Bændablaðið - 24.11.2011, Síða 29
30 Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 2011
Undanfarin ár hafa félagar í
Rósaklúbb Garðyrkjufélags
Íslands kosið rós ársins í almennri
atkvæðagreiðslu. Í ár hlaut kana-
díska blendingsrósin „Louise
Bugnet" flest atkvæði.
Rós þessi er afar harðgerð og
vex vel hér á landi. Hún ber þétt-
fyllt, ilmandi blóm sem opnast úr
rauðbrydduðum knúppum og slær
bleikum lit á blómið í fyrstu en það
verður síðan fagurhvítt. Rósin hefur
verið til sölu í mörgum garðyrkju-
stöðvum á síðustu árum.
„Louise Bugnet" er í hópi rósa
sem franskættaði skólameistarinn
og rithöfundurinn Georges Bugnet
kynbætti sjálfum sér og öðrum til
mikillar ánægju og gaf heiminum.
Auk rósa tókst honum að kynbæta
epli, plómur, kirsuber og ýmsar
tegundir blómstrandi runna og
fjölæringa með það fyrir augum að
þola mikla vetrarkulda sem verða
í Albertahéraði í miðhluta Kanada,
ekki langt frá þar sem Stephan G.
Stephansson bjó. Bugnet tók aldrei
einkleyfi á þesum yrkjum sínum og
auðgaðist ekki af ræktun þeirra. Það
gerðu aðrir enda hafa yrkin sem hann
þróaði reynst afar vel um allan hinn
norðlæga heim. G. Bugnet lést árið
1981, 102 ára gamall.
Félagar Rósaklúbbsins gátu valið
úr fimm rósum sem voru tilnefndar,
hinar eru finnska þyrnirósayrkið
„Ruskela", íslenski ígulrósablend-
ingurinn „Skotta" – sem áður var seld
ranglega sem kanadíska rósayrkið
„Wasagaming"; meyjarósin - Rosa
moyesii „Eddie‘s Jewel" og bjarma-
rósin - Rosa x alba „Gudhem" sem
fannst við klaustrið Gudhem í suður
Svíþjóð fyrir nokkrum árum og hefur
fengið nokkuð skjóta útbreiðslu
síðan. Allar þessar rósir þrífast
prýðilega í íslenskum görðum.
Áhugi á rósarækt hefur vaknað hér
á landi á undanförnum árum. Lengi
hefur ræktun rósa þótt vandasöm
og margir orðið fyrir vonbrigðum
af því að kaupa rósir, þar sem inn-
kaup garðplöntustöðva hafa gjarn-
an beinst að blómfögrum en við-
kvæmum rósayrkjum frá Danmörku
og Hollandi sem ekki verður langra
lífdaga auðið í umhleypingasamri
íslenskri veðráttu. Hins vegar hefur
komið í ljós með starfi Rósaklúbbs
Garðyrkjufélags Íslands að til er
fjöldi fagurblómstrandi rósayrkja
sem þrífast vel hér á landi og eru
harðgerðar.
Tilraunir í rósagarði klúbbsins í
landi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar
í Höfðaskógi og samsvarandi tilraun-
ir hjá mörgum meðlimum klúbbsins
hafa leitt þetta í ljós. Engin ástæða
er fyrir Íslendinga að neita sér um
að rækta ilmandi og litfagrar rósir
sem sumar hverjar blómstra langt
fram á haust.
Rósaklúbbur Garðyrkjufélags
Íslands var stofnaður árið 2002.
Formaður klúbbsins er Samson B.
Harðarson. Upplýsingar um starf-
semi klúbbsins er að finna á heimasíu
félagsins www.gardurinn.is
Louise Bugnet er rós ársins 2011
Fróðleiksbásinn
Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur
Rabarbari er ef ættkvíslinni
Rheum sem er af súruætt
(Polygonaceae). Innan ætt-
kvíslarinnar eru um 60 tegundir
plantna. Ýmsir matrabarbarar,
skrautrabarbarar eða rabarbarar
sem vaxa villtir víða um heim.
Rabarbarinn sem fjallað er um
hér er sá sem þekktur er í görðum
og heitir Rheum x cultorum eða
Rheum x hybridum á latínu. Hann
finnst ekki villtur í náttúrunni enda
ræktunarafbrigði. Latneska nafna-
gjöfin er mjög á reiki og erfitt að
átta sig á tegundum og uppruna
þeirra með hana að leiðarljósi enda
gekk rabarbarinn framan af undir
verslunarheitum eins og hollenskur
eða tyrkneskur rabarbari.
Orðið rabarbari er komið úr
grísku, rha barbaron. Rha er gamalt
nafn á Volgu, lengstu á í Evrópu, en
barbaron þýðir erlendur, siðlaus eða
einfaldlega barbari. Rabarbari er því
planta óþekktu villimannanna.
