Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 18
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 201118 Nýjar markaskrár um land allt 2012 Í samræmi við ákvæði afréttarlaga verða nýjar markaskrár gefnar út um land allt 2012 en þær koma út á átta ára fresti. Útgáfan er orðin mjög tímabær því að mörg ný fjármörk hafa verið skráð ,einkum síðustu þrjú árin, og stöðugt bætast við ný frostmörk fyrir hross. Bændasamtökin hafa nú þegar sent öllum markavörðum ýmis gögn vegna söfnunar marka og annars undirbúnings fyrir útgáfuna, en þeir eru nú 22 að tölu. Reiknað er með að markaskrárnar verði sam- tals 17 eða 18. Auk eyrnamarka og frostmarka eru brennimörk birt og allir markaeigendur þurfa að hafa bæjarnúmer sem eru skráð á plötumerki sauðfjár og geitfjár í viðeigandi litum. Öll skráð mörk þarf að endurnýja og er söfnunin hafin eða er um það bil að fara af stað í öllum markaumdæmum. Áformað er að ljúka söfnun marka skömmu eftir áramót og því eru markaeigendur og aðrir, sem hyggjast fá endurskráð mörk eða skráð ný mörk, vinsamlegast beðnir að fylgjast með tilkynningum frá markavörðum og láta ekki dragast að tilkynna mörkin. Ég tel æskilegt að gróf særinga- mörk verði felld niður eða endur- skoðuð í samráði við markaverði því að í sumum tilvikum virðist svigrúm til að fækka benjum og einfalda mörkin án þess að lenda í óleyfilegri sammerkingu. Sumir hafa jafnvel tekið upp mjög nett mörk með lítilli særingu. Ljóst er að eyrnamörk eru öruggasta eig- endamerkingin og þau hafa sérstakt gildi hér á landi þar sem fénaður frá mörgum eigendum gengur saman í afréttum og upprekstrarheima- löndum. Tölvudeild BÍ er að leggja drög að sérstöku forriti til þess að unnt verði að hafa Landsmarkaskrá aðgengilega á internetinu frá og með haustinu 2012 en landsmarka- skrár hafa verið gefnar út þrisvar sinnum,1990,1998 og 2004. Í rammanum hér til hliðar má sjá lista fyrir markaverði á landinu. Ólafur R. Dýrmundsson hefur sem fyrr umsjón með þessu verkefni hjá BÍ. Hann er í stöðugu sambandi við markaverði um land allt og gefur upplýsingar um allt sem viðkemur söfnun marka og útgáfu markaskráa. Þá annast hann úthlutun frostmarka fyrir hross. Símanúmer hjá honum eru 563-0300 og 563-0317 og tölvu- póstfang ord@bondi.is. Landnám Ingólfs Arnarsonar: Gísli Ellertsson, Meðalfelli, Kjós, 270 Mosfellsbæ. Símar 566 7032 og 869 1317. Borgarfjarðarsýsla og Akranes: Sigurður Jakobsson, Varmalæk, Bæjarsveit, 311 Borgarnesi. Símar 435 1442 og 862 2822. Netfang: sigurdur@vesturland.is Mýrasýsla: Þórir Finnsson, Hóli, Norðurárdal. Sími 435 0041. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla: Jónas Jóhannesson, Jörfa, Kolbeinsstaðahreppi, 311 Borgarnesi. Sími 435 6648. Dalasýsla: Erla Ólafsdóttir, Ásgarði, 371 Búðardal. Sími 434 1261. A-Barðastrandarsýsla: Arnór Grímsson, 380 Króksfjarðarnesi. Símar 434 7763, 854 7706 og 899-4804. V-Barðastrandarsýsla: Barði Sveinsson, Innri-Múla, Barðaströnd, 451 Patreksfirði. Sími 853 2173. Ísafjarðarsýslur: Aðalsteinn Valdimarsson, Strandseljum, 401 Ísafirði. Sími 456 4812. Netfang: alvald@snerpa.is Strandasýsla: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, Lækjartúni 15, 510 Hólmavík. Símar 451 3196, 696 3196. hrafnh@ snerpa.is V-Húnavatnssýsla: Eggert Ó. Levý, Garðavegi 12, 531 Hvammstanga. Sími 451 2430. A-Húnavatnssýsla: Jóhann Guðmundsson, Holti, Svínadal, 541 Blönduósi. Símar 452 7127, 861 5592 Skagafjarðarsýsla: Lilja Ólafsdóttir, Kárastöðum, Hegranesi, 551 Sauðárkróki. Sími 453 6531. Eyjafjarðarsýsla, Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörður og Siglufjörður: Ólafur G. Vagnsson, Búgarði, Óseyri 2 Akureyri, 603 Akureyri. Sími 460 4477. Netfang: ogv@ bondi.is S-Þingeyjarsýsla, Húsavík og Kelduneshreppur: Sveinbjörn Þór Sigurðsson, Búvöllum, Aðaldal, 641 Húsavík. Símar 464 3546 og 898 8306. Netfang buvellir@simnet.is N-Þingeyjarsýsla austan Jökulsár: Jón Halldór Guðmundsson, Ærlæk 