Fréttablaðið - 23.02.2012, Síða 21
FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2012 21
Áberandi er andstaða stjórnar-andstöðunnar við frumvarp
stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnar-
skrár. Einnig margra fræðimanna
sem vara við að það fari óbreytt í
þjóðaratkvæði. Afdráttarlaust er
nýja stjórnarskráin sögð of flókin
eða hrein tilraunastarfsemi. Lítum
á dæmi.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks
saka þingnefndina sem ákvarðar
framhald stjórnarskrárinnar um
tilraunastarfsemi í sambandi við
stjórnarskrárbreytingar. Fulltrúi
Framsóknarflokks í þingnefnd-
inni er hreinskilinn í þeirri afstöðu
sinni að frumvarp stjórnlagaráðs
sé ólesið bull. En starf stjórnlaga-
ráðs byggir á hundruðum blað-
síðna fræðimanna frá mismunandi
tímum, allt frá stofnun Banda-
ríkjanna fram á okkar dag. Starf
stjórnlagaráðs byggir á yfirlestri
stjórnarskráa fjölmargra landa frá
ýmsum tímum, starf stjórnlaga-
ráðs byggir á tveimur hnausþykk-
um bindum stjórnlaganefndar sem
voru einkar gagnleg, starf stjórn-
lagaráðs byggir á endurreisnarþrá
eigin þjóðar í kjölfar hruns, sam-
nefnurum þjóðfundar og umfram
allt á óháðum fulltrúum sem kosn-
ir voru af þjóðinni. Þetta er því
engin tilraunastarfsemi heldur vel
ígrundað ferli.
Lagatæknir sem sat í stjórn-
laganefnd segir að í nýju stjórnar-
skránni séu einfaldlega of mörg
flókin og stefnumótandi atriði
tekin saman á einn stað til að hægt
sé að ætlast til þess að þeim verði
svarað af eða á. Að taka til stefnu-
mótandi atriði á einn stað finnst
mér einmitt vera uppskrift að
stjórnarskrá. Við getum deilt um
hvort þau séu of mörg og flókin en
læs þjóð getur myndað sér skoðun
á því.
Að mínum dómi er ekkert flókið
í hinni nýju stjórnarskrá. Þvert á
móti er hún mjög skýr og einföld.
Því mun þjóðin kynnast verði af
þjóðaratkvæðagreiðslu. En slík
atkvæðagreiðsla verður að vera
um frumvarpið í heild því hálf-
samþykkt stjórnarskrá gerir lítið
annað en að færa þjóðina aftur á
byrjunarreit. Þingið gæti hæg-
lega sofið á slíku í 70 ár til við-
bótar. Reyndar hugnast það mörg-
um og ástæðan þessi: Verði engin
þjóðaratkvæðagreiðsla gefur það
valdhöfum valfrelsi. Verði þjóð-
aratkvæðagreiðsla um annað en
heildina verður útkoman mats-
kennd og aftur fá valdhafar val-
frelsi. Þjóðaratkvæðagreiðsla um
hina nýju stjórnarskrá, óbreytta,
mun hinsvegar leggja Alþingi
línur. Því er reynt að leggja stein
í götu nýrrar stjórnarskrár vegna
þess að verði hún samþykkt færir
hún í öllum sínum einfaldleika
vendipunktinn nær þjóðinni.
Kynningarátak í aðdraganda
atkvæðagreiðslu mun skila nýrri
stjórnarskrá inn á hvert heimili
í landinu. Þá mun hver sem vill
dæma sjálfur um ágæti frum-
varpsins. Sjálfskipaðir vizku-
brunnar ættu að hætta þeim leiða
sið að ákveða heimsku þessarar
þjóðar, leyfum henni að gera það
sjálf.
Við lifum lengsta frið frá stríðum stórvelda frá því
stærri ríki tóku að myndast
fyrir þúsundum ára. Það eru
nær sjötíu ár frá því að stórveld-
um heimsins laust síðast saman
í styrjöld. Milljónir hafa fallið
vegna stríðsátaka á þessum tíma
en heimurinn hefur ekki þurft
að þola styrjaldir stórvelda um
forustu í heiminum eða yfirráð á
einstökum svæðum hans. Þessar
fimmtíu aldir frá því Súmerar
fóru að skrifa hluti hjá sér voru
allar með öðrum hætti.
Ótti við vatnaskil
Við höfum í áratugi litið svo á að
tiltölulega lítil hætta sé leng-
ur á því að stærstu ríki heims-
ins fari að bítast um forustu í
heiminum með þeim hætti sem
stórveldi hafa gert alla sögu
mannsins. Í nógu langan tíma til
að gleyma því hvað þetta er ein-
stakt ástand. Ástæðurnar fyrir
þessum langa friði eru marg-
ar. Ein þeirra er fælingarmátt-
ur kjarnorkuvopna. Aðrar eru
jákvæðari, sumar efnislegar,
aðrar huglægar. Nú stöndum við
hins vegar við vatnaskil í alþjóð-
legum efnahagsmálum og stjórn-
málum. Hlutföll í heiminum eru
gerbreytt frá því sem var fyrir
skemmstu. Margir fræðimenn
spyrja því spurninga um framtíð
alþjóðakerfisins. Stóra spurn-
ingin þar er sú hvort hnígandi
stórveldi heimsins og þau rísandi
sjá sér öll hag í því að viðhalda
grunngerð og einkennum núver-
andi alþjóðakerfis.
