Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 20

Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 20
20 Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 2011 Litla kaffistofan við Suðurlandsveg í Svínahrauni er einn elsti og án efa þekktasti greiðasölustaðurinn við þjóðveg nr. 1. Hefur hann þjónað vegfarendum í rúma hálfa öld. Þetta litla, látlausa veitingahús var stofnað þann 4. júní árið 1960 og átti því 50 ára afmæli í fyrrasumar. Stefán Þormar Guðmundsson rekur Litlu kaffistofuna ásamt fjöl- skyldu sinni og hafa þau staðið þar vaktina síðan 1992 en staðurinn er í eigu Olís. Þau voru því að hefja 20. árið þann 1. júlí í sumar. Stefán segir að í gegnum tíðina hafi margir ánetjast sem fastir viðskiptavinir og komi reglulega til að spjalla og njóta veitinga. Fyrstu kúnnarnir mæta klukkan hálf sjö á morgnana „Trukkakarlarnir koma hér mikið, sem og sumarbústaðaeigendur og bændur á leiðinni í og úr sveitinni. Þá stoppar fólk sem keyrir til og frá vinnu á milli Reykjavíkur og bæjanna fyrir austan fjall mikið hjá okkur. Það er fastur liður í okkar rekstri að sinna þessu fólki. Við vöknum snemma, erum komin hingað klukkan sex á morgn- ana og opnum klukkan hálf sjö. Þá koma fyrstu kúnnarnir, sem eru á leið til vinnu í Reykjavík og eiga að mæta klukkan sjö og svo koll af kolli. Það er ótrúlegur fjöldi sem kemur hér við á morgnana, síðan í hádeginu og aftur seinnipart dags þegar fólkið er á leið heim úr vinnu.“ Stefán segir að eftir efnahags- hrunið haustið 2008 hafi umferðin austur yfir fjall minnkað verulega. Fasti kjarni viðskiptavinanna hafi þó haldið áfram að koma og sér sýnist að umferðin sé eitthvað farin að glæðast aftur. Aldrei lokað vegna veðurs „Þá er þetta vin í eyðimörkinni þegar veður eru slæm og ófært verður yfir Hellisheiði, sem er fjölfarnasti fjall- vegur landsins. Þá þykir mönnum gott að geta stoppað hér þó veturnir undanfarin ár hafi ekki verið svo slæmir. Það hýrnar yfir mönnum þegar þeir sjá ljósin á Litlu kaffi- stofunni í vitlausum veðrum. Hér er heldur aldrei lokað vegna veðurs og lengsta vakt sem ég hef staðið hér vegna óveðurs er 42 klukkutímar. Það var þegar hér gerði snælduvitlaust veður um miðjan dag föstudaginn 11. desember árið 2000. Það gerðist svo aftur þegar Hekla gaus og fjöldi fólks festi bíla sína í Þrengslunum. Hjálparsveitarmenn og lögregla hafa því mikið nýtt þessa aðstöðu. Ég er afskaplega ánægður með það fólk og vona að það sé ánægt með okkur líka.“ Áherslan á íslenskan mat úr íslensku hráefni „Við leggjum mikla áherslu á íslensk- an mat, heimabakað brauð og álegg upp á gamla mátann. Við erum með rúllupylsu, kæfu, hangikjötsálegg, rækjur, síld, egg og grænmeti. Þetta er alltaf jafn vinsælt. Þá bjóðum við upp á súpu og seljum mikið af kjöt- súpu. Við teljum okkur því vera að styðja vel við íslenskan landbúnað,“ segir Stefán. Hann segist vilja halda fast í hefð- bundna íslenska matargerð og hafi því ekkert verið að eltast við „nýj- ungar“ eins og hamborgara og pizzur. Líklega má segja að framúrstefnu- legasti rétturinn á matseðlinum sé pylsa með öllu en þar eru pylsurnar að sjálfsögðu hreinræktaðar íslenskar landbúnaðarafurðir. Á meðan matast er geta gestir svo látið hugann reika um liðna daga og notið aragrúa ljósmynda af knatt- spyrnumönnum sem þar eru uppi um alla veggi, eða stiklur úr knattspyrnu- sögunni eins og segir á stóru skilti utan á veitingastaðnum. „Við teljum okkur hafa staðið okkur vel í því að halda veitingunum á þessum þjóðlegu nótum. Þá höfum við líka passað upp á að kaupa sem mest af hráefnunum úr sveitinni hér fyrir austan.