Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 21
Grænir orkugjafar
Blaðauki 24. nóvember 2011
Ýmsir möguleikar í vatnsaflsvirkjunum
24
Landbúnaðarháskóli Íslands og Bændasamtök Íslands hrinda af stað átaksverkefni í orkumálum bænda:
Stefnt að því að íslenskur land-
búnaður verði sjálfbær um orku
-„Búorku" ætlað að minnka aðkeypta orku bænda um 80% fyrir árslok 2020
24 24
Landbúnaðarháskóli Íslands
(LbhÍ) og Bændasamtök Íslands
(BÍ) hafa ákveðið að hrinda af stað
sannkallaðri byltingu í orkumálum
landbúnaðarins. Ákveðið hefur
verið að efna til samstarfs um stór-
átak á sviði orkuvinnslu og orku-
nýtingar í landbúnaði til næstu
fjögurra ára. Langtímamarkmiðið
er að gera íslenskan landbúnað
sjálfbæran um orku þegar fram
líða stundir og hámarka nýtingu
hennar. Takmarkið er að aðkeypt
orka bænda minnki um 20% fyrir
árslok 2015 og um 80% fyrir árs-
lok 2020, eða eftir aðeins níu ár.
Í erindi sem sent hefur verið til
fjárlaganefndar Alþingis kemur fram
að átakið muni gera íslenskan land-
búnað óháðan sveiflum í framboði
og á eldsneytisverði í framtíðinni
og það muni leiða til aukins fæðu-
öryggis og stöðugleika íslensks
hagkerfis.
Stofna sérstakt átaksverkefni
í orkumálum
Til þess að vinna málinu brautar-
gengi verður stofnað sérstakt
átaksverkefni í orkumálum land-
búnaðarins. Ráðnir verða sérstakir
starfsmenn tímabundið í fjögur ár
en aðrir sérfræðingar skólans og BÍ
munu jafnframt leggja fram vinnu
eftir því sem þörf krefur. Munu BÍ,
LbhÍ og eftir atvikum fleiri aðilar
gera með sér samning um rekstur
átaksins í því skyni að efla faglegt
starf þeirra á þessu sviði. Óskað er
eftir stuðningi fjárlaganefndar við
rekstur verkefnisins. Sótt er um
20 milljónir króna til að styðja við
rekstur verkefnisins og með ósk um
áframhaldandi stuðning til ársloka
2015.
Markmið
Haraldur Benediktsson, formaður BÍ,
segir að „búorka" geti orðið mjög
mikilvæg fyrir íslenskan landbúnað.
Með þessu framtaki sé einnig verið
að búa til gagna- og upplýsingaveitu
um orkumál í sveitum landsins og
miðla þekkingu milli manna sem
annars séu að vinna hver í sínu horni.
Í erindinu til fjárlaganefndar
segir að verkefnið miði að því að
innleiða í íslenskan landbúnað þekk-
ingu á framleiðslu og nýtingu orku
úr lífrænum hráefnum sem falla til á
búunum eða í nágrenni þeirra, eða
eru sérstaklega framleidd í þeim
tilgangi.
Þá segir að greina skuli núver-
andi orkunotkun og veita ráðgjöf
um aðferðir sem leitt geta til minni
notkunar og aukinnar hlutdeildar
endurnýjanlegrar orku í þeirri
notkun. Gert er ráð fyrir að niður-
stöður greiningarinnar liggi fyrir
innan tveggja ára.
Bændur nýti eigin orku við
framleiðsluna
Verkefninu er ætlað að styðja með
faglegum hætti við bændur sem
hafa áhuga á að framleiða orku úr
lífrænum hráefnum á búum sínum
og yfirfæra þá þekkingu sem aflað
er hérlendis og erlendis til allra
sem málið varðar. Takmarkið er
að aðkeypt orka bænda minnki um
20% fyrir árslok 2015 og um 80%
fyrir árslok 2020.
Lögð verður áhersla á að styðja
og nýta tengslanet bænda þannig að
þekking og reynsla brautryðjenda
nýtist sem best.
Fjölmargir áhugasamir
samstarfsaðilar
Í greinargerð með erindinu kemur
fram að fjölmargir aðilar á Íslandi
hafi á undanförnum árum látið sig
málið varða. Mikilvægt sé að virkja
þá þekkingu sem þegar hefur verið
aflað. Þar kemur einnig fram að
Landbúnaðarháskóli Íslands og
bændur séu reiðubúnir til að hafa for-
göngu um öflugt starf á þessu sviði.
Þá hafi Orkustofnun lýst eindregnum
áhuga á að taka þátt í þessu átaks-
verkefni. Aðrir áhugaverðir sam-
starfsaðilar eru nefndir Verkís – verk-
fræðiþjónusta, Skeljungur, Metan hf.,
Metanorka, innlendir háskólar (HÍ,
HA, HR, Keilir) og erlendir sam-
starfsaðilar. /HKr.
Kúamykjan er hið svarta gull landbúnaðarins. Mikil verðmæti felast í mykjunni.
Þar er ekki bara um að ræða verðmætan áburð, heldur er líka hægt að vinna
úr henni eldsneyti í formi metangass sem hægt er að nýta á ýmsum vinnslus-
"@ <
&
&
@ <
Frá því um sumarið 2008 hefur
Siglingastofnun stýrt verkefni sem
felst í því að kanna hvernig gengur
að fá vetrarrepju til að þroska fræ
hér á landi. Var verkefnið sett af stað
í tengslum við Samgönguáætlun
fyrir árin 2007-2010, þar sem lagt
var upp með það markmið að leita
ætti að umhverfisvænu eldsneyti
fyrir fiskiskipaflotann. Repjufræ
má pressa og úr þeim fæst olía.