Ævaforn lækningarjurt
Formóðir garðarabarbarans er
að öllum líkindum Rheum pal-
matum og uppruninn í Mongólíu
og Kína. Þekkt lækningajurt þar
með yfir 5000 ára sögu og ein
elsta lækningarjurt sem vitað er
um. Rabarbararætur frá Mongólíu
og Kína voru eftirsóttar í Evrópu
til lækninga en rabarbarategundir
sem þar vaxa villtar þóttu ekki eins
græðandi. Þurrkaðar rætur voru
snemma verslunarvara og fluttar
eftir Silkileiðinni frá Asíu til land-
anna við Miðjarðarhaf. Úr rótinni
var unnið lyf sem þótti allt í senn í
hreinsandi, niðurdrífandi og upp-
byggjandi.
Marco Polo (1254 til 1324)
ritar um rabarbara í frásögn sinni
af ferðalagi sínu til Kína. Honum
tókst þó ekki að komast yfir lifandi
plöntu og flytja til Feneyja líkt og
hann ætlaði sér.
Framan af þekktu Evrópubúar
austurlenskan rabarbarann ekki
nema sem þurrkaðar rætur og duft.
Margsinnis var komið með lifandi
rætur frá fjalllendi Litlu-Asíu og
Rússlandi og því haldið fram að um
hinn eina sanna lækningarabarbara
væri að ræða. Fullyrðingarnar voru
þó lengst af orðin tóm. Það að plant-
an væri óþekkt og af austrænum
uppruna jók á leyndardóminn og
gerði hana eftirsóknarverðari og
um leið jókst trúin á undraverðan
lækningamátt hennar.
Dýrari en ópíum
Verð á dufti rótarinnar var um
tíma tíu sinnu dýrara en kanilduft
og þrisvar sinnum dýrara en sama
þyngd af ópíumi. Tyrkir og Rússar
voru stórtækir í innflutningi á þurrk-
uðum rabarbararótum til Evrópu á
síðmiðöldum og var verslun með
þær um tíma stjórnað frá skrifstofu
í borg á landamærum Mongólíu og
Síberíu. Skrifstofan var lögð niður
1782 vegna minnkandi eftirspurnar
eftir að Evrópumenn komust yfir lif-
andi rót og hófu ræktun í stórum stíl.
Fyrst er getið um ræktun kínversks
rabarbara í Evrópu, á Ítalíu 1608 en
þaðan barst plantan norður eftir álf-
unni sem lækningajurt. Teikningar
af grasagarðinum í Edinborg sýna
að árið 1777 var stór hluti hans
nýttur til rabarbararæktunar.
Rabarbari á Íslandi
Fyrstu heimildir um notkun rabar-
bara í Danmörku eru frá því um
1700 en það er ekki fyrr en 1840
nýting hans er orðin almenn á
Norðurlöndunum að Íslandi undan-
skildu. Elsta heimild sem ég hef séð
um rabarbararækt hér á landi er frá
1883. Þar er minnst á rabarbara sem
hefur verið í ræktun í nokkur ár og
hann sagður dafna vel. Samkvæmt
því má ætla að rabarbari hafi borist
hingað skömmu fyrir 1880. Einnig
má leiða að því líkur að rabarbarinn
hafi borist hingað með dönskum
embættismönnum eins og svo margt
annað gott.
Hugsanlegt er að Björn Jónsson,
fyrsti lyfsali hér á landi 1772,
hafi ræktað rabarbara í lækninga-
jurtagarðinum í Nesi við Seltjörn á
Seltjarnarnesi. Slíkt er þó ólíklegt
þar sem rabarbaraplöntur og -fræ
voru vandfengin á þeim tíma og
engar heimildir styðja slíkt. Þrátt
fyrir það er rabarbara getið í lyfja-
skrá urtagarðsins á Nesi frá 1772 en
þá er líklega verið að tala um duft.
Linnæus og Queen Victoria
Í Garðyrkjukveri Schierbeck land-
læknis frá 1891 segir frá ræktun og
nýtingu á rabarbara. Schierbeck
nefnir tvö yrki af rabarbara sem
hann kallar reyndar rhabarber upp
á dönsku. Yrkin eru Linnæus og
Queen Victoria og reynast þau bæði
vel að hans sögn. Queen Victoria
kemur upphaflega frá Bretlandi
og kom á markað 1837, árið sem
Victoria dóttir hertogans af Kent
var krýnd drottning og kennt við
hana. Yrkið er stórvaxið með græna
stöngla og gefur mikla uppskeru en
þykir súrt. Linnæus er harðgert og
snemmsprottið yrki. Bæði þessi yrki
eru í ræktun í dag.
Vínrabarbari
Einar Helgason garðyrkjumaður
gaf út þrjár bækur um garðyrkju
og ræktun á árunum 1914 til 1926.
Bækurnar heita hver annarri fallegri
nöfnum, Bjarkir, Rósir og Hvannir.
Í Hvönnum talar Einar um rabarbara
og kallar hann tröllasúru en segir
það nafn eiga við skrautrabarbara
en að rabarbari eigi við matrabar-
bara. Einar segir Englendinga fyrsta
manna hafa nýtt leggina til matar
skömmu eftir 1800 en að Danir hafi
fylgt fast á eftir.
