Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 1
38
21. tölublað 2011 Fimmtudagur 24. nóvember Blað nr. 360 17. árg. Upplag 24.000
8 16
Samkvæmt áliti Lagastofnunar
Háskóla Íslands bendir margt
til að innheimta búnaðargjalds, í
því horfi sem nú er, standist ekki
ákvæði stjórnarskrárinnar né
Mannréttindasáttmála Evrópu
um félagafrelsi. Hægt er að full-
yrða að innheimta búnaðargjalds
sem rennur til búgreinafélag-
anna standist ekki stjórnarskrá.
Þá leikur vafi á að innheimta
búnaðargjalds, sem rennur til
Bændasamtaka Íslands annars
vegar og til búnaðarsamband-
anna hins vegar, standist að fullu
umrædda löggjöf. Þó má færa rök
fyrir því að innheimta búnaðar-
gjalds til þessara samtaka geti fall-
ið undir undanþáguákvæði með
breytingum en nauðsynlegt er að
skoða lagalega stöðu þeirra frekar.
Þetta eru niðurstöður álitsgerðar
Lagastofnunar um lögmæti bún-
aðargjalds sem Sigurður Líndal
lagaprófessor vann að beiðni
Bændasamtakanna. Sigurður kynnti
álitsgerðina á formannafundi bún-
aðar- og búgreinasambandanna í gær.
Sambærilegt við
iðnaðarmálagjald
Til grundavallar vinnu Lagastofnunar
lá dómur Mannréttindadómstóls
Evrópu frá því í apríl 2010 í máli
Varðar Ólafssonar gegn íslenska
ríkinu um lögmæti iðnaðarmála-
gjalds. Dómstóllinn úrskurðaði
að innheimta iðnaðarmálagjalds
sem rynni til Samtaka iðnaðarins,
án þess að Vörður væri þar félagi,
jafngilti skylduaðild sem gengi gegn
félagafrelsi hans. Þá lá einnig til
grundvallar dómur Hæstaréttar frá
því í október 2010 í máli Víkurvers
gegn Landssambandi smábátaeig-
enda og Gildi lífeyrissjóði þar sem
tekist var á um skyldu Víkurvers til
greiðslu á hlutfalli aflaverðmætis
til Landssambandsins. Niðurstaða
dómsins var að Víkurveri væri ekki
skylt að greiða umrædd fjárframlög
til Landssambandsins enda stæði
fyrirtækið utan þess.
Sigurður sagði á fundinum að
innheimta búnaðargjalds væri í
veigamiklum atriðum sambærileg
við umrædd dæmi, einkum þó inn-
heimtu iðnaðarmálagjalds. Í lögum
um búnaðargjald kemur fram að það
skuli innheimt af búvöruframleið-
endum eins og þeir eru skilgreindir
í lögum og ekki verði annað ráðið
en það sé óháð því hvort þeir séu
félagsmenn í Bændasamtökunum,
búnaðarsamböndum eða búgreina-
samtökum, en til þeirra renna tekjur
af búnaðargjaldi. Því telst skylda
til að greiða búnaðargjald jafngilda
skylduaðild að umræddum samtök-
um, sem aftur gengur gegn ákvæðum
um félagafrelsi.
Áfram unnið með Lagastofnun
Í máli Sigurðar kom jafnframt
fram að ekki væri hægt að sjá með
óyggjandi hætti að undanþágu-
ákvæði frá lögum um félagafrelsi
gætu átt við um innheimtu búnaðar-
gjalds. Dómafordæmi gæfu ekki til-
efni til að ætla að svo væri. Ekkert
væri hins vegar til fyrirstöðu því að
breyta lögum á þann veg að félögum
og samtökum sé falið hlutverk í þágu
almannahagsmuna eða réttinda ann-
arra og þeim fylgi því skylduaðild.
Slíkt væri vissulega hægt að gera
varðandi búnaðargjald ef vilji væri
fyrir hendi af hálfu löggjafans.
Haraldur Benediktsson for-
maður Bændasamtakanna segir að
áfram verði unnið í samstarfi við
Lagastofnun við að útfæra þær
breytingar á lögum um búnaðar-
gjald sem væntanlega þurfi að gera.
„Ráðherra hefur boðað frumvarp til
breytinga á lögunum og gefið okkur
ákveðið andrými til að koma okkar
sjónarmiðum á framfæri og gera til-
lögur og það er það sem liggur fyrir
að gera.“ /fr
Unnið að tillögum um breytingar
á innheimtu búnaðargjalds
Nýjar markaskrár verða gefnar út
um land allt 2012 en þær koma út
á átta ára fresti. Útgáfan er orðin
mjög tímabær því að mörg ný fjár-
mörk hafa verið skráð, einkum síð-
ustu þrjú árin, og stöðugt bætast
við ný frostmörk fyrir hross.