Þegar búið er að bæta tréspíra og
sóda út í olíuna er auðvelt að hreinsa
hana þannig að eftir stendur svo-
kallaður lífdísill – sem nota má á
allar dísilvélar.
Jón Bernódusson, verkfræðingur
hjá Siglingastofnun, hefur haft umsjón
með verkefninu og hann segir að
samstarf hafi verið frá byrjun við
Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ)
og nokkra bændur. „Valdir voru tíu
tilraunareitir víðsvegar um landið, þar
sem bæði mátti búast við góðri upp-
skeru og þar sem verri uppskeru var
að vænta. Uppskera haustið 2009 var
misjöfn og var einungis tekið í hús frá
þremur bæjum; Þorvaldseyri, Ósum
og Möðruvöllum. Þar var uppskera að
meðaltali mjög góð, eða yfir 4 tonn af
fræjum á hvern hektara, sem er 30%
meiri uppskera en á repjuræktunar-
svæðum í Norður-Evrópu. Það hefur
svo verið staðfest í endurteknum til-
raunum að repjan vex ágætlega hér á
landi og mjög vel við góðar aðstæður.“
Á Þorvaldseyri nam uppskera árið
2009 um 5 tonnum af fullþurrkuðu
fræi – af tveimur hekturum. Um 1.500
lítrar af olíu fengust svo út úr því.
Áhugaverðir kostir repjunnar
„Áhugi okkar beindist snemma að
repjunni og þá fyrst og fremst vegna
þess að 85% af lífmassa hennar má nýta
beint eða óbeint til manneldis og 15% í
matarolíu eða eldsneyti. Fóðurmjölið,
sem til verður við pressun fræjanna
og er þriðjungur lífmassans, er það
verðmætt að það eitt og sér stendur
undir kostnaði allrar uppskerunnar.
Því er hægt að horfa þannig á dæmið
að olían sé hjáafurð og í raun ókeypis í
framleiðsluferlinu,“ segir Jón. „Gæði
frækornanna og afurða þeirra eru
hreint frábær. Bændur geta notað
fóðurmjölið í heilfóður fyrir nautgripi,
svín, fugla og fleira. Fóðurmjölið má
einnig nýta fyrir eldisfiska og þar eru
Matorka, Matís og Fóðurblandan að
gera tilraunir með íslenskt fóðurmjöl
sem uppistöðu í fiskafóður. Þá hefur
Siglingastofnun komið sér upp búnaði
til að breyta jurtaolíu í bíódísil. Þar eru
prófanir gerðar bæði með nýja jurta-
olíu og notaða (steikingarolíu) – sem
annars er fargað. Niðstöðurnar lofa
góðu því gæði lífdísilsins er í samræmi
við alþjóðlegra staðla.“
Umhleypingar eru óhagstæðir
Jón segir að veðurfarið hér á landi hafi
mikil áhrif á ræktunina. „Ástæðan
fyrir góðri meðaltalsuppskeru er sú
að tvo mánuði á sumrin er viðvarandi
heilsdagsbirta – og það vegur upp
skort á hita. Repjan er tvíær jurt, býr
sig undir vetur og tekur svo við sér á
vorin. Snjór hefur engin áhrif á vetrar-
repjuna, en ef frost fer undir -15°C
í nokkurn tíma, og engin snjóþekja
liggur yfir akrinum, þá getur repjunni
verið hætta búin. Slíkt hefur varla
gerst síðan Siglingastofnun byrjaði
á þessum rannsóknum. Repjan þolir
frostið annars ansi vel. En stærsta
vandamálið hér eru umhleypingar á
vorin þegar ýmist frýs eða þiðnar. Þá
getur rót repjunnar lyfst upp úr jarð-
veginum og jurtin drepst við það. Þess
vegna er mikilvægt að sá repjunni á
réttum tíma á sumrin, því sterkari rót
kemur í veg fyrir að hún þrýstist upp úr
jarðveginum við frost og þíðu á víxl.
Með aukinni reynslu læra menn á þetta
eins og annað sem bændur sjálfir best
ná tökum á,“ segir Jón.
Tækifæri bænda
Hann metur það svo að niðurstöður
úr verkefninu gefi til kynna að miklir
framtíðarmöguleikar felist í repju-
ræktun á Íslandi. Siglingastofnun
muni áfram vinna að markmiðum
verkefnisins. „Bændur þurfa að koma
meira að verkefninu, en þeir hafa þó
verið að taka við sér einn af öðrum.
Nauðsynlegt er að aðstoða þá til að
eignast olíupressur svo þeir geti sjálfir
framleitt sína olíu og fóðurmjöl og
aukið tekjur sínar, en þar eru miklir
möguleikar til nýsköpunar; matarolía,
íblöndun í smjör, nuddolía og fleira. “
Jón bendir þeim sem áhuga hafa á
að kynna sér verkefnið betur að skoða
greinargerð um það (á www.sigling.
is) sem gefin var út í lok síðasta árs.
Þar er einnig að finna úttekt á öðrum
umhverfisvænum orkugjöfum sem
Siglingastofnun hefur skoðað. /smh
Vonir enn bundnar við repjuna
Hvað er metan
og hvernig má nýta það ? Vakning í notkun á varmadælum