Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 25
26 Grænir orkugjafar BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 24. NÓVEMBER 2011
Kristján Haraldsson, orkubús-
stjóri hjá Orkubúi Vestfjarða,
segir að fyrirtækið hafi hvatt alla
þá sem áhuga hafi til að skoða
uppsetningu lítilla virkjana á
Vestfjörðum. Fáir kostir séu um
stórvirkjanir í fjórðungnum en
margar litlar virkjanir geti því
skipt töluverðu máli.
Fyrirhyggja nauðsynleg
„Ef menn eiga möguleika í sveit-
unum, þá er um að gera að virkja
bæjarlækina. Það er þó ekki nóg að
horfa á lækinn bakkafullan á vorin.
Að mínu viti þurfa menn að þekkja
söguna og fá staðfestar mælingar
áður en lagt er út í verulegar fjár-
festingar í þessa veru. Annars lenda
menn yfirleitt í vandræðum,“ segir
Kristján. „Menn þurfa að þekkja
ákveðnar stærðir eins og meðal-
rennsli í læknum yfir árið, hvað
það getur orðið minnst og hvað
mest. Út frá því geta menn tekið
skynsamlegar ákvarðanir.
Við erum þó alltaf að skoða
nýjar lausnir í virkjanamálum á
Vestfjörðum. Til þess að tryggja
rekstraröryggið þarf að auka fram-
leiðsluna. Því erum við að hvetja
menn til að setja upp virkjanir þar
sem það er hægt.“
Margar virkjanir undir hatti OV
Stærstu virkjanir Vestfirðinga
eru Mjólkárvirkjun 1 í Arnarfirði
sem gangsett var 1958 og
Mjólkárvirkjun 2 sem gang-
sett var 1975. Auk þeirra á og
rekur OV Þverárdalsvirkjun við
Steingrímsfjörð sem gangsett
var 2001, Tungudalsvirkjun sem
nýtir vatn úr Vestfjarðagöngum,
skilar 700 kílówöttum og var
gangsett 2006, Fossavatnsvirkjun
í Engidal sem gangsett var
1936, Nónhornsvirkjun í
Engidal sem gangsett var 1946,
Reiðhjallavirkjun í Bolungarvík
sem upphaflega var gangsett
1958 og síðan endurnýjuð 1992,
Mýrarárvirkjun sem gangsett var
1965 og Blævardalsárvirkjun í
Ísafjarðardjúpi, sem endurbyggð
var á árunum 2004 og 2005.
Smávirkjanir á Vestfjörðum
Auk þessa er OV 10% eignar-
aðili að um 500 kílówatta bænda-
virkjun sem reist var í Botni í
Súgandafirði og skilar nú mylj-
andi hagnaði til eigenda sinna, að
sögn Kristjáns. Virkjunin nýtir
að stórum hluta útrennslisvatn úr
Vestfjarðagöngum og kaupir OV
rafmagnið. Í Hvestudal er 1,4 MW
einkavirkjun sem selur OV líka raf-
magn sem og lítil 30 kW virkjun í
Tálknafirði. Þar að auki hefur OV
rekið litla 200-300 kW virkjun sem
Jón Fannberg byggði í landi sínu í
Mjóafirði við Ísafjarðardjúp fyrir
allmörgum árum.
Endurnýjun í Mjólkárvirkjun
Hjá Orkubúi Vestfjarða hefur verið
unnið að því að endurnýja vélasam-
stæðu í Mjólkárvirkjun 1. Þann 1.
október var lokið prófunum á nýrri
aflvél sem getur mest gefið 6,990
megawött (MW) og leysir af hólmi
Skoda-vél sem gat afkastað 5,7
MW við 1,7 rúmmetra álag á sek-
úndu. Miðað við sama afl er nýja
vélin að nota 14% minna vatns-
magn og gefur tæp 7 MW miðað
við 1,82 rúmmetra á sekúndu, eða
örlítið meira vatn en gamla vélin.
