Bændablaðið - 23.06.2011, Side 31

Bændablaðið - 23.06.2011, Side 31
30 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011 Lesendabásinn Aðföng til sauðfjárframleiðslu hafa hækkað gífurlega á síðustu fjórum árum en afurðaverð til bænda lítið sem ekki neitt. Í verðlagsgrunninum sem reikn- aður var hér áður fyrr var ekki langt frá að helmingur af brúttó- tekjum sauðfjárbænda færi í kostnað. Hækkanir á aðföngum, síðast liðin ár, hafa rýrt tekjulið bóndans svo um munar. Stór hluti tekna bóndans er horfinn. Menn kenna gjarnan hruninu um, en það er einföldun. Þó við, í þessari umfjöllun, berum saman verð hér og í Evrópu þá erum við engir sérstakir tals- menn Evrópusambandsins. Við höfum enga trú á að við séum á leið þangað inn. Ullarverð Ullarverð í heiminum hefur í áratugi verið ótrúlega lágt. Langt undir framleiðslukostnaði. Bændur hafa reynt að þrauka í von um betri tíð. Nú er svo komið að smátt og smátt hefur sauðfé í helstu framleiðslulöndum fækkað um tugi milljóna. Það og það að ull er er orðin tískuvara, hefur þau áhrif að ullarverð á mörkuðum erlendis hefur hækkað töluvert. Verði til okkar frá verksmiðj- unni og styrkjum frá ríkinu hefur verið blandað saman að ástæðu- lausu. Í raun er verksmiðjan, Ístex, að borga 160 kr. á hreint kíló af fyrstaflokks ull. Lopapeysa, sem í fer eitt kg. af ull er gjarnan seld á kr. 18.000. Ullarverðið (sem fulltrúi verksmiðjunnar sagði besta hráefni í heimi) er innan við 1% af útsöluverði lopapeysunnar. Góð merínóull er í dag seld á mörkuðunum á kr. 1.600 kg. Það stendur á veraldarvefnum (sjá uppl. neðst) að ullarjakkaföt hafi, vegna hækkunar á ull, hækkað un 8.000 kr. íslenskar. Það er því ljóst að það verð sem verksmiðjan borgar okkur fyrir ullina þarf að margfaldast. Eðilegast væri að miða verð til okkar sem hlutfall af verði á merínóull (19μ). Ef til dæmis verðið væri 40% af merínóull ættum við að fá utan við styrkina kr. 640. Verð á lopapeysunni þyrfti að hækka um 500-600 krónur, úr kr. 18.000 í 18.600 út úr búð. Kjötverð Eins og styrkirnir eru reiknaðir nú mætti líta svo á að við séum að fá styrki fyrir útflutninginn. Það er blekking. Ef verð á kindakjöti fyrir innanlandsmarkað yrði fært að framleiðslukostnaði þyrfti allan þann styrk sem við fáum í dag, jafnvel meira til að hægt væri að selja á því verði sem við erum að selja á í dag. Það er mjög hæpið að haga styrkjum þannig að ætla mætti að útflutningurinn sé styrktur. Hér um árið lagði þáverandi landbúnaðarráðherra, Steingrímur Sigfússon, útflutningsbæturnar niður. Engin pólitískur stuðningur var við að borga þær, var okkur sagt. Saman með þjóðarsáttmál- anum sem kom um svipað leyti voru laun sauðfjárbænda þá, skert um 46% að meðaltali. Samanburður við Skotland Fyrir nokkrum árum gerðum við samanburð á framleiðslukostnaði á kindakjöti hér og í Skotlandi. Það sem kom á óvart var að algengt var að þeir þurftu jafnmikið af aðföngum og við, til dæmis áburð á framleitt kíló af kjöti. Þó við þurfum meira af byggingum þá er land dýrara í Skotlandi. Ef við fengjum aðföng á svip- uðu verði virðist ekkert út í hött að við gætum framleitt kindakjöt á ekkert svo miklu hærra verði en Skotar. Það er aftur á móti fráleitt að reikna með að við getum fram- leitt kjöt hér á lægra verði. Það er því fróðlegt að bera saman verð á kindakjöti hér og í Evrópu. Verð á kindakjöti í Evrópu, ákvarðast á uppboðsmörk- uðum svipað og verð á fiski hér á landi. Verðið er mjög breytilegt eftir árstímum og eins er það ekki það sama í öllum löndum Evrópusambandsins. Meðfylgjnadi línurit er fyrir kíló af kjöti til bænda 2010 og í byrjun á 2011 á Bretlandseyjum. 