Bændablaðið - 23.06.2011, Side 29
28 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011
Lista- og menningarvika var hald-
in á Ytra-Lóni á Langanesi nýverið
og var dagskráin fjölbreytt, m.a.
var boðið upp á vinnusmiðjur
þar sem áhugasamir gátu komið
og fengið leiðsögn í að tálga í
tré, þæfa upp og setja mósaík á
garðhellur. Á meðan á Lista- og
menningarvikunni stóð var mál-
verkasýningin „Rassar í sveit“ í
fjárhúsinu á staðnum.
Á Ytra-Lóni búa hjónin Mirjam
Blekkenhorst og Sverrir Möller
ásamt börnum sínum. Þar er rekið
sauðfjárbú en einnig er þar ferða-
þjónusta og er gistiaðstaða m.a. í
gamla bæjarhúsinu á staðnum sem
byggt hefur verið upp frá grunni.
„Þegar Mirjam sá umfjöllun um
mig og mín verk í Bændablaðinu þar
sem ég sagði frá þeim draumi mínum
að halda sýningu í fjárhúsi hafði hún
samband og bauð mér sýningarsal í
fjárhúsinu á Ytra-Lóni í tengslum
við Lista- og menningarvikuna sem
þar var haldinn um daginn,“ segir
Jóhanna Bára Þórisdóttir. Hún hefur
gert garðinn frægan fyrir verk sín sem
bera yfirskriftina „Rassar í sveit,“ og
frá var sagt í Bændablaðinu í vor.
Kindunum boðið á sýningu
Jóhanna Bára segir að fyrst þegar
Mirjam hafi rætt við sig hafi hún
verið sannfærð um að fjárhúsin yrðu
svo gott sem tóm þegar húm myndi
birtast á staðnum, búið yrði að loft
vel út og ekki yrði mikill raki og
lykt í húsunum. Afleitt veðurfar í
allt vor og það sem af er sumri hafi
hins vegar sett sitt strik í reikninginn.
Ekki var unnt að setja út allt fé og
var talsvert af kindum á húsi þegar
Jóhanna Bára kom á staðinn.
„Við veltum fyrir okkur hvort best
væri að fresta sýningunni, en ég tók
það ekki í mál, ég vildi endilega
láta af þessu verða. Mætti því bara
á staðinn og fann strax góðan stað
í fjárhúsinu þar sem ég hengdi upp
myndir mínar og leyfði kindunum
að njóta listaverkanna í heila viku,“
segir Jóhanna Bára.
/MÞÞ
Lista- og menningarvika á Ytra-Lóni á Langanesi:
Allir draumar geta ræst
Draumur Jóhönnu Báru Þórisdóttur um að sýna verk sín í fjárhúsi rættist á dögunum, en hún hengdi nokkur þeirra
upp í fjárhúsinu að Ytra-Lóni. Þar sem veðurfar hefur verið afleitt á norðan- og austanverðu landinu var fé enn á
húsi og nutu kirndurnar þess að berja listaverkin augunum og stytta sé þannig stundir meðan beðið var eftir betri
tíð. Mynd / MÞÞ