Osmósuvirkjunartilraun í bið
Varðandi aðra virkjanakosti en
hefðbundnar vatnsaflsvirkjanir
hefur Orkubú Vestfjarða tekið þátt
í verkefni með Nýsköpunarmiðstöð
sem miðar að því að setja upp lítið
osmósutilraunaorkuver. Kristján
segir að vegna fjárskorts hjá
Nýsköpunarmiðstöð hafi þess-
ari vinnu verið slegið á frest.
Hugmyndin sé fyrst og fremst að
gefa mönnum kost á að kynna sér
þessa tækni af eigin raun en hún
byggir á því að virkja spennumun
sem verður þar sem ferskvatn
mætir sjó. „Þetta er bara svo dýr
lausn að hún kemur vart til skoðun-
ar í alvöru fyrr en allir aðrir kostir
í virkjanamálum eru upp urnir,“
segir Kristján.
/HKr.
Um að gera að virkja bæjarlækina
þar sem mögulegt er
- Fyrirhyggja þó nauðsynleg, segir Kristján Haraldsson orkubússtjóri
Smávirkjanir eins og víða þekkj-
ast í sveitum landsins eru síður
en svo nýjar af nálinni. Fyrstu
virkjanir landsins voru í raun
ekkert annað en smávirkjanir,
en til að auðvelda áhugasömum
bændum og öðrum að kynna sér
málið er til handbók um slíkar
virkjanir á netinu. Litlar vatns-
aflsvirkjanir - Kynning og leið-
beiningar um undirbúning, 2.
útgáfa er rit sem Mannvit verk-
fræðistofa gaf út í apríl 2010 fyrir
iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið.
Ritið er aðgengilegt í pdf-útgáfu
á netinu á slóðinni http://www.
os.is/gogn/Skyrslur/OS-2010/
Litlar-vatnsaflsvirkjanir-2-
utgafa.pdf.
Í riti Mannvits er farið mjög
ítarlega yfir allt sviðið frá undir-
búningi til framkvæmda og rekst-
urs og lýst hinum ýmsu gerðum
virkjana.
Ástreymisvirkjanir
Flestar virkjanir hérlendis byggj-
ast á að nýta sem best mikla fall-
hæð og er þá vatn gjarnan leitt um
aðrennslispípur að vatnshjólum
virkjunarinnar. Minna hefur verið
rætt um virkjanir sem nýta ein-
göngu staðbundið rennsli án bygg-
ingar mikilla uppistöðulóna en
umfjöllun um slíkar virkjanir er
líka að finna í riti Mannvits. Þar
er um að ræða notkun svokallaðra
ástreymishverfla sem nýta straum-
hraða þar sem fallhæð er lítil. Tvær
gerðir hverfla eru þar teknar til
skoðunar, þ.e. Kaplan og Francis
hverflar.
Þverstraumshverfill
Cross Flow hverfill eða þver-
straumshverfill er svo enn ein gerð-
in sem flokkast til spyrnuhverfla.
Helsti kostur Cross Flow hverfla
er að þeir henta vel þar sem álag er
breytilegt og þar sem keyra þarf á
hlutaálagi, svo sem vegna breyti-
legs álags eða rennslis. Nýtnin er
nokkuð jöfn yfir vinnslusvið, en er
lægri en í hefðbundnum hverflum.
Virkjanir sem nýtt hafa straum
í sjó og ám voru vel þekktar við
upphaf vélvæðingar á Íslandi.
Voru slíkar virkjanir oft með bein-
tengdum spaðahjólum og beinu
aflúrtaki sem notað var m.a. til að
snúa kvörn sem malaði korn; vind-
myllur voru nýttar á sama hátt og
er gamla vindmyllan í eynni Vigur
í Ísafjarðardjúpi gott dæmi um það.
/HKr.
Vatnsaflsvirkjanir í sveitum:
Hægt að virkja fleira
en mikla fallhæð
Myndir úr riti sem Mannviti tók saman fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðu-
neytið 2010..