Bændasamtökin hafa nú þegar
sent öllum markavörðum ýmis gögn
vegna söfnunar marka og annars
undirbúnings fyrir útgáfuna en þeir
eru nú 22 að tölu. Reiknað er með
að markaskrárnar verði samtals 17
eða 18 . - Sjá nánar bls. 18
Nýjar markaskrár um land allt
Starfsmenn Skógræktarfélags
Eyfirðinga hafa verið önnum
kafnir að undanförnu við að
höggva jólatré. Einkum og sér
í lagi einbeita þeir sér að stærri
trjám sem prýða torg eða standa
við fyrirtæki hér og þar og eru allt
að 10 metra há.
Ingólfur Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Eyfirðinga, segir að félagið sinni
aðallega fyrirtækjum og bæjar-
félögum, þeim sem kaupa stærri tré,
og byrjað sé í lok október eða byrjun
nóvember að fara um skógarreiti
félagsins í leit að heppilegum trjám.
Síðustu tvær vikurnar í nóvember
er svo nóg að gera við að höggva
trén, flytja þau og koma fyrir á þeim
stöðum þar sem þau eiga að vera.
„Við höfum líka tekið að okkur að
smíða kassa undir trén, eins konar
stand og er hann gerður úr lerki úr
Kjarnaskógi. Þá förum við eftir jól
og sækjum trén, bjóðum sem sé
alla þjónustu við uppsetningu og að
taka trén niður og fjarlægja þau. Það
kunna okkar viðskiptavinir vel að
meta,“ segir Jóhann.
Skógræktarfélagið hefur einnig
boðið almenningi að koma út í skóg,
Laugaland á Þelamörk og höggva sitt
eigið jólatré. Gjarnan er þá boðið upp
á ketilkaffi að hætti skógarmanna,
rjúkandi heitt kakó „og eitthvað gert
til að gera stundina skemmtilega og
eftirminnilega,“ segir Jóhann og
bætir við að æ fleiri kjósi að hafa
þennan háttinn á.
Jólatré úr bændaskógum
Sólskógar sjá um sölu á jólatrjám
til almennings og fær fyrirtækið
tré sín frá skógræktarfélögum,
Skógrækt ríkisins og í vaxandi
mæli úr bændaskógum í héraðinu,
þannig að stærsti hluti þeirra jólatrjáa
sem þar er seldur er úr eyfirskum
skógum. „Mér finnst fólk í æ meira
mæli vilja íslensk jólatré, enda finnst
mörgum einkennilegt að flytja inn tré
með tilheyrandi flutningskostnaði og
mengun. Íslenskir framleiðendur eru
í sókn og mér sýnist sem sá siður að
hafa lifandi jólatré á heimilum sé alls
ekki á undanhaldi,“ segir Jóhann.
/MÞÞ
Átaksverkefni LbhÍ og BÍ í orkumálum bænda:
Íslenskur landbúnaður
verði sjálfbær um orku
Rekstur Sjávarleðurs og Loðskinns á Sauðárkróki blómstrar nú sem aldrei fyrr og stöðug aukning er milli ára í
á dögunum þegar gærusöltun var á síðustu metrunum þetta haustið. Hér sjást starfsmennirnir Logi Birgisson og
Guttormur Stefánsson setja gærur í söltunarvélina. Mynd / ehg
- Sjá umfjöllun á bls. 14
Skógræktarfélag Eyfirðinga:
Starfsmenn önnum kafnir
við að höggva jólatré
Ingólfur Jóhannsson og Jónas
Godsk Rögnvaldsson í óða önn að
! "
(LbhÍ) og Bændasamtök Íslands
(BÍ) hafa ákveðið að hrinda af stað
sannkallaðri byltingu í orkumál-
um landbúnaðarins. Takmarkið
er að orka sem bændur kaupa að
minnki um 20% fyrir árslok 2015
og um 80% fyrir árslok 2020.
Ákveðið hefur verið að efna
til samstarfs um stórátak á sviði
orkuvinnslu og orkunýtingar í
landbúnaði til næstu fjögurra ára.
Langtímamarkmiðið er að gera
íslenskan landbúnað sjálfbæran
um orku þegar fram líða stundir og
hámarka nýtingu hennar. Takmarkið
er sem bændur kaupa að minnki um
20% fyrir árslok 2015 og um 80%
fyrir árslok 2020, eða eftir aðeins
níu ár.
Verkefninu er ætlað að styðja
með faglegum hætti við bændur sem
hafa áhuga á að framleiða orku úr
lífrænum hráefnum á búum sínum
og yfirfæra þá þekkingu sem aflað
er hérlendis og erlendis til allra sem
málið varðar. - Sjá nánar á bls 21
Með bestu hrútana
tvö ár í röð
Viðamiklar rannsóknir
koma þjóðarbúinu til góða
Bærinn okkar
Sveinsstaðir
Sigurður Líndal. Mynd / HKr.