70% hærra verð í Bretlandi Jafnvel þó við tökum lægstu verð á Bretlandseyjum árið 2010 er verð samt 70% hærra til bænda á Bretlandseyjum en hér. Hér var, sl. haust, verð til bænda um kr. 400 á kg. en um kr. 670 í Bretlandseyjum. Nú er verð um 20% hærra á Bretlandseyjum en það var í fyrra og er því spáð að sú hækkun haldist þannig að verð til bænda verði um kr. 800 í haust. Ef borin eru saman verð á lif- andi fé, lömbum með gæru, verður munurinn jafnvel enn meiri. Það er því ljóst að það er dapurlegt ef það verð sem bændur í Evrópu eru að fá, á þessum sömu mörkuðum sem við erum að selja á, næst ekki sem skilaverð til bænda á Íslandi. Er þá yfirleitt nokkur framtíð fyrir útflutning á kindakjöti frá Íslandi ef ekki er hægt að gera betur. Okkur bændum þykir sárt að horfa á eftir hverju lambi sem deyr. Ef einhverjir tugir lamba deyja bera bændur sig illa, eins og eðlilegt er. Það verð sem sauð- fjárbændur á Íslandi fá fyrir sínar afurðir er svo miklu lægra en það verð sem t.d. skoskir bændur eru að fá, að það er hægt að líta á það sem ígildi náttúruhamfara, en sauðfjárbændur æmta hvorki né skræmta. Látum heyra í okkur! Mögulegar lausnir Það þyrfti að ráða einhvern erlend- an markaðssérfræðing til að líta á hvort og hvað væri hægt að gera. Ef ekkert er hægt að gera þá er gott að vita það líka. (Fljótlegt er að finna þær upplýsingar sem hér er að finna með því að gúgla woolprices og lambprices UK, þá koma upp upp- lýsingar ). Gunnar Einarsson og Guðrún S. Kristjánsdóttir Sauðfjárbændur Daðastöðum Núpasveit, Norðurþingi. Verð á sauðfjárafurðum Benedikt Erlingsson leikari er kannski í huga pöpulsins meira tengdur gríni og glensi en dramatík og alvöru. Hann hefur birst lands- mönnum á sjónvarpsskjánum í hlutverki trúðsins um margra ára skeið. Á hitt ber þó að líta að í leik- húsinu hefur Benedikt fengist við háalvarleg hlutverk. Hann vinnur nú að undirbúningi myndar sem ber vinnuheitið Hross í oss sem að hans sögn er best að lýsa sem einhvers konar tragíkomedíu, ef menn á annað borð vilja setja merkimiða á alla hluti. Benedikt segir að nú beri nýrra við í þessari fyrirhuguðu mynd. „Ég geri mér grein fyrir því að hestamönnum finnist ég vera trúður því að ég hef nokkrum sinnum trúðast með þeim. Ég hef látið temja mig í Reiðhöllinni og sýnt gagntegundir á landsmóti þannig að ég hef verið að grínast með hesta. En núna er mér mikil alvara, með þessari mynd. Þessi mynd er mikið til fyrir hestamenn, ég er að gera hana fyrir þá en auðvitað líka fyrir heiminn allan.“ Dramatískar sögur Mynd af þessu tagi, sem hugsuð er til alþjóðadreifingar, getur opnað ýmsa glugga og skapað mörg tækifæri að mati Benedikts. „Einhvers staðar í þessari mynd erum við líka að selja fólki upplifunina af íslenska hestin- um á Íslandi, sem eitthvað verðmæt- ara og stórbrotnara en bara íslenska hestinn í stykkjatali í útlensku gerði. Rannsóknir sýna að myndefni er í raun ein helsta kveikjan að ferðum fólks til Íslands. Í þessari mynd eru ekki mörg samtöl. Sögurnar eru mjög dramatískar og ekki bornar upp af einhverju blaðri heldur atburðum og myndmáli. Hún ætti því að geta gengið í útlendinginn.“ Mynd um skepnuna í manninum „Þetta er svona ný tegund af sveit- arómantík en kannski, dálítið brútal en samt með miklu umburðarlyndi og kærleika fyrir viðfangsefninu. Þessi mynd er á einhvern hátt röð af baráttusögum þar sem maðurinn er að beisla dýrið, bæði hrossið og dýrið í sjálfum sér. Þó að hesturinn sé í forgrunni og sjónarhornið sé oft hestsins þá er þessi saga auðvitað um manneskjur. Hún er ekki eingöngu óður til hestsins og íslenskrar hesta- menningar heldur um leið verður hún tilraun til að afhjúpa hið frumstæða afl í manneskjunni. Hún er kannski svolítið um skepnuna í manninum sem afhjúpast í glímunni við þetta göfuga dýr,“ segir Benedikt. Hesthúsið torkofi Benedikt segist vera búinn að ganga með hugmyndina lengi í maganum. Grunnurinn að myndinni, sögunum sem þar eru sagðar, sé allt að því að