2, Öxarfirði., 671 Kópaskeri. Símar 465 2235 og 866 8365. Netfang jondor@kopasker.is N-Múlasýsla: Jón Víðir Einarsson, Hvanná, Jökuldal, 701 Egilsstöðum. Sími 471 1052. S-Múlasýsla: Bragi Björgvinsson, Sæbergi 18, 760 Breiðdalsvík. Símar 475 6750 og 868-0010 A-Skaftafellssýsla: Guðfinna Benediktsdóttir, Volaseli, 781 Höfn. Símar 478 1713 og 895 0026. V-Skaftafellssýsla: Jón Jónsson, Prestsbakka, Skaftárhreppi, 880 Kirkjubæjarklaustur. Símar 487 4754, 891 6009 Rangárvallasýsla: Kjartan G. Magnússon, Hjallanesi II, 851 Hellu. Símar 487 6532, 863 8131. Netfang: hjallan@simnet.is Árnessýsla: Loftur Þorsteinsson, Ásastíg 10b, 845 Flúðir. Símar 486 6715 og 863 7915. Netfang: hannalb@simnet.is, Vestmannaeyjar: Birgir Sigurjónsson, Illugagötu 79, 900 Vestmannaeyjum. Sími 481 2115. - Markaverðir - Sigurður dýralæknir - Fyrra bindi ævisögu Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út fyrra bindi ævisögu Sigurðar Sigurðarsonar frá Keldum og ber það heitið Sigurður dýralæknir. Þar sem Sigurður er vel þekktur meðal bænda er vel við hæfi að birta brot úr köflum bókarinnar sem skrifuð er af Gunnari Finnssyni. Skírður við kistuhorn föðurins Faðir minn veiktist skyndilega haustið 1939 þegar ég var aðeins tveggja vikna. Hann var að eltast við fé 17. október, datt á hálku og kenndi strax óbærilegra innvortis kvala sem ekki rénuðu. Snorri Hallgrímsson, búsettur á B r e i ð u m ý r i í Reykjadal, seinna lands- f r æ g u r skurðlæknir úrskurðaði að um sprunginn b o t n l a n g a væri að ræða og ekki væri annað hægt en skera föður minn upp í von um að vel tækist til. Ekkert vit væri í að flytja hann svo veikan til Akureyrar. Uppskurðurinn fór fram í eldhúsinu á Sigurðarstöðum. Skurðborðið var stofuhurðin. Aðgerðin tókst vel og sjúklingurinn hresstist en það varði ekki lengi. Brátt veiktist hann aftur og dró af honum jafnt og þétt. Lífhimnubólga var komin til. Snorri gerði sitt ýtrasta og vakti yfir föður mínum en allt kom fyrir ekki. Hinn 24. október var stríðinu lokið. Ég var skírður við kistuna hans 2. nóvember, heitinn eftir honum. Aldarfjórðungi seinna var ég ásamt Snorra Hallgrímssyni lækni að koma úr rannsóknarleiðangri af hreindýraslóðum. Við fórum fram Bárðardal vestan megin og ætluðum suður Sprengisand. Þegar við ókum framhjá Sigurðarstöðum sagði Snorri allt í einu: „Hérna missti ég eitt sinn mann. Hann dó úr lífhimnubólgu eftir að botnlanginn hafði sprungið. Þetta var sama árið og penicillínið kom fyrst fram hjá Alexander Fleming. Það var ekki komið í okkar hendur. Hefði ég haft það, væri maðurinn kannski lifandi ennþá.” Mér brá illilega við, kom ekki upp orði til að segja Snorra að þetta hefði verið faðir minn, ég hefði verið reifa- stranginn í vöggunni. Það var of sárt. Ég hélt að ég myndi komast við ef ég opnaði munninn, gat ekki hugsað mér að láta það sjást. Camel-innkaup í kaupfélaginu á Rauðalæk Ég var hugsi yfir mörgum nótum með Camel-sígarettum, einn pakki á hverri nótu, sem skrifaðar höfðu verið á Harald Halldórsson á Efri- Rauðalæk. Ég vissi að hann reykti ekki. Nú rifjaðist það upp fyrir mér að vinnumaður Haraldar hafði komið daglega um langt skeið og bað alltaf um einn pakka af Camel í hvert sinn og sagðist hafa heimild til úttektar. Skrýtið að Haraldur skyldi gefa vinnu- manni sínum heimild til úttektar á sinn kostnað, hann sem verslaði alls ekki við kaupfélagið á Rauðalæk vegna pólitíkur? Kannski átti þetta að vera kaup- auki? Þetta var hár reikningur, mán- aðarlaun mín að minnsta kosti. Ég lét slag standa og sendi frumbækurnar til Kaupfélags Rangæinga á Hvolsvelli til innheimtu. Þegar Haraldur fékk reikning upp á mörg þúsund krónur frá sjálfu óvinafélaginu varð hann hvumsa við. Hann skildi ekki orðið Camel, kallaði á konu sína, Ólafíu dóttur Sigurþórs frá Gaddstöðum og spyr: „Lóa, Lóa, Lóa, hvað hefur þú gert við allan þennan kanel?”

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.