Fréttablaðið - 23.02.2012, Page 22

Fréttablaðið - 23.02.2012, Page 22
22 23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR Kröfur um almenna niður-fellingu skulda eru háværar og reglulega koma ýmsir fram sem telja sig hafa fundið leið til að gera það án þess að nokkur beri af því kostnað. Svo er ekki: á endanum þarf einhver að bera kostnað af slíkum afskriftum og það eru líklega að stærstum hluta íslenskir skattgreiðendur. Leið 0 Augljósasta leiðin til að færa niður skuldir almennings er að eigendur lánanna, þ.e. innlendar lánastofnanir, færi þessar skuld- ir niður með því að afskrifa þær. Ef þessi niðurfærsla er t.d. 200 ma.kr. (algeng tala í almennri umræðu um málið), rýrnar eigið fé þessara lánastofnana sem því nemur. Þar sem skattgreiðendur eru að stærstum hluta eigendur þessara lána (í gegnum eign sína á Íbúða lánasjóði og Landsbank- anum) bera þeir stærstan hluta kostnaðarins. Afgangurinn lend- ir á innlendum lífeyrissjóðum og erlendum eigendum annarra lánastofnana. Ekki er útilokað að hluti afgangsins (eða jafnvel allt) lendi á endanum á skattgreiðend- um þar sem þessir aðilar reyni að sækja sér fébætur frá hinu opin- bera fyrir dómstólum. Leið 1 Einhver taldi sig hafa fundið leið fram hjá því að láta skattgreið- endur borga reikninginn með því að láta Seðlabankann prenta pen- inga fyrir upphæðinni og þannig væri hægt að færa niður skuld- ir almennings án þess að nokkur kostnaður hlytist af. Við nánari skoðun kemur í ljós að það stenst engan veginn. Til að skilja það er afar mikilvægt að átta sig á því að peningar sem Seðlabankinn býr til (annaðhvort með „raun- verulegri“ prentun þeirra eða með rafrænni aukningu innlána lánastofnana í Seðlabankanum) er skuldbinding Seðlabankans og er því á skuldahlið bankans. Við það að Seðlabankinn prentar 200 ma.kr. til að færa niður skuld- ir almennings myndast skuld á efnahagsreikningi Seðlabank- ans upp á 200 ma.kr. en engin eign til mótvægis (hann eign- ast 200 ma.kr. skuld almenn- ings við lánastofnanir en færir hana niður í ekkert með því að afskrifa hana). Það þýðir að eitt- hvað annað á skuldahlið Seðla- bankans þarf að lækka á móti svo þetta gangi upp bókhaldslega. Þetta annað er eigið fé Seðlabank- ans sem rýrnar þá um 200 ma.kr. Og hvað með það kann einhver að segja. Jú, Seðlabankinn er í eigu skattgreiðenda og rýrnun eigin- fjár hans er því ekkert annað en reikningur á skattgreiðendur með sama hætti og í Leið 0, nema hvað að í þessu tilviki bera skattgreið- endur örugglega allan kostnaðinn óskiptan. Leið 2 Til að reyna að komast hjá því að rýra eigið fé Seðlabankans með þessum hætti datt einhverjum öðrum í hug það snjallræði að búa til sérstakt eignarhaldsfélag í eigu Seðlabankans og að þar væri hægt að færa tapið þann- ig að það sæist ekki á efnahags- reikningi bankans. Nánari skoð- un leiðir í ljós að það skiptir að sjálfsögðu engu máli. Við fyrstu sýn liti efnahagsreikningur Seðlabankans vissulega betur út: hann ætti 200 ma.kr. eign (kröfu á þetta eignarhaldsfélag) á móti aukningu skuldbindinga vegna peningaprentunarinnar. En á efnahagsreikningi eignarhalds- félagsins er nú 200 ma.kr. skuld við Seðlabankann en engin eign (félagið eignast 200 ma.kr. skuld almennings við lánastofnanir en færir hana niður