Fréttablaðið - 23.02.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 23.02.2012, Síða 24
24 23. febrúar 2012 FIMMTUDAGUR Blaðamaður hringdi og sagðist hafa fyrir því heimildir að á morgun (23. feb. ’12), birtist viðtal í Nýju lífi, þar sem ég væri bor- inn alvarlegum sökum um meinta „kynferðislega áreitni“ við stúlku í fjölskyldu okkar Bryndísar. Ég baðst undan að svara óséðum ásökunum, en sendi ritstjóra Nýs lífs tölvupóst og krafðist þess að fá að sjá sakarefni, fyrir birtingu; og að fá ráðrúm til að svara í sama tölublaði. Það ber að mínu viti ekki vott um að sannleiksást hafi verið höfð að leiðarljósi við undirbúning málsins af blaðsins sjálfu, fyrst ekkert var sannreynt með því að gefa hinum ákærða kost á að bera hönd fyrir höfuð sér. Við nánari umhugsun er það mín niðurstaða að mér sé ekkert að vanbúnaði að upplýsa málið að óséðum kæruatriðum. Hér er um að ræða fjölskylduböl, sem illu heilli hefur eitrað andrúmsloftið innan stórfjölskyldu okkar Bryn- dísar í meira en áratug. Það er álitamál, hvert erindi fjölskyldu- böl á við almenning í gegnum fjöl- miðla. En úr því að Guðrún Harð- ardóttir (systurdóttir Bryndísar) hefur kosið að fara þá leið meira en áratug eftir að málsatvik urðu, verður að taka því. Ég ætla að byrja á því að játa á mig sök. Ekki um kynferðis- lega áreitni – kærur um slíkt hafa verið bornar fram í tvígang og verið vísað á bug jafnharðan. En ég gerði mig sekan um dóm- greindarbrest, sem lýsir sér í því að hafa orðið við tilmælum Guð- rúnar Harðardóttur um að efna til bréfaskrifta við hana, sem aldrei skyldi verið hafa. Hún var skipti- nemi í Venesúela, á 17da aldurs- ári. Ég sendi henni bók eftir Vargas Llosa (sem fékk reynd- ar bókmenntaverðlaun Nóbels í fyrra ) og bréf með. Sagan er dæmisaga um samskipti Norður- Suður Ameríku. Bók og bréf eru á köflum erótísk. Sjálfur hefur höf- undurinn kallað bók sína „Eró- pólitíska“. Þetta bréf lýsir dóm- greindarbresti mínum því að bréfið átti ekkert erindi við við- takandann. Þetta hefur dregið dilk á eftir sér innan fjölskyldunnar og valdið þar óvild og jafnvel sorgar- viðbrögðum árum saman. Ég hef ítrekað beðist fyrirgefningar á því – og endurtek þá afsökunarbeiðni hér með einu sinni enn. Kynferðisafbrot eru einatt þess eðlis að reynt er að hylma yfir þau og þagga þau niður innan fjöl- skyldna. Þetta mál snýst ekki um kynferðisafbrot af neinu tagi, svo sem staðfest er af réttarkerfinu. Það snýst um bréfasendingar milli lífsreynds manns og óþroskaðr- ar stúlku, þar sem bréfritarinn hefur ítrekað beðist afsökunar á dómgreindarbresti og boðist til að gera allt sem í hans valdi stendur til að bæta fyrir glöp sín. Ég hef boðist til að bera fram afsökun- arbeiðni við fjölskyldu Guðrúnar Harðardóttur og að ræða málið við hvern þann, sem fjölskyldan kýs sér til fulltingis, sálfræðinga, félagsráðgjafa eða milligöngu- menn innan fjölskyldunnar. Hér ríkir engin afneitun, engin þöggun og ekkert leyndarpuk- ur. Hin umdeildu bréf hafa verið fjölfölduð og send til umfjöllunar fleiri sáttaaðilum en tölu verður á komið, innan og utan fjölskyld- unnar. Fyrir nú utan þau afrit sem gengið hafa manna í millum í leynd og pukri. Allt án árang- urs. Spurningin er: Hvaða erindi á þetta fjölskylduböl við almenn- ing? Er einhver að nokkru bætt- ari? Enginn er dómari í sjálfs sín sök. Ég læt því öðrum eftir að dæma um það. Fyrir jólin 2005 vildi Guðrún Harðardóttir láta á það reyna fyrir