Bændablaðið - 24.11.2011, Side 8

Bændablaðið - 24.11.2011, Side 8
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 20118 Hjónunum í Rauðbarðaholti í Hvammssveit, þeim Halldóri Gunnarssyni frá Gilsfjarðarmúla í Gilsfirði og Moniku Björk Einarsdóttur frá Rauðbarðaholti, hefur heldur betur tekist vel upp við ræktun á fjárstofni sínum á undanförnum árum. Á héraðs- sýningu Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu 2011, sem haldin var fyrsta vetrardag, áttu þau besta lambhrútinn. Þau áttu líka besta lambhrútinn á héraðssýningunni 2010 og það sem meira er, hrút- arnir eru albræður. Haft var eftir Jóni Viðari Jónmundssyni sauðfjárræktarráðu- naut við þetta tækifæri að hann héldi þetta vera í fyrsta sinn sem albræður ynnu tvö ár í röð. Þekkir Jón Viðar þó vel til sauðfjársögu Íslands. Eftir að þau hjón unnu fyrstu verð- laun fyrir eldri hrútinn árið 2010 tjáði Halldór tengdadóttur sinni og syni í fengitíðinni í fyrra, að hann væri ákveðinn í að framleiða annan sigur- vegara. Halldór lét ekki að sér hæða og notaði alveg sömu uppskriftina og árið áður. Hið ótrúlega kom svo í ljós í haust, að honum hafði tekist að galdra fram annan sigurvegara eins og hann sagðist ætla að gera. „Þetta var nú bara í gríni sagt en ég notaði reyndar sömu uppskriftina,“ sagði Halldór í samtali við Bændablaðið. Kviðléttur og mjög falleg kind á velli Það voru ærin 06-669 og hrúturinn Sær 09-521 frá Rauðbarðaholti sem gátu af sér þessa afburðahrúta. Á héraðssýningu Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu haustið 2010 var lamb- hrútur nr. 118 undan þeim (sem heitir í dag Snær og er nr. 10-528) dæmdur besti hrútur sýningarinnar, en hann var með 87 stig. Eftirfarandi dóms- orð skrifuðu Jón Viðar Jónmundsson og Lárus Birgisson um þann hrút: „Hrúturinn er hreinhvítur og hyrndur. Hann var 49 kg að þyngd. Þykkt bakvöðva 32 mm og fita 2,0 mm. Hann er mjög jafnvaxinn og vel holdfylltur, sívalur bolur og vöðvar þykkir og vel lagaðir. Kviðléttur og mjög falleg kind á velli.“ Monika Björk Einarsdóttir sagði í samtali við Bændablaðið að hún hefði alla tíð haft mjög mikinn áhuga á ræktun sauðfjár enda alist upp við þetta í Rauðbarðaholti, þar sem nær eingöngu hefur verið stund- aður sauðfjárbúskapur í gegnum tíðina. „Þetta er mitt aðal áhuga- mál,“ sagði Monika. Grunnurinn að þeirra bústofni hafi verið lagður með fé sem keypt var frá Glerárskógum fyrir botni Hvammsfjarðar árið 1985. Á bænum eru nú um 500 fjár auk 15 hesta. „Hann er djásn að gerð“ Á sýningunni nú í haust bættu þau Sær og ræin 06-669 um betur og sendu þangað syni sína tvo nr. 49 (með 86 stig) og nr. 50 (með 89 stig). Sá síðarnefndi stóð svo efstur og fékk eftirfarandi dómsorð frá þeim félögum Jóni Viðari og Lárusi: „Hrúturinn er hreinhvítur og hyrndur. Hann var 54 kg að þyngd. Þykkt bakvöðva 30 mm og fituþykkt á baki 2,4 mm. Hann er djásn að gerð. Bolurinn mjög vel hvelfdur, harðholda með ákaflega góð læra- hold. Ull aðeins í styttra lagi. Mjög fönguleg og fríð kind á velli.