Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 39
40 Bændablaðið | fimmtudagur 24. nóvember 2011 Lesendabásinn Bókabásinn Erla undrast það að ábyrg sveitarstjórn Mýrdalshrepps skuli ekki gleypa við tillögudrögum samgönguráðs að vegabótum í Gatnabrún. Tillögu sem laumað er inn án vilja og vitundar sveitar- stjórnar og alls þorra hreppsbúa, til þess gerð að koma í veg fyrir að aðalskipulag hreppsins komist í framkvæmd. Síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar snérust að mestu leyti um þetta mál. Þar fékk þverpólitískur flokkur, sem hafði það á stefnu sinni að koma láglendisvegi í framkvæmd og inn á aðalskipu- lag, fjóra af fimm sveitarstjórnar- fulltrúum. Hefði sennilega fengið alla ef það hefði legið skýrt fyrir á stefnuskrá E-lista Einingar að það framboð væri í raun á móti aðalskipulaginu og framtíðar láglendisvegi. Erla gefur í skyn að fram- kvæmd við aðalskipulagið og láglendisveg komist ekki inn á vegaáætlun fyrr en eftir 25 ár eða um árið 2037, en getur þess hins- vegar ekki að þetta eru einungis drög að tillögu til samgöngunefnd- ar Alþingis, um hvað skuli sett inn á vegaáætlun. Alþingi hefur síðasta orðið og vonandi sér það við þessum kafbátahernaði lítils minnihluta sem kallar sig samtök íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal, samtaka sem þrátt fyrir smæð sína reyna að valta yfir lýðræði og vilja meirihluta íbúa hreppsins. Við gerð aðalskipulags Mýrdalshrepps, sem verður að teljast framtíðarsýn og stefnu- mörkun hreppsbúa, voru til skoðunar fjórar veglínur. Þar var algjörlega hafnað þeim möguleika að lagfæra núverandi veg um Gatnabrún og Skarphól, sem þó var talinn ódyrasti kosturinn og átti að kosta um einn milljarð króna, eða álíka mikið og sjálf göngin í gegnum Reynisfjall. Aðrir agnúar á Gatnabrúnsleiðinni eru: 1. Hún er 4 km lengri en láglendisleiðin. 2. Hún er 100 metrum hærri, sem veldur meiri orkueyðslu ökutækja og getur munað um 2-3 km í láréttum akstri. 3. Hún getur verið miklu snjóþyngri og með slæmum sviptivindum. 4. Hún liggur í gegnum Víkurþorp og getur á engan hátt fullnægt þeim kröfum sem sveitarstjórn stefnir að og öryggisstaðlar krefjast um þjóðveg gegnum þéttbýli. 5. Það verða meiri náttúru- spjöll á ræktuðu og ræktan- legu landi við að lagfæra og breyta Gatnabrúnsleiðinni heldur en vegna nýs lág- lendisvegar um ósbakka Dyrhólaóss. 6. Meðalumferð um hring- veginn er, samkvæmt mæl- ingum Vegagerðarinnar, um 500- 700 bílar á dag miðað við ársumferð. Miðað við 4 til 5 km. vegstyttingu er það svipað og tveir bílar ækju að nauðsynjalausu hringveginn um landið, dag hvern, og þar af 4. eða 5. hver bíll með 20 til 30 tonna hlass. 7. Núverandi vegarkafli er með um 56 vegtengingum við þjóðveginn. Þeim myndi fækka niður fyrir 15. Þá er rétt að ítreka að þetta er ekki nýtt baráttumál núverandi sveitarstjórnar. Árið 1982 þegar fjallað var um sameiningu Hvammshrepps og Dyrhólahrepps í núverandi Mýrdalshrepp, var gefinn út sameiningarbæklingur sem báðar hreppsnefndir stóðu að. Þar stendur: „Gera þarf nýja samgönguleið um byggðina nær ströndinni með jarðgöngum gegnum Reynisfjall og tengja þannig Víkurkauptún og dreifbýlið utan þorpsins enn betur en nú er.“ Þar segir einnig: „Með jarðgöngum gegnum Reynisfjall væri rutt úr vegi einni verstu hindruninni vegna snjóa í vetrarsamgöngum á Suðurlandi allt til Hornafjarðar.“ Fjöldi samþykkta, ályktana og tillagna hefur verið samþykktur um þetta málefni síðan. Má þar nefna: vaxtarsamning Suðurlands frá apríl 2006, jarðgangaáætlun Vegagerðarinnar frá árinu 2000, ársþing Sunnlenskra sveitarfélaga allt frá árinu 2003 og öll ársþing síðan. Á síðasta ársþingi SASS í október sl. var samþykkt áskorun um að setja nú þegar á næstu vegaáætlun fyrirhugaðan lág- lendisveg samkvæmt aðalskipu- lagi Mýrdalshrepps. Þá má einnig geta þess að fyrrverandi hrepps- nefnd var búin að samþykkja þetta aðalskipulag. Reynir Ragnarsson, kt.160134-3139 (Var oddviti Hvammshrepps þegar Hvammshreppur og Dyrhólahreppur sameinuðust í núverandi Mýrdalshrepp árið 1983) Um vegabætur í Gatnabrún - Athugasemdir við grein Erlu Bil Bjarnadóttur í síðasta Bændablaði Reynir Ragnarsson. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur gefið út ljóðabókina Lausagrjót úr þagnarmúrnum eftir Ingunni Vigdísi Sigmarsdóttur en Prentmet ehf. prentaði bókina, en Torfi Jónsson hannaði kápuna. Mörg ljóðanna í bókinni fjalla um lífið og tilveruna og höfundur sækir einnig yrkisefni til heimahaganna á Borgarfirði eystra. Stúlka Hættu að horfa á símann, Fresta lífi þínu. Hættu að trúa Heimsku lygunum, Léttvægu orðunum. Verkin tala. Gerðu þér greiða, Gefðu þér líf, Skilaðu honum sínu. Fórnfýsi kvenna er komin úr tísku. Fáðu þér heldur hund. Ingunn Vigdís gaf áður út lítið l jóðakver árið 1996, Hjörtu í i l m a n d i umslögum, og birti ljóð í safnritunum Raddir að austan (1999) og Djúpar rætur (2002). Ingunn er fædd að Desjarmýri í Borgarfirði eystra árið 1966 og ólst þar upp. Ung hleypti hún heimdraganum og hefur búið og starfað víða um land, lengst af á Norðurlandi. Hún var nemandi í Framhaldsskólanum á Húsavík og eftir stúdentspróf stundaði hún nám við Kennaraháskóla Íslands. Ingunn lauk kennaraprófi árið 2007 og hefur starfað síðan sem skólasafnskennari við Giljaskóla á Akureyri. Lausagrjót úr þagnarmúrnum Konur eiga orðið allan ársins hring 2012 er komin út en fimmta árið í röð eiga konur á Íslandi orðið í dagatalsbók Sölku. Eins og fyrr var sendur út keðjupóstur og konur beðnar um að skrifa hug- leiðingar um hvaðeina frá eigin brjósti. Að baki bókarinnar standa 55 konur og allar veita þær okkur örlitla innsýn í sitt daglega líf og þankagang nútímans. Hlutverk þessarar dagatalsbókar er bæði að vera hjálp í skipulaginu en líka að hvetja lesendur til að huga jafnt að því smáa og stóra sem lífið býður upp á. Viðfangsefnin í gegnum árin hafa verið eins ólík og þau eru mörg, má þar til dæmis nefna jafnrétti, ástina í öllum sínum myndum, umhverfisvernd, listina, áttavita, súkkulaði og hælaháa skó! Myrra Leifsdóttir hannaði bók- ina sem er 224. bls. og prentuð í Pren tsmið junni Viðey ehf Konur eiga orðið - allan ársins hring Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Fjör og manndómur eftir sagnameistarann Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku sem lætur engan vilbug á sér finna þrátt fyrir háan aldur. Þetta er tuttugasta og fyrsta bók hans og þar eru viðfangsefnin marg- vísleg. Fjallað er um fjallvegina nítján sem liggja frá Mjóafirði til nágrannabyggðarlaganna og hrak- inga þar um – sem ekki fengu allir góðan endi. Þá beinist athygli sögu- manns mjög að hlutskipti kvenna og koma þær æði margar við sögu, meðal annars Anna á Hesteyri sem batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Bókinni lýkur síðan á æviþætti konu sem mátti sín ekki mikils, en lifði langa ævi og dó á tíræðisaldri, án þess að hafa nokkru sinni leitað til læknis, utan a u g l æ k n i s einu sinni. Kona þessi hét Guðrún og var Hjálmarsdóttir og eru skrifin um hana á margan hátt einstök og fróð- leg öllum. Fjör og manndómur Ingunn Vigdís Sigmarsdóttir. Skip mitt braut við Afríkuströnd - Örlagasaga Fjólu Steinsdóttur Mileris og fjölskyldu hennar er komin út hjá bókaútgáfunni Sölku. Georg Mileris, sonarsonur Fjólu skráði. Bókin er 224. bls. og prentuð hjá Prentmeti. Það má með sanni segja að líf Fjólu Steinsdóttur Mileris hafi verið viðburðaríkt. Hún fæddist í torfbæ, fluttist ung á fjarlæga strönd þar sem hún eyddi sínum bestu árum. Nú býr hún háöldruð ein í íbúð sinni í Reykjavík, skyggnist til baka með sonarsyni sínum og sviptir hulunni af gömlum minningum um ástir og örlög, sorgir og sigra. Fjóla var sautján ára Reykjavíkurmær þegar Litháinn ungi Vladimir sigraði hjarta hennar, eftir að hafa stungið sér til sunds af þýsku frakt- skipi árið 1939 við upp- haf seinni heimsstyrj- aldar og synt til hafnar á Íslandi. Vladimir var ofurhugi og virtist hafa níu líf eins og kötturinn. Hann lenti í miklum mannraunum í stríðinu, lifði af Hekluslysið eftir að hafa verið á fleka í tíu daga í Atlantshafi og margoft bjargaðist hann úr miklum háska á elleftu stundu. Fjóla fylgdi honum út í örbirgð og óvissu til Bretlands og sigldu þau síðan ásamt þremur börn- um sínum til Afríku þar sem skip þeirra strandaði. Í hinu fjar- læga landi hófu þau nýtt líf og stofnuðu heimili sem þau áttu í 45 ár, en oft dvaldi hugurinn „heima“. Við leiðarlok er söguhetjan komin heim og rifjar upp ævintýralegt líf sitt. Örlagasaga Fjólu Steinsdóttur Mileris og fjölskyldu hennar Í nýjum heimi Sagan „Í nýjum heimi” er kraft- mikil, óvenjuleg skáldsaga sem gerist við aðstæður sem erfitt er að ímynda sér í nútímaveröld. Hamfarir verða til þess að nútíma- fólk þarf að taka upp verklag for- feðra sinna, án rafmagns og allra nútímaþæginda. Rut og Bjarki flýja borgina þar sem allt er í upplausn, og hefja ferð sína út í óvissuna í leit að betra lífi. Töfrakonur/Magic Women ehf. á Syðri-Löngumýri Blöndudal Austur- Húnavatnssýslu gefur bókina út.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.