Fréttablaðið - 23.02.2012, Síða 12

Fréttablaðið - 23.02.2012, Síða 12
23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR12 Kynþáttafordómanefnd Evrópuráðsins gerir ýmsar athugasemdir við stöðu mála á Íslandi í nýrri skýrslu sinni, þó margt hafi lagast á undanförnum árum. Skýrsla nefndarinnar var gerð opinber á þriðju- dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki stað- fest þá alþjóðasamninga sem þau voru hvött til að gera fyrir fimm árum, þegar kynþáttafordóma- nefnd Evrópuráðsins gerði síðast skýrslu um stöðu mála á Íslandi. Þá var eindregið lagt til við stjórnvöld að þau staðfestu ýmsa alþjóðasamninga. Tólfti viðauki við mannréttindasáttmála Evr- ópu, sem kveður á um bann við mismunun að því er varðar rétt- indi sem tryggð eru í lögum, hefur verið undirritaður en ekki fullgilt- ur. Aðrir samningar sem um ræðir eru endurskoðaður félagsmálasátt- máli Evrópu, sáttmáli UNESCO gegn mismunun á sviði menntunar, rammasamningur um vernd þjóð- ernisminnihlutahópa og Evrópu- sáttmáli um svæðisbundin tungu- mál og tungumál minnihlutahópa. Þá voru stjórnvöld hvött til að undirbúa staðfestingu alþjóða- samnings um vernd réttinda allra farandverkamanna og fjölskyldu- meðlima þeirra og viðbótarbókun við sáttmála gegn tölvuglæpum. Vilja breytta stjórnarskrá Stjórnarskráin ætti að innihalda öflugri vörn gegn kynþáttafor- dómum og misrétti að mati nefnd- arinnar. Stjórnvöld telja að 65. grein hennar veiti nægilega vernd. Greinin kveður á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kyn- ferðis, trúarbragða, skoðana, þjóð- ernisuppruna, kynþáttar, litarhátt- ar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Ríkisborgararéttur frá Alþingi getur skapað ójafnræði Kynþáttafordómanefndin hefur áhyggjur af tveimur ákvæðum í nýjum lögum um íslenskan ríkis- borgararétt. Í fyrsta lagi hefur nefndin áhyggjur af því að hægt sé að neita umsækjendum um ríkis borgararétt ef þeir hafa hlot- ið sekt eða fangelsisdóm, eða eru grunaðir um refsiverðan verkn- að. Þannig geta minniháttar brot sem sektir liggja við útilokað að einstaklingar geti fengið ríkis- borgararétt. Nefndin telur þetta ákvæði óþarflega strangt og sam- rýmast ekki meginreglu um með- alhóf. Frumvarp um breytingar á þessum lögum er til umfjöllunar í allsherjarnefnd Alþingis nú og þar er miðað við hærri sektir en áður. Þá verða umsækjendur að stand- ast íslenskupróf eða fá undanþágu frá því. Þrátt fyrir að prófið sé talið tiltölulega auðvelt þá eiga ein- staklingar, einkum frá Suðaustur- Asíu, sérstaklega erfitt með að fullnægja þessu skilyrði. Stjórn- völd eru því hvött til að tryggja að lestrarkennsla og íslenskunám- skeið séu aðgengileg sem víðast. Þá er í skýrslunni gerð athuga- semd við að Alþingi geti veitt íslenskan ríkisborgararétt. Þessi aðferð hafi verið notuð þegar ein- staklingar geta ekki náð tökum á íslensku þrátt fyrir viðleitni og einnig þar sem fólk hefur framið smávægileg brot. Nefndin segir að þótt þessi tilhögun teljist jafn- gilda þrautaúrræði eða lokaáfrýj- un, þá mætti einnig líta svo á að hún skapi óvissu og ójafnræði. Engar ákærur vegna kynþáttamis- réttis Stjórnvöld hér á landi voru hvött til þess fyrir fimm árum að grípa til aðgerða til að tryggja að ákvæð- um hegningarlaganna um kyn- þáttafordóma og misrétti yrði beitt skilvirkt. Lagt var til að rannsakað yrði hvers vegna kvartanir væru jafn