í ekkert með því að afskrifa hana). Eigið fé eignar- haldsfélagsins er því neikvætt um 200 ma.kr. og Seðlabankinn á því eignarhaldsfélag sem er einskis virði og þarf því á endanum að afskrifa það sem gefur nákvæm- lega sömu niðurstöðu og í Leið 1. Leið 3 Enn á ný taldi einhver sig hafa fundið leið fram hjá þessu. Hvað ef Seðlabankinn prentar peninga, lætur skuldara hafa en gegn því skilyrði að þeir borgi niður lánin sín og gegn því skilyrði að lána- stofnanir leggi þá peninga strax aftur í Seðlabankann sem legði þá aftur í eignarhaldsfélagið? Í því tilviki ætti Seðlabankinn vissulega 200 ma.kr. eign (kröfu á eignarhaldsfélagið) á móti 200 ma.kr. aukningu skuldbindinga vegna peningaprentunarinnar og eignarhaldsfélagið ætti líka 200 ma.kr. eign (peninginn sem Seðlabankinn lagði inn í hann frá lánastofnunum) á móti 200 ma.kr. skuld sinni við lánastofnanirn- ar. Kröfu lánastofnana á heim- ili hefur því í raun verið breytt í kröfu þeirra á eignarhaldsfélag- ið. Krafan er því ekki horfin og kostnaðurinn af því að afskrifa hana lendir annaðhvort á lána- stofnunum eða Seðlabankanum. Ef þessi 200 ma.kr. greiðsla lána- stofnana inn í eignarhaldsfélag Seðlabankans er bundin um aldur og ævi (og því í raun tekin eign- arnámi), er þetta í raun töpuð eign fyrir lánastofnanirnar þar sem þær geta aldrei leyst hana til sín og nýtt hana (sama niður- staða og Leið 0). Geti lánastofnan- irnar hins vegar gengið að þess- ari eign verður tapið á endanum Seðlabankans (sama niðurstaða og Leiðir 1 og 2). Lokaorð Þótt skuldir innlendra heimila og fyrirtækja hafi lækkað töluvert undanfarin tvö ár eru þau enn mjög skuldsett og margir búa við erfiða skuldastöðu. Úrlausn skuldamála þeirra er því brýn. Almenn skuldaniðurfelling til allra er hins vegar afar ómark- viss aðgerð þar sem stór hluti hennar myndi helst nýtast þeim sem þurfa lítið á henni að halda. Hún yrði einnig mjög kostnað- arsöm og þann kostnað þyrftu íslenskir skattgreiðendur að bera með einum eða öðrum hætti. Að láta sem svo sé ekki er bæði vill- andi og óábyrgt. Er hægt að færa niður skuldir almennings án þess að nokkur beri kostnaðinn? Fjármál Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands Kyn og loftslagsbreytingar, verkefni í Úganda Áhrif loftslagsbreytinga verða líklega meiri á konur en karla, ekki síst í fátækari ríkjum heims. Í þeim löndum bera konur yfirleitt ábyrgð á vinnu við ræktun matvæla, söfnun eldiviðar og vatns- öflun til heimilisins, til við- bótar öðrum verkum. Það eru því konur sem finna mest fyrir áhrifum loftslagsbreytinga sem valda þurrkum og lélegri upp- skeru, lengja leiðina að vatns- bólum eða gera aðgengi erfið- ara að eldiviði. Konur búa líka yfir mikil- vægu afli til breytinga. Aukin völd og menntun kvenna er ein áhrifaríkasta leiðin til bættrar framtíðar mannkyns alls. Það má til sanns vegar færa í lofts- lagsmálum. Kynjasjónarmið mikilvæg Ísland hefur sett kynjasjónar- mið á oddinn í alþjóðlegu lofts- lagsviðræðunum undanfarin ár. Bæði er mikilvægt að taka tillit til sjónarmiða beggja kynja við mótun aðgerða til að draga úr loftslagsbreytingum, og eins að samþætta þau þeim aðgerðum sem snúa að aðlögun að breyt- ingum sem orsakast af lofts- lagsvandanum. Aukin þátttaka kvenna í verkefnum