dómi, hvort þessi sendibréf gætu flokkast undir kynferðislega áreitni. Lögreglukæru var vísað frá sem tilefnislausri. Í ársbyrjun 2006 mælti saksóknari ríkisins fyrir um frekari rannsókn, sem stóð í hálft annað ár. Rannsókn- arefnið var, hvort fyrir því fynd- ist lagabókstafur í Venesúelu (þar sem viðtakandi var skiptinemi) eða í BNA (þar sem bréfritari þá bjó), að einkabréf milli fullveðja einstaklinga teldust refsivert athæfi að lögum. Því var vísað frá. Um lögfræðilega hlið málsins þarf því ekki að deila. Heimilisbölið er þyngra en tárum taki eins og Brynjólfur biskup komst að orði á sinni tíð. Öllum verður okkur á í lífinu. Öll þurfum við einhvern tíma á fyr- irgefningu að halda. Ég harma það alla daga að hafa valdið fólki sem mér þykir vænt um í minni nánustu fjölskyldu sárindum og hugarangri að ósekju. Ég hef við- urkennt mína sök og beðist fyrir- gefningar. Nú, þegar fjölskyldu- raunir hafa verið bornar á torg, endurtek ég afsökunarbeiðni mína hér með opinberlega. Réttarkerf- ið hefur kveðið upp sinn dóm, nú hefur málið verið lagt í dóm almenningsálitsins. Þeim dómi verða allir að hlíta. Dagur hinna slæmu „túrverkja“ Ég vakna upp við skerandi sársauka. Ég teygi mig eftir verkjatöflunum og skelli í mig tveimur parkódín forte og tveimur íbúfen. Ég veit að lyfin slá ekki á verkina en þau sljóvga mig aðeins sem er skárra en ekkert. Ég hnippi í manninn minn sem fer svefn- drukkinn á fætur og kemur til baka með tvo hitapoka sem veita mér svolitla líkn. Fram eftir morgni græt ég og styn af kvölum. Ég dreg það eins lengi og ég get að fara á salernið en loks get ég ekki dregið það lengur og maðurinn minn styð- ur mig fram. Það er stingandi sárt að pissa og það kemur yfir mig gríðarleg þörf til að hafa hægðir en það er jafn- framt svo sárt. Ég finn að ég er að detta út og læt mig síga niður á gólfið. Þegar ég ranka úr yfirliðinu er líðanin óbæri- leg. Ég ligg á hliðinni á köldu flísalögðu gólfinu og kasta upp. Þegar það alversta er liðið hjá, ber maðurinn minn mig inn í rúm. Í vanmætti sínum reynir hann að hugga mig með því að strjúka mér en mér finnst öll snerting óþægileg. Sama hvað læknirinn sagði, þá getur þetta ekki verið eðli- legt. Við ákveðum að hringja í lækni sem kemur og tví- stígur yfir mér og afræður loks að senda mig með sjúkra- bíl á spítala. Þegar þangað er komið ganga hlutirnir hægt. Blóðþrýstingurinn er mældur, blóðprufa tekin og mér gefin aumingjaleg panodyl. Reyndar eru verkirnir aðeins farnir að hjaðna þegar þarna er komið sögu enda langt liðið á daginn. Ég er dauðuppgefin og dorma þar sem ég ligg á bekknum. Loks er okkur tjáð að ekkert finnist að mér og okkur bent á að fara niður á kvennadeild Landspítalans. Þar er ég skoð- uð í sónar sem sýnir að ekkert sé að frekar en fyrri daginn og við erum send heim án nokk- urra frekari ráðlegginga. Í næsta verkjakasti ætla ég að vera heima og ekki eyða orkunni í tilgangslausa spítala- ferð. Stundum vildi ég bara fá að deyja. Ekki af því að ég sé í grunninn þunglynd eða áhuga- laus um lífið. Þessir stöðugu verkir og allt sem þeim fylgir er einfaldlega það slæmt að það er óbærilegt að lifa með því. Vika endómetríósu á Íslandi Á morgun hefst vika endómet- ríósu á Íslandi. Henni lýkur 1. mars með alþjóðlega gulu-bola- deginum en á þeim degi er fólk hvatt til að sýna samhug og klæðast einhverju gulu sem er litur endómetríósu. Endómetríósa/legslímu- flakk er krónískur