Bændablaðið - 23.06.2011, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI · SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
VÉLADEILD
ehf.
TAKMARKAÐ MAGN
- AÐEINS EINN AF HVERRI GERÐ
*
91 hö. 3.190.000
· Mótor, 4 cyl. 91 hestöfl,
m. forþjöppu og millikæli
· 14 gírar áfram – 4 aftur á bak.
Samhæfðir
· Farþegasæti
· Bremsur í olíubaði
· Loftpressa
· 540/1000 snúningar á aflúrtaki
· 3.800 kg lyftigeta á beisli
· Lyftu- og dráttarkrókur
· Framdekk 360/70R24
Afturdekk 18,4R34
· Þyngdarklossar að aftan og framan
· 24V start (2 rafgeymar)
· Geislaspilari
*
105 hö. 3.490.000
· Mótor, 4 cyl. 105 hestöfl,
m. forþjöppu og millikæli
· 16 gírar áfram – 8 aftur á bak.
Samhæfðir
· Farþegasæti
· Bremsur í olíubaði
· Loftpressa
· 540/1000 snúningar á aflúrtaki
· 4.300 kg lyftigeta á beisli
· Lyftu- og dráttarkrókur
· Framdekk 360/70R24
Afturdekk 18,4R34
· Þyngdarklossar að aftan og framan
· 24V start (2 rafgeymar)
· Geislaspilari
Nánari tæknilegar upplýsingar eru á www.rafvorur.is eða í síma 568 6411
*
Ve
rð
e
ru
á
n
VS
K.
ti
l b
æ
nd
a
á
lö
gb
ýlu
m
· Mótor, 6 cyl. 130 hestöfl,
m. forþjöppu og millikæli
· 16 gírar áfram – 8 aftur á bak.
Samhæfðir
· Farþegasæti
· Bremsur í olíubaði
· Loftpressa
· 540/1000 snúningar á aflúrtaki
· 4.500 kg lyftigeta á beisli
· Lyftu- og dráttarkrókur
· Framdekk 420/70R24
Afturdekk 18,4R34
· Þyngdarklossar að aftan og framan
· 24V start (2 rafgeymar)
· Geislaspilari
*
130 hö. 3.995.000
SUMAR
TILBOÐ
m
91, 105 og 130 hö. til afgreiðslu
Sumardagur á sveitamarkaði í
Eyjafjarðarsveit hefur nú göngu
sína sjötta sumarið.
Eins og áður er markaðurinn
á blómum prýddu torgi Gömlu
Garðyrkjustöðvarinnar við Jólagarð-
inn.
Óhætt er að segja að á markað-
inum sé fjölbreyttur varningur í boði.
Má þar nefna brodd, brauð og kökur
af ýmsu tagi, sultur og saft svo eitt-
hvað sé nefnt. Einnig allskonar hand-
verk svo sem prjónavörur, þæfða ull,
vörur úr mokkaskinni, dúkkuföt,
skartgripi og ótal margt annað sem
gleður augað.
Notalegt er að setjast niður og
gæða sér á nýbökuðum vöfflum með
rabarabarasultu beint úr pottinum og
rjúkandi kaffi og kakói.
Seljendur eru flestir heimamenn
og úr nágrannasveitum eða hagleiks-
fólk sem á leið um og staldrar við
með vöru sína. Þetta skapar skemmti-
lega fjölbreytni sem markaðurinn er
þekktur fyrir.
Samstarfshópurinn Fimmgangur
heldur utan um sveitamarkaðinn og
leggur mikið upp úr að varningurinn
sem boðinn er sé heimaunninn eða
falli vel að umhverfinu og sveita-
lífinu.
Fyrsti markaður sumarsins
verður 10. júlí og svo alla sunnu-
daga í sumar til og með 14. ágúst.
Sveitamarkaðurinn er opinn frá kl.
11 til 17.
/MÞÞ
Sveitamarkaður í Eyjafjarðarsveit
Sveitamarkaðurinn er þekktur fyrir skemmtilega fjölbreytni og þangað leggja margir leið sína. Mynd / MÞÞ
Formaður Bændasamtaka Íslands í heimsókn hjá Noreges bondelag:
„Eigum gott samstarf með þeim
á alþjóðavettvangi bænda“
- Í aðalatriðum rætt um sömu mál og brenna á íslenskum bændum
Aðalfundur Noreges bondelag var
haldinn í Lillehammer, 8. og 9.
júní síðastliðinn. Líkt og áður var
Bændasamtökum Íslands boðið að
senda fulltrúa á fundinn og þangað
fór formaður Bændasamtakanna
Haraldur Benediktsson.