tengd- um loftslagsmálum, ekki síst ákvarðanatöku, er mikilvægur þáttur þess að ná árangri í að vinna gegn loftslagsvandanum. Því miður stefnir ekki í að þjóðir heims nái samkomu- lagi í tæka tíð til að koma í veg fyrir breytingar á loftslagi. Það er því óhjákvæmilegt að lögð verði áhersla á aðgerðir til að aðstoða ríki til að aðlagast lofts- lagsbreytingum eins og kostur er, og þá sérstaklega fátækustu ríkin þar sem talið er að áhrifin verði mest. Þeirra á meðal eru fátæk ríki í Afríku sunnan Sahara, sem eru þau lönd sem talið er að muni eiga hvað erfiðast með að aðlaga sig breytingum í lofts- lagi. Þorri íbúa þar eru smá- bændur sem lifa af sjálfsþurft- arbúskap sem byggir á aðgangi að landi og náttúru. Þessi stóri hópur er því hvað viðkvæmast- ur fyrir loftslagsbreytingum sem hafa öfgar í veðurfari í för með sér. Samstarf við Úganda Úganda í austurhluta Afríku er eitt þessara landa. Nú hafa þarlend stjórnvöld ákveð- ið að ganga til samstarfs við stjórnvöld Íslands, Noregs og Danmerkur, um að samþætta jafnréttissjónarmið í aðgerð- um landsins til að takast á við loftslagsbreytingar. Verkefnið er margþætt. Það felur í sér rannsóknir á vegum Makerere háskóla, stefnumótun, undir- búning fyrir þátttöku í alþjóð- legum samningaviðræðum, ráð- stefnu og gerð heimildamyndar. Jafnframt verða skipulögð námskeið fyrir sérfræðinga úr ýmsum geirum í landinu, s.s. ráðuneytum, stofnunum, félagasamtökum og héraðs- stjórnum. Alþjóðlegum jafn- réttisskóla Háskóla Íslands (GEST) hefur verið falin ábyrgð á gerð námsefnisins og framkvæmd námskeiðanna en umhverfisráðuneytið leggur sérfræðiþekkingu til verkefnis- ins. Hér á landi hafa dvalið úgandískir sérfræðingar til að vinna að gerð námsefnisins með íslenskum sérfræðingum á sviði umhverfis-, loftslags- og jafnréttismála. Stefnt er að því að halda þrjú námskeið í mis- munandi hlutum Úganda síðar á árinu, með það að markmiði að auka þekkingu og færni fólks til að vinna að verkefnum á sviði jafnréttis og loftslags- breytinga. Fyrsta námskeiðið verður í bænum Mbale í austur Úganda um miðjan mars og er gert ráð fyrir um 35 þátttak- endum á því. Takist vel til með fram- kvæmd þessa er stefnt að því að sambærileg verkefni byggð á reynslunni frá Úganda geti farið af stað í öðrum löndum. Hugmyndum hrint í framkvæmd Ísland lagði til að vísað yrði til jafnréttis kynjanna í viðræðum um loftslagsmál fyrir þremur árum, en þá var engin slík til- vísun til staðar í samningstext- um. Með harðfylgi hefur tekist að fá samþykkt ákvæði þar að lútandi inn í samningstexta og nú er slík áhersla almennt viðurkennd. Nú er tekið nýtt og mikilvægt skref á þessari vegferð, þegar hugmyndum um jafnréttissjónarmið í loftslags- málum verður hrint í fram- kvæmd þar sem áhrifa lofts- lagsbreytinga gætir einna mest. Með áframhaldandi starfi leggur Ísland lóð sín á vogar- skálarnar í einu mesta jafnrétt- ismáli samtímans, en loftslags- málin varða framtíð mannkyns og allra þjóða. Þar er aðkoma beggja kynja nauðsynleg. Loftslagsmál Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Ofurskattur á samgöngum Á dögunum birti Capacent niðurstöður úr könnun um ferðavenjur íbúa höfuðborgar- svæðisins er gerð var á tíma- bilinu október til desember 2011. Könnunin er um margt