Fréttablaðið - 23.02.2012, Side 47
FIMMTUDAGUR 23. febrúar 2012 39
Gildran frá Mosfellsbæ ætlar að gefa út sína fyrstu
plötu með nýjum lögum í fimmtán ár í haust. Tvö ár eru
liðin síðan hljómsveitin gaf út lagið Blátt, blátt sem var
samið við texta rithöfundarins Vigdísar Grímsdóttur.
„Við höldum að við séum orðnir svo gamlir að við
séum að fara að deyja. Þetta er síðasti sjens fyrir and-
látið,“ segir gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson um
nýju plötuna og hlær. „Nei, nei, við eigum efni. Við
þurfum svo sem ekkert að gera þetta en okkur langar til
þess.“
Gildran, sem var stofnuð fyrir 32 árum, gaf á sínum
tíma út sex plötur en lagðist í dvala þegar sú síðasta
kom út árið 1997.
Tónleikar sem voru teknir upp í Hlégarði í Mos-
fellsbæ í nóvember 2010 munu líklega fylgja með nýju
plötunni. Sveitin spilar næst á Spot í Kópavogi á laugar-
dagskvöld. „Það verður bæði til að fjármagna plötuna
og æfa undir hana,“ segir Sigurgeir um tónleikana. - fb
Fyrsta plata Gildrunnar í fimmtán ár
NÝ PLATA Hljómsveitin Gildran er að undirbúa sína fyrstu plötu í langan tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Justin Bieber ætlar að gefa út
ljósmyndabók með alls konar
myndum úr einkasafni sínu.
Popparinn gaf út ævisögu sína
fyrir ekki svo löngu en vill núna
feta nýjar slóðir.
Í bókinni verða myndir úr
hljóðverinu og myndir sem voru
teknar baksviðs á tónleikum.
„Það eru algjör forréttindi að
geta deilt þessu með aðdáendum
mínum. Ég get ekki beðið eftir
því að sýna frá því sem hefur
gerst á tónleikaferðum og í hljóð-
verinu í þessari bók,“ sagði
Bieber. Bókin er væntanleg í
verslanir í september.
Bieber sýnir
ljósmyndir
NÝ BÓK Justin Bieber gefur út nýja ljós-
myndabók í september.
Gary Oldman óttast að tölvu-
leikir séu að verða vinsælli en
kvikmyndir. „Við búum í öðruvísi
heimi núna. Krakkarnir mínir
geta horft á kvikmynd í iPhone,
sem mér finnst alveg hræðilegt
að hugsa sér. En þetta er ný kyn-
slóð sem er að vaxa úr grasi,“
sagði leikarinn sem er tilnefndur
til Óskarsverðlauna fyrir hlut-
verk sitt í Tinker Tailor Soldier
Spy. „Tölvuleikirnir eru að ná
yfirhöndinni og það eina sem
maður getur gert sem foreldri er
að takmarka tímann sem krakk-
arnir eyða í þá.“
Tölvuleikir
frekar en bíó
GARY OLDMAN Leikaranum líst ekkert á
auknar vinsældir tölvuleikjanna.
Sigurjón M. Egilsson
stýrir Sprengisandi
á sunnudags-
morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill
þjóðmálaþáttur