Bændablaðið - 24.11.2011, Side 31
32 Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 2011
Líf og starf
Ég velti því stundum fyrir mér hver
raunveruleg staða kúabænda er,
bæði fjárhagslega en ekki síður
félagslega. Fjárhagslega skiptist
stéttin að mér sýnist í tvennt; þá
sem eru með gamlar, skuldlausar
fjárfestingar og því viðunandi
afkomu, og svo þá sem eru með
nýlegar fjárfestingar og skuldugir,
þess vegna í tvísýnni stöðu og eru
jafnvel líkur á að sumum þeirra
búa verði ekki forðað frá gjald-
þroti.
Nú kann einhver að segja, var
þeim ekki nær, ekki þurfa allir að búa
stórt í nýjum fjósum. Ef til vill er eitt-
hvað til í því en gallinn er hins vegar
sá að skuldugu búin eru væntanlega
stærðar- og vinnulega best búin til
að takast á við framtíðina þar sem
krafa verður áfram um lækkun fram-
leiðslukostnaðar, sem flestir hugs-
andi menn eru sammála um, enda
viðurkennt í stefnumörkun LK þar
sem beinlínis er stefnt að 35% lækkun
á næstu árum.
Skuldlausu búin eru hins vegar
flest i smærri kantinum með gamlar
byggingar sem henta illa framtíðinni.
Þegar erfiðleikar steðja að eins og nú
er staðreynd að oft koma fram harðar
umræður og upp spretta einstaklingar
og samtök sem reyna að koma fram
breytingum, hvort heldur er á þjóð-
félaginu sem heild eða umhverfi ein-
stakra starfsstétta. Í þessu ljósi gæti
maður vænst mikillar umræðu um
stöðu og framtíð landbúnaðar hér á
landi, en er það svo?
Greinaskrif bænda um stöðu og
framtíð landbúnaðar eru sjaldséð,
helst að Indriði á Skjaldfönn haldi
uppi mjög þarfri umræðu um tófu-
plágu af mannavöldum. Þess vegna
fagnaði ég því þegar ég las grein í
Bændablaðinu um hvort útflutningur
mjólkurvara væri raunverulegur
kostur, eftir Runólf Sigursveinsson,
einn reyndasta ráðunaut landsins.
Þessi grein kallar svo sannarlega á
umræðu, hugsaði ég, því þarna setur
Runólfur fram býsna róttækar hug-
myndir sem vissulega er þörf á að
skoða í fullri alvöru.
Enn hef ég ekki séð nokkur við-
brögð við þessari ágætu grein, hvorki
frá forystu bænda né mjólkuriðnað-
arins. Ég hef lengi verið þeirrar skoð-
unar að það sé ekki spurning um
hvort heldur hvenær bændur þurfa
að horfast í augu við minnkandi toll-
vernd og aukinn innflutning land-
búnaðarvara. Hvort það gerist vegna
alþjóðasamninga á vegum WTO eða
vegna inngöngu í ESB skiptir í sjálfu
sér engu máli og þegar horft er til
þess hvort þessi staða komi upp eftir
5 eða 20 ár skiptir það í raun engu
máli heldur.
Það sem skiptir máli er að land-
búnaður hér á landi verði undir þessar
breytingar búinn þegar þær verða.
Nú veit ég að margir eru mér
ósammála og halda því fram að ein-
mitt nú höfum við séð enn frekari
takmarkanir á hverskonar innflutn-
ingi, ekki síst í tíð núverandi land-
búnaðarráðherra.
Gott og vel, en trúa bændur því
að núverandi tollvernd og hvers kyns
höft verði hér um aldur og ævi og trúa
bændur því því virkilega að hérlendir
neytendur muni sniðganga innfluttar
landbúnaðarvörur og kaupa eingöngu
íslenska framleiðslu, jafnvel þó þær
innfluttu verði ódýrari?
Ég held að þetta sé tálsýn, tengslin
milli bændastéttarinnar og fólks í þétt-
býli fara þverrandi og þegar láglauna-
fjölskyldan í Breiðholti er að kaupa í
matinn, jafnvel þó hún hugsi hlýtt til
hérlendra bænda, verður það hálftóm
buddan sem endanlega ræður valinu.
Mér finnst það því skynsamlegt af LK
að samþykkja framtíðarstefnumörkun
þar sem m.a er stefnt að lækkun á
framleiðsluvörum greinarinnar.
En hvernig er það hægt án þess
að slík lækkun komi einvörðungu
niður á bændum? Ég held því fram
að nokkrar leiðir séu færar að þessum
markmiðum. Í því sambandi er rétt
að skoða hugmyndir Runólfs ofan
í kjölinn og oft hefur verið skipuð
nefnd af minna tilefni en þessu.