athyglisverð og gefur glögga mynd af ferðamáta almennings bæði á haustmánuðum sem og í samskonar könnun er gerð var í febrúar 2002. Það sem kemur ekki á óvart er að liðlega 76% aðspurðra sinna sínum daglegu erindum á einka- bílnum. Það sem er athyglisvert er að mjög svipað hlutfall gerði það árið 2002 sem segir manni að þrátt fyrir hækkandi elds- neytisverð og stóraukna skatt- heimtu ríkisins á bílinn og elds- neyti þá eru kostirnir í stöðunni þeir sömu í dag og þeir voru 2002, þ.e. einkabíllinn. Við búum í stóru en fámennu landi sem gerir það að verkum að almenn- ingssamgöngur verða alltaf takmörkunum háðar. Allar hug- myndir um stórbættar almenn- ingssamgöngur í gegnum tíð- ina hafa ekki gengið eftir og er ósköp skiljanleg ástæða fyrir því. Það er fámennið, það verð- ur aldrei hægt að koma á fót öfl- ugu lestarkerfi eða öðru álíka sem fullnægir þörfum okkar til samgangna í því fámenni sem við búum við, það er einfaldlega of dýrt og mun aldrei standa undir sér. Við getum ekki borið okkur saman að því leyti við nágranna- þjóðir okkar þar sem íbúafjöldi er margfalt meiri og byggðir mun þéttari. Við erum og verð- um háð einkabílnum í sam- göngum og því þurfa stjórnvöld að hætta skattpíningu á bílnum og rekstri hans. Skattheimta ríkisins af eldsneyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bens- ínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram og bendi á, máli sínu til stuðn- ings, að hún sé svipuð og jafn- vel minni en gengur og gerist í samanburðarlöndunum sem oft er vitnað til! Sá samanburður er ekki sann- gjarn því almenningur í þessum svokölluðu samanburðarlöndum hefur val, þ.e. nothæft almenn- ingssamgangnakerfi í formi lesta, sporvagna og strætó- kerfis sem virkar. Hjólreiðar hafa sótt í sig veðrið hérlendis sem er mjög jákvæð þróun, þar geta sveitarfélög og stjórnvöld stórbætt aðstöðu með átaki í gerð hjólreiðastíga o.fl. Bíla- umferð og hjólreiðar fara ekki vel saman og því þarf að bæta aðstöðu hjólreiðafólks stórlega. Það er hins vegar staðreynd að hjólreiðar koma ekki í stað bíls- ins við þær vegalengdir og veð- urfar sem við búum við enda gera þær það hvergi þó svo allar aðstæður til hjólreiða séu betri annars staðar en hér á landi. Tölurnar tala sínu máli eins og fram kemur í skýrslu Capacent, 4% nota Strætó, 15% ganga, 3,8% hjóla og 76,4% ferðast í einkabílnum. Ef stjórnvöld vilja stuðla að bættum samgöngum almenn- ings þurfa þau að endurskoða skattheimtu sína af bílum og eldsneyti. Það er ekki hægt að búa við þessa ofurskatta í sjálfsögðum samgöngum ef við ætlum að halda áfram að kom- ast á milli staða með fólk og vörur. Samgöngumál Özur Lárusson framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins Skattheimta ríkisins af elds- neyti er komin í tæpan helming þess verðs sem bensínið kostar úti á bensínstöð, það er skattpíning, þó svo stjórnvöld haldi öðru fram … Því miður stefnir ekki í að þjóðir heims nái samkomulagi í tæka tíð til að koma í veg fyrir breytingar á loftslagi. Það er því óhjákvæmilegt að lögð verði áhersla á aðgerðir til að aðstoða ríki til að aðlagast loftslagsbreytingum eins og kostur er, og þá sérstaklega fátækustu ríkin þar sem talið er að áhrifin verði mest.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.