Bændablaðið - 24.11.2011, Side 37

Bændablaðið - 24.11.2011, Side 37
38 Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 2011 Haustið 2004 tóku Inga Sóley og Óli jörðina Sveinsstaði á leigu. Það haust var fjósinu breytt í hest- hús. Í ársbyrjun 2006 keyptu þau hálfa jörðina ásamt öllum bygg- ingum. Kindunum hefur fjölgað jafnt og þétt og aðstaða fyrir þær bætt og breytt eftir þörfum. Þá hefur aðstaða til tamninga og hrossahalds verið bætt. Býli? Sveinsstaðir. Staðsett í sveit? Í Þingi í Austur- Húnavatnssýslu. Ábúendur? Ólafur Magnússon og Inga Sóley Jónsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Ólafur og Inga Sóley eiga 3 börn; Sunnu Margréti Ólafsdóttur 4 ára, Sölku Kristínu Ólafsdóttur 2 ára og Magnús Ólafsson 1 árs. Svo er fjölskyldan með hana Kisu Mjá, og hundana þrjá; Kollu, Pjakk og Lexa. Stærð jarðar? Um 650 hektarar. Tegund býlis? Tamningastöð, svolítil hrossarækt og sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Það eru sennilega um 370 kindur, slatti af hrossum og fer ört fjölg- andi. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er ansi misjafnt eftir árs- tíðum. Yfir veturinn er byrjað á að gefa öllu og svo fer nú stærsti hluti dagsins í að þjálfa hross. Svo endar dagurinn á að gefa. Hinn hluta ársins er það nú ansi misjafnt, fer eftir veðri vindum og fjallskilum. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu störfin eru sauðburður og heyskapur – og svo að sjálfsögðu að vera kóngur um stund sitjandi á góðum hesti. Leiðinlegustu bústörfin eru án vafa að skafa fjárhúsgrindur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Hann fer batnandi. Það verður áfram stundaðar tamningar á fullu og svo væri fínt að vera komin með svona 750 rollur. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Höldum að þau séu bara í toppstandi. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Ágætlega, nema ef við veltum inn í ESB. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í útflutningi á lambakjöti og svo meiri sölu á íslenska hestinum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, tómatssósa, ávextir og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Tacko er alltaf vinsælt hjá yngri helmingnum, en annars er nú lambalæri alltaf pottþétt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það sé ekki þegar Sunna Margrét fæddist á miðjum sauðburði. Þá var allt búið að bera rólega, en svo þegar við þurftum að bruna á fæðingardeildina – og tilvonandi afar og ömmur mætt á vaktina í fjárhúsunum – þá byrjaði allgóð törn og sauðburðurinn var nánast búinn þegar við komum heim aftur. 5 6 4 8 5 2 3 6 5 9 7 9 1 2 4 1 5 7 2 3 4 7 6 7 1 4 8 1 2 7 2 6 3 8 1 7 8 2 7 5 4 6 5 7 9 8 6 9 4 1 6 2 5 1 4 6 9 2 5 7 8 5 6 7 8 9 3 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Kökupinnar eða Cake Pops upp á enskuna njóta mikilla vinsælda hjá matarskríbentum og áhugafólki um kökugerð víða um heim. Það tekur svolítinn tíma að útbúa þá en framkvæmdin er tiltölulega einföld og útkoman getur verið af margvís- legum toga svo þeir sóma sér afar vel á hvaða borði sem er. Skúffukaka 4 1/2 dl hveiti 4 1/2 dl sykur 1 dl kakó 1 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 1/2 tsk. vanilludropar 1/2 tsk. lyftiduft 2 stór egg 1 1/2 dl vatn 2 dl súrmjólk/mjólk 175 g brætt smjörlíki 1-2 msk. furuhnetur 1-2 msk. rúsínur sósujafnari Krem: 3 bollar flórsykur 50 g mjúkt smjör 1 egg 1 tsk. vanilludropar Aðferð: Blandið öllu saman i hrærivélarskál, hrærið í eina mínútu á minnsta hraða og í þrjár mínútur á mesta hraða. Hellið i smurða ofnskúffu og bakið í 50 mínútur við 180°C. Kælið skúffu- kökuna alveg og myljið hana í skál. Búið til kremið með því að hræra fyrst saman flórsykur og smjör, bætið síðan eggi og vanilludropum við. Hrærið kreminu saman við muldu kök- una. Setjið blönduna í frysti í fimmtán mínútur. Mótið þar næst litlar kúlur úr blöndunni, passið að hafa þær ekki of stórar því þetta er nokkuð sætt. Bræðið súkkulaði. Stingið pinna (sem fást í versluninni Allt í köku) í kúluna. Það er ekki nauðsynlegt að hafa kúlurnar á pinna, það er smekksatriði. Dýfið kúlunni í súkkulaði og skreytið að vild. Ef þið notið pinna er skemmtilegt að stinga þeim í frauðplast eða melónu, leyfa þeim að harðna og bera þannig fram. /ehg MATARKRÓKURINN 3 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Dísætir og freistandi kökupinnar Hægt er að húða kökupinnana bæði með hvítu og brúnu súkkulaði og leika sér síðan með skreytingar að vild.   6 2 6 Sveinsstaðir

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.