Runólfur leggur beinlínis til að
með skipulögðum hætti verði stefnt
að útflutningi, það mundi þýða aukna
framleiðslu mjólkur án þess þó að
fastur kostnaður aukist, betri nýtingu
fjósa og tækja og þar með væntanlega
betri afkomu greinarinnar.
Í öðru lagi vil ég benda á grein
Jóhanns Nikulásarsonar góðbónda,
sem birtist á vef LK naut.is, en þar
leggur hann fram róttækar breyt-
ingar á leiðbeiningarþjónustu við
kúabændur sem án efa myndu hjálpa
þeim til að ná fram settum mark-
miðum um lækkun kostnaðar. Það er
reyndar umhugsunarefni hvers vegna
Bændablaðið hefur ekki birt þessa
grein, því stundum hafa greinar af
vef LK ratað á síður þess blaðs, en
þær greinar hafa þá væntanlega fallið
meir að skoðunum stjórnar BÍ.
Þá er ekki hægt að horfa fram hjá
stærðarhagkvæmni kúabúa, en þar
er mikið verk óunnið og þar er ég
einvörðungu að horfa til stækkunar
venjulegra fjölskyldubúa, en með
nútíma fjósgerð og mjaltatækni er
hægt að tala um byltingu í vinnuað-
stöðu.
Þá er ekki endalaust hægt að horfa
fram hjá þeirri staðreynd að með til-
tölulega einfaldri aðgerð er hægt að
lækka framleiðslukostnað mjólkur
verulega og renna jafnframt styrkari
stoðum undir framleiðslu nautakjöts.
Með innflutningi á nýju, afkasta-
miklu kúakyni og því að ganga
jafnframt inní norrænt kynbótastarf
er hægt að auka samkeppnishæfni
kúabænda gagnvart innflutningi
mjólkurvara verulega.
Samruni fyrirtækja í mjólkuriðn-
aði og nánara samstarf hefur leitt til
verulegrar lækkunar á vinnslukostn-
aði mjólkur, neytendum til hagsbóta.
Ég tel að leita eigi eftir samstarfi og
ef til vill samruna við erlend mjólkur-
iðnaðarfyrirtæki með enn frekari hag-
ræðingu sem markmið.
Ef hins vegar ekkert verður að
gert er hætt við að íslensk fram-
leiðsla verði undir í samkeppni við
innflutta vöru, nema því aðeins að
tryggt verði um ókomna framtíð að
ekki komi til aukins innflutnings.
Trúa bændur því virkilega að slíkt
sé hægt og hver getur í reynd ábyrgst
að svo verði? Enginn, hvorki Alþingi
né nokkur ríkisstjórn getur lofað því
að núverandi kerfi verði óbreytt um
ókomna framtíð.
Ráðamenn í landbúnaði hafa síð-
ustu misseri notað nánast alla orku,
tíma og fjármuni til að berjast gegn
hugsanlegri aðild að ESB. Baráttu
gegn því sem þeir vilja alls ekki sjá
gerast, en hvernig væri að nota það
afl sem býr í samtökum bænda til
að berjast fyrir því sem þeir vilja
virkilega sjá gerast í nánustu fram-
tíð? Því varla getur nokkur starfsstétt
byggt framtíð sína á draumsýn og
óskhyggju. /Guðmundur Lárusson.
Hver er framtíð kúabænda?
Guðmundur Lárusson.
Nýlega lauk árlegum haustfund-
um Landssambands kúabænda,
en að þessu sinni voru haldnir
14 fundir víðsvegar um land og
urðu fundargestir alls á fjórða
hundrað. Þessir fundir hafa verið
með svipuðu sniði um langt árabil
og eru afar mikilvægur þáttur í
starfsemi Landssambandsins.
Að venju bar margt á góma hjá
fundarmönnum, bæði þættir sem
snúa að hefðbundnum hagsmuna-
málum greinarinnar og eins hlutir
sem tengjast einstökum svæðum.
Þannig var talsvert rætt um
afkomu greinarinnar og fram kom
að þrátt fyrir nokkurn árangur
á yfirstandandi ári í leiðréttingu
afurðaverðs, mætti ekki gefa eftir
í verðlagsmálum greinarinnar.
Þá komu fram miklar áhyggur
af því að verið væri að brjóta
búvörulög með því að markaðs-
færa mjólk umfram greiðslumark
á innanlandsmarkað og jafnframt
áhyggjur af því skeytingarleysi
sem stjórnvöld sýna málinu.
Viðskipti með greiðslumark voru
fundarmönnum einnig hugleikin og
það hvort kvótamarkaðurinn væri
að virka sem skyldi. Rík áhersla
kom fram á að fjölga markaðs-
dögum og að nauðsynlegt væri að
draga úr þeim kostnaði sem fylgdi
greiðsluábyrgðum tilboðsgjafa.
