Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 23
24 Grænir orkugjafar BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 24. NÓVEMBER 2011
Notkun varmadæla til húshitunar
á köldum svæðum hefur aukist
verulega hin síðustu ár. Má þá
þróun ekki síst rekja til breytinga
á lögum um niðurgreiðslur hús-
hitunarkostnaðar frá árinu 2009.
Í breytingunni felst að íbúðar-
eigendur sem vilji taka upp
umhverfisvæna orkuöflun og/eða
ráðast í aðgerðir sem leiða til bættr-
ar orkunýtingar við húshitun geti
fengið eingreiðslur sem nýta má til
að standa straum af stofnkostnaði
slíkra framkvæmda, ef kveðið er á
um ráðstöfun fjár til niðurgreiðslna
í fjárlögum. Eingreiðsla til hvers
notanda getur numið allt að átta
ára áætluðum niðurgreiðslum á
rafmagni eða olíu til húshitunar,
miðað við meðalnotkun til húshit-
unar næstu fimm ár á undan.
Til skamms tíma voru varmadæl-
ur lítt notaðar hér á landi. Skýringin
á því er einkum að kostnaður við
upphitun hefur í sögulegu sam-
hengi verið lágur. Þar sem ekki
hefur verið aðgangur að jarðvarma
hafa niðurgreiðslur jafnað kostnað
vegna upphitunar. Þá hefur nokkuð
hár stofnkostnaður við varmadælur
verið fólki þyrnir í augum.
Sprenging með breyttum lögum
Í skýrslu sem Ragnar K.
Ásmundsson hjá Ísor vann fyrir
Orkustofnun og kom út árið 2005
kemur fram að fyrsta varmadælan
var sett upp á Íslandi, eftir því sem
best er vitað, í Búrfellsvirkjun árið
1969 en rafall í virkjuninni var hit-
aður með dælunni. Á árunum 1977
og 1978 var sett upp varmadæla
við Bændaskólann á Hvanneyri
sem nýtt var til súgþurrkunar. Ekki
þótti hagkvæmt að nýta dæluna þar,
meðal annars vegna kostnaðar við
raforkukaup.
Í skýrslunni eru tilteknar 19
varmadælur sem voru eða höfðu
verið í notkun hér á landi. Höfundur
tekur fram að líklega sé ekki um
tæmandi lista að ræða en leiða má
líkur að því að á þessum tíma, árið
2005, hafi ekki verið mjög margar
varmadælur aðrar í notkun á land-
inu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Orkustofnun hafa verið gerðir á
bilinu 180 til 200 samningar um
eingreiðslur til uppsetningar á
varmadælum frá ársbyrjun 2010.
Benedikt Guðmundsson verk-
efnisstjóri hjá Orkustofnun bendir
hins vegar á að sá fjöldi gefi ein-
göngu vísbendingar um aukningu
á notkun varmadæla, því ljóst sé
að gríðarlegur fjöldi fólks hafi sett
upp hjá sér varmadælur án þess
að fá umrædda eingreiðslu. Fjöldi
fólks hafi sett upp varmadælur í
sumarbústöðum, til að mynda. Þá
sé greinileg mikil vakning varðandi
uppsetningu varmadæla í dreifbýli.
Lausn þar sem hitaveita er
óhagkvæm
Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í
Lóni í Kelduhverfi, setti upp varma-
dælu í búðarhúsi sínu og fjölskyldu
sinnar á síðasta ári. Kelduhverfið er
strjálbýlt og á köldu svæði og þó
að mögulega sé hægt að finna þar
heitt vatn valda langar vegalengdir
því að óhagkvæmt væri að fara í
hitaveituframkvæmdir þar. Einar
Ófeigur fór því fyrir nokkru síðan
að horfa í kringum sig eftir leiðum
til að ná kostnaði niður, en áður en
varmadælan var sett upp var raf-
magnskynding í íbúðarhúsinu.