“ Hundruð lítra af kjötsúpu á mánuði „Ég veit að það eru margir óhressir með að við skulum ekki bjóða upp á hamborgara og franskar. Það er þó að aukast aftur að fólk sækist eftir ein- hverju öðru. Sérstaklega útlendingar, sem vilja prófa eitthvað íslenskt og þjóðlega rétti. Við höfum því frekar verið að bæta við þá flóru hjá okkur og fjölga réttum, hvort sem það er úr hráefni sem finnst til sjávar eða sveita. Kjötsúpan er líka alltaf jafn vinsæl en við eldum hana eins og gert var í gamla daga. Við erum að selja um 50 skammta af kjötsúpu á dag og nálægt 80 lítrum af kjötsúpu á viku. Í þetta fer ótrúlega mikið af landbúnaðarvörum.“ Stefán segir að það séu því hundr- uð lítra sem renni út af kjötsúpu á mánuði á Litlu Kaffistofunni, fyrir utan aðrar tegundir af súpum sem líka innihalda íslenskt hráefni eins og sjávarréttasúpur og fleira. Að sjálfsögðu bauð vertinn blaða- manni að bragða á íslensku kjöt- súpunni og það var engu logið um að súpan er hreinasta lostæti. Afar matarmikil og sannarlega ekkert útlenskt vatnsgutl. Stefán segir að þær vegabætur sem unnið hafi verið að á Sandskeiði og í Svínahrauni lofi mjög góðu og hafi síður en svo dregið úr komu gesta á Litlu kaffistofuna. Ekki hægt að láta sér leiðast Segir Stefán að sér hafi aldrei leiðst allan þann tíma sem hann hefur starfað við reksturinn á Litlu kaffi- stofunni. „Það er ekki hægt að láta sér leið- ast. Hér kemur inn öll flóran úr þjóð- félaginu og maður er manns gaman. Skemmtilegastir eru auðvitað þeir menn sem setja svip á umræðurnar. Hér koma margir sem eiga afskap- lega auðvelt með að tala við fólk. Guðni Ágústsson nær t.d. öllum á flug þegar hann kemur. Þá má nefna menn eins og Össur Skarphéðinsson, Árna Johnsen og marga fleiri. Gísli Halldórsson leikari kom hér oft og það var mjög gaman að spjalla við hann. Gunnar Eyjólfsson er líka einn af þessum skemmtilegu mönnum. Svo koma hér líka margir bændur úr sveitinni og sem gamall sveita- maður, fæddur og uppalinn í Vík í Mýrdal, hef ég alltaf mjög gaman af að spjalla við þessa karla. Síðan eru það auðvitað bílstjórarnir, sem hafa sterkar skoðanir á hlutunum og tala kjarnyrta íslensku. Þetta er allt fólk sem smitar út frá sér og gaman er að umgangast. Hingað kemur því enginn eða fer með hangandi haus og fýlusvip á andlitinu. Svo höfum við líka þessa fögru fjallasýn hérna rétt fyrir ofan,“ segir Stefán Þormar Guðmundsson. /HKr Þjóðlegir íslenskir réttir í hávegum hafðir á Litlu kaffistofunni í Svínahrauni: Hundruð lítra af kjötsúpu renna þar út í hverjum mánuði \]      ] ƒ{       !    '!     " @ <  !      „  \   ƒE      &         ]]   „  \   {  =       $      \         {     <      <     &  +……)

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.