Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 14
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 201114
Það er óhætt að segja að rekstur
Sjávarleðurs og Loðskinns á
Sauðárkróki blómstri nú þessa
dagana því stöðug aukning er milli
ára í framleiðslu og sölu hjá fyrir-
tækinu bæði á fiskileðri og gærum.
Blaðamaður Bændablaðsins kom
við hjá fyrirtækinu á dögunum
þegar gærusöltun var á síðustu
metrunum þetta haustið. Iðnir
starfsmenn verksmiðjunnar voru
að vinna úr gærunum og ýmsum
tegundum fiskileðurs.
„Við erum sæmilega sátt, enda
með geysilega mikla aukningu á
milli ára. Það má segja að hjá okkur
sé rúmlega 100% aukning frá ári
til árs. Þetta er mjög strembið, að
vaxa svona hratt, því maður greiðir
launin jafnóðum en tekjurnar koma
eftir á. Þannig að það vill oft vera
tómur bankareikningur og það
getur verið erfitt en annars fögnum
við auðvitað auknum viðskiptum,“
útskýrir Gunnsteinn Björnsson,
framkvæmdastjóri og einn eigenda
fyrirtækisins.
Fiskileður í frægu tískuhúsin
Segja má að fyrirtækið sérhæfi sig í
nýtingu á aukaafurðum í matvæla-
framleiðslu en 95% varanna fara á
markað utanlands.
„Roðið fer mikið til Suður-
Evrópu, Ítalíu, Frakklands og
Bandaríkjanna. Við höfum selt
meira til Bandaríkjanna núna út af
ástandinu í Evrópu en þar er mikið
óöryggi á mörkuðum og eins óvissa
gagnvart evrunni. Við finnum einnig
fyrir því að fyrirtæki þar eiga erfitt
með að fjármagna sig. Við seljum
mörgum fyrirtækjum í tískubrans-
anum fiskileðrið og síðan eru líka
millifyrirtæki. Í Bandaríkjunum er
tískuhönnuðurinn Alexander Wang
okkar stærsti og þekktasti við-
skiptavinur ásamt Helmut Lang.
Fiskileðrið er mest notað í töskur og
skó en einnig í heilu fatalínurnar ef
því er að skipta,“ segir Gunnsteinn.
Skrautskinn úr íslenskum gærum
Á hverju hausti er unnið úr um 300
þúsund gærum hjá Loðskinni og er
því mikil törn í kringum sláturtíðina.
„Við söltum gærurnar og flytjum
þær hráar á markað en einnig unnar.
Við erum að vinna úr um 50 þúsund
gærum þar sem við förum tvær leiðir.
Annars vegar er gert skrautskinn sem
fer að mestu til Skandinavíu og hins
vegar er það mokkaskinnið sem fer
hingað og þangað í alla heimshluta.
Hráu gærurnar fara um allan heim,
það er misjafnt milli ára því það er
mismunandi eftirspurn á mörkuðum.
Þetta er í raun ekki mjög stór heimur
og maður þekkir marga í þessu,“
útskýrir Gunnsteinn. Aðspurður um
eiginleika íslensku ullarinnar segir
hann:
„Það er mjög mikil hárlengd í
íslensku ullinni sem er ansi mikið
öðruvísi en í öðrum ullargerðum.
Síðan skiptist íslenska ullin í tvær
hárgerðir, tog og þel þar sem togið er
óvenjulangt og gróft en þelið er stutt,
fínt og fjaðrandi. Spænska merino-
skinnið er talið vera Rolls Royce í
þessum heimi og er frekar dýrt.
Ef það hins vegar fæst ekki þá
kemur íslenska skinnið næst til
greina hjá kaupendum því það hefur
mikinn léttleika en ullin er öðruvísi.
Síðan geta verið ákveðnar vöruteg-
undir þar sem íslenska skinnið hentar
betur en önnur skinn þannig að það
eru ýmsar þarfir sem vörurnar þurfa
að uppfylla.“ /ehg
Iðnfyrirtækið Sjávarleður og Loðskinn á Sauðárkróki blómstrar:
Rúmlega 100% aukning milli ára
Jón Hjörtur Stefánsson, verkstjóri
$
\ @
]]&
\ " 8&
] ?8
?8
Myndir / ehg
Þegar unnusta flugmanns farþega-
vélar sem er á leið frá Ísafirði til
Reykjavíkur er að taka til heima
hjá sér fær hún skyndilega hug-
boð og lítur á klukkuna – hún er
hálftvö – hana grunar að eitthvað
sé að. Hálfri klukkustund síðar
hringir síminn og dimm karl-
mannsrödd segir: „Flugvélarinnar
er saknað – hún hvarf af ratsjá.“
Í nýjustu Útkallsbók Óttars
Sveinssonar er greint frá flug-
slysinu í Ljósufjöllum í apríl 1986
þegar þeir sem lifðu slysið af urðu
að bíða á elleftu klukkustund eftir
hjálp. Pálmar Gunnarsson, sem
missti bæði konu sína og lítið barn,
er að missa vonina. Hrikalegt ofviðri
í Snæfellsnesfjallgarðinum veldur
björgunarmönnum ótrúlegum erfið-
leikum. Snjóbílar þurfa að aka um
nýfallin snjóflóð og þyrlan TF-SIF
flýgur hættuflug í náttmyrkri upp í
fjöllin.
Í bókinni er einnig greint frá
flugrekstrarstjóranum á Ísafirði,
sem seldi farþegunum miða í flugið
– hann fær nagandi samviskubit
og stúlka sem missti bæði móður
sína og systur í slysinu segir frá því
hvernig hún hefur, þrátt fyrir allt,
öðlast gott líf með þakklæti að leiðar-
ljósi. Sjómaðurinn hrausti, Kristján
Guðmundsson, greinir frá ótrúlegum
bata og æðrast
ekki þótt hann
hafi ekki kann-
ast við andlit
sitt er hann leit
fyrst í spegil
eftir flugslysið.
Í Útkalls-
bókinni er
einnig greint frá
ævintýralegri
h e i m s m e t s -
tilraun - stökki
tíu manna fall-
hlífarstökkhóps og baráttu fólksins
upp á líf og dauða við Grímsey þegar
ljóst verður að fæstir í hópnum munu
komast upp á eyna heldur lenda í
sjónum eða utan í klettum.
Bók Óttars Sveinssonar, Útkall
– árás á Goðafoss, fær afar
góða dóma í Þýskalandi. ARD,
stærsta sjónvarpsstöðin, gefur
bókinni 5 stjörnur og lesendur
Spiegel gefa henni góða dóma.
Amazon segir í bókadómi:
,,Brjálæðislegur þriller“.
Kvikmyndafyrirtækið Elf
films, sem starfar bæði í Los
Angeles og Reykjavík, er að
kvikmynda Útkall á jólanótt
og byggir söguna á bók Óttars.
Myndin verður frumsýnd 2012
Ný Útkallsbók um sögulegt flugslys í Ljósufjöllum:
Unnusta flugmannsins fékk hugboð um slysið
; \