Bændablaðið - 24.11.2011, Page 27

Bændablaðið - 24.11.2011, Page 27
Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 201128 Utan úr heimi Þekkingarsetur landbúnaðarins í Danmörku, VFL, hefur þróað búnað sem skráir ferðir og hegðun kúa í fjósi með hjálp snjallsíma og GPS-tækni. Tilgangur þess er að geta í framtíðinni notað upplýsing- arnar sem hjálpartæki kúabænda og auðveldað þeim að finna veikar kýr eða kýr sem eru veikburða. Margskonar vöktunarbúnaður þegar til Í dag eru til á markaðinum margar gerðir vöktunarbúnaðar fyrir kýr í lausagöngufjósum sem lætur vita ef huga þarf sérstaklega að kúnum. Slíkur búnaður er þó mest notaður í tengslum við beiðsli og byggir á hreyfiskynjurum sem festir eru á hálsólar kúa eða fætur þeirra. Til við- bótar þessum kerfum hefur svo verið að koma á markaðinn fullkomnari tækni s.s. Herd Navigator, sem er einskonar rannsóknastofa í fjósinu og mælir ýmsa lífeðlisfræðilega þætti mjólkur um leið og mjólkað er. Slíkur búnaður getur til að mynda látið vita ef kýr eru á leið í eða komnar með súrdoða, svo dæmi sé tekið. Ennfremur er til á markaðinum tækni sem fylgist með ferðum kúa í fjósunum sem kallast Cowdetect- CBM en tæknin byggir á fullkomnu loftnetskerfi í fjósunum sjálfum. Öll framangreind kerfi byggja á sama grunni, þ.e. að í fjósunum eru ein- hverskonar loftnet eða skynjarar sem „lesa“ af sendum kúnna og koma svo boðum til fjóstölvunnar. Ný nálgun Með hinum nýja búnaði er farin ný leið varðandi vöktun kúa og notuð til þess þrautreynd tækni GPS- staðsetningarbúnaðar og nú hinna nýju snjallsíma. Þessi tækni byggir á, eins og margir vita, gervihnattakerfi og þarf því ekki að notast við auka- loftnet eða annarskonar aflestrarbún- að í fjósunum. Aukinheldur er verið að stórbæta GPS kerfið, sem í dag er í eigu bandaríska hersins, en fleiri lönd standa nú fyrir því að koma upp fleiri gervihnöttum sem gegna sama tilgangi. Markmið þessara aðila allra er að auka nákvæmni GPS kerfisins með það að markmiði að geta nýtt búnaðinn enn betur innandyra í margþættum tilgangi. Um leið eru GPS-móttakarar að verða ódýrari og ódýrari og eru nú nánast staðalbún- aður í símum og jafnvel úrum. Enn er kerfið þó ekki nógu nákvæmt og geta þykkir veggir eða t.d. inn- réttingar truflað móttökuskilyrðin þannig að nákvæm staðsetning er ekki möguleg, en þetta er á leiðinni! Staðsetningarbúnaður fyrir kýr Í tilraunafjósinu KFC í Danmörku var nýi hugbúnaðurinn reyndur á kú sem þar var en hún var einfaldlega útbúin með GSM-síma á hálsól sinni. Notaður var snjallsími frá HTC af gerðinni Desire en þeir símar eru bæði með GPS-búnað, hröðunarmæli og rafræna hæðarmælingu. Síminn skráði svo hjá sér upplýsingar á hverri sekúndu og sendi út um stað- setningu og 35 mismunandi hröð- unar- og hæðarmælingar. Þessum síma var vel pakkað inn í vatns- og höggheldar umbúðir og hann svo settur á hálsól kýrinnar. Svo var fylgst nákvæmlega með merkinu sem síminn sendi frá sér um ferðir kýrinn- ar í fjósinu, hröðun hreyfinga hennar og hegðun. Þessum upplýsingum var svo safnað inn í sérstakan hugbúnað og samhliða var safnað upplýsingum um ferðir kýrinnar með hefðbundinni atferlisrannsóknaaðferð, horft á hana viðstöðulaust og hreyfingar skráðar niður á blað! Sköfuróbótinn einnig með síma Til þess að hafa samanburð við hreyfingar kýrinnar var síminn einnig festur við sköfuróbóta, en í fjósi KFC gengur hann eftir föstu ferðaskipulagi og ætti því að gefa örugga niðurstöðu um nákvæmni. Þegar niðurstöðurnar voru skoð- aðar kom í ljós að skráningin á staðsetningu sköfuróbótans var all ónákvæm og munaði þar nokkrum metrum. Skráningin var þó kerfis- læg og gefur það ástæðu til að ætla að leiðrétta megi fyrir röngum upp- lýsingum með útreikningum. Þá má að líkindum einnig bæta búnaðinn með því að „segja“ hugbúnaðinum frá því hvernig fjósið er innréttað og því getur hann leiðrétt sjálfur upplýsingar frá sendi sem óvænt fer þvert yfir legubásaröð eða upp á fóðurgang. 