Þá var velt upp þeirri spurningu
hvort hægt væri að hverfa frá þessu
fyrirkomulagi í greiðslumarksvið-
skiptum, ef ekki fengjust eðlilegar
lagfæringar á skipulagi kvótamark-
aðarins. Reyndar virðist niðurstaða
síðasta markaðar 1. nóvember s.l.,
þar sem viðskipti urðu með tæpa
660 þúsund lítra af þeim rúmlega
900 þúsund lítrum sem boðnir voru
til sölu, benda til að aðilar séu að ná
betri tökum á aðferðinni og að lesa
í þau skilaboð sem markaðurinn er
að senda milli kaupenda og seljenda.
Á fundunum kom einnig fram hörð
gagnrýni á þá ákvörðun ráðherra
landbúnaðarmála, að beita sér fyrir
niðurfellingu á heimild til gjald-
færslu vegna greiðslumarkskaupa.
Dýralæknaþjónustan var bænd-
um ofarlega í huga, einkum á hinum
dreifbýlli svæðum, enda var sú
þjónusta víða í talsverðu uppnámi
á meðan fundaferðin stóð yfir. Lýstu
fundarmenn yfir miklum áhyggjum
af vinnubrögðum MAST í málinu
og hve seint var farið í að ganga
frá þjónustusamningunum, þrátt
fyrir að aðdragandinn væri langur.
Endurskipulagningu ráðgjafarþjón-
ustunnar bar einnig nokkuð á góma.
Misjöfn sjónarmið komu fram um
hvert bæri að stefna í þeim efnum
og ljóst að þar er mikið verkefni
fyrir höndum. Málefni nautakjöts-
framleiðslunnar urðu nokkrum
fundarmönnum að umtalsefni.
Kom fram það mat manna að ein
helsta skýringin á núverandi stöðu
væri allt of sveiflukennd afkoma
greinarinnar á undanförnum árum.
Þá var einnig talsvert mikið rætt um
fyrirhugaða upptöku á EUROP-mati
í nautakjötsframleiðslunni.
Á þessum fundum var jafnframt
kynnt ný stefnumörkun fyrir íslenska
nautgriparækt til ársins 2021, sem
unnið hefur verið að síðustu misseri.
Leiðarstef þessarar stefnumörkunar
er að benda á möguleika til að draga
úr framleiðslukostnaði og bæta nýt-
ingu í greininni, fyrst og fremst til
að styrkja samkeppnishæfni hennar
gagnvart innflutningi, en ekki síður
til að skapa henni möguleika sem
arðbærri útflutningsgrein. Í þessu
efni þótti því nauðsynlegt að líta
til allra þeirra þátta sem tengjast
kostnaðarmyndun í greininni, hvort
sem þeir þættu félagslega viðkvæmir
eða ekki.
Eðlilega sýnist sitt hverjum um
það efni sem texti stefnumörkunar-
innar ber með sér. Þannig komu
fram í máli fundarmanna ýmsar
vangaveltur um veigamikla þætti
eins og kvótakerfið, beingreiðslur,
verðlagningarfyrirkomulagið, mark-
mið í ræktun kúastofnsins, bústærðir
og nýliðun. Á sumum þessara funda
spunnust um þetta efni afar líflegar
en hreinskiptnar umræður, en sú
gagnrýni sem stefnumörkunin fékk
var þó fjarri því einsleit, eins og
búast mátti við.
Það er afar mikilvægt fyrir
nautgriparæktina eins og aðrar
framleiðslugreinar að marka sér
stefnu til framtíðar. En til þess að
stefnumörkun af þessu tagi sé lif-
andi þarf hún hinsvegar að vera í
sífelldri endurskoðun og aðlögun að
ríkjandi aðstæðum. Meginlínan þarf
að vera skýr og segja má að íslenskir
kúabændur standi frammi fyrir þeirri
spurningu hvort þeir vilji að áfram
verði horft til þess, fyrst og fremst,
að takmarka framleiðsluna við inn-
anlandsmarkað eins og verið hefur,
eða hvort vilji er til að greinin þróist
til aukins vaxtar sem útflutnings-
grein. Eins og áður sagði er megin-
stef hinnar nýju stefnumörkunar að
auka samkeppnishæfni greinarinnar.
Hinsvegar er ljóst að margir mikil-
vægustu hagkvæmniþættir hennar
nást ekki fram, án þess að stjórnvöld
skapi greininni það svigrúm sem
nauðsynlegt er. Óvíst er að vilji sé
til þess hjá þeim sem nú fara fyrir
landsstjórninni.
Raddir kúabænda - af naut.is
Að loknum haustfundum
– kynning á stefnumörkun LK
Sigurður Loftsson
Formaður Landssambands kúabænda