móðurlífs- sjúkdómur. Talið er að um 5% kvenna séu með sjúkdóminn. Meðalgreiningartími sjúkdóms- ins er sjö ár víðast um heim og er engin ástæða til að ætla að greiningartíminn sé styttri hér á landi. Algengt er að endó-kon- ur fari lækna á milli í mörg ár í leit að sjúkdómsgreiningu og hjálp áður en greining fæst. Á meðan grasserar sjúkdómurinn og versnar og líðanin eftir því sömuleiðis. Sjúkdómurinn á sér margar birtingarmyndir. Í vægum til- fellum finna konur engin ein- kenni hans meðan aðrar búa við krónískar kvalir með mik- illi skerðingu lífsgæða. Sjúk- dómurinn getur leitt til örorku og í einstaka tilvikum hafa fylgikvillar sjúkdómsins leitt til dauða. Um 30% af ófrjósemi og vanfrjósemi kvenna er talið mega rekja til endómetríósu. Merki um endómetríósu geta meðal annars verið eitt eða fleiri af eftirfarandi einkenn- um: Miklir verkir við blæð- ingar, sársauki við þvaglát og/ eða hægðir, sársauki við kyn- líf og síþreyta. Sjúkdómurinn er aðallega meðhöndlaður með skurðaðgerðum og hormóna- gjöf sem geta gefið góða raun. Kvensjúkdómalæknar, skóla- hjúkrunarfólk og heilbrigðis- starfsfólk, foreldrar, ættingjar, vinir og vinkonur, munið eftir sjúkdómnum endómetríósu og vísið konu með ofangreind ein- kenni til Samtaka um endómet- ríósu. Það gæti bjargað henni frá margra ára þrautagöngu. Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. Heimasíða: www.endo.is. Netfang: endo@endo.is. Facebook: Samtök um endó- metríósu. Heilbrigðismál Silja Ástþórsdóttir formaður Samtaka um endómetríósu Fyrsta skrefið í átt að bata er að fá sjúkdómsgreiningu og þar með vita hvað er að. VIÐ FELLSMÚLA, 108 REYKJAVÍK - SÍMI: 585 2888 50% afsláttur AF ÚTILJÓSUM Í KOPAR OG GYLLTU OPIÐ ALLA DAGA Mán. til fös. kl. 9 -18 Laugard. kl. 10 -16 Sunnud. kl. 12-16 5.995 2.997 6.995 3.497 3.995 1.997 4.995 2.497 „Maladomestica 10 punktar“ Þann 9. febrúar sl. féll dómur í Hæstarétti Íslands þar sem staðfest er að Icelandair hafi mis- notað markaðsráðandi stöðu sína á flugleiðinni milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar. Var félagið dæmt til að greiða 80 m.kr. í sektir. Um var að ræða kynningu og sölu á svokölluðum Netsmellum, sem stóðu viðskiptavinum Icelandair til boða á árinu 2004. Héraðsdóm- ur hafði áður staðfest niðurstöðu samkeppnisyfirvalda um brot Ice- landair en fellt niður sektir. Dómur Hæstaréttar felur í sér mikilvægt fordæmi. Hann er stað- festing þess að markaðsráðandi aðili í farþegaflugi verður að gæta sín vel á því að hindra ekki aðgang að markaðnum með kynningu og verðlagningu á flugfargjöldum. Jafnframt er staðfest sú megin- regla að sektir skuli liggja við brot- um á bannreglum samkeppnislaga. Horfði Hæstiréttur einnig til þess að Icelandair hafði áður brotið sama bannákvæði. Samkeppnisyfirvöld hafa ítrekað gripið inn í samkeppnishömlur á flugmörkuðum Engum vafa er undirorpið að sam- keppnisaðstæður á flugmarkaði skipta atvinnulíf og almenning í þessu landi miklu máli. Fyrr- greindur dómur fjallar um eitt af allmörgum málum þar sem sam- keppnisyfirvöld hafa gripið inn í samkeppnishamlandi aðstæður á flugmörkuðum. Í tvígang hafa samkeppnisyfir- völd gripið inn í undirverðlagn- ingu Icelandair, í fyrra skiptið árið 2003 og hið síðara með ákvörðun árið 2007. Seinna málið endaði með fyrrgreindum Hæstaréttardómi. Í nokkur skipti hafa sam- keppnisyfirvöld gripið til aðgerða vegna flugafgreiðslu á Kefla- víkurflugvelli. Nægir að nefna háar