94,8% rétt lesið Þó svo að tæknin sé ný af nálinni og í þróun hefur þegar verið þróaður hug- búnaður sem getur sagt til um fimm ólíka þætti í hegðun kúa með 94,8% öryggi að jafnaði. Þessir þættir eru „gengur“, „stendur kyrr“, „liggur“, „drekkur“ og „étur“. Mesta öryggið á aflestrinum er legan sjálf en þar gat búnaðurinn sjálfur áttað sig á því að kýrin lá í 98,6% tilfellanna en minnst nákvæmni var þegar hún drakk, eða 85,2% nákvæmni. Þetta kann að skýrast af tímalengd þess atferlis sem mælt er, enda tekur stutta stund að drekka. Gefa þessar niðurstöður þó ástæðu til að ætla að þessi hug- myndafræði geti gengið upp og að mögulegt verði á komandi árum að fá allnákvæmar upplýsingar um hegðun allra kúa í ákveðinni hjörð. Slíkar upplýsingar eru sérlega gagnlegar ef þær taka tillit til þekktra atferlis- þátta þegar kýr eru veikar eða við það að veikjast. Getur skipt sköpum að geta brugðist við sjúkdómum nógu snemma og er þetta því afar spenn- andi möguleiki með hagrænt gildi fyrir nútíma kúabúskap. Ekki á markað í bráð Þó svo að tækninni fleygi ört fram er þó enn bið á því að jafn fullkominn búnaður og hér að framan er lýst komi á markað. Til þess að svo megi verða þarf að auka nákvæmni staðsetninganna mikið en að því er unnið hörðum höndum og því líklegt að á næstu árum fái aflagðir snjall- símar nýtt líf sem vöktunarbúnaður í fjósum landsmanna eða utandyra. Kosturinn við þetta kerfi er sá að búnaðurinn getur jafn auðveldlega, eða jafnvel auðveldar, fylgst með kúnum úti á túni eða í gerði. Nánar má lesa um þetta spennandi verkefni á vefsíðunni www.galileo-platform. com. Snorri Sigurðsson auðlindadeild Landbúnaðarháskólans Snjallsíminn fylgist með kúnum Myndin sýnir skráningu á ferðum kýr innan fjóss KFC. Bandaríski flotinn leggur nú mikla áherslu á tilraunir sínar með nýt- ingu þörungalífefnaeldsneytis á sjó og í lofti. Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun Bændablaðsins um framleiðslu lífefnaeldsneytis eru þörungar sem vaxa í sjó og tjörnum líklega langafkastamestu olíujurtir sem til eru á jörðinni. Þessi staðreynd vakti áhuga hern- aðaryfirvalda í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum, sem og flug- félaga víða um heim. Gerðar hafa verið tilraunir með framleiðslu á dísilolíu og þotueldsneyti (stein- olíu) úr þörungaolíu og hafa þær gefist vel. Vegna þess mikla fjármagns sem streymir um hernaðarmaskínur heimsins hefur mjög verið litið til þess hvernig hernaðarkerfin ætli að bregðast við þverrandi framboði á jarðefnaeldsneyti. Hafa margir talið að í gegnum hernaðarumsvif væri einna helst að vænta örrar tækni- þróunar til að finna nýja orkugjafa eða þróa nýja orkumiðla eins og líf- efnaeldsneyti. Samkomulag flotamála- og landbúnaðarráðuneyta Á árinu 2010 var greint frá sam- komulagi á milli flotamálaráðu- neytis og landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna um þróun á innlendu lífefnaeldsneyti. Ray Mabus, yfir- maður flotans, sagði við það tækifæri að lífefnaeldsneytisiðnaðurinn yrði kallaður til að leika stórt hlutverk í varnarmálum í framtíðinni. „Til að tryggja eldsneytisöryggi Bandaríkjanna í framtíðinni, þróa liprari og skilvirkari herafla og koma í veg fyrir ójafnvægi vegna breytinga á andrúmslofti jarðar, hef ég skipað sjóhernum og sérdeildum hans að hefja róttækar aðgerðir sem ganga langt umfram núverandi mælikvarða til að mæta þessu.