Orkuveita Reykjavíkur og Geo-
greenhouse ehf. skrifuðu á dögun-
um undir samning sem felur í sér
að byggt verði upp stórt ylrækt-
arver á svæði sem skipulagt
hefur verið fyrir slíka starfsemi
vestan Hellisheiðarvirkjunar.
Fyrirhugað er að framleiða þar
tómata í gróðurhúsum og flytja
á erlenda markaði.
OR mun selja til starfseminnar
rafmagn til lýsingar, heitt vatn til
upphitunar og kalt vatn til vökv-
unar. Allt þetta er þegar fyrir hendi
í rekstri Hellisheiðarvirkjunar.
Samkvæmt tilkynningu frá
félögunum er uppbyggingin
áformuð í þremur áföngum á
næstu árum. Samningurinn, sem
lagður var fyrir stjórn OR 18.
nóvember, nær til fyrsta áfang-
ans. Áætlað að hann skapi um
50 manns störf og verði tekinn
í notkun haustið 2012. Hann er
fjórðungur af áætlaðri endanlegri
stærð versins. Annar áfanginn,
sem er jafnstór, á að vera tilbúinn
haustið 2014 en sá síðasti, sem er
jafnstór hinum tveimur til samans,
er enn ótímasettur. Fyrsti áfang-
inn, sem felur í sér byggingu
50.000 fermetra ylræktarvers,
krefst um 9 megavatta rafafls.
Sölufélag garðyrkjumanna
stærsti eigandinn
Geogreenhouse ehf. er fyrir-
tæki sem stofnað var sérstak-
lega um þetta uppbyggingar-
verkefni. Stærsti eigandi þess er
Sölufélag garðyrkjumanna og
aðrir stórir eigendur eru fjárfest-
ingarfélagið Investum Holding og
Nýsköpunarsjóður.
Áætlað er að framleiða árlega
nokkur þúsund tonn af tómötum
aðallega fyrir Bretlandsmarkað.
Fyrirtækið mun sjálft greiða fyrir
tengingu við vatns- og hitaveitu
auk rafmagnsins. Flutningaleiðir
eru raunar stuttar þar sem verið
mun verða rúman kílómetra frá
stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar
og liggur lóð þess rétt við kalda-
vatnsæðina til virkjunarinnar og
heitavatnsæðina frá henni.
Samið er um orku- og vatns-
verð í erlendri mynt og er það
verðtryggt. Samningurinn er til
20 ára. Fjárfesting OR vegna
samningsins er hverfandi og því
eru áhrif teknanna á arðsemi
Hellisheiðarvirkjunar bein. Væri
byggð ný virkjun vegna verk-
efnisins, með um þriðjungs
eiginfjárframlagi, næmi arðsemi
samningsins um 13% af eigin
fé. Miðað við byggingarkostnað
Hellisheiðarvirkjunar er arðsemin
þó meiri.
Á síðustu misserum hefur
Sveitarfélagið Ölfus unnið að
skipulagi svæðis fyrir iðn- og
tæknigarða á flatlendinu vestur
af Hellisheiðarvirkjun. Í gild-
andi aðalskipulagi er nú gert
ráð fyrir iðnaði á svæðinu. Við
virkjunina eru nú þegar rekin
nokkur vísindaverkefni tengd
jarðhitanýtingunni. Umfangsmest
þeirra er CarbFix verkefnið, sem
nýverið hlaut myndarlegan fjár-
styrk frá Evrópusambandinu.
Ekki er loku fyrir það skotið að
í framtíðinni geti ylræktarverið
einnig fengið koltvísýring frá
Hellisheiðarvirkjun.
Orkuveita Reykjavíkur semur við Geogreenhouse vegna ylræktarvers:
Samið um orku til tómataræktunar
fyrir erlendan markað
Mjólkárvirkjun. Mynd /HKr.