Bændablaðið - 07.04.2011, Qupperneq 14

Bændablaðið - 07.04.2011, Qupperneq 14
14 Bændablaðið | fimmtudagur 7. apríl 2011 Notkun á innlendu korni til mann- eldis hefur aukist verulega á síðustu árum. Þessi þróun kallar á stöðug gæði kornsins og bæði kaupendur og seljendur hafi lýsingar á gæða- kröfum til að styðjast við. Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands hafa verið unnin verkefni til að auðvelda nýtingu á innlenda korninu til manneldis og hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkt þessi verkefni. Teknar hafa verið saman gæðakröfur fyrir mat- bygg og bygg til ölgerðar. Í þeim er lýst lágmarkskröfum til þroska byggsins, þurrkunar, hreinsunar, efnainnihalds og örvera. Einn mikilvægasti gæðaþátturinn er að byggið sé laust við myglu þannig að ekki sé hætta á myndun sveppa- eiturefna. Notkun á byggi í matvælaiðnaði aukist verulega Notkun á byggi hefur aukist verulega á síðustu árum, í matvælaiðnaði og í matseld í heimahúsum. Nú eru á markaði brauð, hrökkbrauð, flatkök- ur, buff og bjór úr íslensku byggi og búast má við fleiri matvörum úr byggi á markað. Valsað bygg (bygg- flögur) var markaðssett á árinu 2010 en það hentar bæði í matargerð og til matvælavinnslu. Bygg er fjölhæf korntegund til matvælavinnslu, það má nýta í fleiri bökunarvörur og enn hefur það lítið verið kynnt í tengslum við héraðskrásir eða svæðisbundinn mat. Það bygg sem nú er á markaði til manneldis kemur frá tveimur býlum, Vallanesi á Fljótsdalshéraði og Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Áform eru uppi í Skagafirði um framleiðslu á matvælum úr byggi. Þá verða til skagfirskar héraðskrásir úr byggi og munu þær auka á fjölbreytni matvara í Matarkistu Skagafjarðar. Það er ekki síst hollusta byggsins sem hvetur matvælaframleiðendur til að nota það og þá getur aukin sala fylgt í kjölfarið. Á tímum kreppu hafa neytendur tekið innlendum hráefnum mjög vel og og ætti það að geta fleytt bygginu áfram ef vel er að málum staðið. Íslenskt hveiti hefur nú verið sett á neytendamarkað. Malað heil- hveiti frá Þorvaldseyri hefur fengist í stórmörkuðum. Hveiti frá Vallanesi var í fyrsta sinn notað í bökunariðn- aði árið 2010. Komið hefur á óvart hversu góð uppskera hefur fengist af hveiti hér á landi. Brauðbakstur með þessu hveiti hefur tekist vel. Íslenskt hveiti getur hentað ágætlega í ýmsar sérvörur þótt framleiðsla þess verði væntanlega aldrei mikil. Mikilvægt er að tryggja stöðug gæði byggs til matvælaframleiðslu. Eitt mikilvægasta atriðið er að bygg- ið sé hæfilega þurrkað og laust við myglu. Hafi mygla verið til staðar er mögulegt að myglusveppir hafi myndað sveppaeiturefni. Örverur geta fylgt bygginu frá ræktunarstað. Þó þær nái ekki að þrífast í þurrkuðu byggi geta þær eða gró þeirra orðið vandamál í matvælaiðnaði. Það er sérstaklega óheppilegt að fá Bacillus gerla inn í bakaríin þar sem gró þeirra geta lifað af venjulega bökun. Mikilvægt er að bygg til matvælaiðn- aðar sé nægjanlega vel hreinsað og með því berist ekki aðskotahlutir. Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands hefur verið unnið að verkefn- um um nýtingu á innlendu korni til manneldis. Á árunum 2009 og 2010 var sérstaklega fengist við gæði og öryggi kornsins. Teknar hafa verið saman gæðakröfur fyrir íslenskt bygg til matvælaframleiðslu. Verkefnin hafa verið styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Gæði byggs Þegar bygg er nýtt til matvælafram- leiðslu þarf að hafa eftirtalda gæða- þætti í huga: (1) Byggið þarf að vera nægjanlega þurrt til að það skemm- ist ekki. (2) Það þarf að vera laust við myglu þannig að sveppaeitur- efni hafi ekki myndast. (3) Örverur þurfa að vera innan eðlilegra marka og skaðlegar örverur ekki til staðar. (4) Þroski byggsins þarf að vera fullnægjandi. (5) Byggið þarf að vera hreinsað og án aðskotahluta. (6) Byggið þarf að vera öruggt með tilliti til óæskilegra efna. Þurrkun á íslensku byggi er mjög mikilvæg enda kemur það að jafn- aði ekki nægjanlega þurrt af akri. Aðstæður við þurrkun byggs geta ráðið