“ Sær ekki lengur á lífi Þess má geta að faðirinn Sær 09-521 var undan Yl 05-151 frá Magnússkógum III í Dalasýslu, sem var aftur undan Hyl 01-883. En ærin 06-669 er undan Ál 00-868. Ljóst er að þetta par mun í sam- einingu ekki gefa af sér fleiri verð- launahrúta, því Sær er ekki lengur á lífi. Hann slasaðist í vor og segir Halldór að því hafi orðið að fella hann. Það sem verra er að hálfbróðir hans undan Sæ, sem ætlunin var að nota við tilhleypingar að þessu sinni, endaði líka ævi sína í lækjarfarvegi nú í haust en hann varð í öðru sæti í flokki veturgamalla hrúta. Verður líka verðlaunahrútur á næsta ári? Hjónin segjast samt ekkert örvænta, þau muni finna einhver ráð í tilhleyp- ingunum. „Við erum að spá í hvaða hrútur henti þessari kind best. Það gæti svo sem allt eins verið að úr því verði gimbrar.“ Halldór segir því aldrei á vísan að róa með að fá verðlaunahrúta út úr slíku en aldrei að vita. - „Við skulum samt bara veðja á að við fáum verð- launahrút líka á næsta ári,“ sagði Halldór svo að lokum í nettu gríni við blaðamann. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort það gengur eftir eins og fyrri spá Halldórs. /HKr. Afburðafé hjá Halldóri og Moniku í Rauðbarðaholti í Dalasýslu: Hrútar þeirra dæmdir bestir tvö ár í röð - Fallegar kindur og hrein „djásn“ að mati dómara Fréttir Halldór Gunnarsson og Monika Björk Einarsdóttir bændur í Rauðbarðaholti í Hvammssveit mega vera stolt af bústofni sínum. Rauðbarðaholt í Hvammssveit. Mynd /MBE Ærin 06-669 sem hefur alið af sér verðlaunahrúta tvö ár í röð með hrútnum Sæ sem nú er allur. Spurningin er hvort hún gefi af sér enn einn verðlaunahrútinn á næsta ári. Verðlaunahrúturinn Snær nr. 10-528. sem var dæmdur besti lambhrúturinn 2010. Verðlaunalambhrúturinn nr. 50 á sýningunni í haust en hann er djásn að gerð að mati dómara. Fegurðarsamkeppni gimbra á Svalbarði í Þistilfirði Árleg fegurðarsamkeppni gimbra fór fram í fjárhúsunum á Svalbarði í Þistilfirði sunnudaginn 13. nóvember. Það er foreldrafélag Svalbarðsskóla í samvinnu við Fjallalamb sem stendur að þessari sýningu. Um 20 gimbrar mættu til dóms en dómar eru óhefðbundnir, dæmt er m.a. augnatillit, háttvísi, sauðþrái, göngulag, skreyting og fleira. Dómarar voru þekktir sauðfjárbændur; Helgi Árnason á Snartarstöðum, Jakobína Ketilsdóttir í Kollavík og Fjóla Runólfsdóttir á Gunnarsstöðum. Allir þátttakendur fengu viðurkenningarskjal en sérstakar viðurkenningar fengu Ólafur Ingvi Sigurðsson í Holti og gimbur hans Ronja fyrir frumlegustu skreytinguna, Klara Kristinsdóttir í Brúarási og hennar gimbur Næla fyrir mesta sauðþráann, gimbrin Skessa sem Margrét Brá Jónasdóttir í Garði sýndi var kosin vinsælasta gimbrin af áhorfendum og Gola, gimbur Ómars Vals Valgerðarsonar á Gunnarsstöðum, var kosin feg- ursta gimbrin 2011. Eftir verð- launaafhendingu var kaffihlaðborð í Svalbarðsskóla. Óvæntur gestur kom á sýninguna, forystusauðurinn Dorri á Ytra- Álandi sem stal senunni. Hann er einstaklega falleg skepna og vitur, með einhver stærstu horn sem sjást að sögn Daníels Hansen, skólastjóra Svalbarðsskóla sem sendi okkur þessa frétt. Vinningshafarnir. Frá vinstri: Klara og Næla, Ólafur og Ronja, Margrét og Skessa, Ómar Valur og Gola. Hér bíða fallega skreyttar gimbrar eftir dómi. Hluti áhorfenda í hlöðunni á Svalbarði. Dómararnir við erfið störf. Frá vinstri: Helgi á Snartastöðum, Fjóla á Gunnarsstöðum og Jakobína í Kollavík Sýnishorn af frumlega skreyttri gimbur. Þessi er frá Felli í Bakka- firði. Hinn hornprúði forystusauður Dorri á Ytra Álandi stal senunni á fegurðar- sýningu gimbranna á Svalbarði.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.