Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 26
Grænir orkugjafar 27 BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 24. NÓVEMBER 2011
TOP N+ ... betra gler
Glerverksmiðjan Samverk ehf
Eyjasandi 2, 850 Hella
Gasfyllt gler, aukin einangrun.
Gasframleiðsla í sveitum getur átt
stóran þátt í að auka sjálfbærni
íslenskra búa. Möguleikarnir
til gasframleiðslu í sveitum eru
afar miklir og auðvelt ætti að
vera að byrja smátt með litlum
tilkostnaði og þróa síðan vinnsl-
una áfram. Spurningin snýst
nær eingöngu um framtaksemi
bændanna sjálfra.
Þetta hafa bændur víða um
heim líka nýtt sér um aldir. Í
Þýskalandi eru t.d. yfir 5.000
lífgasver af öllum stærðargráðum
og útfærslum. Hráefnið til gas-
vinnslu er víða að finna, svo sem í
grasi á túnum, úrgangi húsdýra og
með ræktun á orkuplöntum. Ekki
er fráleitt að segja að kúamykjan í
sveitum landsins sé hið svarta gull
landbúnaðarins sem bæði má nýta
til áburðar og orkuvinnslu.
Í viðtali við Kristján Hlyn
Ingólfsson í Bændablaðinu þann
1. september sl. var greint frá rit-
gerð hans Búorku sem var hluti af
Magister Scientiarum gráðu hans
í umhverfis- og auðlindafræðum á
Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Háskóla Íslands. Þar kom fram að
verkefni hans er í raun samantekt á
þeim fjölmörgu þáttum sem áhuga-
menn um gasframleiðslu í sveitum
landsins eru stöðugt að leita að.
Kristján hvatti íslenska bændur
til að prófa sig áfram við gasfram-
leiðslu og auka þar með sjálfbærni
búa sinna í orkuframleiðslu og
framleiðslu á köfnunarefnisríkum
lífrænum áburði. Auk þess bendir
hann á að nýting á metangasinu
getur verið verulega umhverfis-
væn. Í sjálfu sér geti hver sem
hefur aðstöðu eins og góð haughús,
framleitt gas og það á stundum með
litlum tilkostnaði, til hitunar og
jafnvel til notkunar á ljósavélar.
Meginmarkmið verkefnis
Kristjáns er að miðla upplýsingum
og þekkingu til Íslendinga um
reynslu af lífgasvinnslu erlendis
frá. Er Búorka auðskiljanleg í allri
framsetningu og aðgengileg öllum
þeim sem áhuga hafa, endurgjalds-
laust á vefslóðinni skemman.is á
veraldarvefnum.
Í ritgerð sinni, sem í raun varð
að afar aðgengilegri og opinni
handbók, leitast höfundur við að
svara spurningum eins og hvaða
tæknilegu möguleikar séu til lífgas-
vinnslu. Hér á landi er þetta gas þó
oftar nefnt hrágas eða hauggas. Er
ritgerðin ætluð öllum þeim sem
áhuga hafa á að hefja vinnslu á líf-
gasi. Í inngangi að ritgerðinni segir
Kristján:
„Samfara hækkandi verðlagi
á jarðefnaeldsneyti hér á landi
hefur orðið síaukin vakning í því
að litið verði til annarra kosta til
að mæta þörf landsmanna fyrir
eldsneyti Einn þessara kosta er að
auka innlenda framleiðslu metans.
Metanframleiðsla er byggð á líf-
rænu ferli er kallast loftfirrt niður-
brot eða gerjun. Hreint metan fæst
ekki með slíku niðurbroti þar sem
frá því leggur svokallað lífgas
(hauggas eða biogas á engilsax-
nesku) sem þarft að vinna frekar til
að fá metan af ásættanlegum hrein-
leika.
Þegar farið er í slíka vinnslu þarf
að taka tillit til ótal breytna og þar
sem takmörkuð reynsla er af slíku
hér á landi þá er nauðsynlegt að
sækja þekkingu er varðar kostnað,
framleiðsluleiðir og tækniupp-
setningu til annarra ríkja. Í mörgum
ríkjum Norður Evrópu er þannig
að finna áratuga langa reynslu af
lífgasframleiðslu og þar er að finna
ótal lífgasver af ýmsum gerðum.
Mögulegt er að setja upp lífgas-
ver að erlendri fyrirmynd hér á
landi því hér er að finna nokkurt
magn hráefnis sem nýta mætti til
vinnslunnar, frá ýmissi starfsemi
svo sem landbúnaði, en einnig í
sorpi frá heimilum og iðnaði. Ef
áfram vinna á lífgasið í hreinna
metan, þá er ólíklegra að rekstur
minni framleiðslueininga hér á
landi verði hagkvæmur og skili
fjárhagslegum ágóða.
Stærri framleiðslueiningar eru
líklegri til að skila hagnaði í skjóli
stærðarhagkvæmni þótt slíkt sé
ekki öruggt og þær geti einnig verið
óhagkvæmar. Lífgas og metan gæti
samt sem áður verið fýsilegur og
sjálfbær framtíðarkostur eldsneytis
hvort sem litið er til hagrænna,
félagslegra eða umhverfislegra
þátta.“
Gasframleiðsla í sveitum er enginn galdur:
Með einföldum búnaði er
hægt að vinna hrágas
Fyrirtækið Biotech í Thiruvananthapuram Indlandi hefur sett upp 20 þús-
und svona heimilsgasvinnslustöðvar í Suður-Indlandi. Þær eru fyrir heim-
ilis-úrgang og geta framleitt 0,8 til 1,9 kg af gasi á dag eftir stærð og kosta
um 470 dollara. Slíkur búnaður rúmast á um 1,25 fermetrum.
Gasframleiðsla á indversku nautgripabúi
Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í
þeim stærðum og gerðum sem henta þér.
! "
!#$%& & '(%&)&* +++,-" ,
+(, -.
)
/
0%1)// 3
3
3
)04 05
'
3
3 1) /
63 206%220)6
3%
) '
7)
2
8)
)
)
%
0 9
) 8)'
:
; 20 44
6) )2 /3'<
=29 8)
9
%
6
0 //
">;
8)'
8
)
21
!
9
9?
! "
#$ %%&
$
' " & '"' "
(
)*"#
+
,((
-
,$
+
,#
-
,.$
+
,
-
,(#$
+
,#/
-
,/($