fáar og raun ber vitni. Frá árinu 2003 hafa hvorki verið gefnar út ákærur fyrir brot á banni við kynþáttamisrétti né fyrir brot á grein um bann við kynþáttahatri. Frjáls félagasam- tök hafa ekki heldur fengið kvart- anir frá fórnarlömbum kynþátta- fordóma undanfarin ár. Nefndin fagnar þessum jákvæðu merkjum en bendir engu að síður á að hér á landi er enginn sérhæfður aðili sem fórnarlömb geta snúið sér til. Slíkt embætti ætti að vera óháð lögreglu og ákæruvaldinu og fara með rannsókn ásakana um ósæmi- lega hegðun af hálfu lögreglunnar. Þá hefur verið þrýst á að íslensk stjórnvöld innleiði ákvæði sem kveði á um sérstaka refsiþyngingu ef kynþáttafordómar liggja að baki broti, en það hefur ekki verið gert. Fá tilvik ekki afsökun Stjórnvöld hafa verið hvött til þess að tryggja að allir sem koma að refsiréttarkerfinu, lögmenn, lögregla, ákæruvaldið og dóm- arar, búi yfir góðri þekkingu á lagaákvæðum um kynþáttafor- dóma og misrétti og hvernig megi koma auga á fordóma sem afbrota- hvata. Sú staðreynd að glæpir af þessu tagi eru mjög sjaldgæfir á Íslandi réttlætir ekki að þeim sé gefinn lítill gaumur við þjálfun þeirra sem að þeim koma, að mati nefndarinnar. Lagt var til að aukin áhersla yrði á að veita lögreglunni góða þjálfun á sviði mannréttinda og jafnréttis til að auka skilning á menningarlegri fjölbreytni. Þessi atriði eru nú hluti af grunnþjálfun í Lögregluskólanum. Þá er hvatt til þess að stjórn- völd komi á fót miðstöð þar sem innflytjendur eigi aðgang að sér- hæfðri aðstoð og þjónustu. Eftir að Alþjóðahúsi var lokað er eina slíka miðstöðin fjölmenningar- setur undir velferðarráðuneytinu, sem er staðsett á Ísafirði. Nefndin vill að miðstöð verði komið upp í höfuðborginni, því þar séu lang- flestir innflytjendur. FRÉTTASKÝRING: Skýrsla Evrópunefndar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi um Ísland Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is Innflytjendur sem eru á atvinnuleysisbótum eiga rétt á ókeypis íslensku- kennslu, en fjárframlög til íslenskukennslu fyrir aðra útlendinga hafa verið skorin niður. Ríkið niðurgreiddi tungumálakennsluna mjög mikið fram til ársins 2009, en síðan þá hefur verið niðurgreitt um helming. Stéttarfélög niðurgreiða svo allt að þrjátíu prósent til viðbótar fyrir fólk á vinnumarkaði svo vinnandi fólk þarf aðeins að greiða um tuttugu prósent. Nefndin segist hins vegar hafa fengið upplýsingar um að sú fjárhæð reynist mörgum erfið. Stjórnvöld hér á landi ættu að grípa til aðgerða sem miða að því að gera innflytjendum kleift að læra opinbert tungumál þjóðarinnar, sem er lykilþáttur í aðlögun. Ekki á að líta svo á að sú aðlögun sé alfarið á ábyrgð innflytjendanna sjálfra, segir í skýrslunni. „Þetta er sérstaklega mikilvægt í löndum þar sem innflytjendur eiga það á hættu að umsóknum þeirra um ríkisborgararétt verði synjað vegna ónógrar tungumálakunnáttu, eins og raunin er á Íslandi.