sektir á Flugþjónustuna á Keflavíkurflugvelli (IGS), fyrir misnotkun á markaðsráðandi stöðu við afgreiðslu farþegaflug- véla og nýleg fyrirmæli til IGS ehf. um að ganga til samninga við Cargo Express ehf. um fraktaf- greiðslu, en því hafði verið neitað um slíka samninga. Árið 2000 var fyrirmælum beint til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. um að semja við flugafgreiðslufyrirtækið Vall- arvini um nauðsynlega aðstöðu til innritunar og farþegaþjónustu, en flugstöðin hafði hafnað slíku. Þá hefur Samkeppniseftirlit- ið beitt sér gagnvart flugmála- yfirvöldum til að liðka fyrir sam- keppni. Nægir að nefna að í fyrra beindi Samkeppniseftirlitið bind- andi fyrirmælum til Flugmála- stjórnar um að breyta verklagi sínu við veitingu flugréttinda með það að markmiði að auka sam- keppni í flugi til og frá Íslandi. Nánar er fjallað um þessar og fleiri aðgerðir í pistli nr. 1/2012, sem birtur er á heimasíðu Sam- keppniseftirlitsins. Aðgerðirnar hafa skilað árangri Um þessar mundir bjóða tvö flug- félög upp á flugsamgöngur til og frá Íslandi allan ársins hring. Þriðja félagið hefur boðað starf- semi. Fleiri flugfélög bjóða auk þess upp á árstíðabundna þjónustu. Ein forsenda þessa er að flugfélög hafa val um flugþjónustufyrirtæki auk þess sem þjónusta flugmálayf- irvalda er smátt og smátt að færast til betri vegar. Í þessu felst mikil breyting á fáum árum, frá því að eitt flugfélag réði lögum og lofum og naut til þess ýmiss konar stuðn- ings yfirvalda. Þessa breytingu má að miklu leyti þakka þeim sem sáu tækifæri til þess að bjóða upp á nýja valkosti og höfðu kjark til að hrinda þeim í framkvæmd. Jafnljóst er að þær tilraunir hefðu í mörgum tilvikum mistekist, ef samkeppnislaganna hefði ekki notið ekki við og þeim fylgt eftir. Margt er hins vegar óunnið. Nefna má að í skýrslu Samkeppn- iseftirlitsins nr. 2/2008, Öflug uppbygging – Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi, er m.a. fjallað sérstaklega um flugmark- aði, bent á ýmsar aðgangshindran- ir inn á þessa markaði og leiðir til að ryðja þeim úr vegi. Samkeppnislögin vernda sam- keppni en ekki alltaf einstaka keppinauta Hæstaréttardómur sá sem gerð- ur var að umtalsefni hér í upphafi markar endalok á mjög langri með- ferð málsins hjá Samkeppniseftir- litinu og dómstólum. Málið er raun- ar gott dæmi um það hversu hart er oft tekist á um úrlausnir sam- keppnismála og hversu flókin þau geta verið. Þessi langa málsmeðferð leið- ir jafnframt hugann að því að úrlausnir samkeppnisyfirvalda koma ekki alltaf kvartandanum sjálfum að fullum notum, þótt sem betur fer séu til fjölmörg dæmi um að þær hafi komið í veg fyrir að keppinautar hafi hrökklast út af markaðnum. Skiljanlegt er að keppinautur sem kvartar til samkeppnisyfir- valda vilji skjóta úrlausn máls. Staðreyndin er hins vegar sú að samkeppnislöggjöfin og fram- kvæmd hennar beinist ekki að því að bjarga fyrirtækjum frá hvers konar tjóni af samkeppnishindr- unum, heldur því að stöðva brot og skapa til framtíðar bætt sam- keppnisumhverfi, efnahagslífinu og almenningi til hagsbóta. Á hinn bóginn getur endanleg niðurstaða í samkeppnismálum verið keppinautum tilefni til þess að sækja bætur á hendur því fyr- irtæki sem braut samkeppnislögin og bakaði þeim tjón. Samkeppnislög skipta miklu máli á flugmarkaði Samfélagsmál Jón Baldvin Hannibalsson fv. ráðherra Samkeppnislög Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.