Bændablaðið - 24.11.2011, Side 7
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvermber 2011 7
il að reyna að rétta hlut
kvenna hér í þessum
þáttum, hóf ég nokkra
leit, og víst er þar margt fémætt
að finna. Þegar Auðunn Bragi gaf
út vísnasafn sitt, „Í fjórum línum”
orti Helga Björg Jónsdóttir frá
Þorvaldsstöðum í Breiðdal:
Ferhendurnar, flestar slyngar,
frægur saman tók.
En alltof fáir Austfirðingar
eru í þeirri bók.
Og systir Helgu, Þórey Jónsdóttir
frá Þorvaldsstöðum kveður svo um
karlanga nokkurn:
Að þú ert maður það má sjá,
en þér var ekkert gefið
utan það, sem allir sjá:
augu, munn og nefið.
Kristbjörg F. Steingrímsdóttir
húsfreyja og bóndi á Hrauni í
Aðaldal er velþekktur vísna-
smiður. Í vísnabók Kveðanda,
vísnafélags í Þingeyjarsýslu, er
að finna þessa vísu Kristbjargar:
Þjóðarstoltið stakan var.
Styrk og fegurð málsnilldar
áfram grýttar götur bar
gegn um myrkar aldirnar.
Og um ævistarfið yfirleitt yrkir
Kristbjörg.
Ég hef unnið árum saman
oft og tíðum þreytt.
Núna finnst mér gott og gaman
að gera ekki neitt.
Femur lítið hefur farið fyrir
gangnavísum þetta haustið og
því rétt að bæta þar úr. Ásta
Sverrisdóttir sendi þættinum
svofellt bréf.
„ Hér í Skaftártungu er með-
virknin í algleymingi. Við sem sitj-
um heima „ undir kúnum“, tökum
af áhuga þátt í kjörum þeirra sem
eru í fyrsta safni á afrétti. Það hefur
viðrað vel, svifryk að vísu lítillega
yfir heilsuverndarmörkum, en allt
er betra en bölvuð þokan, sem er
stundum þaulsætin á haustin. Ég
reyni að fylgjast með hvar bóndinn
er að smala, hvort féð sé óþægt
osfrv. En í morgun fékk ég erindi
gegnum síma. Ég var beðin um að
senda ljósaperu inní kofa:"
Í gær skein sólin heit á hlíð
hlupu sauðir víða,
„alltaf verður ár og síð
við óþægt fé að stríða“.
Í dag var þoka grá um geim,
gumar öfugt snéru.
Fjallkóngurinn hringdi heim
„heimtaði ljósaperu“.
„Svo þá eru allar líkur á að réttað
verði í Gröf á laugardaginn
kemur“:
Nú er bara að bíða og sjá:
Svo best hún sé ósprungin,
annars bara í þoku þá
þæfa‘ þeir á sér punginn.
Umsjón: Árni Jónsson
kotabyggd1@simnet.is
Í umræðunni
MÆLT AF
MUNNI FRAM
T
Mikil stemming var á meðal
bænda og annarra gesta á opnu
húsi á tilraunabúinu Stóra-Ármóti
í Flóa föstudaginn 11. nóvember
síðastliðinn.
Það voru Búnaðarsamband
Suðurlands og Landbúnaðarháskóli
Íslands sem stóðu fyrir veglegri dag-
skrá og fyrirtæki tengd landbúnaði
kynntu vörur sínar og þjónustu. Á
þriðja hundrað gestir fengu m.a. að
virða fyrir sér klaufskurð, ómmæl-
ingar, rúning og búfjárdóma. Það
var mál manna að vel hefði tekist til
enda alltaf gaman þar sem bændur
koma saman.
Krakkarnir komu sér vel fyrir inni á vélaverkstæði Stóra-Ármóts og teiknuðu.
Vel heppnað mannamót á Stóra-Ármóti
Guðmundur Lárusson, Höskuldur Gunnarsson og
Kristján Bjarndal Jónsson slógu á létta strengi.
Kát ungmenni virtu fyrir sér búskapinn.
Helga Sigurðardóttir frá BSSL.
Halldór Gunnlaugsson bóndi.
Lúðvík Bergmann hjá Búaðföngum.
Sverrir Geirmundsson sölumaður
hjá Vélaborg sýndi m.a. skilvindur.
Hrafnhildur Baldursdóttir frá BSSL
kynnti bændum þjónustu.
Halldór G. Guðlaugsson og Pétur Diðriksson.
Sigrún Hildur Ragnarsdóttir og Karítas Hreinsdóttir brostu breitt.
Magnús B. Jónsson landsráðunautur í nautgriparækt dæmdi kýr fyrir opnum tjöldum.
Kristín Bjö
rnsdóttir s
tarfskona
BSSL.
Myndir / TB