úrslitum um gæði þess. Þurrkun þarf að fara fram fljótlega eftir skurð og gæta þarf hreinlætis á öllum stig- um. Mikilvægt er að útblástursloft sé ekki notað við þurrkun á byggi þar sem það getur innihaldið sót og óæskileg efni eins og díoxín. Örverur berast á korn úr jarðvegi og eftir ýmsum leiðum við skurð og meðhöndlun. Margar tegundir örvera geta verið til staðar og þarf sérstaklega að huga að myglusveppum, grómynd- andi gerlum og kólígerlum. Ef úrkoma er mikil er hætt við að mygla komi upp á kornökrum og fylgi korninu eftir þreskingu. Sveppaeiturefni geta myndast í sumum tegundum myglusveppa. Þessi efni geta verið skaðleg heilsu bæði manna og dýra. Sveppaeiturefni eru fjölmörg og hafa mismunandi áhrif, sum eru öflugir krabbameinsvaldar, önnur skemma nýru og enn önnur valda vanþrifum hjá dýrum. Aflatoxín eru þekktustu sveppaeiturefnin. Ætla má að þau myndist ekki á kornakri hér á landi vegna hins lága umhverfishita. Aflatoxín gætu þó myndast í fóður- geymslum ef hiti er nægur og raki kemst í fóður þannig að mygla nái sér á strik. Sveppaeiturefnið okratoxín A getur aftur á móti myndast við þann umhverfishita sem er hér á landi. Fáar mælingar hafa verið gerðar á sveppaeiturefnum í íslensku korni og rannsóknir á þessum efnum í íslensku umhverfi eru takmarkaðar. Sveppaeiturefnin okratoxín A, fúmon- isín B1 og fúmonisín B2 greindust ekki í 9 byggsýnum frá árunum 2006 og 2007 (Ólafur Reykdal o.fl. 2008). Matvælastofnun lætur gera mælingar á sveppaeiturefnum í fóðurbyggi þegar ástæða er til. Ísland er á nyrðri mörkum korn- ræktarbeltisins og því er algengt að bygg nái ekki fullum þroska. Þetta kemur einkum fram í því að hlutfall sterkju getur verið lægra en í erlendu byggi. Sterkja í afhýddu íslensku byggi hefur mælst á bili 60-69% (Ólafur Reykdal o.fl. 2008) en það hefur reynst fullnægjandi bæði til bök- unar og bjórgerðar. Í nýlegri rannsókn á sveppum á íslensku byggi kom í ljós að fleiri sveppategundir finnast á bygginu en áður var talið (Tryggvi Stefánsson o.fl. 2010). Aðeins einn sjúkdómur í byggi getur talist landlægur hér á landi. Sjúkdómurinn nefnist augnblettur en honum veldur sníkjusveppurinn Rhynchosporium secalis (Jónatan Hermannsson 2004). Á síðustu árum hefur mjög lítið borið á sjúkdómum í byggi og því hefur nær ekkert verið notað af varnarefnum í byggræktinni. Gera má ráð fyrir að íslenskt bygg sé nær laust við leifar varnarefna. Eldgosið í Eyjafjallajökli var sér- stakt tilefni til að kanna magn þung- málma og fleiri ólífrænna efna í korni frá Þorvaldseyri. Mælingarnar voru gerðar árið 2010 og voru sýnin af uppskeru áranna 2010 og 2009. Kornið frá 2009 hafði verið geymt vel varið í skemmu undir Eyjafjöllum meðan á gosinu stóð. Í 1. töflu eru niðurstöður mælinga sýndar fyrir mjöl og klíð frá Þorvaldseyri og innflutt klíð til samanburðar. Kvikasilfur var undir greiningarmörkum (8 μg/100g) í öllum sýnum. Enginn augljós munur kemur fram eftir árum 2009 og 2010. Gildi fyrir járn, blý og arsen eru há í klíðinu frá Þorvaldseyri samanborið við innflutta klíðið og getur það verið merki um öskuna. Hins vegar er styrk- ur þessara efna til muna lægri í mjölinu en í klíðinu. Samanburður við finnska rannsókn (Koivistoinen 1980) sýnir að styrkur járns, kadmíns og blýs er lægri í mjölinu frá Þorvaldseyri en í finnsku mjöli en styrkur flúors og arsens er svipaður. Það hefur því ekkert fundist sem mælir gegn notkun á mjölinu frá Þorvaldseyri til manneldis. Gæðakröfur fyrir bygg Teknar hafa verið saman gæðakröfur fyrir íslenskt bygg til matvælafram- leiðslu. Gæðakröfunum er ætlað að vera viðmiðun í viðskiptum með bygg. Mismunandi kröfur eru settar fram um matbygg og bygg til ölgerðar. Gæðakröfur voru einnig teknar saman fyrir þurrkað fóðurbygg þar sem það er gagnleg viðmiðun fyrir bygg sem stenst ekki kröfur fyrir bygg í neysluvörur. Matvælastofnun hefur birt verklagsreglur um fram- leiðslu, meðhöndlun og markaðs- setningu á byggi (Matvælastofnun 2011). Um sáðbygg til sölu gildir reglugerð 301/1995 og er hún birt ásamt nánari