Fréttablaðið - 29.02.2012, Blaðsíða 12
12 29. febrúar 2012 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓR
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
Ég hef haft þann sið um árabil að leggja dálitla fjárhæð inn á banka-
bækur langafabarna minna á afmælis-
degi þeirra og jólum, en þau eru nú orðin
átta talsins. Ársvextir af þessum inn-
lánsreikningum eru nú á bilinu 1,85 til
2,25 prósent. Sé tekið mið af verðbólgu
á ársgrundvelli í fyrra er neikvæð raun-
ávöxtun á reikningunum milli fjögur
og fimm prósent. Af þessum „vöxtum“
er greiddur 20 prósent fjármagnstekju-
skattur, en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur hefur hækkað þann skatt um
hundrað prósent frá því að hún komst til
valda. Ríkisstjórn Jóhönnu bítur höfuðið
af skömminni með því að hirða líka 20
prósent af verðbótum.
Sú var tíð að Jóhanna Sigurðardóttir
kom fram sem málsvari lítilmagnans og
beitti sér meðal annars gegn því að börn
yrðu látin greiða skatta. Árið 2001 ritaði
hún blaðagreinar af miklum móð um það
sem hún nefndi þá „skattpíningu“ barna.
Þessi sama Jóhanna hefur gleymt flest-
um sinna fyrri stefnumála.
Skattlagning hér á landi er með því
mesta sem þekkist. Flestum má vitan-
lega ljóst vera að ekki verður greitt úr
erfiðleikum þjóðarbúsins, þar með talið
skuldum ríkissjóðs, nema með umtals-
verðri skattheimtu. En þó svo að núver-
andi ríkisstjórn telji þörf á að innheimta
fjármagnstekjuskatt þá sé ég enga
ástæðu til þess að börn séu látin greiða
hann af sínum innistæðum og hvað sem
líður tilurð skattsins þá er til skammar
að skattleggja börn strax í vöggu.
Sparnaður hefur löngum verið talinn
dyggð hérlendis og hugsunin með sparn-
aði ungs fólks er hvatning til sjálfs-
hjálpar, að börn og ungmenni læri að
fara með fjármuni af ráðdeild í lífinu frá
æsku til eldri ára. Ég skora því á stjórn-
völd að fella niður fjármagnstekjuskatt
á öll börn að 16 ára aldri. Með því móti
yrði stuðlað að stórauknum sparnaði
barna og ungmenna. Slíkt uppeldisráð
hlýtur að vera mikils virði í landi þar
sem skuldir einstaklinga eru með því
mesta sem þekkist í veröldinni.
Ríkisstjórn Jóhönnu
og skattpíning barna
Fjármál
Matthías
Bjarnason
fv. ráðherra
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun.is www.sorg.is sorg@sorg.is
Sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur á Landspítalanum
fjallar um barnsmissi á fræðslukvöldi Nýrrar dögunar í safnaðar-
heimili Háteigskirkju, fimmtudagskvöldið 1. mars kl. 20:30.
Húsið opnar kl 19:00, fólk getur komið, spjallað og fengið kaffi.
Allir velkomnir.
Í kjölfar fyrirlestrarins fer af stað stuðningshópur fyrir foreldra
sem hafa misst barn.
Dagskrá á vormisseri 2012
12. apríl Áfall – hvað byggir upp aftur
Fræðslufundurinn er í safnaðarheimili Háteigskirkju og hefst kl. 20:30
Barnsmissir
að missa snaran þátt af sjálfum sér
B
arnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, birti í gær
skýrslu sína um hag barna í heiminum. Að þessu sinni er
sjónum sérstaklega beint að fátækum börnum í borgum
en meira en milljarður barna á nú heima í stórborgum
og þeim fer fjölgandi sem búa í fátækrahverfum borga.
Talið er að innan fárra ára muni meirihluti barna í heiminum alast
upp í þéttbýli.
Borgir bjóða upp á mörg tækifæri en einnig gríðarlegan ójöfnuð.
Þannig búa hundruð milljóna barna í borgum víðsvegar í heim-
inum án aðgangs að hreinu vatni og salernisaðstöðu. Þau hafa ekki
heldur aðgang að heilsugæslu eða nokkurri annarri grunnþjónustu.
Mörg þessara barna hafa ekki aðgang að neins konar menntun og
þurfa að vinna erfiðisvinnu til að
draga fram lífið. Heimili þess-
ara barna geta verið til dæmis
við sorphauga eða í nágrenni
lestarteina.
