóg- rækt bindi koltvísýring sem stjórn- málamenn hafi lagt mikla áherslu á fyrir síðustu kosningar. Einnig hafi áhersla verið í orði um að skapa sem flest störf. - „Hvað varð um öll þessi áform, var þetta bara innantóm tísku- bóla,” spyr Hólmfríður. Segir sveitarfélagið andsnúið Hefur ekkert verið rætt við ykkur áður um þessi mál? „Jú, við erum búin að margræða við sveitarstjórnina (Bláskógabyggð innskot blm.) um þetta en þeir eru okkur ekkert sérlega hlynntir við að hjálpa okkur í þessu máli. Menn haga sér eins og naut í flagi. Við ætlum samt að reyna að fá þessu breytt. Hér komu reyndar upp tilvik þar sem verið var að brjótast inn í gróður- hús á nóttinni. Þá var rokið til og sett hlið á afleggjarann. Þá fengum við lykil til að opna. Síðan var ákveðið að setja breytingar á þjóðveginum inn á skipulag. Þegar sú umræða fór fram í sveitarstjórn seinnipartinn í maí vorum við bara á fullu við vinnu hér í gróðurhúsunum við að gera að plöntum og því fór sú umræða framhjá okkur. Þegar við áttuðum okkur á hvað var að gerast komum við okkar sjónarmiðum á framfæri við sveitarstjórnina. Hún virðist bara ekk- ert sérlega spennt fyrir að halda fyrir- tækjum lifandi hérna,” segir Steinar. Sveitarfélagið ekki andsnúið Drífa Kristjánsdóttir oddviti Bláskógabyggðar segir af og frá að stjórn sveitarfélagsins sé eitthvað andsnúin rekstri Kvista, þvert á móti. „Það var samþykkt deiliskipulag fyrir Reykholt fyrir tveim eða þrem árum sem þau eigendur Kvista gerðu ekki athugasemdir við og Vegagerðin vinnur samkvæmt því. Þau hafa viljað breyta skipulaginu og við höfum boðið þeim ýmsa kosti í þeim efnum en þau neita því." Drífa segir að ekki komi til greina að heimila þessa heimreið áfram einfaldlega vegna slysahættu. „Við erum búin að bjóða þeim upp á ýmsa möguleika en þau vilja ekki ræða það," segir Drífa. /HKr. Vegagerðin gróf heimreiðina að Garðyrkjustöðinni Kvistum í Reykholti í sundur: „Spurning um líf eða dauða fyrir okkur“ - segja eigendur og furða sig á skilningsleysi opinberra aðila gagnvart starfseminni Síðast liðin þrjú ár hafa verið mikill álagstími fyrir bændur. Efnahagskreppan, Eyjafallagosið í fyrra, og nú í vor Grímsvatnagosið. Þetta eru stórir atburðir. Samhliða Grímsvatnagosinu hefur verið eitt kaldasta vor, síðustu áratuga. Tíðarfar sem breytir vinnuvenjum og skapar óvissu um heyfeng og aðrar afurðir jarðar, sem og óvissu um ferðaþjónustu. Eðlilega taka slíkir atburðir mikið á fólk, bæði líkamlega en ekki síður andlega. Bændablaðið leitaði til Kristins Tómassonar, yfirlæknis Vinnueftirlitsins, og spurði hann út í með hvaða hætti fólk gæti brugðist við andlegri deyfð og þunglyndis- einkennum sem það yrði vart við hjá nágrönnum sínum, ættingjum og vinum. Kristinn bendir á að í grein sem birtist í 11. Tölublaði Læknablaðsins árið 2009 hafi komið fram að geð- heilsa bænda væri almennt nokkuð góð og almennt betri en gerust meðal almennings. Greinin var byggð á gögnum sem safnað var árið 2002. Ein af forsendum þess að ráðist var í að gera rannsóknina var sú að bændur höfðu á þessum tíma dregist aftur úr í kjörum miðað við aðrar stéttir og efnahagsleg staða þeirra til lengir tíma litið erfiðari en almennt gerðist. „Það kom nokkuð á óvart að geðheilsa bænda var almennt nokkuð góð og betri en gerist meðal almennings. Á þessu kunna að vera ýmsar skýringar, svo sem þær að við- kvæmir einstaklingar bregða frekar búi, þannig að þeir sem halda áfram í starfi séu úrval hraustra einstak- linga sem hefur heilsu og getu til að glíma við erfiðleika. Það sem olli þó áhyggjum var að ef bændur urðu veikir á geði þá leituðu þeir síður hjálpar en aðrir,“ segir Kristinn. Endurtekin eldgos á svæðum sem liggja ekki langt frá hvort öðru er gríðarleg ógn og segir Kristinn þau vitanlega til þess fallin að valda hugarangri og þungum áhyggjum, sérstaklega meðal barna, gamalla og þeirra sem veikir eru eða illa þreyttir. „Gosunum fylgdi líka mikil óvissa á meðan á þeim stóð fyrir alla starfsemi bænda, hvort sem var hefðbundin starfsemi eða óhefð- bundinn landbúnaður. Samantekið hefur þetta þýtt mikla aukna vinnu og aukna óvissa um búskaparhætti og framtíð búskapar.“ Slæmt tíðarfar ógnar heilsu Kristinn segir að alveg sé ljóst að þrátt fyrir að ógnin sem stafi af slæmu tíðarfari sé ekki hliðstæð við ógn af eldgosi og öskufalli þá sé hún til staðar. „Þessir bændur búa hvorki við samfélagslega athygli né stuðning. Stuðningur við þá er ekki almennur og meiri líkur eru því á að þeir finni sig eina í sínu basli. Kringumstæður sem þessar eru til þess fallnar að auka líkur á geðein- kennum sem hamla vinnugetu og spilla vellíðan. Einkenni sem hafa þarf í huga, eru t.d svefnmissir, við- varandi áhyggjur sem menn losna ekki undan í dagsins önn, minnkuð matarlyst, þreyta sem ekki hverfur við hvíld og minnkað þrek til verka. Þá þarf að hafa vakandi auga og bregðast við sinnuleysi um eigin velferð meðal granna eða fjölskyldu- meðlima.“ Þurfum að gæta bróður okkar „Þessar miklu hamfarir sem hafa dunið á okkur síðust tvö ár hér á landi eru okkur áminning um hvar við búum. Við þurfum góða heilsu til að takast á við miklar hamfarir. Til að njóta góðrar heilsu þurfum við hófleg verkefni og hóflega hvíld. Við þurfum að finna til samfélagslegrar ábyrgðar um að huga að og hjálpa granna okkar, og ef á heilsuna bjátar leita læknis tímanlega áður en í óefni er komið. Stuðningur einstaklinga og samfélags er mikilvægur til að lina þær áhyggjur sem þessu fylgja og hjálpa mönnum við að halda góðri geðheilsu samhliða því sem þeir ná nauðsynlegri hvíld og fá aðstoð viðað ljúka brýnum verkum,“ segir Kristinn að lokum. /fr Eldgos og harðindi - Aðgátar er þörf varðandi andlega heilsu bænda Kristinn Tómasson. Mynd / Læknablaðið Hávar Sigurðsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.