tíu ára gamall. Benedikt hefur hins vegar lengi verið í hestamennskunni. Tólf ára gamall fór hann í sveit í Möðrudal og smitaðist þar af hesta- bakteríunni. Ljósmynd af afabróður Benedikts, Guðna Ólafssyni apótek- ara, þar sem hann var með tvo til reiðar á stæðilegum brúnum klárum var hálfgerð altaristafla í æsku hans. „Ég hef eiginlega haft hesta á húsi frá sextán ára aldri, þá byggði ég mér hesthús með pabba uppi í Grafarholti, í gömlum tóftum þar. Við tyrfðum þar yfir og vorum með þrjú hross í litlum torfkofa, sem reyndar stendur ennþá upp við golfskálann í Reykjavík. Það myndi þykja frumstætt í dag, við vorum m.a. bara með vatn í brunni.“ Stórleikarar í kippum Benedikt hefur fengið stórleikara til liðs við sig í verkefninu Hross í oss. Ingvar E. Sigurðarson og Charlotte Bøving fara með aðal- hlutverkin en í aukahlutverkum eru ekki ómerkari leikarar en Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason , Steinn Ármann Magnússon og Maria Bonnevie sem er ein af virt- ari leikkonum norðurlanda og hefur meðal annars leikið í kvikmyndinni Jerusalem í leikstjórn Billy August. Íslensku leikarana þarf vart að kynna frekar enda eru þeir með ástsælustu leikurum þjóðarinnar síðustu ár. Að sögn Benedikts er verkefnið nú á lokastigum fjármögnunar en þegar hefur fengist vilyrði um stuðn- ing frá Kvikmyndasjóði Íslands. Framleiðendur ásamt Benedikt eru þau Friðrik Þór Friðriksson og Guðrún Edda Þórhannesdóttir. Þá hafa norrænir meðframleiðendur bæst í hópinn. En svona verkefni er langhlaup. „Þetta er sumarmynd og við stefnum á að hefja tökur í ágúst næsta sumar. Þá stefnum við á tökur í Hvítársíðunni og í Skagafirði,“ segir Benedikt. Stefnt er að því að myndin verði frumsýnd árið 2013. Tökum okkur skáldaleyfi Staðsetning myndarinnar er í raun óræð þrátt fyrir tökustaðina að sögn Benedikts. „Þetta er þessi sveit þar sem sér á milli bæja og nágrannarnir fylgjast hverjir með öðrum, í kíkin- um. Lengi vel hafði ég Svarfaðardal í huga en ég hef mikið skoðað bæði Vesturdal og Unadal í Skagafirði og svo í Borgarfirðinum. Þarna eru líka mikil tengsl við hálendið. Það verður kannski erfitt fyrir Íslendinga og sveitamenn að horfa á myndina þegar þeir upplifa það að bóndi úr Hvítársíðunni fer í kaupstað á Hofsós. Við erum hins vegar að búa til svona sérheim, við tökum okkur ákveðið skáldaleyfi.“ Benedikt segist vilja staðsetja söguna í tíma í kringum 1985 en hún geti samt sem áður einnig gerst í dag. Búið að ráða móvindótta stjörnu Benedikt segir að myndin verði erfið í tökum enda sé ekki einfalt að leikstýra hrossum. „Þetta verður töluverður sirkus enda þarf ég að hafa góða hestamenn með mér. Ég hef fengið til liðs við mig þá Snorra Dal og Helga Leif Sigmarsson að ógleymdum nafna mínum Benedikt Líndal. Hlutverk þeirra er bæði það mikilvægasta og það erfiðasta í myndinni. Við erum núna að leita að stjörn- unum í myndina. Ég er reyndar búinn að ráða eina stjörnu, móvindótta, eðlisstygga meri. Þú getur ímyndað þér prísinn á skepnunni sem fær heila tveggja tíma kynningarmynd í full- um gæðum í alþjóðlegri dreifingu. Ég er eiginlega nánast að hugsa um að fjárfesta sjálfur í öllum hrossunum og selja svo grimmt árið eftir,“ segir Benedikt hlæjandi. Skagfirðingar geta verið rólegir Myndin mun enda í stóðréttum. „Þar sem menn og hestar renna saman. Við erum að horfa á Skagafjörðinn, við stefnum þangað. Þar er Mekka hestamennskunnar og mikið um stóðréttir. Á tímabili var ég að hugsa um að falsa þetta og búa til stóð- réttir í Borgarfirði en ég get alveg róað Skagfirðinga með að það verður ekki gert. Við munum hafa Málmey í baksýn.“ /fr Benedikt Erlingsson. Íslensk sveitamenning með augum hrossa: Hross í oss - Stórmynd um samskipti manns og hests í undirbúningi

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.