Skýrsla Unicef flytur sem
betur fer ekki aðeins slæmar
fréttir. Í henni kemur til dæmis
fram að verulega hefur dregið úr
barnadauða í heiminum. Ástæðan er meðal annars auknar bólu-
setningar og vítamíngjöf.
Í skýrslu Unicef eru yfirvöld um allan heim hvött til að bæta
aðgengi barna að grunnþjónustu og forgangsraða þörfum þeirra
í skipulagi borga.
Alþjóðlegt hjálparstarf beinist að miklu leyti að börnum. Auk
þess að næra fátæk börn og sjá þeim fyrir einhverri heilbrigðis-
þjónustu hefur sjónum verið beint að menntun barna, ekki síst
stúlkubarna því þær eru enn ólíklegri en drengir til að eiga kost
á menntun. Bent hefur verið á að með hverju ári sem bætist við
skólagöngu stúlkna minnki fæðingartíðni um 10 prósent og að börn
sem eiga læsar mæður séu helmingi líklegri til að ná fimm ára
aldri en börn ólæsra mæðra.
Það er meðal stærstu sameiginlegra verkefna mannkynsins að
stuðla að því að draga úr neyð barna í heiminum, að sem flestum
börnum standi til boða að lifa mannsæmandi lífi og geta horft
björtum augum til framtíðar sinnar.
Margoft hefur verið bent á að framlag Íslands til þróunarsam-
starfs sé smánarlegt. Þar erum við ekki einu sinni hálfdrættingar
á við nágrannaþjóðirnar. Hér er hins vegar sú sérstaka staða uppi
að framlög einstaklinga til margháttaðs hjálparstarfs í þróunar-
löndum eru nánast á pari við framlag hins opinbera til þróunar-
samvinnu.
Aflögufærum Íslendingum bjóðast fjöldamargar leiðir til að
styðja við börn sem búa við bágan kost. Hægt er að gerast styrktar-
foreldri einstaks barns í gegnum mörg íslensk hjálparsamtök og
einnig styðja við margháttuð verkefni sem tengjast börnum sem
eru hjálparþurfi, ýmist með reglulegum framlögum eða tilfallandi.
Lítið framlag héðan af Íslandi getur skipt sköpum um möguleika
barns, til dæmis í Afríku, til að búa sér mannsæmandi framtíð.
Allt of mörg börn í heiminum
búa við allt of bágan kost:
Eitt af stóru verk-
efnum mannkyns
Taktísk mistök
Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins er nú í þeirri stöðu að
þurfa að svara ýmsu sem upp á hann
hefur verið borið, meðal annars í áliti
Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlög-
manns. Hins vegar er ekki örgrannt
um að Gunnar hafi gert taktísk
mistök þegar það álit kom fram.
Hann hefði betur tekið því
fagnandi, sagt það hina bestu
smíð og hampað í hvívetna.
Þar er enda sagt að Gunnar
hafi engin lög brotið og fáir
stæðust þá skoðun sem hann
hefur sætt. Gunnar hefði því
betur gert það plagg að sínu.
Skera þarf á hnútinn
Að því sögðu er staðan sem upp er
komin fráleit. Ljóst er að stjórn FME
ber ekki traust til forstjórans. Teljast
verður mjög hæpið að forstjórinn
beri traust til stjórnarinnar. Á meðan
líður stofnunin fyrir og öll þau mál
sem þar eru til meðferðar.
Skera þarf á þennan
hnút, algjörlega
óháð persónu-
legum hagsmunum
þeirra sem hann
mynduðu.
Athugasemd um hvað?
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, for-
seti Alþingis, tók undir athugasemdir
þingmanns varðandi orð Álfheiðar
Ingadóttur á þingi í gær. Álfheiður
hafði kallað hátt og snjallt í þrígang:
„Hættu þessum lygum Jón Gunn-
arsson.“ Sá stóð í pontu og ræddi um
samskipti þingmanna við mótmæl-
endur árið 2009. Sá þingmaður sem
ekki hefur kallað fram í ræðumann
finnst ekki á Alþingi. Eftir stendur
spurningin um hvað var ámælis-
vert; laug Álfheiður um lygi Jóns,
eða mátti Jón ljúga um Álfheiði
átölulaust? Allt um það í næsta
þætti. kolbeinn@frettabladid.is