“ Skortur á íslenskukunnáttu geti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Nefndin kveðst hafa skilning á þeim fjárhagslegu sjónarmiðum sem liggi að baki niðurskurði í íslenskukennslu, en telur að lækkun niðurgreiðslna muni hafa neikvæð áhrif. Þá er einnig hvatt til þess að fjárfest verði í þjálfun túlka, því viðurkennt sé að túlkunarþjónusta sé ekki í háum gæðaflokki hér á landi. Íslenskukennslu og túlkun ábótavant Þörf er á frekari aðgerðum til að stuðla að jákvæðara viðhorfi gagnvart fjölbreytileika íslensks samfélags, að því er fram kemur í skýrslunni. Þar er vísað í rannsókn frá árinu 2010 þar sem um þrjátíu prósent Íslendinga vildu takmarka fjölda innflytjenda til landsins. Þar af vildu tveir þriðju setja skorður við innflutningi allra útlendinga en einn þriðji komu fólks með annan litarhátt, trú og menningu. Kynþáttafor- dómar séu því sannar- lega til staðar á Íslandi. Vekja þurfi almenning til vitundar um kynþáttafor- dóma og auka fræðslu. Nefndin hefur áhyggjur af því að umfjöllun fjöl- miðla, þar sem greint er frá ríkisfangi eða þjóðerni einstaklinga sem grunaðir eru um glæpi, muni auka hættu á fordómum og leiði til þess að almenningur líti á allt fólk sem tilheyri þjóðfélagshópunum sem glæpamenn. Sjónvarpsstöðin Omega hefur viðhaft fjandsamleg ummæli um múslima. Þá hafa vefsíður birt fjandsamleg ummæli um múslima og nokkrar vefsíður hafa verið stofnaðar í þeim til- gangi að dreifa bröndurum byggðum á kynþáttafordómum. Engar kvartanir hafa borist lögreglu og því hefur ekkert verið gert í þessum málum. Kynþáttaofbeldi er ekki sérstakt vandamál á Íslandi þó upp komi einangruð tilvik. Í skýrslunni er tekið dæmi af feðgum frá Kúbu sem yfirgáfu landið í kjölfar ofbeldis þar sem ráðist var að heimili þeirra og þeim hótað. Nefndin segir að viðbrögð við þeim atburðum hafi vakið athygli sína, en ganga var haldin til stuðnings feðgunum og gegn kynþáttafordómum. Fordómar sannarlega til staðar RÁÐIST Á HEIMILI Kúbverskir feðgar flúðu landið eftir að ráðist var að heimili þeirra árið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gera má betur í baráttu við misrétti og fordóma MANNLÍF Engar ákærur hafa verið gefnar út vegna kynþáttamisréttis frá árinu 2003 og félagasamtökum hafa ekki borist kvartanir heldur. Þessu er fagnað í skýrslu nefndar gegn kynþáttafordómum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Evrópunefnd gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi (ECRI) var stofnuð af Evrópuráðinu og er sjálfstæður eftirlitsaðili á sviði mannréttinda. Nefndin hefur eftirlit með ríkjum Evrópuráðsins og greinir stöðuna í hverju ríki fyrir sig. Nefndin skoðar níu til tíu lönd á hverju ári og því er hvert þeirra heimsótt á fimm ára fresti. Skýrslan sem nefndin skilaði nú um Ísland er sú fjórða sem gerð hefur verið. Hvað gerir kynþáttafordómanefnd? Menntun getur komið að mikilvægu gagni í baráttu gegn kynþáttafor- dómum og umburðarleysi með fræðslu um fjölbreytileika mannlífs, segir í skýrslunni. Börn ættu að eiga kost á að fræðast um mismunandi trúarbrögð en bjóða ætti upp á valkosti fyrir nemendur sem vilja ekki sækja trúar- bragðakennslu þar sem áhersla er lögð á ríkistrúna, eins og gert er hér á landi. Hægt er að fá undanþágu frá slíkum tímum en ekkert annað fag er boðið í staðinn. Nefndin segist hafa veitt því athygli að viðburðir sem tengist kristinni trú fari stundum fram á skólatíma. Athugasemdir hafi borist um að börnum þyki þau litin hornauga ef þau taki ekki þátt. Nefndin telur það eina helstu framförina að í lögum hafi áætlanir um móttöku nemenda sem hafa ekki íslensku sem móðurmál verið settar fram. Í lögunum er einnig kveðið á um rétt til að fá kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Trúarbragðakennsla getur gert mikið gagn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.