Gullöld
Formleg og óformleg alþjóða-
kerfi uxu smám saman af grunni
sem lagður var við lok síðari
heimsstyrjaldarinnar, fyrst
einkum af Bandaríkjunum og
að minna leyti af Bretum og
síðar einnig af Evrópusamband-
inu og mörgum öðrum. Þetta er
ein mesta smíð mannsins. Þessi
kerfi komu ekki einungis í veg
fyrir stórstyrjaldir um forustu
í heiminum heldur opnuðu þau
smám saman leiðir til alþjóð-
legra viðskipta og samskipta.
Af þessu hlaust heimsvæðingin
sem með öllum sínum göllum
hefur valdið langmestu lífs-
kjarabyltingu í sögu mannsins
og tengt mannkynið saman með
áður algerlega óþekktum hætti.
Lífskjörum milljarða manna um
allar álfur hefur verið breytt á
nokkrum áratugum. Framfarir á
öllum mögulegum sviðum þekk-
ingar, samskipta og framleiðslu
hafa valdið því að samtíminn er
orðinn kapítuli alveg út af fyrir
sig í heimssögunni. Við lifum
gullöld mannsins.
Vaxandi spenna
Þetta hvílir á alþjóðakerfinu.
Sífellt meiri, nánari, víðtæk-
ari og þéttari samvinna yfir
landamæri ríkja er drifkraftur
kerfisins. Kerfið sjálft; stofn-
anir, bandalög, samningar, lög
og samþykktir eru ekki annað en
beinagrind fyrir ótrúlega flókin
net og fjölþætt kerfi sem tengja
saman heiminn með algerlega
nýjum hætti. Samspil á milli
slíkra formlegra og óformlegra
kerfa getur verið býsna flókið
og það er líka viðkvæmt. Innan
margra þessara kerfa, ekki síst
þeirra formlegu sem oft eru stíf-
ari en hin, hefur myndast mikil
og vaxandi spenna vegna þess að
öll hlutföll í heiminum hafa ger-
breyst án þess að kerfin hafi í
öllum greinum þróast með. Það
sem mestri spennu veldur er ör
vöxtur Kína, miklar breytingar
í Asíu og minnkandi efnahags-
máttur Vesturlanda. En miklu
fleira kemur til. Það mun reyna
mjög á þanþol alþjóðakerfisins á
næstu árum.
Stóra sagan
Margir sjá nú hvað þeir gætu
misst. Nokkur ríki Vesturlanda
áttu það til, að ekki sé meira
sagt, að umgangast forustu-
hlutverk sitt í alþjóðakerfinu af
lítilli ábyrgð og raunar stund-
um af glæpsamlegum kjána-
skap sem varð til úr blöndu af
græðgi, hroka og vanþekkingu.
Galdurinn við kerfið er vest-
rænn að uppruna en fer hins
vegar ekki í manngreinarálit á
endanum. Þetta er hvatinn til
frjálsra alþjóðaviðskipta sem
hefur byggst inn í kerfið og gefið
því þrótt. Þetta byrjaði allt með
nýlendueinokun en hagsmunir
frjálsra viðskipta urðu ofan á.
Það þýddi hins vegar líka að fólk
í Asíu, sem er alveg örugglega
eins klárt og duglegt og Vestur-
landabúar, gat farið að keppa á
heimsmarkaði. Hundraðfaldur
launamunur á milli nýlendu-
herra og undirsáta hefur verið
að hverfa með undrahraða síð-
ustu árin. Það er stóra sagan
í heiminum, stóri aflvakinn í
alþjóðakerfinu.
Hvað tekur við?
Ein meginspurning heimsmál-
anna, og hún varðar alla menn,
er þessi: Munu hin nýju stórveldi
Austursins sjá sér hag í að við-
halda því alþjóðakerfi sem hefur
fengið að þróast frá lokum síðari
heimsstyrjaldar? Það er auðvitað
að þau ætla sér stóraukna hlut-
deild í stjórn heimsins. Spurn-
ingin er hins vegar sú hvort þau
hafi vilja og getu til að viðhalda
grunnþáttum kerfisins.
Stefna
Það má lesa úr hegðun rísandi
velda eins og Kína, Indlands,
Brasilíu, Tyrklands og Suður-
Afríku að þau vilja öll auka veg
svæðisbundinnar samvinnu.
Bandaríkjamenn hafa áhyggj-
ur af því að verða lokaðir úti
af svæðisbundnum klúbbum
en þetta fyrirkomulag hent-
ar nýjum stórveldum. Þessi
ríki munu hins vegar dragast
meira inn í stórpólitík heimsins.
Heimsvæðing síðustu áratuga
kann að hafa gert hagsmuni
allra ríkja heims líkari en þeir
voru.
Ekkert kemur hins vegar í
staðinn fyrir sterkan vilja helstu
ríkja og ríkjablokka heims-
ins. Hann er ekki augljós sem
stendur. Samskipti rísandi og
hnígandi velda eru erfið og hafa
nær aldrei þar til nú verið frið-
samleg.
Gullöld mannsins
Í DAG
Jón Ormur
Halldórsson
dósent
Ástæðurnar fyrir þessum langa friði eru
margar. Ein þeirra er fælingarmáttur
kjarnorkuvopna. Aðrar eru jákvæðari,
sumar efnislegar, aðrar huglægar. Nú stöndum við
hins vegar við vatnaskil í alþjóðlegum efnahags-
málum og stjórnmálum. Hlutföll í heiminum eru
gerbreytt frá því sem var fyrir skemmstu. Margir
fræðimenn spyrja því spurninga um framtíð alþjóða-
kerfisins.
Að mínum dómi er ekkert flókið í hinni
nýju stjórnarskrá. Þvert á móti er hún
mjög skýr og einföld. Því mun þjóðin
kynnast verði af þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóð of heimsk fyrir
lýðræðið
Ný stjórnarskrá
Lýður
Árnason
læknir og fulltrúi í
stjórnlagaráði