„Ég var fyrst og fremst að velta
fyrir mér leiðum til að lækka hér
rafmagnsreikninginn, sem var orð-
inn óheyrilegur, hann var kominn
í 600.000 krónur á ári. Ég fór að velta
þessu fyrir mér og þegar eingreiðslan
vegna framkvæmda af þessu tagi
kom til fór ég að skoða þetta af
alvöru. Það er hægt að fara nokkrar
leiðir að þessu, það er hægt að afsala
sér hluta af þeim niðurgreiðslum sem
heimild er fyrir. Ég tók ákvörðun um
að afsala mér 75 prósentum þeirra og
fara út í þessa framkvæmd.“
Volgar uppsprettur lykilatriði
Það sem gerði framkvæmdina hag-
kvæma hjá Einari Ófeigi og fjöl-
skyldu var að í Lóni er gott aðgengi
að volgu vatni, vatni sem er 8-9
gráðu heitt auðveldlega komið heim
í hlað. Hefði því ekki verið til að
dreifa er ólíklegt að farið hefði verið
í að setja upp varmadælu í Lóni, þó
að hægt sé að nýta kaldara vatn í
þessu skyni. Ekki var raunhæft að
setja upp varmadælu sem vinnur
Vakning í notkun á varmadælum
– hagkvæmur kostur til að bæta orkunýtingu og draga úr kostnaði á köldum svæðum
Líf- eða hauggas (biogas) er sam-
heiti yfir þær lofttegundir sem
myndast við niðurbrot örvera á
lífrænum efnum (t.d. mykju, mat-
arleifum, grasi og garðaúrgangi)
án þess að súrefni komi að ferlinu.
Metan er jafnan fyrirferðarmest-
þeirra lofttegunda sem myndast í
slíku ferli, eða í kringum 55-75%.
Koltvísýringur er um 25-45% en
aðrar tegundir, s.s. kolmónoxíð,
köfnunarefni, vetni og brenni-
steinsvetni, í mun minna mæli.
Hvað er metan?
Metan er orkurík lofttegund og sam-
svarar einn rúmmetri af óþjöppuðu
metani einum lítra af jarðefnaolíu –
eða 10 kílóvattstundum. Hagnýting
á lífgasi á sveitabæjum virðist
þannig blasa við sem ákjósanlegur
kostur þar sem mikið fellur þar til
af lífrænum úrgangi, t.a.m. hús-
dýraúrgangi. Í ýmsum nágranna-
löndum okkar Íslendinga er enda
metangasvinnsla til orkunotkunar
vel þekkt og þar hafa ýmsar leiðir
verið farnar; bæði í smáum stíl og
stórum. Svokölluð samlagsver eru
t.a.m. algeng bæði í Danmörku og
í Þýskalandi, þar sem ýmist hús-
dýraúrgangi og/eða plöntum, eins
og maís og korni, er safnað saman
til metangas- og raforkuframleiðslu.
Í Þýskalandi eru bændum í slíkri
starfsemi tryggðar ákveðnar lág-
marksgreiðslur fyrir rafmagn sem
fer inn á landsnetið.
Sorphaugar eru sömuleiðis
ákjósanlegir staðir fyrir myndun á
metangasi. Á Íslandi háttar málum
þannig til, að vinnsla á metani er
ennþá nánast eingöngu bundin við
sorphauga höfuðborgarsvæðisins í
Álfsnesi, en uppi eru hugmyndir um
uppbyggingu á svipuðum vinnslu-
stöðvum víðar.
Frumkvöðlarnir í Hraungerði
Frumkvöðlar í þesskonar vinnslu
heima á sveitabæ eru feð garnir
Jón Tryggvi Guðmundsson og
Guðmundur Stefánsson í Hraungerði
í Flóanum. Við höfum í tvígang sagt
frá þróun mála hjá þeim feðgum hér
í Bændablaðinu, frá því að mælitæki
voru sett upp í byrjun árs 2009. Jón
Tryggvi sagði þá í viðtali að stefnan
væri sett á að með metangasvinnsl-
unni yrði kúabúskapurinn sjálfbær
um orkuöflun fyrir bæinn.
Vinnsluferlið í Hraungerði nær
þó tæpt ár lengra aftur í tímann, því
fyrsta skóflustungan að tilrauna-
stöðinni var tekin um vorið 2008. Í
febrúar árið 2009 voru framkvæmd-
ir á fyrsta stigi af þremur; þegar
reynslu var aflað í vinnslu á gasinu.
Mælingar gáfu til kynna að vinnsla
á gasinu væri vænleg og komst Jón
Tryggvi að þeirri niðurstöðu að hag-
kvæmara væri að hreinsa gasið og
Vatn í vatn varmadæla.
Loft í loft varmadæla.
Metangas og
hagnýting þess á bæjum
Jón Tryggvi Guðmundsson er véltæknifræðingur og hefur unnið þetta verkefni að mestu leyti einn – í frítíma sínum.