upplýsingum á vef Matvælastofnunar. Gæðakröfunum er skipt upp í eftir- talda kafla: Lágmarkskröfur, leyfileg frávik, einsleitni, pökkun og merking- ar / rekjanleiki. Í lágmarkskröfum eru sett fram mörk fyrir rúmþyngd, vatns- innihald, prótein, sterkju og örverur. Einnig er tilgreint hversu hátt hitastig í bygginu má fara í þurrkuninni og hversu vel hreinsað það þarf að vera. Upplýsingar um þessi atriði eru tekin saman í 2. töflu. Matbygg nær yfir allt bygg sem notað er í matseld og í matvælaiðn- aði öðrum en framleiðslu á áfengum drykkjum. Allt matbygg er afhýtt þar sem hýði byggsins er umfangsmeira en hýði annarra algengra korntegunda og því hættir til að sitja eftir í munni. Aðeins er nauðsynlegt að fjarlæga ysta hluta hýðisins og er miðað við að 10–15% af þunga kornsins séu fjar- lægð. Ekki er æskilegt að fjarlægja meira þar sem trefjar í hýðinu hafa hollustugildi. Bygg sem notað er til ölgerðar (framleiðslu á áfengum drykkjum) er ekki afhýtt þar sem allt óupp- leyst efni kornsins er síað frá í fram- leiðslunni. Tvenns konar aðferðir eru við notkun á byggi í ölgerð. Fyrri aðferðin er að malta byggið. Þá er það látið spíra til að virkja amýlasa byggsins en þeir brjóta sterkjuna niður og gera hana aðgengilega fyrir ger- sveppina. Byggmaltið er venjulega geymt þurrkað þar til það er notað í ölgerðinni. Seinni aðferðin byggist á því að nota utanaðkomandi ensím og sleppa þannig möltunarferlinu. Þurrkað bygg er malað og bætt er í vatni og ensímblöndu. Ensímaðferðin hefur færst í vöxt á síðustu árum á kostnað möltunarinnar. Möltun mun þó halda velli því hún gefur bygginu sérstakt bragð og dökkan lit. Þessir eiginleikar eru mikilvægir fyrir sumar tegundir af bjór. Malt er einnig notað vegna bragðsins og litarins í bökunar- iðnaði. Gera þarf meiri kröfur til byggs sem fer til möltunar en þess byggs sem notað er til ölgerðar þegar ens- ímaðferðinni er beitt. Gera þarf kröfur um spírunarhæfni byggs sem fer til möltunar, auk þess sem byggið má ekki fara yfir 38 °C við þurrkun áður en kemur að möltuninni. Kröfur um hitastig eru byggðar á upplýsingum frá kanadísku kornnefndinni (Canadian Grain Commission, www.grainsc- anada.gc.ca) og félagi maltfram- leiðenda (American Malting Barley Association, www.ambainc.org). Kröfur um lágmarksspírun íslensks byggs hafa ekki verið skilgreindar en spírun þess mælist að jafnaði minni en fyrir innflutt bygg. Í gæðakröfum fyrir þurrkað fóðurbygg eru ekki sett mörk fyrir prótein- og sterkjuinnihald, auk þess sem önnur mörk eru rýmri. Sameiginlegt fyrir allar gæðakröf- urnar er að vatnsinnihald í þurrkuðu byggi skal ekki fara yfir 15 g/100g. Í íslensku matbyggi sem hér er á mark- aði er vatnsinnihaldið yfirleitt um 10 g/100g. Það er því hugsanlega hægt að spara nokkuð í þurrkunar-kostn- aði. Það verður þó að fara varlega í það að auka vatnsinnihaldið og prófa sig áfram með vatnsvirknimælingum. Mikla áherslu ber að leggja á að mygla komi ekki upp í bygg- inu til að forðast myndun sveppa- eiturefna. Bygg á akri og byggafurð skal vera laus við sýnilega myglu. Sveppaeyðum skal ekki úða á byggakra síðustu tvo mánuðina fyrir kornskurð. Hægt er að nálg- ast gæðakröfurnar á vef Matís og Landbúnaðarháskólans. Erindi Ólafs Reykdal á Fræðaþingi landbúnaðarins 2011 um gæði íslenska matbyggsins Hollusta byggsins er hvatning til framleiðenda Ólafur Reykdal. „Notkun á byggi hefur aukist verulega á síðustu árum, í matvælaiðnaði og í matseld í heimahúsum. Nú eru á markaði brauð, hrökkbrauð, flatkökur, buff og bjór úr íslensku byggi og búast má við fleiri matvörum úr byggi á markað.“ www.sindri .is / sími 5 75 0000 LOADING IÐNAÐARHURÐIR LOADING HURÐIR Loading hurðir eru klæðskerasniðnar með tilliti til stærðar og mismunandi aðstæðna. Mikið framboð lita ásamt öryggisþáttum sem tryggir öruggt aðgengi að hurð. Hurðin veitir góða einangrun ásamt því að vera traust gagnvart veðurofsa. GOTT VERÐ       Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér.             

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.