Bændablaðið - 23.06.2011, Qupperneq 43

Bændablaðið - 23.06.2011, Qupperneq 43
42 Bændablaðið | fimmtudagur 23. júní 2011 Unnsteinn Smári og Þuríður hófu búskap að Laxárholti árið 1988 með 14 kýr og 40 hektara tún. Árið 2001 fluttu þau í nýtt 1.000 fermetra fjós, sem hefur gjör- breytt öllu til betri vegar. Í dag mjólka þau 50 heilsárs kýr, tún og akrar eru rúmir 100 hektarar. Einnig hófu þau skógrækt fyrir um 10 árum og hafa sett niður um 12 þúsund plöntur. Býli? Laxárholt. Staðsett í sveit? Borgarbyggð (Hraunhreppi). Ábúendur? Unnsteinn Smári Jóhannsson og Þuríður Gísladóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Tvö í heimili. Tveir hundar. Stærð jarðar? Um 600 hektarar. Tegund býlis? Kúabú. Fjöldi búfjár og tegundir? 120 nautgripir og 18 ær. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hann byrjar klukkan sjö með mjöltun og fóðrun gripa og er því lokið milli 09 og 10. Svo fer það eftir árstíma. Á veturnar er það viðhald véla, síðan vorverk, sáning og á sumrin heyskapur og fleira. Fjós aftur klukkan sex og tekur það um einn og hálfan tíma. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorverkin eru skemmti- legust, en leiðinlegast er að þurfa að lóga dýrum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Það er ekki gott að segja. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þau eru í góðum höndum. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Ekki vel með ESB í fararbroddi. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við erum of lítil eining fyrir útflut- ing. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og að sjálfsögðu bjór. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambakjöt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við fluttum í nýtt 1.000 fermetra fjós árið 2001. 2 7 3 9 8 7 3 5 8 2 8 9 5 3 5 1 8 1 3 5 6 4 8 6 9 5 4 3 3 2 5 7 4 2 1 5 6 4 8 9 7 6 3 5 8 4 2 4 6 7 1 4 7 8 6 3 4 6 1 9 1 9 5 2 3 5 8 2 6 3 9 2 8 5 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Jafnvægiskúlur á hverju strái Í síðasta Bændablaði var upp- skrift að hollustukúlum og nú ætlar matarskríbentinn, í til- efni af sumarkomunni, að halda áfram á sömu braut með kúlum og hollustu því að þessu sinni urðu jafnvægiskúlur og sumar- legur hollustuís með kasjúhnetum fyrir valinu. Jafnvægiskúlur 15-20 stykki 2 dl dökkar rúsínur 2 dl heslihnetur 1 ½ tsk. möluð kardimomma 1 hnífsoddur vanilluduft 2 dl flysjuð hampfræ Aðferð: Blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél, þar til áferðin er mjúk og jöfn, og búið síðan til litlar kúlur. Veltið þeim upp úr hampfræjum og þá eru þær tilbúnar. Kúlurnar þarf að geyma í kæli. (Úr Matur sem yngir og eflir). Ávaxta- og kasjúhnetuís Fyrir 3-4 125 g kasjúhnetur 500 ml hreinn appelsínusafi 240 g mjúkar döðlur, saxaðar gróft 150 g mangó (einungis kjötið), saxað smátt 1 stór banani, vel þroskaður Aðferð: Setjið kasjúhneturnar í matvinnslu- vél og malið þær í allavega 2 mín- útur. Skafið hliðar matvinnsluvélar- innar og malið áfram í 2-3 mínútur eða þangað til hneturnar eru mjög fínt malaðar/maukaðar. Setjið í stóra skál. Saxið döðlurnar gróft og setjið í matvinnsluvélina ásamt appelsínusafanum. Blandið í 1-2 mínútur eða þangað til döðlurnar eru vel maukaðar. Setjið í skálina. Afhýðið mangóið og skerið 150 g af kjötinu í litla bita. Afhýðið bananann og skerið í bita. Setjið mangó og banana í matvinnsluvél og blandið í 1 mínútu eða þangað til vel maukað. Setjið í skálina. Hrærið allt vel saman í skálinni. Hellið blöndunni í grunnt plastílát og setjið í frystinn. Takið úr fryst- inum á um hálftíma - klukkustundar fresti og brjótið ískristallana ef þeir myndast. Endurtakið þangað til erfitt er orðið að hræra í blönd- unni. Látið ísinn þiðna í ísskáp í um 30-40 mínútur áður en hann er borinn fram. Þannig verður auð- veldara að skafa úr boxinu. (Úr smiðju Café Sigrúnar). /ehg MATARKRÓKURINN Aðaluppskriftin er að þessu sinni sótt í bókina og nefnist jafnvægis- hollar og góðar. Laxárholt Unnsteinn Smári og Þuríður.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.