“ „Grænn“ sjóher Eitt af þeim athyglisverðu mark- miðum sem þegar hafa verið sett í gang hjá sjóhernum er að búa til það sem kallað er „grænt árásarlið“ (e. Green Strike Group) sem ætlað er að sýna getu sína strax á árinu 2012. Næsta skref sjóhersins verður svo að mynda það sem kallað er „Hinn mikli græni floti“ (e. Great Green Fleet) sem ætlunin er að kynna árið 2016. Þá eiga skip sjóhersins, flug- tæki eins og Seahawk þyrlur og Super Hornet orrustuþotur, að geta notað lífefnaeldsneyti. Ekki kemur fram hvort hugmyndafræðin sé að andstæðingarnir geti þá betur sætt sig við að missa lífið ef herliðið sem drepur þá sé búið svokölluðum grænum eða „vistvænum“ hertólum. Einn stór galli er þó við þessa „grænu“ eða meintu umhverfisvænu áætlun flotans. Þar er nefnilega ekki síst horft til aukinnar notkunar á kjarnorkueldsneyti, sem seint verður talið vistvænt, sem og dísil-raf tvinn- véla. Þar á eftir kemur svo þróun líf- efnaeldsneytis, m.a. eldsneytis sem framleitt yrði með þörungum. Tilraunir bandaríska flotans Á vefsíðu TPMIdealLab 31. október sl. er greint frá tilraunum bandaríska flotans í sama mánuði með siglingu á innrásarpramma (Landing Craft Utility (LCU) 1600-class). Þar var notuð eldsneytisblanda sem saman- stóð til helminga af þörungabíódísil og F-76 NATO fjölnota flotaelds- neyti sem kallað er „NATO standard multi-purpose naval fuel – F-76“. Pramminn sem notaður var reyndist geta haldið 12 mílna hraða fullhlaðinn með 400 sjóliða og allan bardagabúnað. Vó búnaðurinn sam- tals 180 tonn. Þörungaeldsneyti líka á skip, þyrlur, þotur og loftpúðaskip Tilraunir með Seahawk þyrlu sem drifin var af þörungaeldsneyti hafa sýnt að hægt er að nota það elds- neyti til að leysa hefðbundið þotu- eldsneyti (steinolíu) af hólmi. Engar breytingar þarf að gera á mótor, elds- neytiskerfi, pústkerfi eða eldsneytis- tönkum þyrlunnar vegna þessa. Nú í nóvember áttu að hefjast til- raunir með að keyra vélar á tundur- spilli með þörungaeldsneyti. Þá er ráðgert að hefja tilraunir nú í des- ember með notkun á þörungaelds- neyti á loftpúðaskip (Landing Craft Air Cushion - LCAC) sem notuð eru í sama tilgangi og gömlu inn- rásarprammarnir. Þessi loftpúðaskip eru mjög hraðskreið og geta einnig ferðast um á landi. Á síðasta ári gerði bandaríski flot- inn vel heppnaðar tilraunir með að nota þörungaeldsneyti á hraðskreiða eftirlitsbáta sem einkum eru notaðir á fljótum og vötnum (Navy Riverine Command Boat). /HKr. „Vistvænn“ hernaður? Bandaríski flotinn veðjar á lífefnaeldsneyti úr þörungum - Hyggst kynna „græn árásarlið“ strax á næsta ári Olía úr þörungum á stríðstól band- aríska flotans á að hluta að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi á komandi árum. Hér sést hvernig sköfuróbótinn ferðaðist um samkvæmt upplýsingum kerfisins (græn merking). Ef vel er að gáð má sjá gula línu sem sýnir hina raunverulegu leið. Nípukotsætt Niðjatal Vestur-Húnvetninganna Jóns Þórðarsonar f. 1775 og Guðrúnar Jónsdóttur f. 1779. Bókin er 419 bls. Verð kr. 7500. Áhugasamir hafi samband við Guðrúnu Hafsteinsdóttur í síma 5666187. Nípukotsætt Niðjatal Vestur-Húnvetninganna Jóns Þórðarsonar f. 1775 og Guðrúnar Jónsdóttur f. 1779. Bókin er 419 bls. Verð kr. 7500. Áhugasamir hafi samband við Guðrúnu Hafsteinsdóttur í síma 5666187.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.