„Það er mikilvægt að styrkja og
rækta góð tengsl á milli samtaka
bænda á Íslandi og í Noregi. Ekki
aðeins að norskir bændur hafi sýnt
íslenskum kollegum sínum mikinn
stuðning, heldur er margt sem við
eigum gott samstarf við þá á alþjóða-
vettvangi bænda. Að sjálfsögðu,
samt fyrst og fremst í bændapólitík,“
segir Haraldur. „Um margt er land-
búnaður þjóðanna líkur. Því er ekki
síður áhugavert að skynja hve öflugt
málefnastarf norsku samtakanna er
á vettvangi þjóðfélagsumræðu. Í
Noregi er náin samvinna á milli
samtaka bænda og sambands sam-
vinnufélaga bænda. Það spannar allt
frá verslun, afurðastöðvum í flestum
búgreinum til bankastarfsemi.“
Svipuð viðfangsefni
„Umræður á aðalfundinum voru í
aðalatriðum sömu mál og brenna
á íslenskum bændum. Þar, eins
og hér, eru aðfangaverðshækkanir
þungar í búrekstri. Verri afkoma
bænda, erfiðleikar við að endurnýja
tæki og tól og umræða um rándýr.
Afföll vegna rándýra eru mjög
íþyngjandi í rekstri bænda í Noregi,
sérstaklega sauðfjárbænda. Þar er
reyndar nokkuð fjölbreytt flóra rán-
dýra, úlfar, birnir og gaupa sem er
kattardýr. Í umræðum kom fram að
allt að 25% afföll eru á lömbum á
einstaka svæðum. Meðaltal skráðra
afalla yfir landið er nú á milli 5 og
6%, af völdum rándýra. Þá er önnur
plága sem við þekkjum líka en það
er tjón af völdum gæsa.
Umræða um rándýrapláguna er
mál sem flest norrænu bændasam-
tökin þurfa að kljást við. Við höfum
ref og mink. Verður þetta málefni
væntanlega til frekari umræðu á
vettvangi NBC, norrænu bænda-
samtakanna, seinna í sumar.“
Kjaramálin
„Í umræðu um kjaramál var að
sjálfssögðu nýgerður landbúnaðar-
samningur. Árlega semja bændur og
ríki um landbúnaðarsamning. Það
fór ekki framhjá neinum að talsverð
ólga var um niðurstöðuna. Samtök
smábænda, sem eru systursamtök
Norges bondelag, skrifuðu ekki undir
samninginn og vildu margir fundar-
menn að forysta þeirra hefði gert
slíkt hið sama. Landbúnaðarráðherra
Noregs sat fundinn og tók þátt í
umræðum um samninginn og var
ánægjulegt að sjá hvernig hann varði
gjörðir ríkisstjórnarinnar og skýrði
málið frá þeim sjónarhóli. Þannig
var umræðan miklu málefnalegri,
þar sem fulltrúi ríksvaldsins var til
svara.“
Rætt um EES og ESB tilskipanir
Af þessari upptalningu má sjá að sem
gestur var maður nokkuð vel heima
í heitustu málunum. Umræðan um
aðild að ESB, var ekki mikil. En
frekar á þeim nótum að Norðmenn
telja nú að EES samninginn verði
að endurskoða því það henti ekki
norskum aðstæðum að taka upp til-
skipanir ESB. Var pósttilskipunin
sérstaklega nefnd sem dæmi um slíkt.
Vegna harðinda hér á landi í
vor, kom líka fram á fundinum að
í ákveðnum héruðum Noregs var
í fyrrasumar lélegt heyskaparár,
þannig að umfangsmikil miðlun á
fóðri, korni og heyi varð að eiga sér
stað. Kannski áþekk og sú staða sem
við gætum hugsanlega horft til, ef tíð
fer ekki skána, - sem við sannarlega
vonum.
Fundarmenn voru líka vel með-
vitaðir um okkar vanda og fyrsta
spurning Norðmanna í okkar garð
snerist alltaf um hvernig bændum
á áhrifasvæði Grímsvatnagossins
reiddi af. Þannig fannst mér ég upp-
lifa þennan sterka bænda og frænda-
þráð sem á milli okkar liggur,“ segir
Haraldur Benediktsson.
Formannshjón BÍ á fundi hjá norsku bændasamtökunum. Talið frá vinstri;
Lilja Guðrún Eyþórsdóttir, Haraldur Benediktsson með dóttur þeirra Guð-
björgu í fanginu og Nils T. Bjørke, formaður Noreges bondelag.
Árshátíð Landssambands kúabænda 2011
þakkar eftirtöldum fyrirtækjum kærlega
fyrir veittan stuðning