Einar nefnir þrjú yrki í ræktun,
Viktoria og Linnæus, eins og
Schierbeck, en bætir við Early Red
sem er oft kallaður vínrabarbari.
Draumar um iðnað
Í Seinni heimstyrjöldinni var hald-
ið upp áróðri til að fá Íslendinga
til að rækta rabarbara. Í grein í
Búfræðingnum frá þeim árum segir:
,,Það er enginn vafi á því, að á rabar-
baraframleiðslunni má byggja upp
allverulegan niðursuðuiðnað og
konfektiðnað, einkum ef innflutn-
ingshömlur verða áfram á erlendum
ávöxtum og öðrum niðursuðuvörum
úr ávöxtum. Leggjum því sérstak-
lega alúð við rabarbararæktina strax
á komandi vori.“
Þrátt fyrir þetta fóru vinsældir
rabarbarans dvínandi upp úr 1950
og hann sagður óhollur vegna mik-
ils innihalds af oxalsýru. Ég man
eftir að hafa verið varaður við að
borða mikið af rabarbara, skömmu
fyrir 1970, vegna sýrunnar sem átti
að skemma glerunginn á tönnun-
um. Líklega hefur þetta þó verið
sagt vegna þess að ég rændi svo
mikið af rabarbara úr matjurtagarði
nágranna býlisins þar sem ég var
í sveit.
Ráðherrafrú og Mývetningur
Undir lok níunda áratugar síðustu
aldar var rabarbarayrkjum safnað
víðsvegar um landið og komið
fyrir hjá Rannsóknastofnun land-
búnaðarins á Korpu. Í safninu voru
fjögur íslensk yrki, eitt grænlenskt
og tólf erlend. Líklega er þó réttara
að tala um staðbrigði í stað yrkja.
Væri nafn yrkjanna ekki þekkt
voru þau kennd við vaxtarstað-
inn og heita þau nöfnum eins
og Minni- Mástunga, Svínafell,
Mývetningur, Vatnskot, Bjarnar-
dalur, Hveravellir. Eitt nafnið
sker sig þó úr og er Ráðherrafrú
og kennt við Evu Jónsdóttur, eigin-
konu Ingólfs Jónssonar fyrrverandi
landbúnaðarráherra frá Hellu.
Árið 2000 var hluti safnsins
fluttur frá Korpu í Grasagarðinn
í Reykjavík og nýlega var gerður
samningur milli Erfðanefndar land-
búnaðarins og Grasagarðsins um
verndun yrkjanna. Séu yrkin skoðuð
sést vel hversu ólík þau eru að blað-
stærð og lit og grófleika stilka.
Víða um land, í bakgörðum og
jafnvel á eyðibýlum, er að finna
gamla og gróskumikla rabarbara-
hnausa sem margir hverjir eiga sér
áhugaverða sögu sem gaman væri
að grennslast fyrir um.
Garðyrkja & ræktun
Rabarbari
Lækningarjurt í fimmþúsund ár
Auður Óskarsdóttir umsjónarmanneskja matjurtargarðsins í Grasagarði-
& & # Mynd /smh
Rabarbararækt
Leggur rabarbara er notaður í sultur, grauta, saft og vín.
Auk þess sem blöð og rætur gefa bandi lit. Neðsti hluti
leggsins kallast rabarbarapera og að margra mati besti
hlutinn til átu.
Auðveld planta í ræktun eftir
að hún hefur komið sér fyrir og
vex án þess að mikið sé haft
fyrir henni. Launar góða umhirðu
ríkulega með mikilli uppskeru.
Fjölgað með fræi eða skiptingu.
Sáning vandasamari og ekki hægt
að tryggja gæði fræplantna. Gefa
uppskeri eftir þrjú til fimm ár.
Betra að fá hnaus af rót sem gefur
góða uppskeru og er bragðgóð.
Auðvelt er að skipta rótar-
hnausum hvort sem er að hausti
eða vori.
Tvö til þrjú brum eiga að vera á
hnaus sem er gróðursetur.
Plássfrek planta sem gróðursetja
skal með 70 til 100 sentímetra
millibili.
Kýs feitan, kalkríkan og
þokkalega þurran jarðveg. Gott
að gróðursetja í halla sé þess
kostur.
Grafið 50 sentímetra djúpa holu,
30 sentímetra í þvermál. Tvær til
fjórar skóflur af húsdýraáburði
í botninn og hyljið með mold.
Hnausnum komið fyrir þannig að
brumin séu rétt undir jarðvegs-
yfirborðinu. Þjappað lauslega og
vökvið vel.
Leyfið rótinni að jafna sig fyrsta
sumarið og takið ekki stilka af
henni fyrir en á öðru ári.
Gráðug planta sem vex hratt.
Gott að gefa húsdýraáburð vor og
haust og nokkur korn af tilbúnum
áburði á vorin.
Gömlum rabarbara hættir til að
blómstra snemma og tréna. Gott
að endurnýja rætur á sjö til tíu
ára fresti.